Saturday, October 21, 2006

Pizza

Eins og þið vitið mörg, eyði ég síður en svo öllum mínum frítíma í eldhúsinu. Ég elda nánast aldrei! En í vikunni ákvað ég að nóg væri komið og langaði að prófa mig áfram í eldhúsinu. Ég fékk pizzauppskrift hjá heimilisfræðikennaranum á vinnustað mínum og nú ætlaði ég sko að elda pizzu fyrir minn kæra.
Þegar ég var að ljúka við botninn áttaði ég mig á því að þarna stæði ég, kófsveitt í eldhúsinu og bisaði við pizzauppskrift fyrir þroskahefta!!!
Ég var með hveiti í hárinu :-/
-Þá mundi ég ástæðu þess að Eldsmiðjan er á speed dial hjá mér-

4 comments:

Bragi said...

Elsku Matta mín. Það er með ólíkindum hvað þú kannt að koma orðum skemmtilega að hlutum. Ég skoða bloggið þitt daglega, hjartað hoppar af gleði í hvert sinn sem ég sé að þú hefur bætt við færslu. Einu sinni hoppaði það fram á gang. Ég átti fullt í fangi með að finna það aftur. María biður að heilsa. Hún getur ekki beðið eftir að læra stafina svo hún geti lesið bloggið þitt sjálf.

Anonymous said...

Fyndið! Mjög fyndið. Ég sé þig alveg í anda...

Matta said...

Æ takk gullin mín, mér finnst vænt um þessi orð!

Anonymous said...

Hehehehe ..


En samt ertu búin að fara í matreiðslu í allan vetur og oftar en ekki hefur pizza verið á boðstólnum ... þú hefðir bara átt að hringja í aðstoðarmann þinn ;) hann var nú búin að bjóðast til að aðstoða þig

Hlakka til að hitta þig á morgun ;)