Tuesday, May 31, 2005

Heim

Einhvernveginn finnst mér tíminn líða svo hratt eftir að ég kom heim að mér finnst einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur, ei meir...
Þegar ég slökkti á tölvunni minni (eða lífæð minni sem gaf mér von um líf fyrir utan Skjoldhoj ;) og fór til Köben grunaði mig ekki að ég ætti eftir að:
-bera dýnu á hausnum, ásamt Írisi um götur Kaupmannahafnar og taka nett dansspor í leiðinni
-sjá Hésann minn kaupa dagskort í Tívolí og eiga þar frááááábæran dag með honum (skulda honum víst 7 jiddískar bakaríisferðir og 11 evrópskar ljósmyndasýningar til að bæta honum upp barnalegan dag í Tívolíinu)
-fara til Malmö, sötra bjór í hitasvækju og enn og aftur að láta Hárliðann minn koma mér á óvart með nýjum hliðum á sér = besta stund lengi
-borða stolna súkkulaðiköku með þremur gullmolum
-sötra rauðvín í flugvélinni þar sem ég sat ein og brosti hringinn
-fara með klámvísu fyrir leigubílsstjóra svo hann tæki ekki eftir því að ég sullaði í bílinn hans...
-sjá 7 ára hörkutól bretta upp ermarnar á sparidressinu sínu og kafa með höndina upp að olnboga inn í kind til að ná út lambi, þurrka sér svo í ullina og skella sér á skólaskemmtun
-reyna að loka ruslapoka sem innihélt m.a blautan klósettbursta, beygja hann óvart og fá gusuna yfir mig alla þegar ég sleppti honum...
-missa af saumó hjá Júlíu og geta því ekki kvatt Hröbbu Ósk-amóður mína :(
-kenna 2.bekk mannasiði, fánareglur og rím (og kannski e-h aðeins meira)
-ég yrði svona fljót að flytja aftur á Laugarnesveginn...þökk sé Þráni mínum og Óðni (jú og auðvitað Fésí minni líka)
-lífið væri svona ótrúlega skemmtilegt!

Sunday, May 15, 2005

Þrifnaður og strákarnir "okkar"

Ég beið eftir því í allan gærdag að Hemmi Gunn (soldið hallærislegt að detta hann í hug, sennilega meira kúl að búast við Sveppa eða Audda) myndi stökkva úr felum og öskra "FALIN MYNDAVÉL!" Ég var nefninlega í 14 klukkutíma að þrífa í gær...ójá..sennilega fleiri stundir en ég hef þrifið samanlagt allt mitt líf. Allt var skúrað skrúbbað og bónað á Spobjergvej 117 og nú er ekki bara hægt að spegla sig í veggjum og borða af gólfi heldur líka hægt að taka alla takkana af eldavélunum, strúka með nögl innan úr þeim og það eina sem mögulega festist við nöglina er ögn af Mr.Muskle eða Ajax clean...
Í dag líður mér eins og hornsöluvöru á Sunset Boulevard...get varla gengið fyrir harðsperrum.
Robbi og Stulli áttu frábæran leik í dag, þar sem þeir sigruðu Kolding á útivelli með glæsibrag. Ég var hér ein að horfa á leikinn og rak upp öskur öðru hverju með tilheyrandi klappi og andvörpum. Uppahálds handboltaáhorfsfólkið mitt Hrabba, Viktor og mamma voru fjarri í þetta sinn svo ég dansaði sigurstríðsdansinn ein og er enn með gæsahúð af stolti af strákunum mínum! Ætli ég verði ekki að halda matarklúbbinn á Íslandi til að verðlauna þessar elskur fyrir árángurinn.
Þetta er úr mogganum:
Róbert með 9 mörk í sigri Århus gegn Kolding
Róbert Gunnarsson skoraði 9 mörk fyrir Århus í fyrsta úrslitaleiknum um danska meistaratitilinn í handknattleik er liðið lagði Kolding á útivelli, 38:34. Sturla Ásgeirsson skoraði 4 mörk fyrir Århus. Staðan í hálfleik var 17:16 Kolding í vil. Róbert var fyrr í dag valinn besti leikmaður dönsku deildarinnar en hann skoraði eitt mark úr vítakasti í dag en 2.750 áhorfendur voru á leiknum.

Friday, May 13, 2005

Àtta

-tad eru átta fætur a køngurló
-tad eru átta stjørnur sem mynda Karlsvagninn (eda eru tad sjø?)
-tad eru átta-tíu ár sídan amma mín faeddist
-tad eru átta manns sem halda a kistunni hennar langømmu minnar sem er jørdud i dag, hun vard 101 árs
-tad eru átta ár sídan ég útskrifadist úr Menntaskólanum ad Laugarvatni
-tad eru átta dagar tangad til ég flyt heim og Danmerkuraevintýrinu mínu lýkur

-ég var ad átta mig á tví!

Hér er sól og blída og ádur en ég hafdi mig hingad upp í skóla, lá ég í gardinum hjá Hrøbbu minni og Viktori og safnadi sólbrúnku.

