Hef ég:
-Farið á frænkukvöld í Haustakrinum... og hlakkað til að þessar tvær verði léttari

-Farið í surprise afmæli Joð minnar sem fór á kostum allt kvöldið

-Rumskað daginn eftir með hausverk og galtóman gleðibanka
-Átt að gera átta einstaklingsnámskrár fyrir nemendur mína en í staðinn, fest mig í tölvuleik sem gengur einungis út á það að henda geimveru upp í loftið og vona að hún drífi sem lengst...
-Kíkt á hetjuna Rúnar og klettinn hans, hana Unu
-Heimsótt 82 ára ömmu mína sem er með alzheimer og horft á hana leika humar, því hún mundi ekki orðið
-Reynt hundrað sinnum að hringja í upptekna vin minn Héðinn
-Misst af hundrað símtölum frá upptekna vini mínu Héðni
-Fengið endalaus sms frá mömmu sem baðar sig í sjónum á Kýpur tvisvar á dag, fléttar körfur og rúntar um á mótorhjóli
-Fengið góðar niðurstöður frá krabbameinslækninum
-Pakkað ofan í kassa
-Pakkað uppúr kössum
-Beðið í klukkutíma röð eftir dekkjaskiptum áður en ég gafst upp
-Komist í langþráð vetrarfrí
-Hlakkað til að fara til Berlínar á morgun
-Vííííííííííííííííííííííííííííííí...