Friday, March 18, 2005

Afrakstur dönsku fyrirlestranna í dag:

Olga teygði letilega úr sér og geispaði. Hún hafði ekki sofið svona vel í langan tíma. Venjulega svaf hún laust og var sífellt á varðbergi. Hrökk upp við minnsta hljóð sem oftar en ekki var gaulið í hennar eigin görnum. Lífið á götunni hafði breytt henni mikið, gert hana taugaveiklaða og miskunnalausa. Hún hikaði ekki við að traðka á öðrum til að halda í sér lífinu. “Éttu eða vertu étinn” var lögmál götunnar og Olga kunni að fara eftir því. Hún tilheyrði nokkurs konar hverfisgengi sem var þekkt fyrir flest annað en auðsveipni og góðmennsku. Reglulega voru háðir harðir götubardagar og þeir höfðu sett mark sitt á sál og sinni Olgu. Hún var alltaf skítug, meidd og hrakin. Það var ekki fyrr en myrkur var skollið á að hún hætti sér í fínu hverfin, gægðist inn um gluggana og lét sig dreyma.
Hún mundi óljóst eftir þeim tíma þegar hún tilheyrði þessum heimi. Þá fann hún sjaldnast fyrir hungri, var alltaf hrein og partur af góðri fjölskyldu. Hún hefði ekki trúað því þá að lífið gæti verið svona grimmt. Erfiður skilnaður, flutningar fjölskyldunnar og peningavandræði áttu stærstan þátt í því að Olga lenti á götunni. Fyrst um sinn leitaði hún ákaft til fólksins síns í von um að allt félli í ljúfa löð, en fljótt skildi hún að enginn hafði tíma fyrir hana lengur. Fjölskyldan hafði snúið við henni baki. Síðustu árin hafði enginn haft afskipti af henni og langt var síðan hún kynntist nýju fólki svo hún hélt sig í hæfilegri fjarðlægð. Röð tilviljana varð til þess að leiðir þeirra Önju lágu saman. Anja var nýflutt í eigin íbúð í fjölbýli. Það var stórt skref fyrir þessa glaðlyndu stelpu sem fram að þessu hafði búið í foreldrahúsum. Hún hafði stefnt að því lengi að kaupa sér íbúð þegar menntaskólinn væri að baki og nú var sá draumur orðinn að veruleika. Hverfið var fallegt, rólegt og gott og Anja naut þess að hjóla þessa stuttu leið sem lá í vinnuna. Dagurinn sem hún sá Olgu í fyrsta sinn var óvenju bjartur miðað við þennan árstíma. Olga hafði hætt sér út í fínu hverfin, þrátt fyrir dagsbirtuna því meiri líkur voru að fá eitthvað ætilegt á þeim slóðum. Þegar hún sá Önju hljóp hún í felur eins hratt og hún komst á höltum fætinum, götubardaginn hafði farið óvenju illa fyrir henni síðast. Hvort sem meiðslunum var um að kenna eða að forsjónin hafi gripið þarna inní, sá Anja Olgu rétt áður en hún hljóp fyrir horn. Hún stökk af hjólinu og elti. Anja var einstaklega aumingjagóð og mátti ekkert illt sjá. Henni brá verulega við að sjá útganginn á Olgu og ákvað hátt og í hljóði að gera sitt besta til að koma henni aftur á réttan kjöl. Hún gaf henni nestið sitt og beið á meðan Olga skóflaði því í sig með áfergju. Upp frá þessu hittust þær alltaf á þessum sama stað og Anja gaf Olgu að borða. Með tímanum fór Olga að treysta Önju betur og dag einn ákvað hún að elta hana heim. Anja hafði orðið vör við eftirförina en vildi ekki styggja Olgu svo hún sagði ekki neitt. Hún ákvað með sjálfri sér að bjóða Olgu að búa í geymslunni sinni. Geymslan var hlý, frekar vistleg og rúmgóð og Anja var búin að setja þangað dýnu, teppi og mat handa Olgu í von um að hún fengist til að flytja inn. Það tók lengri tíma en Anja hafði reiknað með að sannfæra Olgu. Í margar vikur stóð hún í felum rétt hjá blokkinni og hætti sér ekki nær. En loks tók hún þá ákvörðun að kanna málið..hún hefði hvort sem er engu að tapa. Hún trúði varla sínum eigin augum þegar hún kom inn, hlýjan, maturinn og dýnurnar voru miklu meira en hún hafið þorað að vona. Eftir að hafa rifið í sig matinn og kannað svo allar aðstæður, steinsofnaði hún á einni dýnunni. Nú, þennan sólríka morgun, þegar hún hafði teygt vel úr sér komst hún ekki hjá því að hugsa hversu heppin hún hafði verið að kynnast Önju. Því eftir allt saman þá er hún nú bara skítugur og haltur flækingsköttur!

