Friday, December 10, 2004

Ísland

Nú er vika síðan ég kom heim og munnvikin ná ennþá saman á hnakkanum. Ég valhoppa um allt (enda bíllaus) og syng lög sem ég vissi ekki einusinni að ég kynni..já frekar sorgleg svona. Eftir að hafa yfirgefið Århus í jólafílingnum, kom ég heim og fór til Víkur sem var ekki síður í jólafíling. Allt í skrauti og stjörnum (ekki bara þegar ég var hálfnuð með tollinn), drykkjuleikjabingó, sungið í sleifar, Halldórskaffi og allt tilheyrandi.
Núna um helgina er svo laufabrauðsgerð með allri stórfjölskyldunni...og kannski eitthvað djamm.
Ég er búin að vera að leysa af í grunnskólanum hér heima og vakna þá kl sjö! jább, breyttir tímar hjá Mattheu.
Síðar

Thursday, December 02, 2004


Jökull... Posted by Hello

Katla Þöll Posted by Hello

Björk Posted by Hello

Heimkoma

Eftir japl jaml og fuður ákvað ég að breyta fluginu mín og kem fyrr heim! Það eru ýmsar ástæður fyrir því en fyrir utan þessar sterkustu (heimþrána og fjölskyldu/félagaþörf) þá þarf ég að vinna að 3 ritgerðum um jólin (úfff)
Hlakka til að sjá ykkur

Tuesday, November 30, 2004

Allt að gerast

Maður skyldi ætla að hápunktur vikunnar hefði verið að tannbursta sig í sturtu...en það er sko aldeilis ekki. Það er allt að gerast!

(en svona án gríns, þá felst alveg sérstök hreinsun í því að tannbursta sig í sturtu, gæti vel orðið háð því að hafa vaskinn við hliðina á sturtunni)

Friday, November 26, 2004

Jólahlaðborð

Ég er að stelast aðeins frá núna, er í julefrokost á vistinni minni og oh my god!
Ég lenti við hliðina á Klaus, sem deilir með mér ísskáp (algjörlega gagnslausar upplýsingar fyrir ykkur, veit það). Við fórum að spjalla svona eins og maður gerir þegar maður þekkir ekki neinn og hann fór að segja mér hvaða gæludýr hann átti þegar hann var lítill! Hvað er það! Ég veit ekki hvað hann er að læra, hvaðan hann er eða hvað hann er gamall, en ég veit að hann átti hrút sem hét svartur (hann var svartur) svín sem hét svartur (það var líka svart) og kött sem hét svart/hvítur (hvernig haldiði að hann hafi verið á litinn...) jább, hann þurfti alltaf að segja mér hvernig dýrin voru á litinn, eins og ég hafi ekki fattað það á nöfnunum...(ok, ég vil ekki nein ljóskukomment í tengslum við þetta)
jæja, það er allt að verða vitlaust þarna niðri. Frír bar, fullt af mat og ég hangi bara í tölvunni!!!

Thursday, November 25, 2004

Dansi dansi dúkkan mín...

Í gær fór ég með Matthildi á danssýningu þar sem Halla og co komu, sáu og sigruðu.
Þær dönsuðu inni í boxhring og "slógust" í dansinum (...nei þetta var ekki leðjuglíma eða þannig...) rosa flott, en líka áhættusamt, enda komumst við að því seinna að eftir eina æfinguna þurfti Halla upp á slysó því hún fékk tvo putta í augað svo það komu tvær rispur á hornhimnuna. Við sötruðum rauðvín, átum osta og spjölluðum við dansarana eftir sýninguna, settumst svo aðeins inn á kaffihús á meðan við biðum eftir strætó og fórum svo bara heim.
Í dag fékk ég hælsæri á báða, sveik Matthildi um ræktarferð, hékk á netinu og hugsaði (það síðastnefnda kemur áberandi sjaldnast fyrir hjá undirritaðri)
Ég er mjög óviss um framtíðina, ekki tilbúin að verða stór
Matta

Wednesday, November 24, 2004

Dagbók

Það er orðið svo langt síðan ég heyrði í "fóstru" minni, henni Hröbbu, sem er að keppa með landsliðinu í handbolta í Póllandi, að þessi færsla verður tileinkuð henni.

Elsku Hrabba.
Til hamingju með jafnteflið..ég veit að maður spilar ekki til að vera með, maður spilar til að vinna, en þú varst markahæst og því kannski von á öðru "gullfallegu" úri eins og þú fékkst eftir frammistöðuna í Hollandi ;)
Viktoría er dugleg að borða hafragraut á morgnana og ég er ekkert búin að reyna við manninn þinn, enda kem ég yfirleitt heim eftir að hann er sofnaður og hann er farinn að vinna þegar við Viktoría vöknum...annars myndi ég pottþétt reyna við hann ;)
Hringrás reyndi að kæfa Evu, Lalla og íbúðina mína á Íslandi í reyk um daginn í stórbruna, en þau eru öll hörð af sér og sluppu með skrekkinn...spurning um að skella nokkrum hangilærum upp á vegg og nýta reykjarlyktina!
Á eftir er ég að fara að sjá frumsýninguna á dansverkinu hennar Höllu í Gran Teater með Diljá og Matthildi.
Kossar og knús
þín Matta

Tuesday, November 23, 2004

Viðbót í linkasafnið

Nú er ég búin að bæta tveimur nýjum linkum við á síðuna.

-Guðrún Sveins var með mér í ML en er núna búsett í Austurríki, þess vegna sjáumst við ekki næstum nógu oft, en ég ætla að fylgjast með blogginu hennar...og þið líka!
-Eva er yndisleg, leigir íbúðina mína, er úr Hveragerði og einn sá besti penni sem um getur...tékkið bara

Saturday, November 20, 2004

Síðan síðast hef ég séð:

-Karlsvagninn
-gamlan mann í strætó, æla smá eftir heiftarlegt hóstakast
-5 kassa af bjór, bongótrommur, jurtir og fótboltaspil í partýi í rosalegri íbúð
-það allra heilagasta á Emil í Kaos Pilot eftir að hafa gengið inn á hann á klósettinu
-fulla konu, öskra svo á dauðhrætt barnið sitt, að minnstu munaði að ég tæki það í faðminn og hlypi með það í burtu
-hvað það er gaman að syngja með Viktoríu á leiðinni á leikskólann
-rosalega þægt, lítið afmælisbarn sem sat á Pizza Hut
-MTv verðlaunahátíðina
-og fundið hvað ég á frábæra fjölskyldu
-líkamsræktarstöðina á Vesturgötu
-að það er bara eitt hlaupabretti í ræktinni en milljón hjól (hvað er þetta með dani og hjól!!)
-heilan skóla, ærast af fögnuði eftir að skólastjórinn kom með mikilvæga tilkynningu
-hvað laun heimsins geta verið löðrandi í vanþakklæti
-hvernig hvítvínsblautar sokkabuxurnar mínar frusu við fótleggina á augnabliki
-hlýju úlpuna mína, en ákveðið svo að fara í þunnum jakka og séð eftir því allt kvöldið
-gamla þætti með Radíusbræðrum og Tvíhöfða
-gítarbúðina sem hefur að geyma framtíðar gítarinn minn
-fyrir mér hvað verður erfitt að koma framtíðar gítarnum mínum heim til Íslands þegar ég flyt
-barþjóninn minn
-hvað það er auðvelt að láta drauma sína rætast, ef maður hellir sér bara í það
-bréf sem amma mín skrifaði til mín
-rúmið mitt í hyllingum
-hendur mínar á stýri og fót minn á bensíngjöf á flottasta bílnum í danaveldi (jámm keyrði drossíuna þeirra Hröbbu og Viktors)
-að þó ég borði vini mína er ekki þar með sagt að ég þurfi að borða sjálfa mig..og í framhaldi af því ákveðið að gera tilraun nr 100 að hætta að naga neglurnar
-að harðsperrur í fótleggjum fá mann til að ganga eins og Bridget Jones í þröngum kjól
-jólagjöfina hans Jökuls frænda í blaði og ákveðið að þó ég þurfi að selja sál mína, mun ég kaupa þessa gjöf
-hvað tíminn líður algjörlega eftir skapi manns

Monday, November 15, 2004

Síðustu dagar

...hafa verið góðir.

