
Síðasta helgi var tileinkuð gullmolunum mínum þremur, Björk, Kötlu Þöll og Jökli þar sem við skemmtum okkur hressilega saman víðsvegar um landið!
Töfragarðurinn, Veiðisafnið, tívolí, sund, tjörnin (þar sem við vorum aðallega í því að fæða veiðibjöllurnar), bíó, leikir og grill voru viðfangsefni helgarinnar og sofnuðum við öll með candyfloss í hárinu.

Katla tjáði mér að þó að ég væri orðin fullorðin, myndi ég aldrei hætta að vera tvíburi..hún horfði djúpt í augun á mér og sagði að nú væri ég fullorðin, og bara stundum fullorðinsbarn!
Kannski hætti ég að vera fullorðinsbarn þegar ég hætti að segja "flugveldar" og sá lógigina í því að segja "flugeldar"...
Plís ekki segja Ásdísi og Héðni íslenskunörrum, en ég er að spá í að reyna að endurheimta barnið í sjálfri mér með því að fara að tala vitlaust!
