

Hlédís frænka mín hefur gert ýmislegt skondið, skemmtilegt, frumlegt, fyndið, alvarlegt, áhættusamt, kærulaust og flippað um ævina. Ég hef alltaf stutt kjelluna og vitað innst inni að hún getur allt.
http://www.kindur.is/ er afrakstur mikillar vinnu undanfarinna mánaða og Eigið fé ehf. er Hlédísarbarn frá upphafi til enda.
Um leið og ég óska gullinu mínu til hamingju með þetta allt saman, vil ég hvetja ykkur öll að hætta að telja kindur í andvöku, kaupið ykkur frekar eina. Hættið að smygla inn tarantúlum og snákum. Það er ekkert meira töff en að eiga kind í dag!