Tuesday, January 30, 2007

Geislavirkur andskoti

Það sem varð til þess áðan að ég stóð hér í glugganum mínum, skríkjandi af kátínu var hann Gulli minn. Hann ávað að berja vinkonu sína augum og renndi hér í hlaðið og tókst ætlunarverk sitt...barði mig augum. Það sem meira var þá tók hann sína útgáfu af gjörningnum "Geislavirkur andskoti" sem var í vinnslu í síðustu geislun minni. Hann gekk hérna um túnið eins og vélmenni og ég er viss um að ég var ekki sú eina sem skríkti, heldur líka ábyggilega deild 12E, 13E og 14E ef því er að skipta. Takk fyrir okkur Gulli gullmoli

(nýjustu tölur frá Indlandi herma reyndar að þar í landi sé gjörningurinn Geislavirkur andskoti einnig í vinnslu, en varla er hægt að ætlast til þess að hann berist hingað fyrir utan gluggann minn fyrir frelsisdaginn mikla, fimmtudaginn)

-Og þúsund þakkir fyrir símtöl, komment, sms, pósta ofl.. ég á svooo gott fólk! Þó að íslensku handboltastrákarnir séu kannski strákarnir okkar, þá eruð þið fólkið mitt!!
ójá

Magasár

Já ykkur get ég sagt að ef þetta geislajoðferli drepur mig ekki (sem það gerir auðvitað ekki) þá dey ég úr spenningi yfir þessum leik!!!
Váááá hvað þetta er spennandi. Nú er gaman að vera íslendingur. Veit af Írisi minni einni á bar í Köben að naga á sér táneglurnar, komin í rauðvínið að hvetja sína menn!
Ég hins vegar æði hér um í kompunni minni og garga reglulega, eflaust hafa aðrir sjúklingar á deildinni getið sér um það af hverju ég sé í einangrun...
úfff.. framlengingin að hefjast!

Gott að þú sleist þetta krabbamein úr þér...

...sagði Katlan mín litla við mig í símann áðan. Einhver hefur verið að upplýsa hana um ástæður þess að ég gæti ekki verið í Reykjakoti núna og knúsa alla krakkana "mína" sem eru í pössun hjá ömmu og afa. Katla málar nefninlega svo einfalda mynd af heiminum og mér finnst það frábært! "Einu sinni var kúla í hálsinum á Möttu frænku, en nú er búið að slíta hana burt" segir hún eins og ekkert væri sjálfsagðara...enda er ekkert sjálfsagðara :)
Helsta breytingin frá því ég var hérna síðast er sú að nú hef ég ekkert að skrifa um :( Þetta er allt svo ótrúlega svipað og síðast, enda sama ferlið.
Hver nennir að lesa pistla eins og;
-"ég teygði höndina fram og kom við eitthvað hart og ávalt. Ég þuklaði á því góða stund...júbb þetta var þá gulrótin sem átti síðar eftir að rata beint í munn mér"..
-eða-
-"eftir að hafa velt þessu fyrir mér allnokkuð og lagt fyrir nefnd sem samanstóð af mér einni og yfirgefinni, ákvað ég að Lost væri málið, að Heroes þyrfti að bíða betri tíma fyrst RUV og Skjáreinn gátu ekki séð sóma sinn í að hafa sinn hvorn sýningartímann á þessum frábæru þáttum"...
Niiiii, enginn nennir að lesa svona eitthvað. En þó get ég upplýst ykkur um það, að áðan fékk ég að taka inn skjaldkirtilshormónin mín í fyrsta sinn síðan á jóladag og það urðu svo sannarlega fagnaðarfundir. Ég brosti til þessara gleðipilla, blikkaði þær og gleypti svo með bestu lyst! Og gott ef hjartað fór ekki að slá örlítið í kjölfarið.
Gunni minn kom áðan í heimsókn til mín. Hann stóð fyrir utan gluggann minn í gott korter og spjallaði við mig á meðan ég teygaði að mér andrúmsloft hinna frjálsu (tíhíhí) Næst þegar hann kemur ætlar hann að kasta upp til mín Subway, vííí!
-Í gær átti ég frábært msn-spjall við Héðinn, Ásdísi og Hlédísi. Við erum öll stödd í sitt hvoru landinu að gera ólíka hluti. Héðinn er á leið til Oslóar í dag og fer svo á ráðstefnu fréttamanna um ESB til Brussel. Ég var að skora á hann að blogga um það, en hans dagsönnu rök fyrir hinu gagnstæða voru að hver nennti svo sem að lesa skrjáfaþurrt blogg um ráðstefnu um ESB. Við komum þá með þá tillögu að það yrði skemmtilegt blogg ef hann skrifaði á smámælsku. "Ráðþtefna um EEþþBé átti þjér þtað hér í Bruþþel"..haahaha
Næst blogga ég þegar e-h ótrúlega spennandi gerist, eins og þegar í ljós kemur hvort ég fæ mér epla-eða appelsínusafa með flatkökunni minni...ekki fara langt, spennandi blogg framundan ;)