Monday, May 09, 2005

Harlidi (Hedinn),Sletta (Matthea) og Fisa (Asdis)

Nu er kominn manudagur og bradum fer Parisarferdinni ad ljuka...tad er ekki gott. Tetta er buin ad vera frabaer ferd i alla stadi og timinn allt of fljotur ad lida. Sidan eg bloggadi sidast erum vid buin ad fara ad Sacre Coer, Moulin Rouge, Sigurboganum...alla thessa typisku ferdamannastadi, asamt tvi ad labba um Myrina, liggja med jardarber i grasinu, fara i Tivoli (tar sem eg for ein i taeki sem fer 60 m upp i loft og snyst a 120 km hrada, lofthraedslupukarnir,Asdis og Hedinn gafust upp eftir Parisarhjolid), bordad ethjopiskan mat med hondunum, sungid saman Gamla Noa a fronsku (engu gleymt sidan i maladeildinni fordum)...ofl ofl.
I dag skiptum vid lidi eftir hadegi og aetlum ad hittast i storum gardi herna i latinuhverfinu fljotlega.
Vid getum nu varla an hvers annars verid tar sem Hedinn og Asdis bua yfir miklum sogulegum frodleik um Paris (thokk se Lonly Planet) og svo getur Hedinn ekki farid einn yfir gotu tvi hann er litblindur og finnst baedi raudi og graeni kallinn a gonguljosunum vera raudir...helt fyrst af vid Asdis vaerum svona rosa hugadar ad skella okkur alltaf yfir a raudu.
Vid hofum tho komist ad tvi ad tad er ekki til olikara folk en vid Hedinn. Allt sem honum finnst skemmtilegt finnst mer leidinlegt og ofugt. Vid erum buin ad vera vinir i 12 ar en thetta hefur sjaldan kristallast svona vel eins og nuna. Seinna aetla eg ad gera lista yfir allt tad sem er olikt med okkur..eda kannski frekar tad sem er likt, tad vaeri sennilega fljotlegra.
Vid hofum hlegid mikid ad tvi ad tegar mig langar i tivoli, i leiki eda ad spila, langar hann i jiddiskt bakari, fa ser kaffibolla og kikja a evropskar ljosmyndasyningar... efni i annad blogg.
Naest blogga eg fra Danmorku og svo er tad bara Island bradum!
Er farin ut i solina, enda ad verda of sein ad hitta folkid mitt i gardinum!

Saturday, May 07, 2005

Dans Paris a velo...

I Paris er gaman ad vera. Vid Hedinn komum hingad i storborgina til Asdisar a fimmtudaginn og aetlum ekki ad hverfa af landi brott fyrr en a thridjudaginn. Eftir ad hafa steinsofnad og slefad yfir axlirnar hvort a odru i flugvelinni tokum vid lest a leid til Asdisar. Hun var buin ad senda okkur lestarplan og til vara hafdi hun lika sent okkur sms um lestina sem vid attum ad taka. Tar sem eg hef akvedid ad kenna Hedni um allt sem midur fer i thessari ferd, klini eg theirri sok a hann ad vid tokum natturulega snarvitlausa lest og simasambands-og heilalaus bidum vid fyrir nedan e-h kirkju a medan Asdis okkar rafadi um halfa Paris til ad leita ad okkur. Tegar heim til hennar var komid, sofnadi Hesinn okkar vaerum blundi og slefadi i thetta sinn a sofann hennar Asdisar. Fostudagurinn var tekinn snemma og forum vid a Louvre og i budir og bordudum og drukkum og hloum...
Karokibar i gaerkveldi og vinir Asdisar, mjog gaman. Vid Hedinn forum a undan Asdisi heim og laestum hana uti svo hun var i 40 min ad reyna ad dyrka upp lasinn...
I dag var tad kyngjarinn fra Notre Dame, budir, matur, hlatur, hver er madurinn..yatzi!
Au revoir
Matta

Tuesday, May 03, 2005

Gummi minn Halldórs

Nýr linkur á kantinum: Gummi Halldórs frá Ögri við Ísarfjarðardjúp.
Gummi var með mér í skóla á Laugarvatni og til að slíta nú ekki öll tengsl flutti ég fyrir ofan hann á Laugarnesveginn um leið og tækifæri gafst. Við vorum saman í stjórn NEMEL í nokkur ár en nú er þeim dýrðardögum lokið...
Um leið og ég sleppti af honum hendinni og flutti til DK í haust, notaði hann tækifærið og flutti með fjölskylduna á Álftanesið!
Ég fylgist með ykkur héðan Gummi minn, Lísa og Guðrún Erla og græt góða nágranna..en hlakka til að sjá ykkur í sumar.

Skin og skúrir

Í morgun var 20 stiga hiti og skíííínandi sól...í kvøld eru þrumur og eldingar, og næstum haglél það er svo hörð rigning!
Kapsejl á morgun í háskólagarðinum, í fyrra komu læknanemarinir með bátinn á fílsbaki, spennó að vita upp á hverju þeir finna þetta árið.