Á fimmtudag: Matarboð hjá Möttu og Stulla þar sem við Arndís og Diljá fengum 3. rétta máltíð, skáluðum og spjölluðum frameftir. Skelltum okkur svo aðeins í bæinn.

Á föstudag: Fórum við Arndís til Köben. Lentum á þögla svæðinu í lestinni...áskorun!
Við komumst þó klakklaust og ótalandi frá lestinni þar sem Kevin kynbomba tók á móti okkur. Hjólhesturinn hans Kidda varð burðardýr fyrir farangur Arndísar sem tvöfaldaðist og rúmlega það við komuna til Danmerkur. Við rákumst á Birnu og Pétur á leiðinni. Þegar við höfðum öll púðrað okkur og varalitað, kíktum við í bæinn og fyrsti sem við hittum þar var Benni hinn (bremsulausi). Hann er að taka master í sálfræði. Þar sem fleiri en 2 ML-ingar koma saman, þar er stuð...en við fórum samt fljótlega heim.

Á laugardag: Var verslað. Arndís þurfti að kaupa tösku undir allan farangurinn sinn sem var að sprengja gömlu töskuna. Við smeygðum okkur inn á kaffihús til að skrifa nokkur póstkort, en skundumðum út, tveimur klukkutímum og þremur bjórum seinna, veifandi póstkorti á smámælsku (þmámælþku). Við hittum íslenskar stelpur sem við könnumst við, inni á kaffihúsinu og Arndís átti aldursspurningu dagsins!
Snædrottningin Íris bauð okkur svo í köku og jólaglögg heim til sín og Kára og Stígur vinur þeirra kom líka. Stígur er dani og þegar hann leit yfir borðið eftir kökuveisluna og sá að borðið var hlaðið bjórum af öllum stærðum og gerðum, andvarpaði hann út úr sér að hann væri greinilega í kaffiboði með íslendingum...!
Við íslendingarnir fórum svo í tívolíið sem er æðislega jólalegt og skemmtilegt núna. Við fórum í rússíbanann og svo bauð starfsfólkið okkur í annað tæki því það var búið að loka miðasölunni og okkur langaði svoooo að fara í eitt tæki í viðbót. Það var brjálæðislega gaman!
Hittum svo Diljá, Bjarka ofl á skemmtistað en kvöldið endaði með snilldartöktum Arndísar og Diljáar á Samsbar þar sem þær trylltu lýðinn með karókíútgáfu af Elvislagi.

Á sunnudag: Fór Arndís. Við Héðinn sötruðum kaffi latte í rúminu og spjölluðum fram á dag. Svo hittum við Diljá og fórum að flottasta kaffihúsið í öllum heiminum Roberts kaffee. Á leiðinni heim með lestinni horfðum við Diljá á dvd og ég var komin heim seint í gærkvöld.

Í dag: Verð ég að lesa eins og vindurinn því það er skóli á morgun.

Pæling

Ætli það séu margir mastersnemar sem eiga fleiri glimmersprey í hárið, en skólabækur?

Wednesday, November 10, 2004

Århus á miðvikudegi

Á sunnudagskvöldið fóru Íris og Héðinn heim, í dag fór Hlédís en ég hef Arndísina mína hjá mér ennþá sem betur fer. Það er samt alltaf skrítið þegar e-h fer.
Við frænkurnar fórum með strætó á lestarstöðina og þar sem ég bý rétt hjá tyrkjahverfinu í Brabrand er oft margt um innflytjendur í strætóum. Fimm strákar á tvítugsaldri æddu inn í strætóinn á einni stoppistöðinni og létu eins og þeir ættu svæðið. Þeir fóru að tala við okkur og þegar við sýndum þeim ekki áhuga og nenntum ekki að svara nærgöngulum spurningum, fóru þeir að kalla okkur öllum illum nöfnum og hrækja á okkur. Við létum þá í okkur heyra og ýttum einum niður í sætið þegar hann ætlaði að rjúka á okkur. Gamall maður sem sat á milli okkar og strákanna, horfði afsakandi á okkur með tárin í augunum. Eftir að við fórum úr strætó, eltu þeir okkur í smá stund, en hættu því svo sem betur fer. Ég er ekki hissa á að strætóbílstjórarnir neiti algjörlega að hafa afskipti af farþegunum. Sumir reykja í strætóunum, slást og láta illa. Ég þoli ekki svona, ég er að borga offjár í skóla og sit á löngum fyrirlestrum um þennan innflytjendavanda dana, er með harðsperrur af því að taka endalaust upp hanskann fyrir þá, og þarf svo að berjast við að dæma ekki allan hópinn af endalausum vitleysingum. Úfff.
Við Arndís fórum í mat til Diljáar eftir að Hlédís fór. Takk og aftur takk elsku Diljá mín fyrir það, rosa gott og skemmtilegar umræður.
Á morgun er það matur hjá Matthildi minni og Stulla og svo skellum við Arndís okkur til Köben að hitta Hésann okkar og þar verður líka Diljá.
Takk fyrir!

Monday, November 08, 2004

Líf og fjör

Smá lífsmark héðan...
Á föstudaginn kom jólabjórinn og ég drakk hann!
Á laugardaginn fórum við Arndís, Hlédís og Héðinn með leigubílstjóra dauðans, sem náði að segja okkur allt um vinnuna sína á korteri, keyra á öfugum vegarhelmingi, villast og gleyma að setja mælinn í gang. Við mættum svo allt of seint í diskópartý ársins og þurftum að semja leikrit í refsiskyni. Ég hef ekki verið með vængi og túberað hár í mörg ár, en þarna var það töff...gerviaugnhár, glimmer og pallíettubelti og málið var dautt! Fólk var flest metnaðarfullt í búningavali en minna að spá í að vera töff, þetta var með skemmtilegri skemmtunum sem ég hef farið á.
Ítalskur veitingastaður í Árósum á núna regnhlífina mína og trefilinn hennar Hlédísar.
Í dag borðaði ég kengúru og krókódíl á áströlskum veitingastað með Arndísi, Hlédísi og Diljá, en Matthildur fékk sér bara kakó því hún fékk sér cheerios í kvöld (heilög stund, fæst nefninlega ekki í Dk).
Við frænkurnar tókum Strikið með trompi og Dísirnar versluðu föt sem duga sennilega fyrir miðlungsstóran ættbálk í Afríku.
Stefnan er tekin á Köben um helgina þar sem við Arndís ætlum að fara á kostum með Héðni, Diljá ofl.
Hlédís fer á miðvikudaginn :(


Wednesday, November 03, 2004

Útlit og orðabækur

Í gær fór ég til Diljáar þar sem hún lá á sjúkrabeði heima hjá sér og gat ekki hreyft sig. Eftir samtöl við læknanema og hjúkkur víðs vegar um heiminn, ákváðum við sjúkrahúshræddu nýju bestu vinkonurnar að skella okkur með leigubíl á skadestuen. Tvær orðabækur voru með í för..ensk og dönsk til að við gætum sagt botnlangi skammlaust. En þegar við vorum að bíða eftir leigubílnum, hvarf verkurinn og við gerðum nýtt útlit á síðuna mína í staðinn (eða Diljá aðallega)..og þurftum engar orðabækur við það.