Monday, January 29, 2007

Heim, geislavirka heim!!

Hæ hó.
Ég er komin aftur á stofu 12 á deild 11E á LSP við Hringbraut. Bara gaman að því. Þegar ég var að taka mig til í morgun með það markmið að hafa allt í sem smæstu umbúðum (sem má svo henda eftir einangrunina), fattaði ég að alvöru húsmæður safna krukkum til að sulta á haustin, en ég safna krukkum til að setja krem í fyrir einangrunarvistir!!
En já, vegna þeirrar staðreyndar að ég hef komið hingað áður í sama ferli, er eins og þeir sem öllu ráða hér finnist, að ég eigi bara að kunna þetta allt. Ef ég spyr, er horft á mig eins ég sé aldargömul húsmóðir sem segist ekki kunna að sjóða kartöflur! En þetta rifjast alveg upp og núna er ég komin með Layzboy líka..ekki ónýtt það!
Áður en ég mátti fara niður á ísótópastofuna voru nokkur formsatriði sem þurfti að ganga frá, þar á meðal langur spurnigalisti. Hin indæla kona sem sá um framkvæmd spurninganna spurði svo oft hvort ég væri kvíðin að ég var farin að kvíða fyrir að næsta spurning snérist um kvíða. Alveg eins og síðast, þá var svo mikil áhersla lögð á að sjokkið kæmi seinna osfrv að ég þorði varla að segja að ég væri í meira sjokki yfir sjokktali þeirra en yfir æxlinu í hálsinum á mér!
Well þegar kom að því að fara niður, fékk ég sjokkið! Jább, innanhúsarkitektinn sem sér um fataval mitt á meðan ég ligg hérna, gleymdi alveg að gera ráð fyrir niðurþröngu föðurlandi og sokkum. Þar sem ég var í þann mund að þramma niður um hæð á spítalanum sætti ég mig nú ekki við það og BAÐ ÞVÍ UM förðurlönd (ath ekki einusinni bara í eintölu) til að hylja mesta bjúginn á ökklunum ;)
Já en þetta verður eflaust fljótt að líða og nú er ég bara að vona að iðnaðarmennirnir sem eru að gera við blokkina mína, drífa það af að skipta um glugga því ég veit margt girnilegra en að koma heim eftir 4 daga einangrun, beint í íbúð þar sem búið er að taka gluggana úr og negla fyrir gluggana!! Já ég lifi á ystu nöf ;)
Góða nótt

Wednesday, January 24, 2007

Heimspekilegar pælingar


Björk 8 ára: Hvernig ætli geislavirkt joð sé á bragðið?

Jökull, alveg að verða 4 ára: Hmmm.. hvernig ætli geislavirkt Bé sé á bragðið??

Launahækkun fyrir nektarmódel!!!

