Sunday, May 15, 2005

Þrifnaður og strákarnir "okkar"

Ég beið eftir því í allan gærdag að Hemmi Gunn (soldið hallærislegt að detta hann í hug, sennilega meira kúl að búast við Sveppa eða Audda) myndi stökkva úr felum og öskra "FALIN MYNDAVÉL!" Ég var nefninlega í 14 klukkutíma að þrífa í gær...ójá..sennilega fleiri stundir en ég hef þrifið samanlagt allt mitt líf. Allt var skúrað skrúbbað og bónað á Spobjergvej 117 og nú er ekki bara hægt að spegla sig í veggjum og borða af gólfi heldur líka hægt að taka alla takkana af eldavélunum, strúka með nögl innan úr þeim og það eina sem mögulega festist við nöglina er ögn af Mr.Muskle eða Ajax clean...
Í dag líður mér eins og hornsöluvöru á Sunset Boulevard...get varla gengið fyrir harðsperrum.
Robbi og Stulli áttu frábæran leik í dag, þar sem þeir sigruðu Kolding á útivelli með glæsibrag. Ég var hér ein að horfa á leikinn og rak upp öskur öðru hverju með tilheyrandi klappi og andvörpum. Uppahálds handboltaáhorfsfólkið mitt Hrabba, Viktor og mamma voru fjarri í þetta sinn svo ég dansaði sigurstríðsdansinn ein og er enn með gæsahúð af stolti af strákunum mínum! Ætli ég verði ekki að halda matarklúbbinn á Íslandi til að verðlauna þessar elskur fyrir árángurinn.
Þetta er úr mogganum:
Róbert með 9 mörk í sigri Århus gegn Kolding
Róbert Gunnarsson skoraði 9 mörk fyrir Århus í fyrsta úrslitaleiknum um danska meistaratitilinn í handknattleik er liðið lagði Kolding á útivelli, 38:34. Sturla Ásgeirsson skoraði 4 mörk fyrir Århus. Staðan í hálfleik var 17:16 Kolding í vil. Róbert var fyrr í dag valinn besti leikmaður dönsku deildarinnar en hann skoraði eitt mark úr vítakasti í dag en 2.750 áhorfendur voru á leiknum.

5 comments:

Thorhildur said...

hvernig finnst kennaranum síðasta málsgreinin?

Gugga said...

Hæ skvisa!

Stopparu eitthvad i kbh a leidinni heim? væri svo gaman ad sja thig adeins adur en thu hverfur af landi burt.

Knus og kossar GUGGAN

Anonymous said...

Tín verdur sáááárt saknad hér í Aarhuuuus:( :( :( :( :(

Anonymous said...

ég vissi að deitið myndi ganga vel! Matta komin með kærasta, það hlaut að vera að það væri kominn tími á suma. Vona að hann sé nógu góður, þú átt nefnilega skilið það besta ezkan mín

Anonymous said...

HA? Hvad.. skil ekki.. Matta hvar ertu...????


Matthildur