Héðinn, Ásdís, Kiddi, Þórir og Diljá að festa rætur í útlöndum... og Hrabba og Viktor búin að kaupa sér í Árósum!
Ef einn ofantalda hefði ekki keypt allt upplagið af vinahandbókinni, áður en hún kom út og troðið henni þversum uppí rassgatið á mér, kæmi kafli úr bókinni hér á eftir.
Þess í stað hef ég ákveðið að reyna að samgleðjast þessum flökkukindum og skipuleggja heimsóknir til þeirra sem fyrst! (og reyna að tæla mannskapinn aftur heim).

Í gær bauð Íris okkur frænkunum í mat (+ Sigrúnu óléttu og Ölmu Noregsgellu). Þegar leið á kvöldið vorum við búnar að hlæja svo mikið að Sigrún var komin með 2 í útvíkkun og samdráttarverki! Gaman að því
9 comments:
Ég biðst hér með afsökunar á því að hafa flutt til útlanda.
Hláturinn hreyfði greinilega við litla krílinu því hann kom í heiminn í nótt klukkan eitt - 14 merkur og 52 cm! Er víst með dökkt hár og gullfallegur!
Takk fyrir rosalega skemmtilegt kvöld - kiss kiss!!!
Mikið óskaplega hefði ég verið til í að vera með ykkur. En var víðs fjarri... H
Ég panta að fá þig fyrst í heimsókn.. Og Matta mín það var ekki að ástæðulausu að við keyptum 5 herberja hús.. Ég bjóst nú við því að þú myndir flytja út til okkar....
Knús knús
Eg vona svo innilega ad tu verdir undir tad buin ad taka vid teim frettum, tegar eg segji ter tad, ad tad er bara ansi miklar likur a tvi ad eg flytji til Spanar. En vinurinn sem ad trod vinahandbokinni tversom upp i rassinn a ter, mun ekki trua tvi, to eg segji tad, to eg kaupi flugmidann og to eg fari ut a flugvoll. Eg hef nefnilega oft gert ofangreinda hluti, en alltaf haett vid.
Verdum vid ein eftir a Islandi bradum? Nuna er herinn farinn, hvad er ta eftir?
Samhengislitid? Gaeti tad verid tu?
Matta ég samhryggist, en í skaðabætur bið ég fram nokkrar rauðsvíns flöskur og mat er þú stoppar hjá mér í Kolding á ´leið til Árhúsa á komandi vetri.. U like that
Kv.
Ragnar
þú skalt bara fyrst læra að búa til vinalista áður en þú gefur út svona bækur fröken fix;)
annars sakna ég þín alltaf rosalega mikið og hugsa oft til þín...og hlæ upphátt!:D
Matta, ég skal vera vinur þinn, ég er nýflutt til landsins!!!
Og Gulli, af hverju hef ég ekkert heyrt af þessu???
Ástæða þess að ég hef ekki rætt um vinahandbók Mattheu, er sú að útgáfa bókarinnar er mjög umdeild...
Post a Comment