Monday, September 22, 2008

Ástæða blogglægðarinnar að undanförnu

er þessi:
Barnateppi! (blómin eru ekki tilviljun, sjens að ég hafi misst lykkjur svona hér og þar). Já og eins og sjá má ef vel er skoðað þá fékk nýjasta frænkan mín, Margrét þetta teppi í mánaðar-afmælisgjöf.

Nú munda ég prjónana eins og svangur kínverji, á mér ekkert líf ef ekki er hægt að prjóna það. Orðrómur götunnar er jafnvel sá, að ég hafi skrópað á húsfundi (Gummi myndi skilja það), dregið fyrir gluggana og prjónað í myrkrinu... það verður reyndar aldrei sannað!
Áður en ég náði að mynda félagstengsl að nýju, fitjaði ég upp fyrir húfu handa veiðimanninum Gunna, kláraði hana og nú hef ég gengið svo langt að lýsa því yfir að allar jólagjafir sem frá mér munu koma þetta árið, verða handmade by Matta!
-Þar sem ég náði loksins puttunum úr nefinu á mér og fór að eiga mér eitthvað líf eftir vinnu, ofmetnaðist ég í prjónasköpuninni, hélt að allt léki í höndunum á mér, fór út í búð, keypti mér gítar og skráði mig á gítarnámskeið! Fyrsti tíminn er í kvöld... reynir að vísu á samband okkar A og B því Gunni er búinn að leggja undir sig stofuna í lokasprettinum í náminu, ætlar að henda fram eins og einni lokaritgerð, og ég, gítarbyrjandinn, verð á kantinum að plokka strengina...
-Já, síðan síðast hefur nýr kettlingur bæst í fjölskylduna, Grettir, bróðir hins fordekraða Gríms okkar. Þeir búa á Grímslæk, éta eins og svín eru þegar á stærð við ljón.
-Ég átti mjög sérstaka og innilega stund með Hésanum mínum, sem rétt snerti landið um daginn-
-Saumaklúbburinn Sleikur reyndi að bæta ímynd klúbbsins á sunnudagsmorgni...Sybil(e) og Marta Bíbí rúlluðu restinni upp í spilakeppni-
-Ég bý svo vel að eiga tvær rúllur af veggfóðri, krossviðsplötur hamar og nagla...vantar bara lím..(vá, án gríns, þá skrifaði ég fyrst óvart lík, klaufaleg mistök í ljósi krossviðsplötunnar og naglanna) og get ekki beðið eftir að veggfóðra rúmgafl í næstu austurferð!
-Ég er búin að veita blaðaviðtal um sérstæðustu reynslu lífs míns-
-Vinahandbók Mattheu hefur þurft að kyngja tilgangi sínum og hvetur nú vini til að láta drauma sína rætast erlendis-
-Tveir af undanförnum símum mínum hafa öðlast sjálfstætt líf og neita að hlýða mér..en Gunnsi minn sópaði að sér verðlaunum á golfmóti um daginn og ég er öðrum síma ríkari :)
-Sl. nótt, gerði ég tilraun til að líta á klukkuna á náttborðinu, slengdi skánkanum í fullt vatnsglas, sem demdist í fleti mitt... ég hef aldrei blótað jafn lágt á ævinni, náði í handklæði og svaf á því í nótt (vaknaði með handklæðafar á kinninni)..í morgun spurði ég Gunna hvort hann hafi nokkuð vaknað í nótt: "bara við jarðskjálftann..eða var ekki annars jarðskjálfti?!" Helvítis. Vil taka það fram að ég læddist upp úr rennblautu bælinu..úfff
-Ég á núna tvær golfkylfur fyrir örvhenta og er á skrá eftir golfkennslu hjá Ragnhildi Sig.-
-og þar með er líf mitt að undanförnu að mestu upp talið-