Í sumar:
-hefur landbúnaðarráðuneyti Íslands notið starfskrafta minna
-hef ég hringt á skrifstofu opinberrar stofnunar til þess að flissa að talanda símadömunnar
-átti Þórhildur mín afmæli

-er skottan væntanleg til landsins á næstu dögum, frá Ástralíu með litla ungann sinn í kengúrupokanum
-hef ég lagst í fjöruna við Gróttu og ritað í sandinn
-var grillað í Þjórsárdal
-datt Katlan okkar niður klett og brotnaði á báðum höndum
-hlustaði ég á Sigur Rós
-fengu kennsluhæfileikar (þolinmæði) mínir að njóta sín við að kenna afa á kasettutæki..það tók ekki nema 2 klst!
-voru gluggarnir teknir úr íbúðinni minni..og enginn að stressa sig að setja nýja í..hver þarf svo sem súrefni
-hef ég unnið upp ákveðna skuld og er nú á núlli skv. Héðni bókaranum mínum ;)
Í dag:
-á Arndísin mín afmæli!!!

-Mér finnst svoooooooooooo vænt um þig elsku frænka og myndi kalla ferfalt Húrra fram af svölunum mínum ef ég væri ekki nú þegar komin á dauðalista nágrannanna (eftir kveðjupartýið síðustu helgi)
5 comments:
Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt.. og þetta með afa þinn.. heheheh..
Þú ert algjör perla !!!
Hlakka til að hitta þig í kvöld :)
Kv, María
Rosalega er 'eg alltaf mikil paeja.
Hlakka til ad sja thig!
Sammála með þetta sumar - ætlaði að gera svo margt en hef ekkert gert. Gott að heyra að skuldin sé á núlli, ég er hins vegar langt yfir! amlA
Hæ sæta. Hérnaaaa... ég er að spááá... ég kem til Íslands í kvöld.. varstu búin að tala við þá í ráðuneytinu um að ég fengi að sleppa við sótthví?
XXX
Drekaflugan
Sammála þér í tímaleysinu. Enn eitt árið þotið hjá án þess að maður nái almennilega að átta sig :o) Takk fyrir afmæliskveðjuna elsku frænka.
Post a Comment