Thursday, March 17, 2005

Pælingar

Þegar þetta er skrifað sit ég í herberginu "mínu" hjá Hröbbu minni og Viktori og er að fara í háttinn. Ég er alveg hætt að getað bloggað úr tölvunni minni en mér er alveg sama...það er svooo stutt þangað til ég kem heim. Ég hef haft nóg að gera þessa síðustu daga fyrir heimferð og pælt í mörgu tilgangslausu, (varúð, inniheldur einnig strætópælingar) t.d:
-hvað það er miklu meiri árás á persónulega rýmið manns þegar e-h stendur þétt upp við sætið manns í strætó þegar nóg er af auðum sætum..allt annað en þegar strætóinn er fullur
-að það tekur akkúrat jafn langan tíma að raula innra með sér "Vísur Vatnsenda Rósu" og að fara niður alla rúllustigana í Salling
-að skólastofa sem er full af nemendum og kennurum sem tala annað tungumál en maður sjálfur er fullkominn vettvangur til að skrifa smásögur..róandi skrollandi "err" gefa manni innblástur í alls kyns sögur
-að ég get fengið nóg af öðrum kaplinum sem er í tölvunni minni...jább... eftir 3 ára stanslausa kapalkeppni við tölvuna, er ég búin að fá nóg.
-að einn daginn hljóti tíminn að vinna á móti mér. Ég á eftir að þvo og pakka öllu niður, vera í skólanum allan daginn, kíkja á Möttu og Stulla og kveðja þau, helst sjá sirkussýningu í leikskólanum hjá Dísinni okkar allra, Viktoríu, gera mig sæta og fína (gæti tekið sinn tíma) og ekki má nú gleyma að vökva blómin á kollegienu (hehe) allt fyrir hádegi á laugardaginn þegar ég stíg upp í lestina til Köben til strákanna minna allra.
-að ég á bestu fjölskyldu í öllum heiminum sem ætlar að fjölmenna á flugvöllinn til að berja mig...augum þegar ég stíg á íslenska grundu á sunnudagskvöldið. Nema auðvitað minn betri helmingur sem liggur fársjúkur á spítala :(
-að það kostar um 10.000 að fljúga frá Billund til Parísar...og það vill svo vel til að ég bý rétt hjá Billund, Ásdís býr í París og okkur Hröbbu er farið að langa mjööög í kellingaferð til Frakklands...
Ég kem heim á sunnudaginn, veiii
Bless í bili

