Wednesday, January 30, 2008

Kjellingalíf

Líf Mattheu hefur verið mjög rútínukennt að undanförnu. Okkar allra vegna hefur bloggið verið í lægð því enginn hefur gaman að því að lesa um tilbreytingalausa daga kjellingalífs sérkennara í Laugarnesinu...eða hvað?? ;) Öðru hverju gerist þó eitthvað skemmtilegt, en einhverra hluta vegna á það almennt við um líf annarra en mín. En getur bloggsíðan mín nærst eingöngu á gleðigöngu samferðamannanna? Þetta er þó ekki eina afsökunin fyrir bloggleysinu, því þolinmæði kemur þarna líka sterk inn. Einhver segir að kennarar séu byggðir upp á þolinmæði, en það á greinilega ekki við um mig. Tölvugarmurinn minn hefur tekið alla gleði úr því að sitja á síðkvöldum, spjalla á msn og blogga. Það er fyrst núna síðustu daga sem ég hef áttað mig á því að það er alls ekkert eðlilegt að bíða í korter eftir að tölvan ræsir sig, annað korter eftir að opna netið sem dettur svo út á 5 mín fresti. Eftir fjórtánþúsundasta píkuskrækinn(eða tröllaöskrið öllu heldur) innan úr stofu, rölti hinn pollrólegi Gunni sér í tölvubúð og bætti við einni enn fartölvu á heimilið. Og nú ríkir friður á heimilinu og nemendur mínir fá alla mína þolinmæði óskerta. Og nú blogga ég:
Ásdís kom heim úr Tælands/Kambodíu reisu sinni og bætti birtu í skammdegisþrungið hjarta mitt
Minn gullfallegi og skemmtilegi guðsonur Arinze Tómas átti afmæli og öll Ástralía fagnaði með honum-(og ég líka hér heima)
Íris mín og Halli fjölguðu mannkyninu og bættu typpaling í strákahóp ættarinnar
Ooog við Hlédís drifum okkur austur á hátíðina Norður Vík 2008!
Hér eru frænkurnar Hlés og Katla í íþróttahúsi staðarins
Bingóstjórarnir Matta og Hlédís
Fyrir grettukeppnina
Gleðin í hámarki
Þeir sem sofnuðu fyrstir...vöknuðu svona daginn eftir!
Bless í bili

Thursday, January 17, 2008

Þetta er Hlésin mín

Hún á afmæli í dag...Hún er 28 ára í dag...
Svona saklaus er hún nú ekki alltaf...
...
Systurnar
í áramótadressinu
Skál!
Þaaarna þekki ég þig, sykurpúði

Til hamingju með daginn elsku gleðigjafinn minn

Monday, January 14, 2008

Þessi 31 árs sambýlingur minn...

...herra Gunnar Gunnarsson
á afmæli í dag
Víííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííí

Sunday, January 06, 2008

Gleðilegt ár!


Long time no see...
Sá óvenjulegi atburður átti sér stað í Ölfusinu að við vorum öll Reykjakotsfjölskyldan saman um jólin í fyrsta sinn í 15 ár!! Ragnhildur, Gísli, Björk og Jökull komu að vestan og Þráinn, Æsa, Katla Þöll, Arnfríður Mára og hvolpurinn Panda að austan og svo duttum við Gunni inn í pakkaflóðið eftir matinn, en hann borðuðum við í Þorlákshöfn. Mamma og pabbi muna rólegri jól en varla skemmtilegri eða fjörugri. Það væri alls ekki orðum aukið að segja að það hafi verið spilað í jólafríinu, mauluð ostakex og snjókarlar og snjóhús spruttu upp hér og þar.

Nokkrar pásur voru teknar í pakkaupptöku til að koma skipulagi á flóðið en sennilega stendur uppúr jólagjöfin frá höfðum fjölskyldunnar, mömmu og pabba til okkar allra hinna; fjölskylduferð í 2 vikur til Hollands í sumar.

Eftir hátíðisdagana skelltum við Gunni okkur svo vestur þar sem spilaæðinu var haldið áfram, nú við hinn ósigrandi Ása, Arndísi, Hlédísi og fjölsk.
Um áramótin setti Gunnsi svo á sig ofnhanskana og galdraði fram veislu fyrir kjelluna (mig) og eftir það hentumst við í Skálaheiðina til Hildar og Gumma þar sem hoppað var inn í nýja árið, knúsast og spilað langt fram á nýtt ár.
Og nú er svo komið að ég er algerlega búin að snúa sólarhringnum við!
-Í jólafrísgleðivímunni tókst mér að kaupa miða til New York í maí, panta hornsófa, koma skipulagi á búslóðirnar tvær sem fylgja okkur Gunna, mála eldhúsið, fara í brunch til Unu og Rúnars, láta krukka í hálsinn minn enn og aftur (ekki krabbameinstengt samt:), komast að veikleika mínum fyrir tölvuleiknum Ludo (já, nördalega rétt, Ludo...efni í annað blogg), bryðja ógrynni af klaka og missa átta skrautkerti í gólfið svo þau brotnuðu!
Ef andinn kemur yfir mig, blogga ég fljótlega um þetta Ludo dæmi, sérstaklega bláu kallana!!!