Það er fátt sem heillar mig meira en svona ótrúleg þolinmæði (með "dash" af geðveilu) og staðfesta. Að standa svona dag eftir dag með skiltið sitt, sem enginn skilur almennilega hvað stendur á, er vanþakklátt starf.
Í dag tók hjartað mitt þó aukakipp (þar sem ég sat í hlýjum bílnum og starði á Helga). Það var ekki svona mikill vindur úti...ónei. Og nú spyr ég (þann sem ennþá nennir að kíkja á dautt bloggið mitt):

Hefur enginn annar áhyggjur af því hversu skjálfhentur Helgi Hóseasson er orðinn???