Sunday, March 13, 2005

Helgin

Nú er helgin alveg að verða búin. En það er allt í lagi því þá styttist í næstu helgi. Jibbí!
Þessi helgi var mjög góð. Ég var heima á föstudagskvöldið að lesa, mála og spjalla við fólk á msn og sms...ekki í partýinu hér frammi sem náði hámarki eftir miðnætti þegar fólk fór að syngja gömul dönsk þjóðlög á háa c-inu.
Á laugardaginn fór ég á leik hjá Hröbbu ásamt Viktori, Viktoríu, Davíð, Diljá og Galdri Mána. Þegar leiknum lauk var ljóst að annað liðið hafði unnið en burtséð frá því er ég alltaf jafn helv... stolt af henni Hröbbu minni, hún er best!
Frá leiknum fór ég svo til Dillí minnar (stundum kölluð "Dil-já, ég er alltof feit"). Þar var Sara stuð mætt á svæðið frá Óðinsvé og fljótlega bættist Guðný Jóna í hópinn en hún flaug svo rosalega á hausinn þegar hún hjólaði að heiman að hún fór í kollhnís í loftinu og þegar hún lenti náði hún að hugsa um það hversu vel hún hafði sloppið, þegar hjólið lenti á hausnum á henni...
Diljá eldaði æðislegan mat handa skaranum og svo bættist Matthildur í hópinn og við horfðum á íslenska Idolþætti sem Diljá hafði fengið að heiman. Frábær skemmtun.
Í dag fór ég með Evu Sonju og Ástu á Aros að sjá fréttaljósmyndasýningu ofl. Eftir það fórum við á tvö kaffihús (við þurftum að spjalla svo rooosalega mikið) og svo til Hröbbu minnar og Viktors þar sem valtað var yfir mig í spilakeppninni...ég verð að ná mér á strik áður en ég fer heim í páskafrí :/
6 dagar í heimferð...

Friday, March 11, 2005

Að búa í "úthverfi" er góð skemmtun!

Ef maður vill vera Pollýanna og rýna í björtu hliðar þeirrar staðreyndar að maður þarf að taka strætó heim til sín, kemur í ljós að oft er það bara smá fyndið!
Í dag uppgötvaði ég:
-að það styttir biðina eftir strætó ef maður hefur tækifæri á að horfa á íþróttadverg í fullum skrúða tala í símann í strætóskýlinu á móti
-að þegar maður hefur verið alinn upp við að góna ekki á dverga og horfir því bara svona út undan sér á hann, finnst manni smá skrítið að sjá gamlann kall pikka í gömlu konuna sína og benda á dverginn og hlæja
-að sjá gömlu, grettnu flækingskonuna sem situr alltaf við gluggann á Burger King, ganga framhjá strætóskýlinu með vinkonu sinni (og fatta í leiðinni að hún átti aldrei sjens hjá mér, ég var oft búin að vorkenna henni fyrir að sitja alltaf ein við gluggann og var viss um að hún ætti enga vini)
-það er svipuð tilfinning að missa rétt svo af strætó og að koma of seint í bíó (jább hef sko pælt mikið í þessari pirrings/vonbrigðatilfinningu)...en nú er ég greinilega hætt að rýna í björtu hliðarnar svo nú er upptalningunni lokið í bili :)

Wednesday, March 09, 2005

Styttist í heimferð!

Þessi vika er að verða búin..váááá hvað tíminn líður hratt og það er ekki einusinni gerfihnattaöld..eða er það?
Í næstu viku er það skóli, tónleikar með Emelíönu Torrini í Köben og svo HEIM 20.mars. Hér er samt gaman að vera þessa dagana. Sól og hiti, snjórinn að fara, páskabjórinn kominn og grundirnar gróa!
Venlig hilsen

Haldiði að ég sé ekki bara maður vikunnar hjá Hröbbunni minni og systrum á www.skuladottir.blogspot.com þar er auglýst eftir manni fyrir mig...einhverjir sjálfboðaliðar?? Posted by Hello

Hrabba og Viktoría Dís renna sér... Posted by Hello

Við Matta, Hrabba og Viktoría fórum að renna okkur í "brekku" hér í Árósum í góða veðrinu í gær. Þetta var rosalegt stuð og erfitt var að sjá hvort mæður eða dætur skemmtu sér betur...hér erum við Matthildur að renna okkur í lest! Posted by Hello

Allt í einu...

...get ég bloggað úr tölvunni minni en samt er ég ekkert búin að gera til að reyna að laga hana!
Kannski virkar trixið hans Gísla Arnar, að láta biluð rafmagnstæki bíða í smá stund, þá "batnar" þeim.
Jibbí kleina!

Monday, March 07, 2005

Finndist ykkur pirrandi...

...ef ég hefði eina svona færslu sem er algerlega tilgangslaus. Þar sem ég segi ekkert og er eingöngu til þess að ég hafi meiri möguleika á að vinna bloggkeppnina. heheheh, þar hafiði það!

