Wednesday, September 28, 2005

í mínu tilfelli...

...lítur allt út fyrir að minnið hafi verið í skjaldkirtlinum sem, eins og fram hefur komið er farinn!
Ég man ekkert stundinni lengur. Það er hætt að virka að skrifa á miða, því ég gleymi þá bara miðanum, setja úrið á hinn úlnliðinn því úrið mitt er stopp og ég hætt að ganga með það, láta símann minna mig á hluti því síminn er álíka dauður og heilinn í mér þessa dagana...úff það þarf sterk bein til að vera ég.

Mig langar að koma með langa og væmna ræðu um það hversu heppin ég er að eiga Arndísi og Hlédísi að, sem stökkva til og rétta frænku sína af um leið og fer að halla undan fæti, en læta nægja að segja bara Lovjú!

Friday, September 23, 2005

Þar sem ég var klukkuð

koma hér tilgangslausar staðreyndir um mig:

-fram að 3 ára aldri var "gólfteppahlaðborð" mitt uppáhald...ég skreið um og át ló sem safnaðist í teppin. Er ennþá stundum kölluð Lóa af fjölskyldu minni

-ég hef opnað bílinn minn (með lykli) en tekist að týna lyklinum af kippunni áður en ég gat startað bílnum (og þurft að láta senda mér aukalykil með leigubíl)

-ráð mitt við hálsbólgu er að kreista hvítlauk út í kakó...

-ég hef orðið fyrir bíl, fengið krabbamein, látið taka úr mér háls og nefkirtla, fengið heilahristing, og brákast á bakinu...en mér finnst verst að fara til tannlæknis

-ég hef einusinni pissað í mig af hlátri og ég man hvar og hvenær, en það er ekki sjens að ég geti rifjað upp brandarann


ég klukka svo Héðinn, Hlédísi og Braga

Tuesday, September 20, 2005

Loksins fleiri linkar

-Kolla Tálknafjarðarmær sem sá svo ljósið og geriðst Hvergerðingur. MLingur...þarf að segja meira :)
-Dröfn (Dorfn) MLingur og Djúpavogsbúi
-Svala svala, læknanemi og stuðbolti Árósa
-Huldan mín, æskuvinkona úr Hvg en er nú Selfyssingur. Þar sem hún er svo frábær er hægt að fyrirgefa henni það :)
-Alma frænka...datt út af linkunum vegna bloggleti, spurning hvort þú getir haldið þetta út núna ezkan mín

...annars fannst mér dræm þátttaka í sleikkönnuninni minni í síðasta bloggi, fann út að kannski telji margir þetta svo óþarfa spekúleríngu að ekki taki því að tjá sig um þetta. Takk samt kærlega yndin mín, sem það gerðuð. Er annars að fara að blogga um ömmu fljótlega en kann ekki við það fyrr en lengra er liðið frá sleikblogginu, veit nefninlega að hún á "vin" !

Monday, September 19, 2005

Ef einhverntímann

hvenær er þá fólk orðið of gamalt fyrir sleik?

Endilega svarið með kommenti, þetta er hluti af pælingum helgarinnar (greinilega ekkert gott fyrir sál og líkama að hanga í rólegheitum heila helgi)

Tuesday, September 13, 2005

Mig grunaði ekki...

...að það yrði svona góð mæting í ömmufjörið okkar á laugardaginn
...að ég fengi fleiri stig fyrir að flauta en syngja í Singstarkeppninni okkar (soldið sjokk fyrir Skrám)
...að gamli maðurinn í Grasagarðinum myndi taka mynd ofan í hálsmálið á æstum "ömmum´" í ratleik
...að Vigdís myndi vinna í "Hæ gosa" keppninni okkar (enda gerði hún það ekki!)
...að Ásdís myndi beita fyrir sig þýskunni til að fá rennsveittan skokkara til að samþykkja myndatöku
...að Una myndi taka Franz Ferdinand lagið oftar í Singstar en hljómsveitin sjálf
...að edrúasta amman sæi fjórfalt undir lok kvöldsins
...að efnaskipti líkama míns væru orðin þannig að drukkin er ég í mínu eðlilega ástandi og því rann af mér með hverjum sopanum
...að ég ætti eftir að knúsa Hésann minn bless og labba svo í burtu með pilsið girt ofan í nærbuxurnar vegna fjölda áskorana!
...að ég ætti eftir að fá sömu pest og yndið mitt, Hlédís, og hósta upp blóði og óþverra næstu daga
...að ég ætti eftir að biðja um undanþágu til þess að láta klessa brjóstunum mínum í pönnuköku (sjá gamla færslu hjá Hlésíinni minni) í dauðaleit að meira krabbameini...
...að það væri svona sorglega stutt þangað til Ásdís mín fer af landi brott eins og Héðinn
...en samt er þetta allt satt !!!

Tuesday, September 06, 2005

Baulaðu nú...

...samgönguráðherra minn ef þú ert einhversstaðar á lífi!

Ég mætti of seint í vinnuna í morgun af því að umferðin á Kringlumýrarbrautinni (götuljósið við Miklubrautina) er verkfæri djöfulsins

Mér er ekki skemmt og í hugan koma upp nokkur misfalleg orð sem öll eiga það sameiginlegt að byrja á S:

Skrattans
Skrambans
Satans
Saur
Sjáumst í helvíti
Skamm
Síðir Víðhærði
(Vá það er greinilega ennþá allt S hjá mér...hvenær ætli T dagurinn hefjist, ég er komin með fullt af hugmyndum úr kommentakerfinu:)

Monday, September 05, 2005

Þegar allt er s

skólavika
syfja
súld
sturta
skokk
svengd
stress

...ég hlakka til þegar allt er t