Friday, November 30, 2007

Ásdís og Sigrún

Þetta er meistari Ásdís! Jább, þessi eldklári hvítvínsþambari, rúllaði upp eitt stykki mastersgráðu í London og fær hún allar mínar hamingjuóskir með það! Júhúúú
Og hér er ekki síðri meistari á ferð. Þetta er hún Sigrún Ósk. Þessi elska hefur auðgað líf mitt verulega síðan ég kynntist henni og yljar minningin um kindarjarm hennar, mér á síðkvöldum. Sigrún, er annar tveggja yfirlístra stuðningsmanna minna á meðan á einangrun minni stóð í janúar og nú er komið að mér að styðja hana. Í kvöld tekur hún þátt í Útsvari fyrir Akranes, og að sjálfsögðu verður poppað á þessu heimili ;)
Sigrún, þú massar þetta!!!

Wednesday, November 21, 2007

Óvissuferð ammanna 2007

Í keramikhúsinu...og svo var tekið á því á einni af slökkvistöðum höfuðborgarsvæðisins
Sjúkraþjálfari og læknir að störfum
Mikið á sig lagt til að vinna keppnina
Eru ekki allir í stuði!!??
Skipuleggjendur óvissuferðarinnar
Ömmur að raða (og skvetta) í sig

Helga og Hildur
Komnar í partý og farnar að syngja í sleifar!! (kelluröddin í laginu)
Kallaröddin í laginu farnar að rasskella Joð okkar
Fleiri myndir eru ekki birtingahæfar...en váááá hvað þetta var gaman :)

Thursday, November 15, 2007

Sætastur!!!

Krúttríkur
Hjá múttu
Gunni fékk að máta Skottfreð litla
Á spjalli við Möttu frænku

Wednesday, November 14, 2007

Prins Ásason...


(myndin í láni frá Hlésí móðu)
Litli frændi fæddist í nótt. Víííi..Þessi gullfallegi monsi var 18 merkur og 55 cm!

Arndís og Ási, til hamingju!!!Tuesday, November 13, 2007

Þórhildur duglega


...eignaðist gullfallega Rósu Chiamaka Nzeakor þann 7. nóvember sl.
Ég er svo stolt af þér elsku vinkona

Wednesday, November 07, 2007

Berlin var...

og...

og...

og...

og...

og...og...
og...og...


og...

og...

og...og...


og...
( Takið eftir skegginu sem var listilega teiknað á HH þegar hann var í fastasvefni...)

...og svo miklu, miklu meira


Thursday, November 01, 2007

Síðan síðast...

Hef ég:
-Farið á frænkukvöld í Haustakrinum... og hlakkað til að þessar tvær verði léttari
-Farið í surprise afmæli Joð minnar sem fór á kostum allt kvöldið
-Rumskað daginn eftir með hausverk og galtóman gleðibanka
-Átt að gera átta einstaklingsnámskrár fyrir nemendur mína en í staðinn, fest mig í tölvuleik sem gengur einungis út á það að henda geimveru upp í loftið og vona að hún drífi sem lengst...
-Kíkt á hetjuna Rúnar og klettinn hans, hana Unu
-Heimsótt 82 ára ömmu mína sem er með alzheimer og horft á hana leika humar, því hún mundi ekki orðið
-Reynt hundrað sinnum að hringja í upptekna vin minn Héðinn
-Misst af hundrað símtölum frá upptekna vini mínu Héðni
-Fengið endalaus sms frá mömmu sem baðar sig í sjónum á Kýpur tvisvar á dag, fléttar körfur og rúntar um á mótorhjóli
-Fengið góðar niðurstöður frá krabbameinslækninum
-Pakkað ofan í kassa
-Pakkað uppúr kössum
-Beðið í klukkutíma röð eftir dekkjaskiptum áður en ég gafst upp
-Komist í langþráð vetrarfrí
-Hlakkað til að fara til Berlínar á morgun
-Vííííííííííííííííííííííííííííííí...