Sunday, March 23, 2008

Ég á heimsins bestu vini:

Kennarinn Skratthea veit og kerfið kann á,
börnin lærdómin þurfa og verða að fá.
Einhverfa,fjölfötlun,dóp og snerting óbein,
fræðsla og góðmennska,hlýan, hún er hrein.

Kennarinn Skrattthea laun frá ríkinu fær
Skítalaun, en henni er nær.
Einhverfa, fjölfötlun dóp og rugl
Ætli hún fari ekki beina leið inná BUGL (barna og unglinga geðdeild landspítalans)

Viðlag:
Fyndin og falleg hún fegrar mig með,
með henni ég lífslöngun hleð.
Félagslegt sleipiefni Matthea er,
hláturinn ber hún með sér.

Matthea kemur frísk Danmörku frá,
ákveðin í að setja mark sitt Laugarnesveginn á.
Hvað þarf að gera? jú!! Baðkerið hressa þarf við,
flagnandi blátt er litur sem ég sætti mig við.

Viðlag:
Fyndin og falleg hún fegrar mig með,
með henni ég lífslöngun hleð.
Félagslegt sleipiefni Matthea er,
hláturinn ber hún með sér.

Flest okkar kunna kirtlana sína á,
en Matthea kaus að bíða og sitja hjá.
Óþarfa líffæri hún losar sig við
sem gætu tafið og truflað framhaldið.

Viðlag:
Fyndin og falleg hún fegrar mig með,
með henni ég lífslöngun hleð.
Félagslegt sleipiefni Matthea er,
hláturinn ber hún með sér.

Gunni í fyrsta bekk og til dagsins í dag
hljóðlega fór,en klárlega kunni sitt fag.
Broddar,gleraugu,hippaskott heilluðu hann
í Mattheu Sigurðar ástina hann fann.

Viðlag:
Fyndin og falleg hún fegrar mig með,
með henni ég lífslöngun hleð.
Félagslegt sleipiefni Matthea er,
hláturinn ber hún með sér.

(höf, Hlédís og Þórður Freyr)