Thursday, August 25, 2005

Til allra þeirra...

...sem ég bölvaði fyrir bloggleysi þegar ég sat við tölvuna mína í Árósum og kíkti á bloggsíður nokkrum sinnum á dag: "Þið eruð ekki bölvuð, ég skil ykkur svo vel".
Þar sem ég hef byrjað í nýrri vinnu, ferðast og fengið krabbamein síðan ég bloggaði síðast, ætla ég að freistast til að hafa þessa færslu í punktaformi.
Í sumar hef ég:
-klifrað upp á Kögunarhól og fundist það soldið erfitt
-lært mína fyrstu uppskrift og hún snérist um 1-2 tsk af saur...
-setið í gömlum traktor sem ofhitnaði á klukkustundarfresti og rakað hey
-sólbrunnið á bakinu af því ég var í svo heitum umræðum við tengdarmóður systur minnar og gleymdi að snúa mér í sólinni
-uppgötvað krabbameinið í sjálfri mér (hefði frekar viljað finna sönghæfileikana, tónlistina eða íþróttamanninn í mér, en það er allt ennþá týnt og tröllum gefið)
-verðlaggt meðal krabbameinsæxli og komist að því að það er ca. gallajakka, eyrnalokka, dvd-disks og síma- virði
-verið kölluð Skrámur
-fengið nokkrar upphringingar frá fólki útí bæ sem biður mig að segja í símann: "Dagur eitt, punktur. Kæri Jóli..."
-Látið taka úr mér skjaldkirtilinn
-horft á Tomma og Jenna eftir að hafa fengið kæruleysislyf og velt því fyrir mér hvort teiknimyndavalið hafi markast af því að ég er fullorðið barn, eða af því að læknarnir vildu ekki að ég byrjaði að horfa á framhaldsmynd...
-haldið fast um happastein frá yndinu mínu, Kötlu Þöll sem kom í sérstakri heimsendingu upp á spítala til mín, frá Kirkjubæjarklaustri
-Fundist alveg svakalega vænt um vini mína og vandamenn
-uppgötvað gamla vini sem ég hélt að væru búnir að gleyma mér
-byrjað í nýrri vinnu
-og líkað vel
-drukkið í mig menningu
-reynt að koma skipulagi á líf mitt sem aldrei fyrr!

-Saknað fólksins míns í Danmörku !