Ekki hefur bara ríkt gleði á bænum því fyrir nokkru andaðist Jónas annar, grænn og slímugur lífsförunautur minn sl. eina og hálfa árið. Í bíómyndunum leggjast gæludýr oft nálægt eigendum sínum, horfa stoltum augum á húsbændurna, glaðir með trygglyndið í gegnum tíðina...
En ekki froskurinn minn...ónei
Hann bólgnaði upp á fótunum og þeir urðu svona mygluloðnir og ógeðslegir. Svo flaut hann við vatnsyfirboðið og hreyfði sig hægt og rólega þar til hann stífnaði upp og fór yfir móðuna miklu!
Ég var ekki sein á mér, útbjó líkkistu úr cheeriospakka og svo var brunað austur í Ölfus þar sem uppþornuðum prinsinum mínum var komið undir græna torfu! Gunni og Viktor báru kistuna og grófu holu en ég smeygði tannstönglakrossinum niður í mosann.Nú er Hrollaugur Bósi einn eftir í búrinu og gerir sér dagamun með því að hleypa öðru hverju umfrymi út um bakið á sér.. af hverju keypti ég mér ekki bara kött á sínum tíma!!
Hún Hlédís mín og Sigrún Ósk koma heim eftir 2 daga (eða næstum bara einn) og það gefur mér ástæðu til að garga svo hátt að undirtekur í blokkinni...Húrra, húrrra, HÚRRAAAAAAA!!!
Bless í bili