Það hefur margt gerst eða "skeð" hér í Danmörku síðan síðasta blogg leit dagsins ljós, enda muna elstu menn varla hvenær ég bloggaði síðast. Því hef ég ákveðið, öllum að óvörum, að taka upptalninguna á þetta!
Frá því ég bloggaði síðast hef ég:
-villst í Horsens og fundist öll hús líta út fyrir að geta verið lestarstöðin
-horft þrisvar sinnum í röð á Söngvaborg 3
-farið í stóran íþróttasal sem er fullur af trampólínum og íslendingum að hoppa..!
-útskýrt hrakfallasögu á ensku, með dönskuslettum
-farið í margréttað afmælishlaðborð til Evu Sonju ásamt læknanemum og vil ég meina að ég geti farið beint á kandídatsárið, ég lærði svo mikið í læknisfræði við matarborðið.
-lært sænskan drykkjuleik með munninn fullan af íslensku brennivíni
-farið í sólgleraugnaafmæli hjá Ástu
-hitt Kiddann minn
-séð íslenska vinkonu mína tilkynna tveimur lögregluþjónum að hún sé með kynfærin á bakinu
-lært að joggla með þremur boltum
-fengið grillaðar nautalundir a la Viktor Hólm
-gleymt myndavélinni minni heima hjá Hröbbu og Viktori
-...og í framhaldi af því efast stórlega um geðheilsu Hröbbu minnar, Viktors, Tinnu og Dadda, dæmi hver fyrir sig hér!
-eftir að hafa skoðað myndirnar (líka þær ritskoðuðu),þá hef ég lært að þekkja Dadda út frá öðrum líkamshlutum en andlitinu ;)
-náð forystu í tveggjamannakapalkeppni okkar Hröbbu
-boðið Dísinni litlu í sirkus
-og séð "Litla kall" hestinn hennar Línu Langsokk leggjast upp í rúm og breiða yfir haus þangað til lítill hundur kom hlaupandi með risastóra vekjaraklukku til að vekja hann (er það bara ég eða eru sirkusatriði að verða súrrealískari með árunum?!)
-horft á Viktoríu Dís og Huldu á fílsbaki og langað líka...
-séð lítinn gaur fara þrefalt heljarstökk, bundinn með báða fætur við mjóa járnstöng
-aftur fengið topp, eftir að Kiddi sæti klippari réðst á hárið á mér
-eldað fyrir fósturfjölskyldu mína
-Pantað mér ferð til Parísar ásamt Héðni mínum, þar sem við munum mála borgina eldrauða í maí
-hryggbrotið fertugan afrískan leigubílstjóra sem vildi fá símanúmerið mitt upp í leigubílakostnað, ásamt því að hafa mikinn áhuga á Íslandi og hjónaböndum íslendinga og afríkubúa...!
-fundist hún Þórhildur mín vera svo langt í burtu en talað samt við hana á hverju kvöldi (eða nóttu) þegar nýr dagur er að byrja hjá henni í Ástralíu
-orðið fyrir dúfu
-legið í sólbaði
-hlakkað til að flytja heim til Íslands
6 comments:
til hamingju með toppinn! Hef alltaf sagt að þú ættir að hafa topp...
Mér finnst frábært að hitta þig alltaf á msn - þú ert sannkallaður nátthrafn, alltaf vakandi um tvö á nóttunni...
djöhh! var búin að gleyma lögregluspjallinu hahahah
Mattan hefur pottþét skammast sín fyrir mig þarna eins og svo oft:) hahahhahah
Hvernig verður maður fyrir dúfu ??
Ég hlakka mikið til þess að þú flytjir aftur heim:o)
Ekki alveg búin að læra þetta en það er hún Arndís frænka þín sem hlakkar til.
Urr, ég er vakandi en Matta er ekki online. Ég er pínulítið svekktur. Ég skríð því undir sængina og hugsa til Möttu, sólargeislans sem ætlar að koma með vorið og ástina til mín í næsta mánuði.
Post a Comment