Sunday, October 31, 2004

Breyttir tímar

Nú eru breyttir tímar í orðsins fyllstu. Í nótt fórum við aftur um klukkutíma svo nú erum við bara klukkutíma á undan Íslandi. Eitt af fáu sem nú er ófrágengið eru ættleiðingarskjölin mín svo ég geti formlega verið fjölskyldumeðlimur hér hjá Hröbbu minni, Viktori og Viktoríu. Ég er sem sagt búin að vera hér meira en heima hjá mér síðustu daga. Í gær skelltu hjúin sér á tónleika og við Dísin pössuðum hvora aðra á meðan. Í dag fórum við Viktoría á leikvelli í nágrenninu, í rosa góðu veðri, sungum okkur hásar og átum ís. Nú er Viktor að kveikja upp í arninum og húsmóðirin í eldhúsinu. Stulli er að koma í mat til "okkar" (ég er næstum hætt að vera gestur hér...;) og allir í góðum fíling.
Tölvan mín er ennþá lömuð, í endurhæfingu á Íslandi, svo koma Dísirnar mínar og Hési um helgina....veiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii

Friday, October 29, 2004

Hrun/uppbygging

Allt að gerast.
Mamma er farin :( eftir að hafa verið mér stoð og stytta í viku, Ég er flutt, tölvan mín er alveg hrunin..svo blogg verða ennþá færri næstu daga, gestir :) næstu helgi, skóli, lítill zzzvefn...., handboltaleikir, söfn, strætóar, rigning, snúðar og spilakeppni (vá mörg s í því sem ég hef gert undanfarið...) Hrun hafa verið áberandi undanfarna viku en nú er komið að uppbyggingu.

Saturday, October 23, 2004

Laugardagur til lukku

Nú er laugardagur og það er ekkert nema gott um það að segja. Mamma kom til mín á fimmtudagskvöldið og ætlar að dvelja hjá örverpinu sínu fram á föstudag. Enn sem komið erum við í svítunni þeirra Hröbbu og Viktors, svo förum við heim til mín og ef hlutirnir fara eins og allt stefnir, þá nær hún móðir mín að hjálpa mér að flytja og gista á þriðja staðnum þessa rúmu viku sem hún verður hérna! Já, best að vera ekkert að festa rætur neins staðar, viss um að ég finni grænna gras...!

Hildur Kristín Sveinsdóttir...íþróttakennari, sjúkraþjálfari og annálaður gullmoli útskrifast frá HÍ í dag. Ef ég væri fugl, myndi ég fljúga til hennar með rauðvínsglas á bakinu og skála, en verð víst að láta nægja að hugsa fallega til þín, elsku Hildur mín og það geri ég hér með.

Vilborg Magnúsdóttir....sálfræðipía og lögreglumaður nr. 1 útskrifast frá HÍ í dag. Ég sé fram á að ekki sé nóg að hugsa bara til ykkar stelpur mínar, fjandinn hafi það...ég er farin að kaupa mér flösku!!
Knús elskurnar

Tuesday, October 19, 2004

Afmælisbarn dagsins...

...er krúsídúllurúsínugríslingssellerírótin mín hún Júlía Gúlía Guðjónsdóttir!
Júlía þessi er ekki aðeins merkileg fyrir þær sakir að vera frá Hveragerði (eins og ég), kennari (eins og ég), dekurrófa (eins og ég), hafa ekkert peningavit (eins og ég) og vera maður...eins og ég (konur eru líka menn!) heldur er hún 27 ára (eins og ég)...nóg um mig, Júlía til hamingju með afmælið elskan mín, þú ert 27 ára...nú er þetta búið!!!
Hipp hipp húrrei, hipp hipp húrreii, hipp hipp húrreiiiiiiii.........

Mér finnst vænt um þig og ætla að minnast þín í 2 mínútur af hverjum klukkutíma, í dag!

Monday, October 18, 2004

Í Danmörku...

-rignir núna
-er ég búin að fara á fleiri handboltaleiki á mánuði en á heilu ári heima á Íslandi
-reykja allir allsstaðar
-afmannblendnaðist ég
-tala ég miklu miklu minna en á Íslandi
-horfi ég meira í kringum mig og spái í fólki
-stóð ég mig að því að hafa gaman að 10 ára gömlum strandvarðaþætti
-fer maður inn í strætóana að aftan og út að framan
-svindla næstum allir sér í strætó
-en ekki ég, því stundum kemur vörður og mér finnst alltaf að allir inni í strætónum getað verið verðir
-fór ég í mat til Tinnu minnar í Horsens og átti frábæra kvöldstund
-hef ég lært að meta tveggja daga gamalt morgunblað
-keypti ég grænan skrímsla bangsa með rana og hala handa ársgömlu barni
-er ég núna að passa húsið Hröbbu minnar og Viktors
-hef ég spreytt mig á fleiri gestaþrautum en allt mitt líf á Íslandi
-tapaði ég í backomon fyrir Hjalta
-drekk ég alls ekki jafn mikinn bjór og við var að búast
-hef ég oft næstum orðið fyrir hjóli
-býr Héðinn
-sem er ekki búinn að blogga lengi
-er ég myrkfælnari en heima
-sendi ég mitt fyrsta sms á dönsku
-en hef ekki ennþá fengið svar

-er ég og get ekki annað :)

Tuesday, October 12, 2004

Að ætla að sjarmera sjálfa sig...

...er mjög skrýtið. Það reyndi ég samt í gær.
Fólk er alltaf að tala um að það sé svo mikilvægt að finna sjálft sig og það sé hvergi betra en í útlöndum. Fólk lærir sín mörk, reynir á öll þolmörk sín og gengur yfirleitt lengra en það mundi gera í sínu venjulega umhverfi. Alltaf að takast á við nýja hluti, læra á því og stækka "þægindahringinn". Ég er að ganga í gegnum þessa sjálfsskoðun og komst að því eftir frekar stuttan tíma að mér líkar ekkert sérstaklega vel við sjálfa mig. Mér finnst ég gefast allt of fljótt upp, kem mér undan því óþægilega og á erfitt með að koma mér í gang...svona mætti lengi telja.
Ég ákvað því í gær að sættast við sjálfa mig og eiga þægilega sáttarstund með sjálfri mér. Ég eldaði góðan mat, settist inn í borðstofu, kveikti á kerti og lagði fallega á borð. Þetta var sáttarfundur Mattheu og Möttu sem hefði átt að eiga sér stað miklu fyrr. Ég var alveg tilbúin í að sjarmera sjálfa mig... það sem ég lærði hinsvegar á þessari stuttu stund með sjálfri mér, var að ég alls ekki tilbúin að gefa sjálfri mér jafn mikinn tíma og ég hef handa öðrum, því fyrr en varði, var ég komin í tölvuna, sendandi sms og lesandi blað og hundsaði sjálfa mig eins mikið og ég gat!
Þar hafiði það!

-Fréttir vikunnar eru þær að ég sé ekki fram á að getað klárað ritgerðina fyrir settan tíma, enda tekur mig laaangan tíma að lesa allar þessar dönsku bækur!
-Ég er búin að taka við Karl Jensen sem ætlar að hitta mig í vikunni og redda mér vinnu með unglingum hér í Århus!
-Mamma kemur eftir nokkra daga...veiiii
-Mamma er samt veik heima núna með lungnabólgu :(
-Helgi frændi á afmæli í dag...til hamingju ezkan mín
-Pabbi kemur heim úr golfferð á Spáni í dag
-Ég ætla að flytja í byrjun nóvember, hvert veit ég ekki
-Arndís og Hlédís eru að plana Danmerkurferð í nóvember...veiiii
-Tinna ætlar að kíkja á okkur Hröbbu í kvöld, hún býr í Horsens
-Ég ætla með Frímanni í bíó í vikunni
-Köngulær í Danmörku líta út eins og risa-hrossaflugur

Kveð að sinni!

Saturday, October 09, 2004

Home alone

Já, nú er sambýlismaður minn farinn heim til Íslands og hugðist ég hafa það notalegt, svona ein í kotinu. Ég fór fram í eldhús, hitaði mér kakó og smeygði mér svo í náttföt. Talaði við syss í símann en skyndilega stirðnaði ég... skelfingin speglaðist í augunum á mér þegar ég horfði á Satan, holdi klæddan með átta mjóa og loðna fætur á veggnum fyrir ofan mig. KÖNGURLÓ! Þar sem ég er ein heima reyndi á allar taugar þegar ég teygði mig í amerískt tímarit sem lá upprúllað í körfu í herberginu mínu til að senda þetta verkfæri djöfulsins (köngurlóna) til forfeðra sinna. Ég gladdist innra með mér þegar ég dúndraði tímaritinu í áttina að óskapnaðinum, því ég efaðist ekki um að ég myndi hitta. En það var nú aldeilis ekki, ég rétt náði að dangla í síðuna á óargardýrinu og svo hvarf það. Ég leitaði og leitaði að helv... köngurlónni en fann hana ekki, svo þegar þetta er skrifað hef ég á tilfinningunni að hún sé að skríða alls staðar á mér....stefnir allt í svefnlausa nótt. (hrollur)

Afmælisbarn dagsins...

...er hin yndislega, góða, fallega, skemmtilega, gáfaða og uppáhalds systir mín, Ragnhildur Sigurðardóttir. Þessi stórmerkilega stelpa; umhverfisfræðingurinn, lektorinn, náttúruverndarsinninn, tveggja barna móðirin, herstöðvarandstæðingurinn, húmoristinn, allaballinn, gleðigjafinn og máttarstólpinn er hvorki meira né minna en 32 ára í dag!
Til hamingju elsku besta syssin mín.
Og nú hrópa ég svo undir tekur í herberginu mínu...hipp hipp Húrreiii, hipp hipp Húrreiii, hipp hipp Húrreiiiii....

Öskubuska

Kirkjuklukkurnar í Dómkirkjunni hringja alltaf á heila tímanum og óma um bæinn...ég hugsa alltaf til Ásdísar sem finnst alltaf eins og hún þurfi að flýta sér heim þegar hún heyrir í klukkunum, eins og Öskubuska... sem hlýtur að þýða að henni líði eins og prinsessu alla daga :)

Fínt að frétta frá mér. Er búin að sitja sveitt á skrifstofunni minni uppi í skóla og ritgerðin mjakast..
Frímann bauð mér í mat í gær. Eldaði sjálfur þessi elska, frábær matur með frábærum strák. Við fórum svo á danssýningu þar sem við hittum Evu og Höllu, en dansararnir vinna með Höllu (sem er líka dansari hér í Århus fyrir þá sem ekki vita). Danssýningin var mjög skemmtileg. Hluti af menningarhelgi sem nú stendur yfir. Stelpurnar dönsuðu sama dansverkið eftir fiðluleik og rokktónlist. Fyrsta danssýningin sem ég sé sem fer ekki eftir tónlist, heldur bara áfram þegar tónlistin hættir og dansinn breytist ekkert eftir breyttri tónlist!
Svo fórum við Frímann, Halla og allir dansararnir á kaffihús. Einn dansaranna (sænsk) kunni nokkur orð á íslensku: "Hvar er klóstið?" "Hvað segirðu gott" og "Bara fínt". Hún bjó með íslenskum dansara einusinni og alltaf þegar sú hringdi heim spurði hún "Hvað segirðu gott"...svo kom þögn í símanum og svo svaraði hún "Bara fínt", þannig lærði þessi sænska íslenskuna. Hún er alveg heilluð af tungumálinu okkar og finnst alltaf eins og við séum frá fornöld þegar við tölum saman.
Við fórum svo í partý hjá vinum Frímanns í KaosPilot. Það var rosalega skemmtilegt. Allir fóru strax að tala saman á ensku þegar ég kom svo ég myndi nú örugglega skilja allt, meir að segja þegar ég fór fram í stofu, héldu samræðurnar í eldhúsinu áfram á ensku...enginn má vera útundan. Umræðurnar í partýinu snérust aðallega um það hversu langt maður ætti að ganga í gestrisni þegar maður fengi vini frá útlöndum í heimsókn, hversu miklu breytir maður sínu lífsmynstri, er skemmtilegra fyrir vininn að sjá "Gullfoss og Geysi" en að sjá hvernig lífi þú raunverulega lifir, ferð í vinnu og sinnir þínum málum..!
Partýið fluttist svo yfir í arkitektarskólann. Áður en við fórum tóku strákarnir catwalk á ganginum, mis vel klæddir og gjörningar voru framdir. Casper fór alveg með það þegar hann gekk inn ganginn með handklæði um mittið og glas í hendinni. Hann settist í stól við enda gangsins, hellti vatninu úr glasinu yfir hausinn á sér og henti glasinu svo aftur fyrir sig. Snéri sér svo við, henti handklæðinu yfir vatnspollinn og dillaði svo rassinum inn ganginn tilbaka! Gjörningur mánaðarins.
Í arkitektarskólanum var elephant fest, sem felst í því að arkitektarnemar drekka elephantbjór frá kl. 15 og fram eftir nóttu. Uppblásnir fílar voru um allt, barir á öllum hæðum og mis drukkið fólk upp um alla veggi. Þetta var rosalega gaman. Ég sá nú ekki framtíðar eiginmann minn í þessum hópi en þetta var skemmtilegt þrátt fyrir það!
Í dag hitti ég Jónínu frænku, Grétar Odd og Christine. Það var rosalega gaman. Grétar og Christine sóttu mig og við hittum Jónínu, Halldísi og Jónínu yngri. Svo fórum við í bíó. Við sáum danska mynd sem heitir "Bræður" rosalega umhugsunarverð mynd með dönskum stórleikurum. Svo fórum við út að borða og svo keyrðu þau mig heim. Til að kóróna svo daginn hringdi Arndís yndislega í mig, svo ég sofna með brosið hringinn.

Monday, October 04, 2004

Það þarf svo sterk bein til að vera ég...

Nú er ég að verða búin að sitja hálfan daginn fyrir framan tölvuna, reyna að finna greinar í ritgerðina mína, tala við fullt af fallegu fólki á msn og svara pósti. Anders kíkti hérna inn áðan til að athuga hvort ekki væri allt í lagi því að ég hef varla hreyft mig síðan ég vaknaði.
Í gær kíkti ég á Diljá í Vesturgötusvítuna í videógláp og almenna afslöppun og svo til Hröbbu og Viktors, þar sem ég rústaði þeim hjónum í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í tveggjamannakapli. Hrabba húsmóðir bakaði svo syndsamlega góða snúða og Viktor kveikti upp í arninum (með bros á vör ;) Svo horfðum við á David Blaine og spjölluðum saman, það er rosalega erfitt að gleyma sér í sjálfsvorkunn þegar maður hefur þessi frábæru hjón...nei, Viktor ég er ekki að reyna við þig þó ég sé að hrósa ykkur :) Viktor endaði svo frábært kvöld með því að troða skeið upp í nefið á sér og sökkva tveggjakrónupening inn í hendina á sér og út um tána!
Ég fór í rosalegt Kaos pilot partý á laugardaginn þar sem töluð var við mig japanska, ég var máluð í framan með rauðum og bláum strikum og tók þátt í karókí...já yndin mín, þið lásuð rétt, ég tók þátt í karókí. Ég söng ásamt Diljá, Martinu, Peter og Höllu, Girls just wanna have fun... ég ætla ekki að segja frá viðtökum áheyrenda!
Á föstudaginn fékk ég svo að vera viðhengi í læknanemapartýinu "Læknumst 2004". Rosa gaman.
Frétti áðan að þegar Ína og Grímur voru að fara heim úr því partýi hafi þau komið að alelda húsi og brotið upp hurðina og alles. Maðurinn sem var inni í húsinu var víst fluttur meðvitundarlaus til Köben og Grímur fékk brunasár á hendina...þau voru í blöðunum í gær, ekki skrítið að ég frétti þetta í dag, ekki sú sleipasta í dönskunni.
Annars er ég farin að kaupa dönsk dagblöð og les allt sem ég get, þó ég skilji ekki allt. Er hætt í dönsku Andrésblöðunum og bifast nú við að komast á næsta stig.
Bæjó í bili þó...

Wednesday, September 29, 2004

Manudur ad baki...

