Friday, November 30, 2007

Ásdís og Sigrún

Þetta er meistari Ásdís! Jább, þessi eldklári hvítvínsþambari, rúllaði upp eitt stykki mastersgráðu í London og fær hún allar mínar hamingjuóskir með það! Júhúúú
Og hér er ekki síðri meistari á ferð. Þetta er hún Sigrún Ósk. Þessi elska hefur auðgað líf mitt verulega síðan ég kynntist henni og yljar minningin um kindarjarm hennar, mér á síðkvöldum. Sigrún, er annar tveggja yfirlístra stuðningsmanna minna á meðan á einangrun minni stóð í janúar og nú er komið að mér að styðja hana. Í kvöld tekur hún þátt í Útsvari fyrir Akranes, og að sjálfsögðu verður poppað á þessu heimili ;)
Sigrún, þú massar þetta!!!

Wednesday, November 21, 2007

Óvissuferð ammanna 2007

Í keramikhúsinu...og svo var tekið á því á einni af slökkvistöðum höfuðborgarsvæðisins
Sjúkraþjálfari og læknir að störfum
Mikið á sig lagt til að vinna keppnina
Eru ekki allir í stuði!!??
Skipuleggjendur óvissuferðarinnar
Ömmur að raða (og skvetta) í sig

Helga og Hildur
Komnar í partý og farnar að syngja í sleifar!! (kelluröddin í laginu)
Kallaröddin í laginu farnar að rasskella Joð okkar
Fleiri myndir eru ekki birtingahæfar...en váááá hvað þetta var gaman :)

Thursday, November 15, 2007

Sætastur!!!

Krúttríkur
Hjá múttu
Gunni fékk að máta Skottfreð litla
Á spjalli við Möttu frænku

Wednesday, November 14, 2007

Prins Ásason...


(myndin í láni frá Hlésí móðu)
Litli frændi fæddist í nótt. Víííi..Þessi gullfallegi monsi var 18 merkur og 55 cm!

Arndís og Ási, til hamingju!!!Tuesday, November 13, 2007

Þórhildur duglega


...eignaðist gullfallega Rósu Chiamaka Nzeakor þann 7. nóvember sl.
Ég er svo stolt af þér elsku vinkona

Wednesday, November 07, 2007

Berlin var...

og...

og...

og...

og...

og...og...
og...og...


og...

og...

og...og...


og...
( Takið eftir skegginu sem var listilega teiknað á HH þegar hann var í fastasvefni...)

...og svo miklu, miklu meira


Thursday, November 01, 2007

Síðan síðast...

Hef ég:
-Farið á frænkukvöld í Haustakrinum... og hlakkað til að þessar tvær verði léttari
-Farið í surprise afmæli Joð minnar sem fór á kostum allt kvöldið
-Rumskað daginn eftir með hausverk og galtóman gleðibanka
-Átt að gera átta einstaklingsnámskrár fyrir nemendur mína en í staðinn, fest mig í tölvuleik sem gengur einungis út á það að henda geimveru upp í loftið og vona að hún drífi sem lengst...
-Kíkt á hetjuna Rúnar og klettinn hans, hana Unu
-Heimsótt 82 ára ömmu mína sem er með alzheimer og horft á hana leika humar, því hún mundi ekki orðið
-Reynt hundrað sinnum að hringja í upptekna vin minn Héðinn
-Misst af hundrað símtölum frá upptekna vini mínu Héðni
-Fengið endalaus sms frá mömmu sem baðar sig í sjónum á Kýpur tvisvar á dag, fléttar körfur og rúntar um á mótorhjóli
-Fengið góðar niðurstöður frá krabbameinslækninum
-Pakkað ofan í kassa
-Pakkað uppúr kössum
-Beðið í klukkutíma röð eftir dekkjaskiptum áður en ég gafst upp
-Komist í langþráð vetrarfrí
-Hlakkað til að fara til Berlínar á morgun
-Vííííííííííííííííííííííííííííííí...

Tuesday, October 16, 2007

Ási no-kommentari, þessi færsla er tileinkuð þér!

Kannist þið við að sjá bara berjaling þegar þið lokið augunum eftir góðan berjamó, kannski kindur eftir réttir o.s.frv. -Ég sá fyrir mér fljúgandi húsgögn á laugardagskvöldinu. Sófa, ísskápa, eldavélar, hillur... Já Gunninn minn er loks alveg fluttur til mín og laugardagurinn fór í flutninga. Þetta annars frekar ágæta samband okkar stóð á brauðfótum seinnipart þessa dags. Ég áttaði mig engan veginn á því hversu mikill áhættuþáttur ísskápsburður er í sambandi fólks. Eftir að hafa rogast með hálfa búslóð milli íbúða kom að bévítans ísskápnum. Fyrst af 2. hæð Barmahlíðarinnar..og þá reyndi á. Þegar Gyða Sól (ég) ætlaði að massa skápnum úr bílnum og upp á 3. hæð, sagði G minn stopp. Sagðist ekki vita hvort sambandið þyldi álagið sem fylgdi því að koma helv. ísskápnum upp í íbúð. Vildi hringja í vin. Ég var nú aldeilis ekki á því, enda var þetta á þeim tímapunkti þegar ég stóð enn í þeirri trú að eitthvað af bingóvöðvum mínum væru í alvöru vöðvar... Við bisuðum ísskápnum út úr bílnum og í gleði minni yfir því að lofta þessu romsaði ég út úr mér hversu létt þetta væri í rauninni, alls ekki eins erfitt og mig minnti..bla bla bla.. engin viðbrögð hinu megin við ísskápinn, svo ég gægðist yfir ferlíkið og varð litið á Gunna, sem hélt á aftari endanum (sem sagt með allan þungann) og frystihólfsmeginn í þokkabót..reeehennsveittur og ekki alveg á því að taka undir með verðandi sambýliskonu sinni hversu einstaklega létt og löðurmannlegt þetta væri eftir allt saman...

Svo hef ég verið einstaklega utan við mig undanfarna daga. Hlésí mín, unglingurinn á heimilinu, fór í aðlögun á annað heimili og mér líður eins og ég hafi sett barnið mitt á leikskólann og það sé bara alls ekkert að sakna mín og ætli sér bara ekkert að koma heim. Já, Hlés býr núna í Bogahlíðinni með Helgu og nú labba ég um stofuna mína, tek kannski upp eins og einn og einn brjóstahaldara sem Hlés mín hefur tætt sig einhverntímann úr (hefur þessa tilhneigingu þessi elska) og finnst skrítið að hafa hana ekki hérna í stofunni hjá mér...buhuu..
Já skrítnir þessir dagar. Ég labbaði næstum inn í menntamálaráðuneyti í dag, eftir vinnu í landb.ráðun. Mig minnti nefninlega að ég hefði lagt bílnum einhversstaðar þar, svo þegar ég fattaði hvert ég væri komin, fussaði ég upphátt og snarsnéri mér við, beint í flasið á einhverjum sakleysingjanum sem hafði labbað fyrir aftan mig.
Já, þessa dagana þarf soldið sterk bein til að vera ég, krabbalæknir á mánudaginn og á ég ekki von á neinu öðru en allt komi vel út þar, segir ábyggilega að það sé ekkert að mér, ég sé bara svona dofin!!

Tuesday, October 09, 2007

...og afmælisbarn dagsins í dag er....

...bestasta syssin í öllum heiminum, Ragnhildur. Þessi merka manneskja hafði ekki einungis þau áhrif að gera mig að Wham-ara í stað Duran Duran-ara fyrir nokkrum (mörgum) árum, heldur lít ég upp til hennar í hverju sem ég tek mér fyrir hendur.

Hlakka til að stjana við þig á föstudaginn elsku sysssssssssssssssssssssssssssss!

Arnfríður Mára Þráinsdóttir

Þessi litla Addý Mára, sem er hér með Kötlu Þöll systur sinni, var 1 árs sl. föstudag. Víííí...

Friday, October 05, 2007

Skuldadagar

Lífið greiddi fjórum aumum sálum skuld sína í gær.
Eftir að hafa fleytt þessum einstaklingum uppi í hafsjó eymdar og volæðis undanfarnar vikur og mánuði, ákvað lífið að málið fyrir þessi sálartetur væri að skella sér til Berlínar í húsmæðraorlof!
Víííhaaaa...

Tuesday, September 18, 2007

Haust

Rjómi þjóðarinnar, yndislega fólk, takk fyrir kommentin, skeytin, símtölin, sms-in og allar fallegu hugsanirnar í vikunni.
Þetta hefur verið erfið vika, þið hafið gert okkur hana auðveldari.
Nú tekur amstur hversdagsins við eins og alltaf.
Á haustin fæ ég alltaf smá sinnep í afturendann (ekki bókstaflega samt, þó hægt sé að túlka þetta skítugt;) og langar að breyta eitthvað. Burt með kríunum eða lóunni, gera eitthvað nýtt. Ásdís er búin með ritgerðina og kemur bráðum heim, vííí, Hlédís sennilega að flytja í bæinn, Helga orðin skólastelpa, Vigdís komin til London, Arndís að fjölga mannkyninu... Þar sem ég er enn að kenna og það ekkert alveg að fara að breytast, höfum við Gunni ákveðið að rústa baðherbergi þriðju hæðarinnar á Laugarnesvegi 118, taka allt út og setja nýtt inn. Kominn tími á það, en á ég þó eftir að sakna bláu málningaflyksanna sem fylgja manni undir ilinni eftir hverja sturtuferð (blámálning baðkarsins er afleiðing framtaksseminnar eitt haustið...roðn).

Sunday, September 02, 2007

Héðinn er lentur...


...og verður í sólarhring á landinu svo hver mínúta er vel nýtt, vííííí...

Saturday, September 01, 2007

Sæunn Ósk...


...og hinir snillingarnir í Unique hár og spa eru þátttakendur í Ísmóti 2007!
Þar keppa þau um Stofu ársins, hársnyrti og hártísku ársins. Það er í okkar almúgans höndum að koma þessum dugnaðarforkum áfram! Hægt er að hringja í s. 900 2040 og velja 305 fyrir stofu ársins, 110 fyrir hársnyrti ársins og 116 fyrir hártískuna. Síminn er opinn til kl 15 á morgun.
Áfram Sæunn!!!

Thursday, August 16, 2007

HvísluleikjaDiljá

Dillzið mitt og Öddi bróðir hennar ætla, ásamt þér og rúmlega 1000 öðrum íslendingum að slá heimsmet í hvísluleik á menningarnótt, er það ekki??

Monday, August 13, 2007

Saumaklúbburinn Sleikur...

...brá sér á Þingvelli
Byrjaði að sjálfsögðu á því að pulsa sig upp

Tók sér svo flengingarpásu

Og eftir erfiða göngu yfir holt og hæðir (og bannskilti, Diljá!), skellti klúbburinn sér sjálfsögðu á American Style... í úthverfi!

Ég elska Sleik...elska segi ég!Sunday, August 12, 2007

Hlédís hetja...

...er búin að skila ritgerðinni !!!

-og Matta frænka er að springa úr stolti af kjellingunni :P

Saturday, August 11, 2007

Bragi Freyr

Í dag á hann Bragi afmæli!!! Víííí...
Þessi gæðagaur er ekki aðeins búinn að klára gráður í öllum deildum háskólanna á Reykjarvíkursvæðinu, heldur er hann nýgiftur, flottur pabbi og útivistarfrík fríkanna...
Til hamingju Bragi minn!!!

Hrabban mín 30 ára!!!

Þann níunda ágúst varð Hrabbsið mitt þrítugt!!! Húrra, húrra, húrrrrrrraaaa!!!


Þessi síkáta Gyða Sól getur allt en sem dæmi er hún best í handbolta, tveggjamannakapli, snúðagerð, trampólínhoppi, dönsku, og "geðheilsuvinasinnabjörgun" (nýtt orð sem var fundið upp af illri nauðsyn þegar ég steig á danska grund). Hún (og Viktor auðvitað) eru rosalega góð í því að búa til börn og er enginn vafi að nýja nóvemberkrílið verði jafn vel heppnað og Viktoría Dís. Elsku Hrabba mín, til hamingju!