Þó ég hafi nú verið alklædd í þetta sinn, fannst mér eins og ég finndi til samkenndar með nektarmódelum sem þurfa að vera í sömu stellingunni í ákveðinn tíma til að málarar geti nú dregið upp allar þeirra línur...
Ég vaknaði kl átta í morgun í þeim tilgangi einum að tæma úr microlaxtúbu í óæðri enda minn! Já einusinni fannst mér verst að þurfa að vakna til vinnu, en þetta er sem sagt verra. Well þegar ég var orðin gljáfægð að innan, henti ég mér í sturtuna og var að klára sjampórútínuna þegar ég fékk sterklega á tilfinninguna að einhver væri að horfa á mig.. júbb, pólverji á svölunum sem hafði haft gott útsýni yfir "svalirnar" á mér þar sem ég beraði mig í sturtunni, hann sá nú í iljarnar á mér.. vá hvað það verður gott þegar þessar framkvæmdir á blokkinni verða búnar!
Þegar ég kom upp á spítala lagðist ég á þvengmjóan bekk og var óluð niður sem fyrr! Þar átti ég að liggja næstu 2 tímana hreifingarlaus..=samkenndin með nektarmódelunum sem mega ekki hreyfa sig í X tíma. Merkilegt hvað manni klæjar alltaf einhversstaðar þegar maður má ekki klóra sér.
Niðurstaða læknanna eftir þetta mini-geislajoðsferli mitt er sú að myndirnar úr skannanum komu ágætlega út, en blóðprufan ekki eins, svo þeir vilja loka mig aftur inni! Já, ég fer sem sagt aftur í geislajoð á mánudaginn með tilheyrandi einangrun og skemmtilegheitum.
Þetta var vissulega ekki besta niðurstaðan, en alls ekki sú versta heldur. Ég þarf bara að þrauka lyfjalaus í nokkra daga í viðbót. Er sennilega búin með tárakvótann minn (búinn að vera erfiðust seinni hluti lyfjaleysis), fólk er orðið vant úfnu konunni á göngum skólans sem hvæsir ef e-h kemur uppá og svo er auðvitað ágætt að hægt sé að nota þetta lyfjaleysi til að joða mig, ég er viss um að ég þoli annað lyfjaleysisferli í bráð ;)
Ég verð inni fram á fimmtudag og svo í geislandi afslöppun hér heima fram yfir fyrstu helgina í feb. Svvoooo byrjar líf mitt á ný og ó, hvað ég hlakka til!!
Ef einhver góður lesandi hér veit um bók sem nauðsynlegt er að lesa þegar maður hefur tíma, þigg ég með þökkum ábendingar, því þarna hef ég tíma og ekki væri verra að geta drepið hann með lestri góðra bóka!!
Óver end át!

Wednesday, January 17, 2007

Hlés mitt á afmæli, afmæli á mitt Hlés!


Í dag er Hlédísin mín 27 ára og heldur upp á það með ræpu í 14 klst. rútuferð á Indlandi. Ég væri til í að hún væri frekar hér hjá mér!
Þegar ég er döpur hugsa ég stundum um það þegar við Hlédís vorum að labba niður Laugarveginn eitt sumarið og þá mætti okkur vesæl vespa. Hlésið afrekaði það að stökkva hæð sína í loft, slengja veskinu sínu í ruslatunnu og vekja sofandi barn í nærliggjandi bíl (mamman var ekki kát), brjóta nögl og prumpa í leiðinni. Þetta fannst mér fyndið! Allar mínar bestu óskir til þín elsku Hlé, hlakka til að fá þig heim aftur.

Tuesday, January 16, 2007

Mín ástkæra Joð...


...skellti sér í það að fjölga mannkyninu í gær!
Þetta er í annað sinn sem hún tekur að sér þetta hlutverk, og í þetta sinn kom lítill stráksi í heiminn á no time!
Það er ekki laust við að hin lyfjadofna og lífsmetta (þessa dagana) vinkona hennar, ég, hafi fundið hjartað slá smá á ný, en það getur líka bara verið högg frá serbneskum smiði sem hangir öllum stundum á svölunum hjá mér..
En allavega er ég ó svo glöð og stolt af stepplunni minni!
Vei vei vei!!!

Sunday, January 14, 2007

Afmælis"barn"dagsins

er hann Gunni minn!