...nu er manudur sidan eg kom til Danmerkur i theim tilgangi ad læra, kynnast folki, tungumali ofl ofl. Margt hefur gerst, bædi prenthæft of oprenthæft og thvi ætla eg ad lata upptalningu nægja i bili.
Sidan eg bloggadi sidast hef eg:

-Sott um kennitølu
-Keypt tvo dansandi hamstra
-Farid til Køben med Asdisi
-Hitt Thoru og Guggu
-Tekid mynd af vaxmynd sem er ad taka mynd
-Sofnad med tha tilfinningu ad bjalla se ad skrida a koddanum minum
-Gist i ruminu hans Hedins
-Heyrt Asdisi segja ad hun hafi stigid i hundaskit um midja nott
-Gefid ødrum heilrædi vardandi sambønd (!!!)
-Latid mer detta i hug ad teikna yfirvaraskegg a Asdisi og Hedinn a medan thau sofa
-Gratid i 2 klst samfleitt
-Horft a konu med belti i stad ennisbands og hugsad hvad hun se flippud
-Fengid smokk med Jagermasterbragdi
-Stadid i lest a reyksvædi i tæpa 2 klukkutima
-Langad ad hætta i skolanum en talad vid kennarann minn og gengid ut med lykil ad skrifstofu sem eg ma deila med stelpu fra Lithaen
-Sagt "Hvad!"
-Setid vid Nyhøfn og hlustad a harmonikkuleik
-Talad vid Evu og Astu
-Sed dufu fljuga a tvær rudur
-Hitt Olav Veigar og Hauk i Strædet
-Fundist vænt um manneskjur
-Farid i tungumalaskolann med Dilja meirihattar!
-Lidid eins og eg se med allar ahyggjur heimsins, stadsettar i maganum
-Heimsott Møttu i nyju ibudina theirra Stulla
-Passad Viktoriu
-Fest i lyftu
-Fyllst af outskyranlegri gledi
-Drukkid kaffi latte
-Lesid moggann
-Samid fornislenskan texta a postkort asamt Asdisi
-Unnid tveggja manna kapal
-Tapad tveggja manna kapli
-Lesid kenningar a dønsku
-Horfst i augu vid erfidar adstædur!

Ekki meira i bili

Monday, September 20, 2004

Helgin...

...var alveg frábær.
Héðinn kom til mín á fimmtudaginn. Hann vann mig í 3 snókerleikjum, við horfðum á Friends, hlógum og flissuðum. Á föstudaginn kíktum við í verslunarmiðstöðina með Hröbbu og Möttu og svo í bæinn með Möttu þegar Hrabban okkar var farin á æfingu. Ásdís kom svo með lestinni um miðnætti og eftir að hafa hent dótinu hennar heim fórum við að hitta Bjarna og Frímann á kaffihúsi.
Á laugardeginum fórum við á handboltaleik Århus-Kaupmannahöfn þar sem Hrabba fór á kostum. Það dugði því miður ekki til og okkar lið rétt tapaði með 2 mörkum. Þetta var fyrsti handboltaleikurinn hans Hésa og ég sá útundan mér þegar hann missti kúlið á köflum. Skríkti af vonbrigðum þegar hinar skoruðu og ískraði þegar hann var ósáttur með dóminn. Ég hins vegar var löngu búin að missa það og æpti dimmum rómi þegar ég var ósátt...ætli Ásdís hafi ekki komið best út í samanburði..!
Um kvöldið fórum við út að borða, á pöbb, hittum Bjarna og Frímann, týndum regnhlíf, hittum Diljá frábæru, fórum í brjálað partý með DJ, bar og fullt fullt af fólki, dönsuðum upp við norðmann, fórum á Train, hittum Hröbbu, Viktor, Möttu, Stulla, Svölu, Robert ofl. Komum heim undir morgun!
Morgundagurinn var í rólegri kantinum, sváfum frameftir...ég tapaði 2 snókerleikjum á móti Héðni, fengum okkur kaffi með Bjarna og Frímanni, horfðum á Friends og flissuðum.
Í dag fór Héðinn til Köben, við Ásdís erum búnar að spila, lesa, leggja okkur og borða nammi, úti er rigning og rok.
Samt er gaman

Thursday, September 16, 2004

Skyjum ofar!

Ef tid viljid vita hvernig tad er ad rølta um a rosraudu glediskyi, tha skulid til lesa lengra...

Hedinn storborgari er mættur i sveitasæluna i Århus, kom adan med lestinni fra Køben. Tha spenntist nu brosvødvinn hja mer, tvi tad vill svo til ad mer finnst svakalega gaman ad umgangast Hedinn. Eg helt ad dagurinn gæti ekki ordid betri tegar eg fekk simtal fra konunni minni (Teir sem ekki vita, tha er tad Asdis) og hun ætlar ad koma til min a MORGUN!!!
Vid eigum svo sannarlega eftir ad mala bæinn raudann um helgina!
Gledi gledi gledi...mer finnst eg hafa verid uti i marga manudi og thessar heimsoknir lyfta mer skyjum ofar!

Fadmlag til heimsins
Matta

Wednesday, September 15, 2004

Hrabba hetja

Sit heima hjá Hröbbu og Viktori. Vorum að koma af handboltaleik þar sem Århus fór á kostum gegn Kolding, með Hröbbu fremsta í flokki. Hún skoraði úrslitamarkið þegar 2 sek voru eftir...fráááábær leikur. Við Matthildur horfðum á Lion King á leiðinni heim í dvd spilaranum sem er niður úr loftinu á kagganum þeirra Hröbbu og Viktors.
Hésinn minn er að koma til mín á morgun og svo er ég komin með harðsperrur að ýta á eftir Ásdísi konunni minni að koma til mín sem fyrst.
Annars ágætt að frétta, rok og rigning :(
Knús

Tuesday, September 14, 2004

Skin og skúrir

Þegar ég keypti mér sólgleraugu fór að rigna, þá keypti ég mér regnhlíf, þá kom sól.

Ásta skásta bauð okkur Evu í mat í gær. Æðislegur matur, frábær félagsskapur = gott kvöld. Við Eva tókum strætó heim og ég átti sem sagt að fara úr stætónum einni stoppustöð seinna en Eva. Hljómar einfalt ef maður fer eftir þeim fyrirmælum en þar sem ég kannaðist ekki við mig ákvað ég að fara lengra með strætónum...er ég eitthvað klikkuð, af því ég kannaðist ekki við mig!!! Ég mundi ekki kannast við mig þó ég stæði sjálf við hliðina á húsinu mínu, veifandi mér í strætónum. Allavega, þá tók ég leigubíl restina af leiðinni þar sem ég var rammvilt, koldimmt, rigning og komið yfir miðnætti.

Ég vaknaði snemma í morgun við brjálaða rigningu, þrumur og eldingar. Ég hef aldrei séð annað eins, ætlaði að vera kúl á því og hugsaði "he he...ligga ligga lái, ég þarf ekki að mæta neitt", snéri mér á hina hliðina og ætlaði að sofna aftur, en fann þá fyrir þessari nagandi hræðslu (sem fáir skilja kannski nema Hlédísin mín sem upplifði hana með mér nóttina eftir THE BÖMMER í Reykjakoti þegar við dóum næstum út af þrumunum og því). Ég fór því að horfa á Friends í tölvunni minni þangað til lægði...ég fór ekki að læra, ég fór ekki að finna mér vinnu, ó nei, ég fór að horfa á Friends. Og allir vita að þeir sem byrja að horfa á Friends, hætta ekkert svo auðveldlega að horfa á Friends nema eitthvað mikið liggi við, og eins sárlega nálægt sannleikanum það nú er, þá hefur ekkert legið mikið við hjá mér í marga mánuði!!

Kevin kynbomba (bé o bé a) öðru nafni Héðinn Haldórsson ætlar sennilega að koma til mín á fimmtudaginn. Veiiiiiiiiiiiiiiii! Það var alveg svakalega gaman hjá okkur um síðustu helgi og á ég von á því að gleðin haldi áfram nú.