Ég þeytist áfram

í bloggkeppni Hröbbu og Eivorar..Diljá er að gera mig gráhærða því hún montar sig svo af því að vera hástökkvarinn, ég vil sko nota tækifærið og minna á að ég get ekki bloggað lengur úr tölvunni minni svo nú er takmarkið að falla ekki úr úrvalsdeild þangað til ég get látið gera við tölvuna...best væri nú samt að lenda í sæti fyrir ofan Diljá...maður er sko alvöru keppnis!

Þórhildur mín

er flutt til Ástralíu. Það er mjööög langt í burtu fyrir þá sem ekki vita. Þegar hún bjó á Englandi var hún líka langt í burtu, en áðan var ég að tala við hana á msn og klukkan hjá henni var ellefu 8.mars...hjá mér var bara kvöld 7.mars...spurning um að vera skrefinu á undan. Hún lofaði að kjafta ekki í mig hvað gerist á morgun, vil fá að upplifa það sjálf (muhahahaha).
Hún er farin að blogga og ég setti link á hana hér til hliðar.

Afælisbörn morgundagsins...

...eru líka (auk Héðins): Gísli Örn Matthíasson mágur minn. Hann verður 38 ára gamall á morgun. Hann hefur verið í fjölskyldunni lengur en elstu menn muna og mér finnst alveg óskaplega vænt um hann. Til hamingju með daginn elsku Gísli minn!
Gummi Halldórs vinur minn verður 28 ára á morgun. Það var 5 mínútna þögn hjá Mattheu (og það gerist nú alls ekki oft) þegar Gummi og Lísa fluttu af Laugarnesveginum því betri nágranna og vini er ekki hægt að hugsa sér. Mér finnst vænt um þig Gummi minn, hafðu það gott!

Hann Hárliði minn...

...öðru nafni Héðinn Halldórsson eða bara Jens Tilsner, á afmæli á morgun, 8.mars. Hann er annar helmingur "vinahjóna" minna, fréttamaður, barþjónn, miðbæjarrotta, trúnaðarmaður, var með frekjuskarð, ekki lengur. Í íbúðinni hans er gangur sem gott er að leggjast á, hann er sjaldgæfur gullmoli sem mér finnst óskaplega vænt um.
Héðinn minn, þú ert 28 ára og þetta er allt saman rétt að byrja. Aldur skiptir ekki máli nema þú sért ostur, mundu það. Takk fyrir síðustu helgi molinn minn, njóttu dagsins.

Viktor

átti afmæli í gær. Hann varð 28 ára gamall kallinn sá og vil ég óska honum til hamingju með afmælið.
Viktor er fósturfaðir minn, gítarkennari, spilafélagi, gleðigjafi og sérstakur ráðgjafi í hnífapararöðun í uppþvottavélar...svo þekkir hann líka strákana í Skítamóral ;-)
Mér finnst vænt um þig Viktor minn, til hamingju!

Köben

Ég fór til Köben um helgina til að hitta Hésann minn, Kidda og Þóri. Þeir voru hýrir og kátir að vanda.
Við tókum föstudagsdjammið snemma og hættum líka snemma, svo var setið á kaffihúsum, fengið sér öl og þegar ég segi öl þá meina ég bjór, skot, breezer, rauðvín og hvítvín og þegar ég segi setið á kaffihúsum meina ég auðvitað börum og diskótekum...
Matarboð á laugardaginn, vatnspípa, símaöt og söngur, hlátur og rosaleg gleði.
Ef hláturinn lengir lífið, hef ég grætt nokkur hundruð ár eftir þessa helgi.
Kiddi lýsir henni ágætlega á síðunni sinni.

