Tuesday, December 19, 2006

Lyfleysa

Hver man ekki eftir Síþreyttheu um páskana í fyrra sem höndlaði lyfjaleysi með því að sofna hér og þar..aaaðallega þar!
Þar sem örlögin fóru um mig mjúkum höndum síðast og enginn stór skandall átti sér stað í lyfjaleysinu, ákvað læknirinn minn að grípa inní og taka mig aftur af lyfjunum, nú á jóladag!
Ég á svo að fá smá geislajoðsýnishorn í janúar til þess að kanna stöðuna á skjaldkirtlinum (eða vonandi skjaldkirtilsleysinu)og fæ svo meðhöndlun í framhaldi af því.
Sem sagt mega gestir og gangandi aftur eiga von á því að ég gráti þegar ég ætla að hlæja, gleðjist óvart í stað samúðar þegar fólk gleymir hlutum (sorry Hlédís), kveiki á miðstöðinni þegar ég ætla að lækka í útvarpinu og klóri mér þegar ég þarf að hnerra!!
Já örlögin hafa aftur gefið mér hormónalegt frelsi til að láta tilfinningarnar sveiflast í óvæntar áttir, og koma þannig með æsispennu í líf mitt og minna nánustu (Gunni þunni verður þrítugur á tímabilinu, spennandi að vita hvernig hormónatryppið Matthea höndlar það;)
Á morgun hefst langþráð jólafrí...hipp hipp húrreiii, hipp hipp húrreiii, hipp hipp húrreiiiiiiiiiiii!

Monday, December 04, 2006

Eymingjabloggari...

Já, það er ég...og ég veit uppá mig skömmina. Ég hef enga afsökun fyrir letinni nema þá, að ég hef komist að því að það er svipað með bloggið og kynlífið, það er erfiðara að byrja aftur eftir langa pásu ;)
-London var æði!
Ásdís tók frábærlega á móti okkur og náðum við að taka allan pakkann á 5 dögum. Helsta ráðgáta ferðarinnar var baunin í vasa Hlédísar, við renndum okkur niður risa rennibraut á Tate safninu, Oxford street fékk sinn skerf af laununum okkar sem og barirnir í Camden Town. Við stilltum okkur um að kaupa 2m uppblásinn jólasvein með kóngavinki en tókst að klára sítrónurnar og sennilega myntulaufin líka á Old Street.
Sem sagt frábær ferð!
-Litla Víkurskottið okkar er formlega komin með nafnið Arnfríður Mára og af því tilefni skelltum við okkur öll fjölskyldan til Víkur um helgina. Þar gistum við eina nótt í flottasta gistiheimili þessa heims, Norður Vík, fengum tælenskan pottrétt a la Æsa, Gunninn minn galdraði fram humar, við ærsluðumst með krökkunum í íþróttasalnum í klukkutíma og vorum svo öll sléttgreidd klukkan þrjú þegar "presturinn skvetti vatni á litlu systur", eins og Katla orðaði það.
-Hvernig finnst ykkur Hörður Torfa standa sig sem James Bond?


-Ég er komin á "nýjan" bíl. Eftir að sölumaður mánaðarins hjá bílaumboðinu var búinn að selja undan mér hinn bílinn fyrir mistök, prenta út rangt bílnúmar og þ.a.l. næstum búinn að selja mér bíl sem var í fullri notkun annars eiganda, "gleyma" að segja mér að demparar væru ónýtir í bílnum, klikka á dekkjaumgangi sem hann var búinn að lofa, og týna öllum mottum úr bílnum..stökk hann af stað og náði í nýtt mottusett og slengdi þeim orðum svo framan í mig fullur sjálfstraust að hann klikkaði sko ekki á smáatriðunum...!
-Ég hef nokkrum sinnum verið spurð að því í vinnunni hvenær jólin komi..og hvar þau séu nú. Þegar ég segi að þau séu bara að bíða eftir því að koma, er ég spurð af hverju..já af hverju eru jólin að bíða eftir að koma, og hvar eru þau nú??
-Ég hef fundið fyrir því núna meira en nokkru sinni hversu vænt mér finnst um Ásdísina mína og allur minn hugur er hjá henni þessa dagana. Ég hlakka til að knúsa þig Físið mitt!
-Katla segist sleppa "nautunum" stundum þegar hún er að flýta sér með Faðir vorið (vorum skuldunautum) en ég sleppi þeim sko ekki í bænum mínum þessa dagana!
-Eftir að hafa fengið fleiri stig fyrir að flauta en syngja í Singstar, hætti ég mér út á hina grýttu leið söngsins í vinnupartýi á laugardaginn. Í miðju lagi ákvað tæknin að nú væri nóg komið og breytti um lag.. já ég fæ seint mína 15 mínútna frægð í sönglistinni eins og Herbert Guðmundsson!
-Bráðum ætla ég að blogga aftur