Amen

Sunday, September 12, 2004

Komin "heim"

Ég er komin heim eftir frábæra heimsókn til Hésans míns. Veðrið var frábært þar til í dag þegar við fengum á okkur hitaskúr dauðans og þurftum að skjótast á sandölum og bolum í húsasund á meðan pollarnir uxu á götunni. Djamm í gær, heimsmetasafnið, spjall, búðir, beyglur og mogginn í dag.
Partýið hjá Írisi í gær var alveg frábært, hresst fólk, bjór og frábærar sögur sem seint gleymast.
Ég var klipin í rassinn af hallærislegasta manni norðurlanda, dyravörður skipaði mér úr jakkanum og ég fékk yndislegt símtal í nótt.
Kaupmannahöfn fær fimm stjörnur.

Ég sakna Héðins.

Í fyrradag átti ég bíl, í gær hætti ég allt í einu að eiga bíl. Í dag sé ég minni ástæðu til að gefast upp og fara heim.

Eftirminnileg kveðjuvísa frá nánum fjölskyldumeðlim:

Ingibjörg hét hún hnátan
hún tók lim upp í sig til að mát´ann
en helvítis flagðið
henni líkaði bragðið
svo hún beit hann af, tuggð´ann og át´ann

Kjamms og kossar

Saturday, September 11, 2004

Tivoli Tivoli Tivoli li li...

I gær var alveg rosalega gaman. Vid Hesi forum i gønguferd um allt i goda verdinu, drukkum bjor, skrifudum postkort, hlogum rosalega og forum svo i Tivoli. Tad var svakalega gaman. Vid forum bædi i Gyllta turninn og i russibanann, keyptum is, tokum hristumyndir af andlitum okkar, rosalega vorum vid skelfilega ofrid a thessum myndum (eins gott ad eskimo models komist ekki i thessar myndir, tha fengi Hesi ekki fleiri fyrirsætutilbod...)
Svo forum vid ut ad borda a frabæran veitingastad, fengum okkur svo bjor og svo heim ad sofa, allt of threytt fyrir svona langt skrall...
i dag forum vid ad skoda høllina, forum i siglingu um allt, saum hafmeyjuna og søgdum endalausa einkabrandara, Hedinn flissadi og eg hlo trøllahlatri alla siglinguna. Vid erum a leid i erotiska safnid og svo ætlum vid ad tjutta i kvøld med Irisi, Guggu, Kidda ofl.
A morgun er svo sælan buin og eg lestast heim a leid.
Afmælisoskir til Hildar og Vigdisar megagella.
Knus og kossar

Friday, September 10, 2004

Ekki svo slæmt ad vera krækiber i helviti, en heitt er tad!!

Hæ øllsømul. Nu kvedur vid annan ton hja Møttu, tvi hun er i Køben ad njota lifsins. Kom i gær med rutu. For i ferju, skildi ekkert sem var sagt og bjost tvi alveg eins vid ad enda i Svithjod. En Hedinn minn tok a moti mer a brautarstødinni og tha var nu gledihoppad og hlegid. Forum med Irisi Olafs og vinum hennar a barinn hans Frikka Weiss i gær og skelltum i okkur nokkrum øl. Svo forum vid Hesi ad kura, tvi i dag er dagurinn...TIVOLI-dagurinn sem eg hef bedid svo lengi eftir. Vid erum a netkaffi nuna, en eg ætla bara ad hafa thessa færslu stutta tvi uti er 25 stiga hiti og brjalud gledi i mannskapnum. Iris ætlar ad halda party a morgun og kannski kemur Guggan okkar thangad, vei vei!
Nuna er eg reyndar ad missa af kørfuboltaleiknum (Island-Danmørk) sem haldinn er i ithrottahøllinni vid hlidina a Hrøbbu i Århus, langadi sma ad hitta Fannar og svo natturulega ad sja kyntrøllid Jon Arnor... en Hesinn minn stenst alveg samanburd.
Jæja, best ad skella ser ut i solina.
Bless a medan

Monday, September 06, 2004

Mánudagur

Góðan daginn gott fólk!
Í dag er ég búin að vera í Danmörku í viku og finnst eins og það sé liðinn mánuður!
Það er samt mjög gott veður og engin ástæða til að detta í þunglyndi, en mér tekst að finna einhverja leið til þess... ;)
Ég fór á kaffihús í gær með Evu og Ástu, við spiluðum og röltum um bæinn. Foreldrar Hröbbu og Drífa ætla að fara að skoða gamla bæinn í dag og buðu mér með, en ég er að spá í að reyna að finna mér vinnu, koma mér í símasamband og jafnvel finna út hvort ég sé að gera einhverja hluti í þessum blessaða skóla, langar samt mikið með þeim svo það er spurning um forgangsröðun.
Gaman að heyra að Þóririnn minn sé að flytja til Siggu á Hverfisgötuna, ég væri alveg til í að vera fluga á vegg þar öðru hverju.
Veit einhver hvort Hési sé kominn með símanúmer þarna í Köben?, endilega látið mig vita ef svo er.
Síðar

Saturday, September 04, 2004

Laugardagskvöld

Ég fór út að borða og á kaffihús í kvöld með Evu og Ástu. Það var mjög fínt. Þær eru báðar að vinna á elliheimili með læknisfræðinni hérna og Ásta sagði mér frá gamalli konu sem þættist vera blind, en svo er starfsfólkið alltaf að bösta hana við alls kyns hluti sem sýna fram á að hún sér ekkert verr en margir aðrir. Svo kallar hún starfsfólkið stundum hans hátign og hneigir sig og stundum er Ásta tengdamamma hennar. Ég þarf að fá mér eitthvað svona starf!
Þær voru að fara að vinna svo ég fór bara heim um tíuleytið. Ég talaði við Eivor á msn, hún býr í Þýskalandi en tókst samt að fá mig til að sjá tilganginn í því að skella mér aftur út á lífið, hringdi meir að segja í Hröbbu sem var stödd í partý hjá einni sem er að spila með henni, frá Noregi og Viktor og Stulli náðu í mig í nýja flotta bílnum þeirra Viktors og Hröbbu. Þau voru að kaupa sér stóran 7 manna Toyotu (eitthvað) með DVD spilara niður úr loftinu og allar græjur, brjáááálæðislega flottur. Í partýinu voru líka Drífa Hröbbusystir sem er líka að spila handbolta, bara í Berlín í Þýskalandi, norska parið og Matta, kærastan hans Stulla sem er líka að spila handbolta hér í Århus. Þetta var mjög gaman og Drífa, Stulli og Matta fóru niðrí bæ áðan í feikna stuði, en sjálfsvorkunnar-ég ákvað að fara bara heim að sofa, ekki alveg í stuði til að tjútta. Ég á svo fáránlega bágt með að lifa fyrir líðandi stund að það er ekki fyndið. Í stað þess að njóta þess að vera með svona skemmtilegu fólki í brjálæðislega góðu veðri á Fest uge, þar sem uppákomur eru á hverju horni, fletti ég gömlum mogga sem ég tými ekki að henda, þó svo að ég hafi drepið köngurló með honum og finnist soldið ógeðslegt að fletta honum! Mér er ekki viðbjargandi.
Jæja, nú er ég farin að sofa.
Bæjó í bili þó.

