
Hrabban mín og fjölskylda eru á landinu og því er ástæða fyrir stóra og smáa að gleðjast. Þessi gullmoli fer fljótlega af landi brott til að berjast fyrir íslands hönd í boltanum og er ég sannfærð um að hún rúllar þessu upp!!!
Eins og oftast þegar Hrabbið okkar kemur á klakann, hittumst við vinkonurnar til að spjalla og troða í okkur. Ég veit að ég tala fyrir okkur allar; Joð mína, Moniku og Steffí þegar ég segi: Kooomið heim til Íslands í sumarfríinu (segist með eins rödd og í Karíusi og Baktusi (ekki gera eins og mamma þín segir, Jens)!!!)
Takk fyrir kvöldið yndin mín
-Linkur á Monsuna sem er einn besti bloggari landsins..tékkið bara