Sunday, August 29, 2004

Hlédís

Hlédísin mín er komin í hóp bloggara landsins og gefur það manni og öðrum tilefni til að skála!
Venlig hilsen

Friday, August 27, 2004

Allt að tæmast

Skrítið, mér finnst ég tæmast í samræmi við íbúðina mína. Ég er búin að bera kassa niður í geymslu í allan dag og með hverjum kassa, fer eitthvað af geðheilsunni. Ég sef ekki almennilega lengur, eitthvað stressuð en samt get ég sest niður um miðjan dag og horft á sundknattleik eða siglingar á ólympíuleikunum! Er andlaus og skrítin, kann ekki að fara í svona langan tíma alein.
Símunum mínum verður lokað á morgun og því geri ég ráð fyrir að verða enn asnalegri um helgina og þar til ég fer.
Ég fann rafmagnstöfluna þegar ég var að sýna leigjendunum geymsluna... fann líka hjólageymsluna í fyrsta sinn um daginn. Ef ég sýni fleirum íbúðina, finn ég kannski Geirfinn!
Matta

Hjálp!

Veit einhver hvernig ég get breytt útlitinu á síðunni minni, án þess að linkarnir tapist??? ...ekki nóg með að ég sé að koma upp um lélega tölvukunnáttu mína, heldur líka útlitsdýrkunar snobb sem ég hef haldið í lágmarki hingað til (kallast víst líka "að lækka standardana", eða "að minnka kröfurnar"). Ég fæ alveg hroll þegar ég skoða bloggsíðuna mína, hún minnir mig óþyrmilega á sunnudagsmorgna, svona ælugul... svipuð á litinn og samviska mín sem fer dökknandi :(
Ég veit hvað sum ykkar eru að hugsa, ætti Matta ekki frekar að vera að pakka niður, þrífa, selja bílinn sinn eða lesa eitthvað af þessu skólapappírum sem hún hefur fengið senda í massavís undanfarna mánuði, hvað er hún að spá í útlit á skitinni bloggsíðu þegar allt bendir til þess að hún verði með allt niðrum sig (í þeim skilningi sem þið leggið í þetta orðtak) þennan tíma sem eftir er á landinu! En svona er hún víst, hún Matta sem lifir svo óóótrúlega hættulega ;)
Hjálp

Thursday, August 26, 2004

Þórhildur

Baulaðu nú Þórhildur mín, ef þú ert einhversstaðar á lífi...!

Grasekkja

Á ég að hafa áhyggjur af því að konan mín og viðhald, ásamt 2 áströlskum grænmetisætum eru fastar á Blönduósi eftir að bíllinn bilaði á Holtavörðuheiði í gær?
Maður spyr sig

Wednesday, August 25, 2004

Jarðarfjör

Afi minn var jarðaður í dag.
Hann var fæddur frostaveturinn mikla 1918, hefði því orðið 86 ára á þessu ári og hefur átt merkilega æfi. Hann hló hátt, kenndi okkur krökkunum að meta nýupptekið smælki (litlar kartöflur), þurrkaði af því mestu moldina og stakk því upp í okkur! Hann var tapsár í spilum og mjög hreinskilinn. Hann var mikill útivistarmaður og elskaði að fara á skíði.
Mér þótti mjög vænt um afa, en ég fylltist gleði í dag þegar hann var jarðaður. Hann var löngu búinn að fá leið á lífinu, hættur að geta hreyft sig og talað almennilega. Hann lét okkur nánustu aðstandendur lofa sér því, rétt áður en hann dó, að fara ekki að gráta á jarðarförinni. Þetta var erfitt, sérstaklega þegar við bárum kistuna út úr troðfullri kirkjunni, en þegar ég horfði á eftir afa ofan í jörðina, við hliðina á ömmu, varð ég allt í einu svo glöð. Gott að fá að deyja þegar maður er sáttur við líf sitt en þreyttur á að halda því áfram.
Jarðarförin varð svo alsherjar jarðarfjör í erfidrykkjunni og svo fór nánasta fjölskylda í Hafnarfjörð til að spjalla, hlæja, borða og knúsast.
Ég er fegin að hafa getað kvatt afa áður en ég flýg á brott.
4 dagar í brottför...
Knús
Matta

Tuesday, August 24, 2004

Styttist...

Já styttist í manndómsraun Mattheu, senn líður að því að ég stökkvi út úr þægindahringnum. Ég, sem þurfti á hjálp símaskráarinnar að halda þegar ég var að skíra dúkkurnar mínar þar sem ég hef alltaf átt erfitt með ákvarðanir, er að fara ein til Danmerkur eftir 5 daga..úfffff.
Helgin var æðisleg, fékk fullt af frábærum vinum til mín í bjór og bollu, horfði á flugeldasýninguna frá svölunum mínum, sagði "Vááá" oftar en ég hef sagt allt síðasta ár, fór í drykkjuleiki og fékk blóm..!
Óvænt pikknikkferð í Grasagarðinn, hlátur og tvíburahugur (er eðlilegt að tvíburar hugsi samtímis um Reyni Pétur í tengslum við drykkjuleik?).
Skrítið
Takk fyrir símtalið í gær, elsku Eva Dögg, það var æðislegt að heyra í þér.
Takk allir fyrir laugardagskvöldið.
Matta

Ágætis byrjun

Ég vil byrja á því að þakka Unu...