Nýtt símanúmer

Ég er komin með nýtt símanúmer sem ég get farið að nota ef ég get opnað símann fyrir nýjum kortum. (0045) 27476094
Ég er líka orðin nettengd svo að nú fer þetta allt að koma.
E-mailið mitt er matta_sig@hotmail.com og ég tek fagnandi á móti öllum bréfum.
Venlig hilsen

Þorsteinn Joð og íslendingapartý

Þorsteinn Joð er að kenna mér. Hann er danskur, með frekar há kollvik og ég bíð eftir því að hann segi "er þetta þitt loka svar"?
Þegar skólinn var búinn í gær, rölti ég út í góða veðrið, skilaði lyklunum af hreysinu og skundaði í höllina. Eva Sonja og Ásta ætluðu að hitta mig í bænum og við ætluðum í afmæli til íslenskrar stelpu sem er að læra stoðtæknifræði hérna. Það var allt morandi í fólki í bænum og við settumst niður með bjór og spjölluðum langt fram á kvöld. Svo fórum við í partý. Það var mjög fínt, ég hitti Krissu vinkonu hennar Eivorar sem er að taka doktorinn í stærðfræði. Þegar ég hrósaði pilsinu hennar fór hún að benda mér á rauðan lit sem væri fastur í pilsinu eftir að hún ældi á það ein áramótin. Hún hélt að liturinn stafaði sennilega af nautatungu sem hún og hennar fjölskylda gæðir sér alltaf á, eftir miðnætti um hver áramót...hvort er skrítnara að fólk borði nautatungu á áramótunum eða að hún hafi sagt mér þessa ælusögu þegar ég hrósaði pilsinu hennar?! :)
Ég kynntist strák sem datt niður stiga fyrir 2 árum og mölbraut á sér hendina og getur lítið notað hana núna. Hann segir að versta minningin um þetta atvik sé hljóðið þegar höndin mölvaðist, hann heyrir það aftur og aftur fyrir sér..!
Þetta var fínasta partý en ég var svo fáránlega þreytt eftir að hafa einbeitt mér í tvo daga í skólanum að hlusta á dönsku, að ég ákvað að fara heim og sleppa bænum í þetta sinn. Svo kann ég líka illa að skemmta mér án Ásdísar, Þóris, Hlédísar, Helgu, Arndísar og Hésa míns. Við Eva tókum leigubíl saman heim, en Eva varð slöpp á leiðinni og leigubílstjórinn varð ekki glaður!!!

Skólinn

Þegar ég kom inn í skólastofuna duttu þær fáu lýs mér af höfði sem ekki höfðu dottið þegar ég sá herbergið mitt. Ömmur og afar röltu um, allt flóði í gráum hárum og gleraugum...hvar voru allir sætu strákarnir sem áttu líka að vera klárir og hjálpsamir og lána mér glósur þegar ég tapaði þræðinum við að horfa á upphandleggsvöðvana á þeim?
Þessi eini norðmaður sem ég hafði lagt allt mitt traust á, við, þau einu sem ekki erum danir, reyndist eftir allt saman vera dani, bara búsettur í Noregi eins og er...frrrrrrábært!
Ég er sem sagt eyland!
Þessa tvo daga sem ég hef verið í skólanum hefur mér liðið eins og ég sé á kafi í vatni, og kennarinn líka og hann tali og tali svo loftbólurnar frussist úr honum og verði að skilja, glósa og kinka kolli öðru hverju. Þetta er alveg hræðilegt.
Ég reyndi í fyrstu að telja samnemendum mínum trú um að ég skildi alveg soldið í dönsku (kynnti mig á samblandi af dönsku og ensku) en þegar ég skildi ekki spurningar eins og hvenær ég hefði flogið hingað eða hvar ég byggi, fór fólk að halda sig í fjarðlægð og horfa á mig vorkunnaraugum.
Ein reyndi samt að "bonda" við mig á þeim forsendum að hún hefði verið á Íslandi í sumar, á landsmóti hestamanna. Hún lækkaði róminn og sagði mér í trúnaði að hún vissi um íslending sem hefði djammað frá föstudagskvöldinu til kl. 2 daginn eftir... ég lagði mig fram um að sýnast hissa.

Af hverju byrjaði ég ekki fyrr að lesa skólabækurnar..!

Það var mitt fyrsta verk daginn eftir að tala við Anders arkitekt sem var búinn að bjóða mér að búa hjá sér. Ég skoðaði íbúðina sem var höll á miðað við hreysið mitt á 5. hæðinni. Ég ákvað að flytja inn daginn eftir, þegar ég væri búin með fyrsta daginn í skólanum...hrollur
Ég sat langt fram á nótt og las vísindaheimspeki á dönsku, bölvandi mér fyrir að hafa ekki byrjað fyrr að lesa þetta óskiljanlega bull!

Hrabba og Viktor

Ég rölti um í bænum þar sem allt er fullt af fólki (Fest uge), tónlistartjöldum og bjór. Þangað kom svo Viktor yndi og sótti mig. Víð fórum heim til þeirra þar sem Hrabba og Viktoría biðu eftir mér, hressar og kátar eins og alltaf. Það var rosalega gott að hitta þau.
Viktor keyrði mig svo heim um miðnætti og mér gekk öllu betur að sofna, vitandi að Hrabba og Viktor mundu brjótast inn til mín ef ég væri læst inni og ekki búin að láta í mér heyra í 3 daga!

Fyrstu kynni

Ég beið eftir annarri stelpunni sem átti að verða sambýlingur minn, því hún átti að kunna á læsinguna. Þegar ég heyrði umgang, smeygði ég mér hljóðlega fram og ætlaði að biðja hana að hjálpa mér við læsinguna. Hún var að skera fist með beittum hníf og brá svo hrikalega þegar hún sá mig að minnstu munaði að ég endaði ævina þarna uppi á hanabjálka með eldhúshníf á milli augnanna.
Hún reyndist vera mjög almennileg þegar hún var búin að leggja frá sér hnífinn og kom inn í herbergið mitt og fór að fikta í læsingunni. Hún hafði búið í þessu herbergi í 2 daga og sagði hlandlyktina króníska, ekkert útlit væri fyrir að ljósið yrði lagað og læsingin væri biluð því fyrir stuttu var brotist þar inn! Traustvekjandi!
Þegar hún hélt að læsingarmálum væri reddað, skelltum við hurðinni og hún sýndi mér hvernig ætti að opna innanfrá...nema að það gerðist ekki!
Við hjökkuðumst á hurðinni án árangurs, vorum pikklæstar inni í hlandlyktinni. Eftir hróp og köll, bauð ég henni sæti á vindsænginni minni og neyddi hana til að kynnast mér. Þegar við höfðum spjallað smá saman heyrðist í hinum sambýlingunum frammi á gangi, sem fóru nú að hamast á hurðinni til að reyna að opna. Ekkert gekk, við á 5. hæð og engin leið út, hvar var köngurlóarmaðurinn núna?!
Þegar þau þarna frammi voru næstum búin að brjóta upp hurðina, hafði myndast svo stórt gat milli stafs og hurðar að við gátum troðið lyklinum fram og losnað úr prísundinni.
-Ég býst við því að ég hafi ætlað að vera hagsýn í eina skiptið á ævinni þegar ég keypti mér síðast síma og borgað aðeins minna fyrir hann ef bara væri hægt að nota kort frá símanum í hann, núna get ég allavega ekki notað danskt kort í símann minn. Ekki það að ég hafi orðið hissa, þetta er nú einusinni ég!
Þessa fyrstu nótt lá ég sem sagt í kviklæstu herbergi á 5. hæð, ljóslaus og líklega sjaldan verið jafn einmana á ævinni.
Daginn eftir fékk ég mér minn fyrsta bjór á litlum veitingastað í hjarta Århus.

Århus

Þegar lestin kom til Århus beið mín hress og snyrtilegur kall = leigjandinn sem keyrði mig að herberginu mínu. Herbergið er svo sannarlega á 5. hæð, ó já, alveg fyrir allan peninginn. Í fyrstu leist mér ekkert svo hrikalega ill á það, en svo fór ég að líta í kringum mig og þefa!
1. Það var ekkert ljós í herberginu, vírar héngu út loftinu og ekki virtist sem ljósakróna hefði hangið í þeim lengi.
2. Hlandlykt! Hlandlykt var í herberginu, á gólfinu, á veggjunum, loftinu, hurðinni, alls staðar.
3. Ekki var hægt að læsa herberginu (sem átti svo sannarlega eftir að koma í bakið á mér síðar)
4. Einu sinni þótti flott ef hlutir hefðu margvíslegan tilgang. Penni sem er líka vasaljós og svona. Þetta viðhorf var svo sannarlega hjá þeim sem hannaði íbúðina (sennilega ekki verið gert ráði fyrir baðherbergi né sturtu) því klósettið var líka sturtubotn! Maður átti sem sagt að draga sturtuhengi fyrir hurðina, fjarlægja klósettpappír o.þ.h. og skrúfa frá sturtunni; þvo sér um hárið yfir tannburstunum og mikið ef maður átti ekki bara að nota klósettburstann til að þvo sér á bakinu! Rosalega var ég fegin að hafa farið tvisvar í sturtu í Köben.
-Þarna átti ég sem sagt að búa ásamt tveimur stelpum og einum strák.
Gott á mig!
Dekurrófan ég, sem var á hóteli á Þjóðhátíð ár eftir ár til að getað farið í sturtu um leið og ég yrði skítug, verið örugg með dótið mitt og sofið í hlýju rúmi, varð nú að sætta mig við að baða mig upp út klósetti, geyma eigur mínar í ólæstu herbergi og sofa á vindsæng í ljóslausu og hlandangandi herbergi...spurning um að ég hafi ekki tekið þroskastökk þarna á staðnum, um leið og ég fékk menningarsjokk.
Ég ákvað að kingja bauninni sem okkur prinsessunum er svo illa við og láta mig hafa þetta!