Kallinn hellti sér inn í fertugsaldurinn með massa matarveislu í gærkveldi sem samanstóð af humri, lambi og eftirrétti kjellunnar (þeas tobleronebombunni minni).
Já nú er þessi elska orðinn eldri en ryk og er það bara vel!
Til hamingju með þrítuginn gamli minn :)

Tuesday, January 02, 2007

Gleðilegt nýtt ár

og takk fyrir það gamla!
Ótrúlegt alveg að 2007 sé komið, það liggur við að það sé mjólk í ísskápnum sem rann út árið 2000, þetta er svo rosalega fljótt að líða allt saman.
Ég er soldið hrædd um að bloggandinn sem yfirgaf mig seinnihluta þessa árs, sé ófáanlegur til að koma tilbaka. Þegar ég er löggst upp í rúm, með tölvuna í fanginu, tilbúin að upplýsa ykkur um e-h ótrúlegt úr mínu lífi eða annarra, heyrist bara suð í hausnum og allir angar eru utan þjónustusvæðis :(Hugsanlega er skýringin líka sú að ég er næstum hætt að sjá á skjáinn fyrir undirhökunni á mér, sem skyggir á flest allt þessa síðustu og verstu daga (ræktin, hvaða fyrirbæri var það aftur).
Í andartaks bjartsýniskasti ákvað ég að vinna uppí ráðuneyti í fríinu mínu frá skólanum. Jább, ætlaði að taka jólafríið með trompi og vinna allar þær stundir sem ég væri ekki að versla jólagjafir, baka, skreyta, skrifa jólakort eða sofa. Þetta fór þó svo að ég vann 2 daga, hengdi einn jólakertastjaka upp í loftið, bakaði ekki neitt, svaf lítið og öll jólakortin sem ég skrifaði eru ennþá í veskinu mínu, og ég bíð eftir að þau fljúgi af stað til réttra viðtakenda :) Ekki get ég kennt lyfjaleysinu um, því það hófst ekki fyrr en á jóladag!
En talandi um það. Einhverjir bíða spenntir eftir hormónasögum þar sem ég brest í söng við hin vandræðalegustu tækifæri eða skellihlæ að e-h sorglegu, en ekkert slíkt hefur þó ennþá gerst. Ég er samt frekar slöpp öll og finnst eins og síðasta lyfjaleysi hafi farið betur af stað. Er sennilega hægt að skella e-h skuld á jólin og þeirri óreglu á svefni og mataræði sem þeim fylgir. Þó vatnaði ég nokkrum tugum músa eftir spilakvöld með fjölskyldunni, öllum að óvörum og ekki síst sjálfri mér...alveg eðlilegt að eiga notalega spilastund með fjölskyldunni og halda upp á kósý stemningu með því að háskæla upp úr þurru (veit að þið haldið að ég hafi tapað og notað lyfjaleysið sem afsökun til að væla eins og frekur krakki, en neibb, tapaði ekki einusinni):/
Hef staðið mig soldið að því að ætla að gera allt í einu og ef það tekst ekki, vera þá svekkt út í sjálfa mig og með eilífðar samviskubit. Ætla að taka litlu 5 ára gömlu frænku mína til fyrirmyndar sem tjáði mér, þegar við lágum uppí rúmi með nammi um jólin, að skoða Andrésblöð, að það væri henni ofviða að hætta að vera pirruð inní sér (á nýfædda systur sem fær soldið mikla athygli að mati stóru systurinnar)og hætta að bora í nefið í einu. Svo sleikti hún stundum hendurnar á sér þegar þær væru þurrar og hún vissi að það væri líka ósiður. Hún sagði við mig á alvarlegu nótunum að hún ætlaði fyrst að hætta að vera alltaf svona pirruð, svo að finna annan tíma til að hætta að bora í nefið..hitt kæmi svo enn síðar.
Þetta er mikil speki hjá krúttinu mínu og mætti ég sko vel taka hana til fyrirmyndar; að reyna ekki alltaf að gera allt í einu!
Hlédís er farin til Indlands! Ég eiginlega trúi því ekki. Hún og Sigrún eru farnar og koma ekki aftur fyrr en í maí. Ásdís og Héðinn fara svo á föstudaginn til London og Danmerkur, og Helga fer til Ástralíu um miðjan mánuðinn.. já hér verður feit, háskælandi og vinalaus eftirlegukind (Matthea) í hormónaflippi í lok janúarmánaðar :)
Jólin voru frábær og áramótin líka. Hafði hugsað mér að hafa þá pistla e-h lengri en nú er ég búin að hafa þessa færslu allt of langa til að e-h nenni að lesa hana, svo ég læt þetta duga.
Hafið það gott á nýja árinu