



Í dag er Hlédísin mín 27 ára og heldur upp á það með ræpu í 14 klst. rútuferð á Indlandi. Ég væri til í að hún væri frekar hér hjá mér!
Þegar ég er döpur hugsa ég stundum um það þegar við Hlédís vorum að labba niður Laugarveginn eitt sumarið og þá mætti okkur vesæl vespa. Hlésið afrekaði það að stökkva hæð sína í loft, slengja veskinu sínu í ruslatunnu og vekja sofandi barn í nærliggjandi bíl (mamman var ekki kát), brjóta nögl og prumpa í leiðinni. Þetta fannst mér fyndið! Allar mínar bestu óskir til þín elsku Hlé, hlakka til að fá þig heim aftur.
3 comments:
takk fyrir þetta ezk!!!!! og hlakka líka til að koma heim .. eða að fá þig hingað út ;)
og þetta er sko on með sumarbústaðinn! .. annars langar mig líka til að við gefum okkur köbenferð í ammælisgjöf.. hvernig hljómar það?
koss og knús!!!
-hlé
Hæ Matta mín, langaði bara að kasta á þig kveðju ! Allt gott að frétta af mér, var að klára prófin í gær og er í viku fríi og ætla að nota það til að flytja ! :) Fékk 2 herbergja íbúð í miðbænum á mjög góðu leiguverði og get ekki beðið eftir að komast þangað ! :) Þú ættir að fara að drífa þig í heimsókn til okkar hérna, það verður nóg pláss hjá mér framvegis ;)
Kær kveðja frá Árhúsinu
Ásta
Ég ældi næstum af hlátri þegar ég las þetta.
Þykir vænt um þig Matta mín.
Post a Comment