Fyrstu sporin...

Danmörk virtist í fyrstu vera jafn spennt að hitta mig og ég að hitta hana. Ég komst klakklaust út út Kastrup (hitti reyndar vinkonur Hröbbu sem vísuðu mér veginn að töskunum - ég virtist ekki vita hvort ég væri að koma eða fara, hefði sennilega tekið óvart næstu vél til Afganistan ef ég hefði ekki hitt þær).
Þegar ég kom á hótelherbergið í Köben, blasti við mér risaskjár: Welcome Matthea Sigurðardóttir...notalegt!
Ég skellti mér í sturtu og labbaði svo aftur út á lestarstöðina. Þar leitaði ég í örvæntingu minni að stað þar sem ég gæti keypt símkort til að ná sambandi við umheiminn...þetta kallar maður að njóta þess að vera ein í heiminum :-/
Eftir að hafa heyrt aðeins í vinum og ættingjum hugðist ég fara aftur á hótelið en þorði varla niður í lestargöngin þar sem ég kom upp, því þar sátu nokkrir vígalegir strákar sem flautuðu á mig og sögðu e-h á dönsku, örugglega e-h skítugt!
Það var komið fram yfir miðnætti og ég var orðin dauðþreytt svo ég skellti mér í göngin og hálf hljóp á hótelið.
Það var eins og ég vissi hvað beið mín í Århus því ég fór tvisvar í strurtu, þessa 12 tíma sem ég var á hótelinu og svaf svo eins og steinn í stóra, mjúka rúminu með tvo kodda og hlýja sæng...zzzzzz

Friday, September 03, 2004

Flatur nidurskurdur

Eg bjo med 2 stelpum og einum strak fyrstu 2 dagana, nu by eg bara med einum strak, ekki lengi ad tvi sem litid er... er of sein i tima, nanar sidar!

Sunday, August 29, 2004

Hlédís

Hlédísin mín er komin í hóp bloggara landsins og gefur það manni og öðrum tilefni til að skála!
Venlig hilsen

Friday, August 27, 2004

Allt að tæmast

Skrítið, mér finnst ég tæmast í samræmi við íbúðina mína. Ég er búin að bera kassa niður í geymslu í allan dag og með hverjum kassa, fer eitthvað af geðheilsunni. Ég sef ekki almennilega lengur, eitthvað stressuð en samt get ég sest niður um miðjan dag og horft á sundknattleik eða siglingar á ólympíuleikunum! Er andlaus og skrítin, kann ekki að fara í svona langan tíma alein.
Símunum mínum verður lokað á morgun og því geri ég ráð fyrir að verða enn asnalegri um helgina og þar til ég fer.
Ég fann rafmagnstöfluna þegar ég var að sýna leigjendunum geymsluna... fann líka hjólageymsluna í fyrsta sinn um daginn. Ef ég sýni fleirum íbúðina, finn ég kannski Geirfinn!
Matta

Hjálp!

Veit einhver hvernig ég get breytt útlitinu á síðunni minni, án þess að linkarnir tapist??? ...ekki nóg með að ég sé að koma upp um lélega tölvukunnáttu mína, heldur líka útlitsdýrkunar snobb sem ég hef haldið í lágmarki hingað til (kallast víst líka "að lækka standardana", eða "að minnka kröfurnar"). Ég fæ alveg hroll þegar ég skoða bloggsíðuna mína, hún minnir mig óþyrmilega á sunnudagsmorgna, svona ælugul... svipuð á litinn og samviska mín sem fer dökknandi :(
Ég veit hvað sum ykkar eru að hugsa, ætti Matta ekki frekar að vera að pakka niður, þrífa, selja bílinn sinn eða lesa eitthvað af þessu skólapappírum sem hún hefur fengið senda í massavís undanfarna mánuði, hvað er hún að spá í útlit á skitinni bloggsíðu þegar allt bendir til þess að hún verði með allt niðrum sig (í þeim skilningi sem þið leggið í þetta orðtak) þennan tíma sem eftir er á landinu! En svona er hún víst, hún Matta sem lifir svo óóótrúlega hættulega ;)
Hjálp

Thursday, August 26, 2004

Þórhildur

Baulaðu nú Þórhildur mín, ef þú ert einhversstaðar á lífi...!

Grasekkja

Á ég að hafa áhyggjur af því að konan mín og viðhald, ásamt 2 áströlskum grænmetisætum eru fastar á Blönduósi eftir að bíllinn bilaði á Holtavörðuheiði í gær?
Maður spyr sig

Wednesday, August 25, 2004

Jarðarfjör

Afi minn var jarðaður í dag.
Hann var fæddur frostaveturinn mikla 1918, hefði því orðið 86 ára á þessu ári og hefur átt merkilega æfi. Hann hló hátt, kenndi okkur krökkunum að meta nýupptekið smælki (litlar kartöflur), þurrkaði af því mestu moldina og stakk því upp í okkur! Hann var tapsár í spilum og mjög hreinskilinn. Hann var mikill útivistarmaður og elskaði að fara á skíði.
Mér þótti mjög vænt um afa, en ég fylltist gleði í dag þegar hann var jarðaður. Hann var löngu búinn að fá leið á lífinu, hættur að geta hreyft sig og talað almennilega. Hann lét okkur nánustu aðstandendur lofa sér því, rétt áður en hann dó, að fara ekki að gráta á jarðarförinni. Þetta var erfitt, sérstaklega þegar við bárum kistuna út úr troðfullri kirkjunni, en þegar ég horfði á eftir afa ofan í jörðina, við hliðina á ömmu, varð ég allt í einu svo glöð. Gott að fá að deyja þegar maður er sáttur við líf sitt en þreyttur á að halda því áfram.
Jarðarförin varð svo alsherjar jarðarfjör í erfidrykkjunni og svo fór nánasta fjölskylda í Hafnarfjörð til að spjalla, hlæja, borða og knúsast.
Ég er fegin að hafa getað kvatt afa áður en ég flýg á brott.
4 dagar í brottför...
Knús
Matta

Tuesday, August 24, 2004

Styttist...

Já styttist í manndómsraun Mattheu, senn líður að því að ég stökkvi út úr þægindahringnum. Ég, sem þurfti á hjálp símaskráarinnar að halda þegar ég var að skíra dúkkurnar mínar þar sem ég hef alltaf átt erfitt með ákvarðanir, er að fara ein til Danmerkur eftir 5 daga..úfffff.
Helgin var æðisleg, fékk fullt af frábærum vinum til mín í bjór og bollu, horfði á flugeldasýninguna frá svölunum mínum, sagði "Vááá" oftar en ég hef sagt allt síðasta ár, fór í drykkjuleiki og fékk blóm..!
Óvænt pikknikkferð í Grasagarðinn, hlátur og tvíburahugur (er eðlilegt að tvíburar hugsi samtímis um Reyni Pétur í tengslum við drykkjuleik?).
Skrítið
Takk fyrir símtalið í gær, elsku Eva Dögg, það var æðislegt að heyra í þér.
Takk allir fyrir laugardagskvöldið.
Matta

Ágætis byrjun

Ég vil byrja á því að þakka Unu...