Friday, November 25, 2005

Andleysi

-í gær: sat ég í stjórn Nemel -Nú: er ég laus

-í gær: kastaði ég borðtusku næstum í
andlitið á samstarfskonu minni -Nú: hef ég beðist afsökunar

-í gær: horfði ég á Bachelorinn og
Ástarfleygið -Nú: er ég enn með kjánahroll

-í gær: hvæsti ég á fólk -Nú: brosi ég mínu blíðasta

-í gær: fór ég ekki í ræktina -Nú: ætla ég að vinna það upp

-í gær: fór ég á Thai matstofuna -Nú: fer ég örugglega aftur

-í gær: var ég andlaus bloggari -Nú: er ég það enn!

Friday, November 18, 2005

Grænt gras í útlöndum

Ég heyrði í vini mínum í gær. Ég sakna hans. Hann á heima langt langt í burtu. Í Órafjarrilíu.
Einusinni vorum við bara kunningjar. Það var áður en ég sofnaði við kertaljós í fleti mínu á heimavistinni. Hann kom inn, lagði sængina yfir mig en slökkti ekki á kertinu. Það var líka áður en hann hljóp gargandi eftir ganginum á Kösinni, því á eftir honum var allavega 10mm húsafluga. Áður en við gengum niður að vatni í morgunsárið í prófatörninni, áður en við fórum á fyrsta fylleríið hans, áður en við bárum vatn í appelsínugulum bala í heita pottinn heima í Reykjakoti af því ég kunni ekki alveg á pottinn. Það var líka áður en við fórum saman til Svíþjóðar til að ég gæti sagt álit mitt á jakka sem hann var að spá í að kaupa, áður en hann veifaði mér bless með miðfætinum þegar ég steig í lyftuna í íbúðinni hans í Köben. Áður en við tókum krabbameinstrúnó í bílnum fyrir framan íbúðina hans, svo steig hann karlmannlega út úr bílnum en hringdi í mig 10 mín seinna til að segja mér að hann hefði næstum verið farinn að grenja. Áður en hann gaf gegnsæja lampaskerminum mínum nýjan tilgang, áður en hann skrækti í gyllta turningum, áður en við keyrðum að Gróttu með útvarp Sögu í botni, áður en ég gómaði hann hálfnakinn úti á svölunum sínum í sólbaði með þykkan yfirlestarbunka frá málfærslumanni RUV og áður en ég hlammaði mér á eldhúsgólfið hans, með kartöflugratín og bjór og hóf trúnósamræður við ættingja hans.

Héðinn sagði nebblega í símann í gær að hann væri alltaf að blogga um mig...þetta er semsagt hefndarfærsla

Hvenær byrjaði ég eiginlega að blogga í minningargreinastíl??!

NorðurVíkur hátíðin á morgun...víííí

Tuesday, November 15, 2005

Stelpuhelgi

Fyrir fullorðið barn eins og mig, er alveg frábært að hafa tvær afsakanir fyrir því að:
-fara í hringekjuna í Húsdýragarðinum
-öskra úr mér lungun í Öskurtröllinu
-hoppa í rúminu með ís í annarri og nammi í hinni
-fara á Litla kjúllan í bíó
-setja á mig glimmer og fléttur áður en ég fer á videóleiguna
-perla
-mála með glerlitum á skálar
-sulla froðu um alla veggi á baðherberginu
-byrja og enda daginn á nammi
-kasta brauði í endurnar
-búa til hús úr teppum og sængum
-spila lúdó
-vaka frameftir og lifa eins og það sé enginn morgundagur

þessar tvær afsakanir eru uppáhalds frænkur mínar Björk og Katla Þöll sem héldu hina árlegu stelpuhelgi okkar hátíðlega í Möttukoti um helgina

Það er ekkert slor að vera fullorðið barn!

Wednesday, November 09, 2005

Þráinn

er maðurinn sem leyndist við hvert horn til að bregða mér á árunum ca '84-´94
er maðurinn sem hélt í höndina á mér til að ég gæti sofnað eftir að hafa horft á Matlock
er maðurinn sem ég slóst við í bílnum hennar mömmu fyrir utan kaupfélagið í Hveragerði...hann var frammí og ég afturí
er maðurinn sem fékk naglaspítu í rassinn eftir að hafa klifrað upp á spítnahrúgu til að ná í boltann sem ég kastaði þangað
er maðurinn sem suðaði í mér að koma í gannislag, þrátt fyrir að ég vældi alltaf eins og hæna og klagaði á endanum í mömmu
er maðurinn sem hefur aldrei sent tölvupóst
er maðurinn sem bað mig að halda á dóttur sinni undir skírn
er maðurinn sem ég setti fyrstan á speed dial
er maðurinn sem parketlagði, málaði, boraði, smíðaði, lakkaði og pússaði íbúðina mína hátt og lágt
er maðurinn sem er núna í þessum skrifuðu orðum að setja upp fyrir mig gardínur og hillur

takk Þráinn

Tuesday, November 08, 2005

Vetrarfríið mitt

-bjór og spennusaga uppi í rúmi
-á rúntinn með ömmu
-Bubbatónleikar á Bifröst
-sprungin melóna
-6 hvítvínsglös og taska af bjór
-Hárliðaknús
-Nafngift og trúnó í saumaklúbb á Vegamótum
-Pure Luck
-Eldsmiðjupizza
-Ölstofan og aftur Ölstofan
-Brauðkastskeppni við tjörnina með Héðni, Gulla, Hlédísi, Snædísi og Ölmu
...vil meina að ég hafi unnið, hitti allavega oft á bakið á einni gæsinni, 5 stig í hvert skipti! (btw, Gulli svindlaði!;)
-Kaffihúsahangs
-ísrúntur
-kveðjustund

-Það er gaman í vetrarfríi

Wednesday, November 02, 2005

Verð nú að viðurkenna

að það skók vinahópinn sem sat yfir videói í gær þegar í ljós kom að fleiri væru til í að vera með Morgan Freeman en Anthony Hopkins...soldið sjokk fyrir mig sem valdi Tony :)

Saumaklúbburinn sem stofnaður var á kaffi Englinum í miðborg Árósa í fyrra, hefur fært höfuðstöðvar sínar á Vegamót. Hittingur á fimmtudagskvöldið. Þessi saumaklúbbur, sem er þekktur fyrir það að allir meðlimirnir hafa farið í sleik hver við annan nema ég (þarfnast útskýringa fyrir þá sem þekkja "hópinn") er ómissandi í tilverunni og því einstaklega góð upphitun áður en ég bruna á völlinn með Siggu systur og Gulla til að ná í HÉÐINN minn sem er að koma heim...vetrarfrí eftir 2 tíma...!