Wednesday, March 02, 2005

Bíó og spilakeppni

Mötturnar tvær, Diljá og Hrabba fóru í bíó í kvöld. Meet the fockers var ræma kvöldsins og er hún barasta ágætis afþreying. Ekkert óborganlega, en við hlógum alveg oft hátt og mikið. Eftir bíóið fór ég hingað heim til fólksins míns, Hröbbu og Viktors, þar sem ædolið mitt, Viktor Hólm tók nokkra slagara..uppklappið var hittið hans "þegar ykkur langar"...ekki slæmt það, aðrir tónleikarnir mínir á nokkrum dögum (á föstudaginn Tim Christiansen, í dag Vikki Hólm).
Við Hrabba tókum nokkra kapla og haldiði ekki að ég sé undir í baráttunni þessa stundina, enn er von, en eins og Anja Andersen segir "maður vinnur ekki silfur, maður tapar gulli"...ég hef ekki sagt mitt síðasta í þessari kaplakeppni okkar Hröbbu!
...ég hefði alveg getað haft þessa færslu með strætósögunni hérna áðan, en hver færsla telur..er það ekki Eivor mín?
Keppnis, keppnis....!

Fyrir þá sem ekki vita...

...þá fer 12-an ekki frá Risskov niðrí bæ! Hún fer heldur ekkert nálægt bænum, hún heldur bara áfram að keyra út í buskann þangað til maður hættir að kannast við sig..og þá keyrir hún alveg í hálftíma lengur og leggur svo bara einhversstaðar úti í kanti og það er endastöðin, allir út!
Þar (á hjara veraldar) er ekki auðvelt að fá annan strætó sem fer niðrí bæ..ó nei, þeir koma kannski bara á hálftíma/klukkutíma fresti, og jafnvel seinna ef það er snjór eins og í dag.
Þá þarf maður að labba, verður blautur í fæturna, er búinn að hlusta þrisvar sinnum yfir grútleiðinlegan geisladisk sem maður er með í eyrunum (ekki bókstaflega samt) og langar ekki lengur að smæla framan í heiminn.
Svo, kæru vinir, ef þið þurfið að fara frá Risskov og niðrí bæ...ekki taka 12-una!

Tuesday, March 01, 2005

Gömul speki en sönn!

Vissuð þið að orðin "tómatamót" og "raksápupáskar" er hægt að segja eins bæði afturábak og áfram?

Hefndin er sæt...

Á vistinni minni er stelpa sem er sennilega eins sú allra leiðinlegasta týpa sem ég hef kynnst. Hún hefur hingað til notað hvert tækifæri til að gera lítið úr mér og ergja mig á allan hátt. Öðru hverju kemur hún þó sterk inn (bauð okkur t.d öllum á tónleikana á föstudaginn) en það er afar sjaldan.
Í gær var húsfundur hjá okkur sem hún stjórnaði. Fundurinn fór fram á dönsku, sem mér fannst allt í lagi svo lengi sem allir töluðu hægt og rólega. Allir gerðu það nema hún. Hún byrjaði á því segja að blómin á efri hæðinni væru gul og fölnuð og það væri ekki nógu gott. Hún bætti því við að ég ætti að sjá um að vökva blómin og hefði ekki staðið mig í því...þarna var ég að heyra í fyrsta skiptið að vökvunin væri mitt hlutverk. Ég er flutti inn í herbergið mitt í byrjun nóvember...auðvitað eru blómin hálf dauð!!!
Hún hefur oft haft tækifæri á að segja mér þetta en beið greinilega með það svo hún gæti gert það yfir alla vistina og látið mér líða eins og asna. Strax eftir fundinn fór ég upp að vökva blómin og hún stóð fyrir neðan og sagði mér að ég yrði að passa mig að hitta í pottana, því annars sullaðist vatnið niður á næstu hæð...REALLY (er ég 5 ára...hún heldur það greinilega).
Mér tókst að vökva beint ofan í alla pottana þar til ég kom að þeim síðasta. Þá var ég nýbúin að fylla á garðkönnuna og reyndi að vanda mig eins og ég gat..margir ennþá frammi eftir fundinn og frk. pirrandi stóð beint fyrir neðan, þá gerðist það... höndin á mér skaust fram og ég sullaði óvart hálfri garðkönnunni beint ofan á hausinn á "óvini" mínum... Þetta var mjög fyndið en alveg óvart..hún leit hægt upp með rennblautt hárið og gat ekki annað en hlegið líka því allir sem sáu þetta fóru að hlægja! Mér fannst þetta auðvitað mjöööög leitt
Í dag líður mér betur en oft áður ;)