Tuesday, July 31, 2007

Elsku besta Jengan mín

Í dag er Arndísin mín 29 ára!! Þessi frænka mín, fyrrum sambýliskona og sálufélagi er ein af þeim manneskjum sem fleytt hefur mér í gegnum lífið! Eftir 3 mánuði lítur litla krílið þeirra Ása dagsins ljós og ég hlakka svo tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiil!
Og nú hrópum við öll svo undir tekur í fjöllunum; húrra, húrra, húrrrraaaa...

Friday, July 27, 2007

Sæla og kurteisi

Það er gott að vera einfaldur stundum. Gera bara ráð fyrir því góða. Gleyma að spyrja lækninn sinn hvað kom út úr sýnum og myndatökum, því maður gerir bara ráð fyrir jákvæðum niðurstöðum. Svara umhugsunarlaust, þegar fólk spyr mann hvort maður sé á bíl: "æ takk fyrir að bjóða mér far, en ég er á bíl" án þess jafnvel að íhuga það hvort það hafi sjálft verið að snapa sér far...
Já sælir eru nefninlega einfaldir og þeir eiga svo sannarlega ekki von á (þegar þeir eru farþegar í bifreið frænku sinnar, á blússandi ferð um vesturlandið)...að skrúfa upp rúðuna á handabakið á sjálfum sér, bregða svo illilega þegar rafdrifin rúðan kremur hendina og kippa henni að sér svo hálft handarbakið svífur nú í flygsum eftir þjóðveginum!!!
Nei, þá voru einfaldir sko ekki sælir! Bólgan og marið er rétt farið að dofna núna (arg)!

Svo var ég að spá í kurteisi... Hef oft pælt í henni í sambandi við kurteisishlátur ofl. Önnur birtingarmynd kurteisinnar birtist mér í kvöld þegar ég var að keyra og stoppaði á sebrabraut til að hleypa konu yfir götuna. Kvennsan varð smá skrítin og hristi hausinn eins og hún væri að segja mér að hún stæði þarna bara fyrir helbera tilviljun og fásinna væri að ætla að hún væri á leið yfir götuna, svo ég ætlaði að halda áfram, en þá gekk hún hikandi af stað yfir götuna. Ég snar stoppaði náttúrulega og hleypti henni yfir. Þegar ég hélt svo áfram sá ég í baksýnisspeglinum að hún horfði flóttalega á bílinn minn.. og læddist svo aftur tilbaka yfir götuna!!!
Hjúkk að hún sýndi mér þá kurteisi að fara yfir þegar ég stoppaði, annars hefði hún hlotið verra af!
-Kannski hræddist hún útlitið á ökumanninum, mér. Skil ekki hvað það var sem hún ætti að vera hrædd við... blóðhlaupnu augun eftir frjókornaofnæmið?, bólgna kinnin eftir stífluðu munnvatnskirtlana?, eða marið handabak mitt eftir "bílrúðuslysið"hér ofar í færslunni... ?
Jah maður spyr sig!

Thursday, July 19, 2007

Þórhildur 30 ára

Þórhildur mín er þrítug í dag!!! Húrra , húrra, húrrrrraaaaa...
Við Þórhildur höfum búið saman á Laugarvatni, Mávahlíð og Stóragerði. Svo flutti hún til Ástralíu. Ég sakna hennar :( Hennar sonur er guðsonur minn og fallegra barn er vandfundið.
Risa knús til Cairnes, Þórhildur, þú er æði! (gefð´enni blóm, já gefð´enni blómavönd...!)
Stolt guðmóðir með Arinze Tómas í fanginu

Wednesday, July 18, 2007

Meira úr Möttulífi

Heiða Björg yndislegasta Í HEIMI varð þrítug þann 10. júlí...
Og svo lét ég verða af því að halda saumó:


Ég, Gulla og Sigga skelltum okkur í rafting niður Hvítá á laugardaginn... þvííílíkt stuð

Svo var hann Guðlaugur Hermann Bergþórsson skírður (Guðlaugur Hermann)...



Við Gunni tókum foreldrarúnt í Ölfusið og grilluðum með mömmu, pabba og Kötlu...







Sunday, July 08, 2007

Katla Þöll Þráinsdóttir er orðin 6 ára... 6 ára!!!!! Til hamingju með það ormurinn minn



Saturday, July 07, 2007

Undanfarnir dagar!

Brúðkaup Braga og Eyglóar:



Bragi og Hulda:

Eygló:


Frænkuhittingur hjá Írisi í Hafnarfirðinum... Hlédís, Arndís og Snædís: Alma og Sigfús Kjartan:

Íris, Sigfús og Snæja:

Sigrún og Arndís:


...Og svo var krakkahelgi hjá Möttu frænku. Jökull, Katla Þöll og Björk:

Í Húsdýragarðinum:





Í bíó: