Thursday, December 15, 2005

Hræðsla

Þegar vinkona mín sem ég kalla stundum J, flutti í Skipholtið á efstu hæð í blokk, kaus ég að hafa miklar áhyggjur af því að enginn brunastigi lægi að íbúðinni. Ég suðaði lengi í henni að hafa kaðal á svölunum, neyðarkitt í áldollu (svona niðursoðnar baunir eða brunaáburð, ef það kæmi jarðskjálfti og myndi kvikna í í einu) eða slökkvitæki undir koddanum en hún kom sér undan öllum þessum tillögum. Kaus að lifa á brúninni. Hlæja framan í hætturnar. Ég gerði það eina rétta í stöðunni, vafði reykskynjara inn í jólapappír, gaf henni og taldi mínu hlutverki sem lífverði þar með lokið.

Nokkru seinna flutti ég á efstu hæð í blokk og eyddi minni orku og tíma frekar í að finna rauð flotkerti í búðunum en að stressa mig á hlutum eins og slökkvitæki, eldvarnarteppi eða reykskynjara. Hlæja sem sagt framan í hætturnar eins og hún J mín. Ekki þarf að geta þess að enginn brunastigi liggur að íbúðinni minni og kaðall kæmist ekki fyrir á svölunum fyrir friðarkertunum sem þar loga öllum stundum.

Ég gekk um íbúðina mína í gærkveldi eftir að hafa lokið -fyrir-svefn-rútínunni og spáði í því hvort ég ætti að taka allar jólaseríurnar, kransana og lampana sem eru svo kósý í skammdeginu, úr sambandi. Ég átti von á mínum hjartfólgna helmingi sem var í bíó og mig langaði ekki að hann kæmi heim í myrkri. Allt fékk sem sagt að loga (nema náttúrulega kerti, ég er ekki alveg svo hættuleg). Þegar ég áttaði mig á því að ég hafði starað upp í loftið í hálftíma eftir að ég skreið upp í rúm, hafði mér tekist að sannfæra mig að nú væri kominn sá dagur að ég myndi brenna inni. Ég sá fyrir mér hvernig myndi kvikna fyrst í gardínunum inni í eldhúsi og svo skriði eldurinn inn í stofu. Ég ákvað að nota saumavélina (sem er í þungum kassa inni í skáp) til að brjóta glerið í svefnherbergisglugganum og vonaði að ég hefði tíma til að klæða mig í íþróttaskóna áður en ég þyrfti að hoppa út (ég bý á 3. hæð). Af því að íþróttaskór myndu einmitt redda málunum ef maður þarf að hoppa niður ca 8m!!

Í hræðslu minni fór ég að spá í því sem ég hræddist mest í þessari veröld. Ég bjó til lista og undirstrikaði 5 atriði í huganum. Köngulær, eldur, alnæmi, tannlæknar og það að láta tæta af mér neglurnar með rafmagns-pyntingartæki (sá það einusinni í bíómynd)er það sem ég hræðist mest og hana nú!

Ég beit svo bara á jaxlinn, snéri mér á hina hliðina og dreymdi um allar þær ógnir og skelfingar sem þessi 5 atriði hafa í för mér sér en ekki tók ég eina einustu seríu úr sambandi!

Monday, December 05, 2005

Einhver hefði nú kannski

drifið sig beint í bælið í nótt þegar Arndís og Gulli hættu að vera í heimsókn en ekki hún Matthea B-manneskja Sigurðardóttir. Hún festist yfir nördaþætti í sjónvarpinu um krakka sem sitja dag og nótt og læra til að taka þátt í stafsetningarkeppni í Bandaríkjunum. Ég sýp seyðið af þessari næturvöku minni í vinnunni í dag en eitt kenndi þetta mér þó; Héðinn málfræðinörd Halldórsson er ekki eyland í þessum efnum!
Helgin var rosaleg. Ég tók óspart út úr gleðibankanum og notaði til þess nýja debetkortið mitt sem er stax orðið rispað :(
Vinnustaðargrín og Sálarball voru viðfangsefni helgarinnar og svo náttúrulega afmælisjólaglögg hjá henni Ólöfu gellu sem býr í sambýlinu að Hringbraut.
Í kvöld verður jólakortagerð á Laugarnesveginum, allir velkomnir. Arndís og Gulli hafa þegar skráð sig og munu standa fyrir vísnagerð í hvert jólakort í ár!
19 dagar til jóla...það þarf eitthvað mikið að gerast svo ég fari ekki í jólaköttinn!

Friday, November 25, 2005

Andleysi

-í gær: sat ég í stjórn Nemel -Nú: er ég laus

-í gær: kastaði ég borðtusku næstum í
andlitið á samstarfskonu minni -Nú: hef ég beðist afsökunar

-í gær: horfði ég á Bachelorinn og
Ástarfleygið -Nú: er ég enn með kjánahroll

-í gær: hvæsti ég á fólk -Nú: brosi ég mínu blíðasta

-í gær: fór ég ekki í ræktina -Nú: ætla ég að vinna það upp

-í gær: fór ég á Thai matstofuna -Nú: fer ég örugglega aftur

-í gær: var ég andlaus bloggari -Nú: er ég það enn!

Friday, November 18, 2005

Grænt gras í útlöndum

Ég heyrði í vini mínum í gær. Ég sakna hans. Hann á heima langt langt í burtu. Í Órafjarrilíu.
Einusinni vorum við bara kunningjar. Það var áður en ég sofnaði við kertaljós í fleti mínu á heimavistinni. Hann kom inn, lagði sængina yfir mig en slökkti ekki á kertinu. Það var líka áður en hann hljóp gargandi eftir ganginum á Kösinni, því á eftir honum var allavega 10mm húsafluga. Áður en við gengum niður að vatni í morgunsárið í prófatörninni, áður en við fórum á fyrsta fylleríið hans, áður en við bárum vatn í appelsínugulum bala í heita pottinn heima í Reykjakoti af því ég kunni ekki alveg á pottinn. Það var líka áður en við fórum saman til Svíþjóðar til að ég gæti sagt álit mitt á jakka sem hann var að spá í að kaupa, áður en hann veifaði mér bless með miðfætinum þegar ég steig í lyftuna í íbúðinni hans í Köben. Áður en við tókum krabbameinstrúnó í bílnum fyrir framan íbúðina hans, svo steig hann karlmannlega út úr bílnum en hringdi í mig 10 mín seinna til að segja mér að hann hefði næstum verið farinn að grenja. Áður en hann gaf gegnsæja lampaskerminum mínum nýjan tilgang, áður en hann skrækti í gyllta turningum, áður en við keyrðum að Gróttu með útvarp Sögu í botni, áður en ég gómaði hann hálfnakinn úti á svölunum sínum í sólbaði með þykkan yfirlestarbunka frá málfærslumanni RUV og áður en ég hlammaði mér á eldhúsgólfið hans, með kartöflugratín og bjór og hóf trúnósamræður við ættingja hans.

Héðinn sagði nebblega í símann í gær að hann væri alltaf að blogga um mig...þetta er semsagt hefndarfærsla

Hvenær byrjaði ég eiginlega að blogga í minningargreinastíl??!

NorðurVíkur hátíðin á morgun...víííí

Tuesday, November 15, 2005

Stelpuhelgi

Fyrir fullorðið barn eins og mig, er alveg frábært að hafa tvær afsakanir fyrir því að:
-fara í hringekjuna í Húsdýragarðinum
-öskra úr mér lungun í Öskurtröllinu
-hoppa í rúminu með ís í annarri og nammi í hinni
-fara á Litla kjúllan í bíó
-setja á mig glimmer og fléttur áður en ég fer á videóleiguna
-perla
-mála með glerlitum á skálar
-sulla froðu um alla veggi á baðherberginu
-byrja og enda daginn á nammi
-kasta brauði í endurnar
-búa til hús úr teppum og sængum
-spila lúdó
-vaka frameftir og lifa eins og það sé enginn morgundagur

þessar tvær afsakanir eru uppáhalds frænkur mínar Björk og Katla Þöll sem héldu hina árlegu stelpuhelgi okkar hátíðlega í Möttukoti um helgina

Það er ekkert slor að vera fullorðið barn!

Wednesday, November 09, 2005

Þráinn

er maðurinn sem leyndist við hvert horn til að bregða mér á árunum ca '84-´94
er maðurinn sem hélt í höndina á mér til að ég gæti sofnað eftir að hafa horft á Matlock
er maðurinn sem ég slóst við í bílnum hennar mömmu fyrir utan kaupfélagið í Hveragerði...hann var frammí og ég afturí
er maðurinn sem fékk naglaspítu í rassinn eftir að hafa klifrað upp á spítnahrúgu til að ná í boltann sem ég kastaði þangað
er maðurinn sem suðaði í mér að koma í gannislag, þrátt fyrir að ég vældi alltaf eins og hæna og klagaði á endanum í mömmu
er maðurinn sem hefur aldrei sent tölvupóst
er maðurinn sem bað mig að halda á dóttur sinni undir skírn
er maðurinn sem ég setti fyrstan á speed dial
er maðurinn sem parketlagði, málaði, boraði, smíðaði, lakkaði og pússaði íbúðina mína hátt og lágt
er maðurinn sem er núna í þessum skrifuðu orðum að setja upp fyrir mig gardínur og hillur

takk Þráinn

Tuesday, November 08, 2005

Vetrarfríið mitt

-bjór og spennusaga uppi í rúmi
-á rúntinn með ömmu
-Bubbatónleikar á Bifröst
-sprungin melóna
-6 hvítvínsglös og taska af bjór
-Hárliðaknús
-Nafngift og trúnó í saumaklúbb á Vegamótum
-Pure Luck
-Eldsmiðjupizza
-Ölstofan og aftur Ölstofan
-Brauðkastskeppni við tjörnina með Héðni, Gulla, Hlédísi, Snædísi og Ölmu
...vil meina að ég hafi unnið, hitti allavega oft á bakið á einni gæsinni, 5 stig í hvert skipti! (btw, Gulli svindlaði!;)
-Kaffihúsahangs
-ísrúntur
-kveðjustund

-Það er gaman í vetrarfríi

Wednesday, November 02, 2005

Verð nú að viðurkenna

að það skók vinahópinn sem sat yfir videói í gær þegar í ljós kom að fleiri væru til í að vera með Morgan Freeman en Anthony Hopkins...soldið sjokk fyrir mig sem valdi Tony :)

Saumaklúbburinn sem stofnaður var á kaffi Englinum í miðborg Árósa í fyrra, hefur fært höfuðstöðvar sínar á Vegamót. Hittingur á fimmtudagskvöldið. Þessi saumaklúbbur, sem er þekktur fyrir það að allir meðlimirnir hafa farið í sleik hver við annan nema ég (þarfnast útskýringa fyrir þá sem þekkja "hópinn") er ómissandi í tilverunni og því einstaklega góð upphitun áður en ég bruna á völlinn með Siggu systur og Gulla til að ná í HÉÐINN minn sem er að koma heim...vetrarfrí eftir 2 tíma...!

Monday, October 31, 2005

Útreikningur

Það tekur mig akkúrat sama tíma að ganga frá hurðinni niðri í Kringlunni (rétt hjá lottóinu), inn í ríki, kaupa stóra Gammeldansk, pakka henni inn, fara upp í Pennann og kaupa kort og aftur að hurðinni og það tekur kerrusafnarann í Hagkaup að opna pepsíið sitt og klára það...það sannaðist sko í hádeginu í dag!

Þegar ég verð menntamálaráðherra

ætla ég að setja fram lagafrumvarp þess efnis að allar meðalstressaðar íslenskar stórfjölskyldur ættu að fara saman í sumarbústað a.m.k tvisvar á ári.
Í bústaðnum um helgina var æðislegt. Við spiluðum, fórum í pottinn, lásum, borðuðm, sváfum (aðallega Hlédís samt :), föndruðum, róluðum, hittum Heiðu og fjölsk...
=frábært

...2 dagar í vetrarfrí og þá kemur Hésinn minn á klakann veiiiii!

Wednesday, October 26, 2005

Hápunktur liðinnar helgi

var þegar ég sat sem negld við sjónvarpið á laugardagskvöldið og sá Söndru Kim á Júrovisjónsviðinu í Köben. Vei, ég sannfærðist um að hún hefði ekki dáið í bílslysi eins og ég hafði haldið í mörg ár. Mikið var ég fegin... Je´aime je´aime la vie...!!!

(er það ímyndun í mér eða eru helgarnar hjá mér að verða sorglegri með tímanum?!)

Wednesday, October 19, 2005

Júlía Gúlía Guðjónsdóttir

er afmælisbarn dagsins í dag!
Júlía hefur verið hluti af lífi mínu alveg síðan við klíndum hori á hvora aðra, slefandi með bleyjur. Nú, 28 árum seinna erum við hættar með bleyjur og slefum bara við hátíðleg tækifæri.
Júlía tekur orminn í hælaskóm
Júlía sofnar þegar hún er að kenna barninu sínu að lesa
Júlía ælir þegar hún skiptir um bleyju
Júlía heldur alltaf með andstæðingnum þegar hún er að rífast
Júlía sléttir á sér hárið áður en hún fer að sofa
Júlía var einusinni með vængi og brodda og fannst það töff
Júlía hefur grætt mig oftar úr hlátri en nokkur annar
Júlía hefur læst sig úti á svölum daginn fyrir próf og hangið þar í nokkrar klst.

Júlía, til hamingju með afmælið gullmolinn minn!

Monday, October 17, 2005

Fólk

Eftir að klukkæðið gekk yfir bloggara landsins hef ég verið að velta fyrir mér leyndum hliðum á fólki, eða bara því sem maður pælir ekki í í fari fólks.
Undanfarið hef ég t.d reynt að skoða laumulega -hvort fólk smeygir almennt innkaupapokum upp á úlnliðinn á sér þegar það er að versla, eða hvort það heldur í höldin með krepptum hnefa (hef alltaf smeygt þeim á úlnliðinn...þoli ekki að vera ekki með báðar hendur lausar)
ég hef reynt að hlusta eftir því -hvort fólk hnerri almennt alltaf tvisvar í röð, hvorki meira né minna...og loki alltaf augunum þegar það hnerrar
-hvort fólk gangi rólega út um dyr á almennissalernum (ég er samt ekkert að liggja á gægjum neitt..ekkert perralegt við þessar óformlegu athuganir mínar), eða ryðjist út eins og ég geri því ég á alltaf von á því að læsast inni (einusinni fríkaði ég svo svakalega út því ég var viss um að ég væri læst inni og henti mér á hurðina, var svo byrjuð að klifra upp á klósettið og yfir vegginn þegar mér datt í hug að tékka hvort hurðin opnaðist nokkuð inn...

og ég get alveg sagt að niðurstöður þessara pælinga eru mér ekkert sérstaklega í hag !

Friday, October 07, 2005

Bitur reynsla

hefur kennt mér að þegar ég er bara búin að sofa í 4 klst þá á ég það til að labba á hurðir sem ég held að opnist af sjálfum sér,í opinberum stofnunum... (eru með litlu handfangi sem maður á að toga í en ég sé ekki)...mjög bitur og vandræðaleg reynsla fyrir mig, kannski ekkert sérstaklega fyrir það starfsfólk í íbúðarlánasjóði sem flissaði í barm sér.
Matta gler

Tuesday, October 04, 2005

Hafið þið...

...svo ógeðslegt baðkar í íbúðinni ykkar að þið getið varla hugsað ykkur að stíga ofan í það til að fara í sturtu?
...áveðið að kominn væri tími til að mála baðkarið (eins og síðustu eigendur hafa greinilega gert, án þess að hugsa út í hversu rosa vandræðum þeir væru að koma næstu eigendum í)?
...reynt að kaupa baðkersmálningu í Húsasmiðjunni og verið sagt að það sé ekkert mál, það sé bara mánaðar vinna og með málningunni fylgi videóspóla með leiðbeiningum (mikið að maður þurfi ekki að fara í baðkersmálningaræfingabúðir til Kína í 3 mánuði)?
...ákveðið að kaupa pottamálningu til að mála baðkerið?
...farið inn í málningarvöruverslun og logið ykkur svo í hnút með því að segja að þið ætlið að mála pottinn ykkar því þið eruð svo viss um að það verði valtað yfir ykkur ef þið viðurkennið að þetta er fyrir baðker?
...haft kost á því að kaupa hvíta málningu (sem væri tilvalin inn á mitt baðherbergi) en verið búin að ljúga að þið hafið bara ætlað að bletta sundlaugarbláan pott (til að þurfa ekki að kaupa málningu fyrir 12 manna pott þegar þið eruð aðeins með eitt baðker í huga)?
...gengið út með sundlaugarbláa pottamálningu eftir að sjarmerandi sölumaðurinn hafið ráðlagt ykkur að fá ykkur frekar nýjan sundbol en prófa hvíta málningu á pottinn, ef þið viljið breyta til???

...ekki ég heldur (roðn)

Wednesday, September 28, 2005

í mínu tilfelli...

...lítur allt út fyrir að minnið hafi verið í skjaldkirtlinum sem, eins og fram hefur komið er farinn!
Ég man ekkert stundinni lengur. Það er hætt að virka að skrifa á miða, því ég gleymi þá bara miðanum, setja úrið á hinn úlnliðinn því úrið mitt er stopp og ég hætt að ganga með það, láta símann minna mig á hluti því síminn er álíka dauður og heilinn í mér þessa dagana...úff það þarf sterk bein til að vera ég.

Mig langar að koma með langa og væmna ræðu um það hversu heppin ég er að eiga Arndísi og Hlédísi að, sem stökkva til og rétta frænku sína af um leið og fer að halla undan fæti, en læta nægja að segja bara Lovjú!

Friday, September 23, 2005

Þar sem ég var klukkuð

koma hér tilgangslausar staðreyndir um mig:

-fram að 3 ára aldri var "gólfteppahlaðborð" mitt uppáhald...ég skreið um og át ló sem safnaðist í teppin. Er ennþá stundum kölluð Lóa af fjölskyldu minni

-ég hef opnað bílinn minn (með lykli) en tekist að týna lyklinum af kippunni áður en ég gat startað bílnum (og þurft að láta senda mér aukalykil með leigubíl)

-ráð mitt við hálsbólgu er að kreista hvítlauk út í kakó...

-ég hef orðið fyrir bíl, fengið krabbamein, látið taka úr mér háls og nefkirtla, fengið heilahristing, og brákast á bakinu...en mér finnst verst að fara til tannlæknis

-ég hef einusinni pissað í mig af hlátri og ég man hvar og hvenær, en það er ekki sjens að ég geti rifjað upp brandarann


ég klukka svo Héðinn, Hlédísi og Braga

Tuesday, September 20, 2005

Loksins fleiri linkar

-Kolla Tálknafjarðarmær sem sá svo ljósið og geriðst Hvergerðingur. MLingur...þarf að segja meira :)
-Dröfn (Dorfn) MLingur og Djúpavogsbúi
-Svala svala, læknanemi og stuðbolti Árósa
-Huldan mín, æskuvinkona úr Hvg en er nú Selfyssingur. Þar sem hún er svo frábær er hægt að fyrirgefa henni það :)
-Alma frænka...datt út af linkunum vegna bloggleti, spurning hvort þú getir haldið þetta út núna ezkan mín

...annars fannst mér dræm þátttaka í sleikkönnuninni minni í síðasta bloggi, fann út að kannski telji margir þetta svo óþarfa spekúleríngu að ekki taki því að tjá sig um þetta. Takk samt kærlega yndin mín, sem það gerðuð. Er annars að fara að blogga um ömmu fljótlega en kann ekki við það fyrr en lengra er liðið frá sleikblogginu, veit nefninlega að hún á "vin" !

Monday, September 19, 2005

Ef einhverntímann

hvenær er þá fólk orðið of gamalt fyrir sleik?

Endilega svarið með kommenti, þetta er hluti af pælingum helgarinnar (greinilega ekkert gott fyrir sál og líkama að hanga í rólegheitum heila helgi)

Tuesday, September 13, 2005

Mig grunaði ekki...

...að það yrði svona góð mæting í ömmufjörið okkar á laugardaginn
...að ég fengi fleiri stig fyrir að flauta en syngja í Singstarkeppninni okkar (soldið sjokk fyrir Skrám)
...að gamli maðurinn í Grasagarðinum myndi taka mynd ofan í hálsmálið á æstum "ömmum´" í ratleik
...að Vigdís myndi vinna í "Hæ gosa" keppninni okkar (enda gerði hún það ekki!)
...að Ásdís myndi beita fyrir sig þýskunni til að fá rennsveittan skokkara til að samþykkja myndatöku
...að Una myndi taka Franz Ferdinand lagið oftar í Singstar en hljómsveitin sjálf
...að edrúasta amman sæi fjórfalt undir lok kvöldsins
...að efnaskipti líkama míns væru orðin þannig að drukkin er ég í mínu eðlilega ástandi og því rann af mér með hverjum sopanum
...að ég ætti eftir að knúsa Hésann minn bless og labba svo í burtu með pilsið girt ofan í nærbuxurnar vegna fjölda áskorana!
...að ég ætti eftir að fá sömu pest og yndið mitt, Hlédís, og hósta upp blóði og óþverra næstu daga
...að ég ætti eftir að biðja um undanþágu til þess að láta klessa brjóstunum mínum í pönnuköku (sjá gamla færslu hjá Hlésíinni minni) í dauðaleit að meira krabbameini...
...að það væri svona sorglega stutt þangað til Ásdís mín fer af landi brott eins og Héðinn
...en samt er þetta allt satt !!!

Tuesday, September 06, 2005

Baulaðu nú...

...samgönguráðherra minn ef þú ert einhversstaðar á lífi!

Ég mætti of seint í vinnuna í morgun af því að umferðin á Kringlumýrarbrautinni (götuljósið við Miklubrautina) er verkfæri djöfulsins

Mér er ekki skemmt og í hugan koma upp nokkur misfalleg orð sem öll eiga það sameiginlegt að byrja á S:

Skrattans
Skrambans
Satans
Saur
Sjáumst í helvíti
Skamm
Síðir Víðhærði
(Vá það er greinilega ennþá allt S hjá mér...hvenær ætli T dagurinn hefjist, ég er komin með fullt af hugmyndum úr kommentakerfinu:)

Monday, September 05, 2005

Þegar allt er s

skólavika
syfja
súld
sturta
skokk
svengd
stress

...ég hlakka til þegar allt er t

Thursday, August 25, 2005

Til allra þeirra...

...sem ég bölvaði fyrir bloggleysi þegar ég sat við tölvuna mína í Árósum og kíkti á bloggsíður nokkrum sinnum á dag: "Þið eruð ekki bölvuð, ég skil ykkur svo vel".
Þar sem ég hef byrjað í nýrri vinnu, ferðast og fengið krabbamein síðan ég bloggaði síðast, ætla ég að freistast til að hafa þessa færslu í punktaformi.
Í sumar hef ég:
-klifrað upp á Kögunarhól og fundist það soldið erfitt
-lært mína fyrstu uppskrift og hún snérist um 1-2 tsk af saur...
-setið í gömlum traktor sem ofhitnaði á klukkustundarfresti og rakað hey
-sólbrunnið á bakinu af því ég var í svo heitum umræðum við tengdarmóður systur minnar og gleymdi að snúa mér í sólinni
-uppgötvað krabbameinið í sjálfri mér (hefði frekar viljað finna sönghæfileikana, tónlistina eða íþróttamanninn í mér, en það er allt ennþá týnt og tröllum gefið)
-verðlaggt meðal krabbameinsæxli og komist að því að það er ca. gallajakka, eyrnalokka, dvd-disks og síma- virði
-verið kölluð Skrámur
-fengið nokkrar upphringingar frá fólki útí bæ sem biður mig að segja í símann: "Dagur eitt, punktur. Kæri Jóli..."
-Látið taka úr mér skjaldkirtilinn
-horft á Tomma og Jenna eftir að hafa fengið kæruleysislyf og velt því fyrir mér hvort teiknimyndavalið hafi markast af því að ég er fullorðið barn, eða af því að læknarnir vildu ekki að ég byrjaði að horfa á framhaldsmynd...
-haldið fast um happastein frá yndinu mínu, Kötlu Þöll sem kom í sérstakri heimsendingu upp á spítala til mín, frá Kirkjubæjarklaustri
-Fundist alveg svakalega vænt um vini mína og vandamenn
-uppgötvað gamla vini sem ég hélt að væru búnir að gleyma mér
-byrjað í nýrri vinnu
-og líkað vel
-drukkið í mig menningu
-reynt að koma skipulagi á líf mitt sem aldrei fyrr!

-Saknað fólksins míns í Danmörku !

Saturday, July 23, 2005

Það er ekki...

...langt síðan að við Hlédís fórum í miðnæturgöngutúr í Laugardalinn í rigningunni sem þá var. Þegar við vorum hálfnaðar blasti við okkur hvít hæna sem hafði skorðað sig þægilega á skörðóttu grindverki (skuggalega nálægt Húsdýragarðinum). Ef ég hefði verið með einhverjum öðrum á göngu hefðum við sennilega skríkt, bent á hænuna og haldið áfram en Hlésin mín vildi taka hana með heim! Fannst akkúrat pláss fyrir hana í baðkerinu og þar ætti hún að eiga heima eftir að hún hefði farið með okkur í 10-11 og valið sér eitthvað að borða. Þegar hún (Hlédís, ekki hænan) hafði bagsað að við að taka fiðurféð af grindverkinu, lögðum við af stað...en tveimur bitum og einu fugladriti síðar, ákvað Hlé að sleppa hænunni, sem snaraðist aftur upp á skörðótta grindverkið og kom sér þar vel fyrir.
Þessi stutta raunveruleikasaga hafði það hlutverk hér á blogginu mínu að lesendur sæju að ég er ekkert mikið að skipta mér af ókunnugum dýrum (algjörlega öfugt við Hlés mína sem tekur allavega kvikindi upp í bíla, setur í vasa eða bara undir hendina). Eftir að hafa bisað við það sem smákrakki, að losa kattarkvikindi sem hafði sökkt klónum í lærið á mér, var ég læknuð af "best-að-klappa-annarra-manna-dýrum" forvitninni.
Nú er ég í sveitinni hjá Ragnhildi syss og fjölskyldu að hjálpa til við heyskap. Þetta er alls ekki í fyrsta skiptið sem ég dett inn á þessum árstíma til að sína "snilli" mína á rakstrarvélinni, en nú er ég öll að koma til í sb við annarra manna dýr!
Ég þori að klappa nýfæddu andarungunum þó að mamma þeirra hvæsi á mig og reyni að bíta mig, ég þori að halda á kanínunni sem er búin að vera villt síðan hún slapp út fyrir mörgum mánuðum og ég þori alveg fleiru (ehehe..man ekki meira sem ég þori :)

Annars líður mér vel, veit að margir eru búnir að hugsa til mín og senda góða strauma, ég finn þá elzkurnar mínar og læt vita þegar eitthvað meira kemur í ljós...hugsum líka til Fésíar okkar sem laug sinn inn í Palestínu sem læknir til að geta gengið til nálægra þorpa með lyf...get ekki beðið eftir að fá hana heim.

Wednesday, July 06, 2005

Hildur og Gummi

í dag fjölgaði í prinsessuhópi þessa lands þegar Hildur og Gummi komu einni slíkri í heiminn á meðan meginþorri landsmanna sat við skjáinn og fylgdist með þeim fréttum sem Hésinn okkar reynir daglega að troða inn í hausinn á okkur (vá löng setning).
Til hamingju með dúlluna ezkurnar, get ekki beðið eftir að sjá hana.

Í framhaldi af sauma/leikfatakassa blogginu mínu um daginn get ég upplýst það að nú hýsir leikfatakassi mömmu minnar líka alla árshátíðarkjólana sem ég var í á menntaskólaárunum...hvað var ég eiginlega að hugsa á þeim tíma...hélt ég virkilega að ég væri fín!!!
(þetta var ekki spurning og krefst því ekki svars, er pínku hrædd um að einhverjum takist að opna augu mín fyrir hallærisleika fortíðarinnar).

Monday, July 04, 2005

Litli prinsinn...

...þeirra Bryndísar og Sævars fæddist í dag! Til hamingju elskurnar, ég hlakka mikið til að knús´ann og kyssa...og ykkur líka.

Ég fór í afmæli til Kötlu Þallar bróðurdóttur minnar í gær. Hún varð fjögurra ára og hafði planað afmælið sitt í heilt ár. Það var gaman að horfa á litla krakka hlaupa út um allt og klína sig út í kökum, það var gaman að sjá Þrásann minn í pabbahlutverkinu, reynandi að hafa stjórn á skaranum og það var enn skemmtilegra að heyra Þráinn spyrja einn lítinn 4 ára hvort hann hefði skrifað á afmæliskortið sjálfur..og sjá svo svipinn á honum þegar stráksi sagði að mamma sín hefði gert það!

Ragnhildur systir mín bjó í Bólivíu fyrir 15 árum. Hluta af því ári sem hún dvaldi úti, bjó hún hjá bandarískri nunnu sem hafði snúið við blaðinu eftir 40 ár í nunnuklaustri og gifst á gamalsaldri. Nú er þessi aldargamla nunna komin frá Bólivíu til að heimsækja Ragnhildi og fjölskyldu. Ég keyrði með sysss út á flugvöll til að sækja þessa stórmerkilegu konu á laugardagsnóttina og komst að því að manneskja sem hefur dvalið í klaustri í 40 ár og þar af leiðandi þagað nær allan þann tíma, hefur þörf fyrir að tala...og það gerði hún svo sannarlega! Eigum við lesendur góðir, þeir sem þekkja mig eitthvað, ekki bara að segja að þarna hafi skrattinn (nunnan) hitt ömmu sína (mig)...

Ég er búin að bæta við einum link á snillinginn hana Guðnýju Jónu mína sem er að læra læknisfræði í Århus. Ég hef ætlað að linka á hana lengi, les hana reglulega og hef virkilega gaman að. Hvet ykkur til að kíkja hér til hliðar og kynnast þessum gullmola.

Þeir sem hafa gaman að stafavíxli geta samglaðst með Hésanum mínum sem finnst ekkert fyndnara en að víxla stöfum og hápunktur Parísarferðar okkar í vor var þegar hann fattaði að segja Bigursoginn í staðin fyrir Sigurboginn...nú hefur þessi frábæri húmoristi glaðst undarfarna daga eftir að hann fattaði orðið Sundahöfn!!!

Thursday, June 30, 2005

Saumar fortíðar

Amma mín var stórgóð saumakona í gamla daga og eigum við afkomendurnir fullt af fallegum flíkum sem hún hannaði og saumaði þegar hún var upp á sitt besta. Mikið af þessum fatnaði er farinn að láta á sjá, en enginn tímir að henda honum...
Mamma er algjör barnakerling og hugsar allt út frá börnum (og þá sérstaklega barnabörnunum), hún setur gömul eldhúsáhöld út í kofa, geymir föndurdót í poka og á stóran leikfatakassa sem er í miklu uppáhaldi hjá krökkunum enda er þar að finna hallærislegustu föt allra tíma (og án gríns, af því að mamma geymir ótrúlegustu hluti/föt, þá eru einmitt föt frá öllum tímum í þessum kassa).
Í dag er ég búin að vera að hjálpa mömmu að henda fötum og dóti úr geymslunni og eins og það getur verið leiðinlegt, þá getur það líka verið frábærlega fyndið...í geymslum leynist nefninlega oft tímavél. Ég fann gamlan kassa frá mér, sem var fullur af fötum sem ég hef greinilega viljað geyma, af einhverjum gjörsamlega óskiljanlegum ástæðum, því ég var ekki skærasta peran í seríunni þegar ég gekk í þessum fötum, þveröfugt við það sem ég er í dag ;)
Þegar ég var hálfnuð að henda úr kassanum rakst ég á buxur og bol sem ég hafði saumað í saumatímum fyrir rúmlega 10 árum í ML..ég bjóst smávegis við að mamma myndi klökkna, strúka á mér kinnina og tilkynna hversu stolt hún væri af mér, að ég væri barasta hin fínasta saumakona eins og amma... en nei, aldeilis ekki...mamma skellihló, braut stórvirkin mín saman og kastaði þeim beint í leikfatakassann = of hallærisleg föt, meir að segja til að henda þeim!
Þar fór saumaframtíð mín (en án gríns, hvað var þetta með mig og blómóttar buxur og fjólublátt flauel!!)

Wednesday, June 29, 2005

Ég er ekki

Síðustu dagar hafa einkennst af hinni týpísku sumarstemningu sem samanstendur af litlu öðru en flakki á milli landshluta, upppakki úr töskum og kössum, öls í bænum, útskriftarveislum, Austurvelli, hestaferðum, videóglápi og almennri gleði.

Ég er ekki að fara til Palestínu, eins og Hlédís
Ég er ekki að vinna í bát frá Stykkishólmi, eins og Júlía
Ég er ekki nýútskrifaður lyfjafræðingur, eins og Íris
Ég er ekki nýbúin að kaupa mér 7 manna bíl, eins og Þráinn og Æsa
Ég er ekki að fara á Þjóðhátíð, eins og Arndís og Una
Ég er ekki í sólinni í Árósum eins og Ragnhildur systir og fjölskylda
Ég er ekki á leiðinni til Ítalíu, eins og Sigga systir

En ég get bara ekki hætt að brosa!

Og hlakka alveg rosalega til að fá fjölskyldu mína, Hröbbu, Viktor og Viktoríu heim til Íslands!!!

Wednesday, June 15, 2005

Barnapíuraunir!

Ég hef lært það af biturri reynslu að sturta ekki úr fullum kopp ofan í klósett úr mikilli hæð...og horfa ofan í klósettið á meðan!

Friday, June 10, 2005

Staður: Reykjakot
Persónur: Matthea og árásargjarn þröstur

Matthea, sem við skulum kalla M í sögunni leit upp í loft til að sjá hvort þessi skýjabakki færi ekki að þokast austur svo hún gæti uppfyllt loforð sem hún hafði gefið veikri móður sinni sem var á leið af landi brott. Nú skyldi M planta út nokkrum næpum í lítið beð rétt við fjölskyldugróðurhúsið. Skýjin voru á hreyfingu og allt útlit var fyrir að þetta hæfist hjá hinni síglottandi M sem er svo sæl og ánægð þessa dagana.
Eftir fáein andartök var M orðin skítug upp fyrir haus og raulaði fyrir munni sér á meðan næpurnar fóru ofan í moldina hver af annarri. Undirmeðvitundin hafði skynjað hættuna löngu áður en M kveikti á perunni, en hún hefði svo sem átt að vera á verði þar sem söngur fuglanna hafði breyst í hávært garg. Á einu augabragði steypti einn þrastanna sér niður úr nálægu tré og réðst á saklausa garðyrkjumanninn sem hélt að þrestir létu ekki svona eins og brjálaðar kríur. Fyrst hélt fröken M að þrösturinn hefði kannski bara óvart dottið úr trénu og næstum lent á henni fyrir slysni en svo var nú aldeilis ekki..ónei. Þrösturinn hóf árás með höfuð M að markmiði sem lukkaðist á þann hátt að M hljóp dauðskelfd inn í hús. Hún hringdi í Þ tvíburabróður sinn sem alltaf er með ráð undir rifi hverju..en hann sagði bara: "hún er bara að verja ungana sína, þú átt að virða móðureðlið"...
Ekki var þetta til að róa M sem náði sér í stóran, harðan frumskógarhatt og hélt að nú væru henni allir vegir færir. Þrösturinn hélt árásunum áfram og þar sem M var með fullar hendur af mold, freistaðist hún til að kasta nokkrum moldarkögglum í átt að þrastarmóðurinni (ekki mjög fallegt, en var gert í hræðslukasti) M hitti auðvitað ekki (hins vegar fóru nokkrir moldarkögglar inn í hálsmál M og niðrum það), en þetta var síst til að róa þröstinn...
Skemmst er frá því að segja að niðurröðun næpanna litaðist mjög af þessari árás (hver segir svo sem að allt þurfi að vera línulegt)!

Þessi sama fröken M drap í dag köngurló með þungri símaskrá...vonandi er drápseðlið þar með slokknað í bili!

Monday, June 06, 2005

Það var svo heimilislegt...

...á laugardaginn þegar Gulli og Héðinn slóust um framsætið þegar við rúntuðum ásamt Ásdísi á Hvolsvöll til að hitta Eddu Héðinsmömmu sem bauð upp á kaffi og köku. Líka þegar við hlustuðum á "litlir kassar" og sungum með, vindurinn við Urriðafoss og grillið og rauðvínið á pallinum í Reykjakoti. Ísbíltúrinn, þegar Héðinn hneykslaðist á kvikmyndasmekk vinkonu sinnar fyrir að fíla ekki Voksne mennesker í botn. Þegar krem og sjampóflóran hennar Hlédísar var komin í hillur, þegar við Ásdís og Gulli skoðuðum frosna fiska á sjómannadaginn, þegar Hlédís og Þórir hringdu frá Köben um miðja nótt eða snemma morguns (já þið voruð hress gullin mín) en heimilislegast af öllu var að ganga langleiðina heim á Laugarnesveginn eftir djammið með Ásdísi sem var klædd í vettlinga yfir berar tásur, með kaldar franskar í poka og sítrónutopp og fá engann leigubíl í skítakulda...

Beima er hest!

Tuesday, May 31, 2005

Heim

Einhvernveginn finnst mér tíminn líða svo hratt eftir að ég kom heim að mér finnst einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur, ei meir...
Þegar ég slökkti á tölvunni minni (eða lífæð minni sem gaf mér von um líf fyrir utan Skjoldhoj ;) og fór til Köben grunaði mig ekki að ég ætti eftir að:
-bera dýnu á hausnum, ásamt Írisi um götur Kaupmannahafnar og taka nett dansspor í leiðinni
-sjá Hésann minn kaupa dagskort í Tívolí og eiga þar frááááábæran dag með honum (skulda honum víst 7 jiddískar bakaríisferðir og 11 evrópskar ljósmyndasýningar til að bæta honum upp barnalegan dag í Tívolíinu)
-fara til Malmö, sötra bjór í hitasvækju og enn og aftur að láta Hárliðann minn koma mér á óvart með nýjum hliðum á sér = besta stund lengi
-borða stolna súkkulaðiköku með þremur gullmolum
-sötra rauðvín í flugvélinni þar sem ég sat ein og brosti hringinn
-fara með klámvísu fyrir leigubílsstjóra svo hann tæki ekki eftir því að ég sullaði í bílinn hans...
-sjá 7 ára hörkutól bretta upp ermarnar á sparidressinu sínu og kafa með höndina upp að olnboga inn í kind til að ná út lambi, þurrka sér svo í ullina og skella sér á skólaskemmtun
-reyna að loka ruslapoka sem innihélt m.a blautan klósettbursta, beygja hann óvart og fá gusuna yfir mig alla þegar ég sleppti honum...
-missa af saumó hjá Júlíu og geta því ekki kvatt Hröbbu Ósk-amóður mína :(
-kenna 2.bekk mannasiði, fánareglur og rím (og kannski e-h aðeins meira)
-ég yrði svona fljót að flytja aftur á Laugarnesveginn...þökk sé Þráni mínum og Óðni (jú og auðvitað Fésí minni líka)
-lífið væri svona ótrúlega skemmtilegt!

Sunday, May 15, 2005

Þrifnaður og strákarnir "okkar"

Ég beið eftir því í allan gærdag að Hemmi Gunn (soldið hallærislegt að detta hann í hug, sennilega meira kúl að búast við Sveppa eða Audda) myndi stökkva úr felum og öskra "FALIN MYNDAVÉL!" Ég var nefninlega í 14 klukkutíma að þrífa í gær...ójá..sennilega fleiri stundir en ég hef þrifið samanlagt allt mitt líf. Allt var skúrað skrúbbað og bónað á Spobjergvej 117 og nú er ekki bara hægt að spegla sig í veggjum og borða af gólfi heldur líka hægt að taka alla takkana af eldavélunum, strúka með nögl innan úr þeim og það eina sem mögulega festist við nöglina er ögn af Mr.Muskle eða Ajax clean...
Í dag líður mér eins og hornsöluvöru á Sunset Boulevard...get varla gengið fyrir harðsperrum.
Robbi og Stulli áttu frábæran leik í dag, þar sem þeir sigruðu Kolding á útivelli með glæsibrag. Ég var hér ein að horfa á leikinn og rak upp öskur öðru hverju með tilheyrandi klappi og andvörpum. Uppahálds handboltaáhorfsfólkið mitt Hrabba, Viktor og mamma voru fjarri í þetta sinn svo ég dansaði sigurstríðsdansinn ein og er enn með gæsahúð af stolti af strákunum mínum! Ætli ég verði ekki að halda matarklúbbinn á Íslandi til að verðlauna þessar elskur fyrir árángurinn.
Þetta er úr mogganum:
Róbert með 9 mörk í sigri Århus gegn Kolding
Róbert Gunnarsson skoraði 9 mörk fyrir Århus í fyrsta úrslitaleiknum um danska meistaratitilinn í handknattleik er liðið lagði Kolding á útivelli, 38:34. Sturla Ásgeirsson skoraði 4 mörk fyrir Århus. Staðan í hálfleik var 17:16 Kolding í vil. Róbert var fyrr í dag valinn besti leikmaður dönsku deildarinnar en hann skoraði eitt mark úr vítakasti í dag en 2.750 áhorfendur voru á leiknum.

Friday, May 13, 2005

Àtta

-tad eru átta fætur a køngurló
-tad eru átta stjørnur sem mynda Karlsvagninn (eda eru tad sjø?)
-tad eru átta-tíu ár sídan amma mín faeddist
-tad eru átta manns sem halda a kistunni hennar langømmu minnar sem er jørdud i dag, hun vard 101 árs
-tad eru átta ár sídan ég útskrifadist úr Menntaskólanum ad Laugarvatni
-tad eru átta dagar tangad til ég flyt heim og Danmerkuraevintýrinu mínu lýkur

-ég var ad átta mig á tví!

Hér er sól og blída og ádur en ég hafdi mig hingad upp í skóla, lá ég í gardinum hjá Hrøbbu minni og Viktori og safnadi sólbrúnku.

Monday, May 09, 2005

Harlidi (Hedinn),Sletta (Matthea) og Fisa (Asdis)

Nu er kominn manudagur og bradum fer Parisarferdinni ad ljuka...tad er ekki gott. Tetta er buin ad vera frabaer ferd i alla stadi og timinn allt of fljotur ad lida. Sidan eg bloggadi sidast erum vid buin ad fara ad Sacre Coer, Moulin Rouge, Sigurboganum...alla thessa typisku ferdamannastadi, asamt tvi ad labba um Myrina, liggja med jardarber i grasinu, fara i Tivoli (tar sem eg for ein i taeki sem fer 60 m upp i loft og snyst a 120 km hrada, lofthraedslupukarnir,Asdis og Hedinn gafust upp eftir Parisarhjolid), bordad ethjopiskan mat med hondunum, sungid saman Gamla Noa a fronsku (engu gleymt sidan i maladeildinni fordum)...ofl ofl.
I dag skiptum vid lidi eftir hadegi og aetlum ad hittast i storum gardi herna i latinuhverfinu fljotlega.
Vid getum nu varla an hvers annars verid tar sem Hedinn og Asdis bua yfir miklum sogulegum frodleik um Paris (thokk se Lonly Planet) og svo getur Hedinn ekki farid einn yfir gotu tvi hann er litblindur og finnst baedi raudi og graeni kallinn a gonguljosunum vera raudir...helt fyrst af vid Asdis vaerum svona rosa hugadar ad skella okkur alltaf yfir a raudu.
Vid hofum tho komist ad tvi ad tad er ekki til olikara folk en vid Hedinn. Allt sem honum finnst skemmtilegt finnst mer leidinlegt og ofugt. Vid erum buin ad vera vinir i 12 ar en thetta hefur sjaldan kristallast svona vel eins og nuna. Seinna aetla eg ad gera lista yfir allt tad sem er olikt med okkur..eda kannski frekar tad sem er likt, tad vaeri sennilega fljotlegra.
Vid hofum hlegid mikid ad tvi ad tegar mig langar i tivoli, i leiki eda ad spila, langar hann i jiddiskt bakari, fa ser kaffibolla og kikja a evropskar ljosmyndasyningar... efni i annad blogg.
Naest blogga eg fra Danmorku og svo er tad bara Island bradum!
Er farin ut i solina, enda ad verda of sein ad hitta folkid mitt i gardinum!

Saturday, May 07, 2005

Dans Paris a velo...

I Paris er gaman ad vera. Vid Hedinn komum hingad i storborgina til Asdisar a fimmtudaginn og aetlum ekki ad hverfa af landi brott fyrr en a thridjudaginn. Eftir ad hafa steinsofnad og slefad yfir axlirnar hvort a odru i flugvelinni tokum vid lest a leid til Asdisar. Hun var buin ad senda okkur lestarplan og til vara hafdi hun lika sent okkur sms um lestina sem vid attum ad taka. Tar sem eg hef akvedid ad kenna Hedni um allt sem midur fer i thessari ferd, klini eg theirri sok a hann ad vid tokum natturulega snarvitlausa lest og simasambands-og heilalaus bidum vid fyrir nedan e-h kirkju a medan Asdis okkar rafadi um halfa Paris til ad leita ad okkur. Tegar heim til hennar var komid, sofnadi Hesinn okkar vaerum blundi og slefadi i thetta sinn a sofann hennar Asdisar. Fostudagurinn var tekinn snemma og forum vid a Louvre og i budir og bordudum og drukkum og hloum...
Karokibar i gaerkveldi og vinir Asdisar, mjog gaman. Vid Hedinn forum a undan Asdisi heim og laestum hana uti svo hun var i 40 min ad reyna ad dyrka upp lasinn...
I dag var tad kyngjarinn fra Notre Dame, budir, matur, hlatur, hver er madurinn..yatzi!
Au revoir
Matta

Tuesday, May 03, 2005

Gummi minn Halldórs

Nýr linkur á kantinum: Gummi Halldórs frá Ögri við Ísarfjarðardjúp.
Gummi var með mér í skóla á Laugarvatni og til að slíta nú ekki öll tengsl flutti ég fyrir ofan hann á Laugarnesveginn um leið og tækifæri gafst. Við vorum saman í stjórn NEMEL í nokkur ár en nú er þeim dýrðardögum lokið...
Um leið og ég sleppti af honum hendinni og flutti til DK í haust, notaði hann tækifærið og flutti með fjölskylduna á Álftanesið!
Ég fylgist með ykkur héðan Gummi minn, Lísa og Guðrún Erla og græt góða nágranna..en hlakka til að sjá ykkur í sumar.

Skin og skúrir

Í morgun var 20 stiga hiti og skíííínandi sól...í kvøld eru þrumur og eldingar, og næstum haglél það er svo hörð rigning!
Kapsejl á morgun í háskólagarðinum, í fyrra komu læknanemarinir með bátinn á fílsbaki, spennó að vita upp á hverju þeir finna þetta árið.

Saturday, April 30, 2005

Það er ekki ólíklegt

að það myndi fjúka ponku lítið í mig ef ég væri í sporum þessarar aumingja konu!

Best af öllu er í heimi einn að búa í ...!

Ég fékk þetta sms frá góðum vini mínum um daginn:
Einn ég sit og sauma, inni í litlu húsi, með rauðvínsglas í hendi, enginn kemur að sjá mig, nema litla.... paddan, sem ég var að kremja á eldhúsborðinu...

Ég rak mig á þá staðreynd að það er alveg fullreynt með mig og e-h stórmyndir sem sópa að sér verðlaunum. Ég vil bara horfa á hryllingsmyndir eða ekta amerískar formúlumyndir sem helst eru allar eins...já ég fíla ekki Sideways!!!

Ef verðurfræðingarnir hérna reynast sannspáir verður 20 stiga hiti á morgun. Ég ætla hins vegar að senda mína heitu strauma til Þráins míns sem er að fara í uppskurð og svo ætla ég að senda restina á Stulla og Robba sem eru að fara að keppa á morgun...Áfram Århus!!!

Thursday, April 28, 2005

Eg get ekki...

..hlustað á tónlist og samið ljóð til áttræðar ömmu minnar á sama tíma. Spurning um að slökkva á útvarpinu!

Vilborg

Hún Vilborg kemur til Árósa á mánudaginn til að heimsækja okkur Evu Sonju. Vilborg er um þessar mundir í Köben að keppa í e-h íþróttagreinum fyrir hönd lögreglunnar (eða lögregluskólans) og ætlar svo að koma til okkar.
Ég hlakka til!

Tuesday, April 26, 2005

Hvað er að ske!

Það hefur margt gerst eða "skeð" hér í Danmörku síðan síðasta blogg leit dagsins ljós, enda muna elstu menn varla hvenær ég bloggaði síðast. Því hef ég ákveðið, öllum að óvörum, að taka upptalninguna á þetta!

Frá því ég bloggaði síðast hef ég:
-villst í Horsens og fundist öll hús líta út fyrir að geta verið lestarstöðin
-horft þrisvar sinnum í röð á Söngvaborg 3
-farið í stóran íþróttasal sem er fullur af trampólínum og íslendingum að hoppa..!
-útskýrt hrakfallasögu á ensku, með dönskuslettum
-farið í margréttað afmælishlaðborð til Evu Sonju ásamt læknanemum og vil ég meina að ég geti farið beint á kandídatsárið, ég lærði svo mikið í læknisfræði við matarborðið.
-lært sænskan drykkjuleik með munninn fullan af íslensku brennivíni
-farið í sólgleraugnaafmæli hjá Ástu
-hitt Kiddann minn
-séð íslenska vinkonu mína tilkynna tveimur lögregluþjónum að hún sé með kynfærin á bakinu
-lært að joggla með þremur boltum
-fengið grillaðar nautalundir a la Viktor Hólm
-gleymt myndavélinni minni heima hjá Hröbbu og Viktori
-...og í framhaldi af því efast stórlega um geðheilsu Hröbbu minnar, Viktors, Tinnu og Dadda, dæmi hver fyrir sig hér!
-eftir að hafa skoðað myndirnar (líka þær ritskoðuðu),þá hef ég lært að þekkja Dadda út frá öðrum líkamshlutum en andlitinu ;)
-náð forystu í tveggjamannakapalkeppni okkar Hröbbu
-boðið Dísinni litlu í sirkus
-og séð "Litla kall" hestinn hennar Línu Langsokk leggjast upp í rúm og breiða yfir haus þangað til lítill hundur kom hlaupandi með risastóra vekjaraklukku til að vekja hann (er það bara ég eða eru sirkusatriði að verða súrrealískari með árunum?!)
-horft á Viktoríu Dís og Huldu á fílsbaki og langað líka...
-séð lítinn gaur fara þrefalt heljarstökk, bundinn með báða fætur við mjóa járnstöng
-aftur fengið topp, eftir að Kiddi sæti klippari réðst á hárið á mér
-eldað fyrir fósturfjölskyldu mína
-Pantað mér ferð til Parísar ásamt Héðni mínum, þar sem við munum mála borgina eldrauða í maí
-hryggbrotið fertugan afrískan leigubílstjóra sem vildi fá símanúmerið mitt upp í leigubílakostnað, ásamt því að hafa mikinn áhuga á Íslandi og hjónaböndum íslendinga og afríkubúa...!
-fundist hún Þórhildur mín vera svo langt í burtu en talað samt við hana á hverju kvöldi (eða nóttu) þegar nýr dagur er að byrja hjá henni í Ástralíu
-orðið fyrir dúfu
-legið í sólbaði
-hlakkað til að flytja heim til Íslands

Wednesday, April 20, 2005

Linkar

Bætti við nokkrum linkum og tók líka nokkra letibloggara út. Sigurjón, Iða og Guðrún voru öll með mér í ML fyrir nokkrum árum. Eðal fólk og skemmtilegir bloggarar þó þau séu misdugleg að blogga...

Horsens

Á morgun...eða réttara sagt eftir fjóra klukkutíma er ég að fara til Horsens til hennar Tinnu minnar, Dadda og Emelíu. Ég ætla að hjálpa þeim hjúum með prinsessuna sem er nú veik. Annað kvöld er svo matarboð hjá Evu Sonju!
Kannski get ég bloggað meira á morgun, kannski eftir nokkra daga, eða bara alls ekki...talvan á eftir að ákveða það. Hún gerir það aldrei með fyrirvara!
Þar til næst

Afmælisbarn morgundagsins...

Á morgun, 21. apríl á mamma mín, Margrét Magnúsdóttir afmæli. Til hamingju elsku mamman mín með daginn, ég ætla að hugsa vel og vandlega til þín á morgun (sem og reyndar alla aðra daga).
Fyrir þig ætla ég að koma með tilvitnun í fóstbræður:
"Mammaaa, þú er mamma mín, mammaaa þú ert sæt og fín, ég er rúsínubollan þín, þú ert uppáhalds mamma mín!"

Óþroski

er það óþroski að gefast upp á að horfa á Million Dollar Baby og vilja frekar sjá Shark Tale?
er það óþroski að vilja slást í hóp með 3 ára frænku sinni sem er að beygja sig og teygja til að heyra sinn eigin hjartslátt
er það óþroski að vilja frekar fara í sirkus en djamma á laugardegi
er það óþroski að fá sér kókómjólk í staðin fyrir kaffi
...eða er maður bara að viðhalda barninu í sjálfum sér?

Afmælisbörn 19.apríl...

eru þær:
Ásta; hún er að læra læknisfærði hér í Árósum og var 24 ára stúlkan. Hún hefur oft komið mér til hjálpar hér í útlandinu og er alger gullmoli. Til hamingju Ásta mín.
Björkin mín; Björk er 7 ára gömul "dóttir" mín. Hún á í mér hvert einasta bein og ég á amk nokkrar tær í henni og spékoppinn! Hún getur breytt dimmu í dagsljós. Til hamingju með daginn besta mín!

Monday, April 18, 2005

Hugsa alltaf til....

...bestu mömmunnar og ömmunnar í öllum heiminum, ömmu Möxu, þegar ég finn lykt af nýslegnu grasi. Við komumst alltaf í svo mikið grillstuð þegar við erum búnar að slá. Vildi að þú værir hér hjá mér mamma, sól og sumar í Dk.

Sunday, April 17, 2005

Afmælisbarnið í dag...

er hún Eva Sonja læknanemi hér í Árósum. Hún er 27 í dag kvensan sú og vil ég óska henni hjartanlega til hamingju með það...Til hamingju Eva mín.

Siminn fundinn!

Síminn minn beið eftir mér á Römer þar sem ég hafði óvart skilið hann eftir. Ánægjulegt og gott að vera aftur í sambandi.
Takk Hlédís mín fyrir skjót viðbrögð í kommentinu. Gaman að fá lífsmark frá þér Sigu(r)jón minn!
Brjáluð blíða hér, ekki til neins að hanga inni.
Bæjó

Saturday, April 16, 2005

Ég er ekki ánægð...

með að vera komin í 1.deildina hjá fósturforeldrum mínum og stefni á að taka mig á og komast í úrvalsdeildina á ný!

Þá er það komið á hreint!

Ég á eftir að eignast tvo stráka samkvæmt vísindalegum áreiðanleika Hröbbu. Kann einhver að komast að því hvað þeir muni heita svo ég þurfi ekki að láta neitt koma mér á óvart í þessum efnum..hehe.
Allt fínt að frétta héðan. Skóli síðustu tvo daga og sól og blíða. Í gær fór ég í sakleysi mínu með Matthildi í búðarrölt. Við settumst svo út í blíðuna og fengum okkur að borða en enduðum svo óvænt á skrallinu þar sem við kynntumst tískuljósmyndurum sem eru hér á e-h tískuhelgi í Árósum. Þetta var rosa fjör sem endaði með því að ég týndi símanum mínum...og ég man engin símanúmer svo nú er bara að ganga í hús og safna aftur símanúmerum ykkar, lesendur góðir.
Helstu fréttirnar héðan eru þær að Hrabba, Viktor og Viktoría hafa ákveðið að vera áfram hér í Dk, Hrabba er búin að skrifa undir samning og eru allir kátir og glaðir með það.
Kamilla og Svanhvít eru í inntökuprófum í KaosPilot skólanum alla helgina og sér maður þær varla. Það er von í kvöld því þá er e-h rosa skrall eftir strembna törn.
Ég læt vita þegar ég er komin með nýjan síma, eða ef ég finn minn.

Monday, April 11, 2005

Skriðin úr blogghýði Íslandsfararinnar!

Ísland var...
-afmæli
-ferð með Arndísi og Hlédísi frá miðbæ Reykjavíkur upp á slysó þar sem partýið hélt áfram...
-háhæluð rúskinnsstígvél
-nýfædd börn
-Matta sorglega stóra frænka sem hélt áfram að perla löngu eftir að Katla litla var hætt að nenna...
-afi sem trúði mér fyrir því að hann væri til í að vera kóngur en leiddist löng tónverk
-óléttur, ókunnugur starfsmaður fasteignasölu sem fletti upp um sig og fór að sína okkur Arndísi bumbuna...
-páfinn sem dó á meðan Þráinn beið eftir mér í klukkutíma fyrir utan fasteignasöluna
-Bobby Fisher þema í Bifrastarpartýi
-ógerð skattaskýrsla
-Sesarsalöt á Vegamótum
-101 árs gömul langamma sem kallaði mig ítrekað Stefaníu
-Vinir vors og blóma
-saumó
-sundferðir
-Grótturúntur
-útafakstur á Hellisheiði
-Björgunarsveit
-móð Matthea sem rétt svo náði flugi vegna útafakstursins...

Danmörk er...
-heitari en Ísland um þessar mundir
-Þuríður þvagleki, Dollý tvítóla og Málfríður Reykhás á útopnu á Laundromat (allt eru þetta teiknaðar persónur á hnefa eigenda sinna og eru því órjúfanlegur hluti af Möttu, Þóri og Kidda)
-leiknir sketsar á myndavélina hans Kidda þar sem Þuríður þvagleki reynir að dulbúast svo Dollý ætlar varla að þekkja hana...
-Matta og Kiddi að fara yfirum af hlátri á meðan leiknu atriðin fóru fram á meðan Héðni (Gunther) stekkur varla bros
-fyndnir vinir sem fylla jakkavasa vinkonu sinnar af smokkum þegar hún skreppur frá...og þegar ég segi fylla, þá meina ég fylla!
-par sem notaði mjög svo erótískar aðferðir við að drekka Tequila uppi á barborði
-gönguferð dauðans milli búða í leit að jakka sem á að gefa til kynna að eigandinn sé sjálfstæður, ákveðinn þó ekki frekur, flottur samt ekki spari, á lausu þó ekki þurfandi, gáfaður þó ekki yfirborðslegur...
-strætóferð uppi í tveggja hæða strætó
-balblaallablblala... (langsóttur einkahúmor sem felst í því að geta ekki skrifað bla bla bla...)

Friday, March 18, 2005

Afrakstur dönsku fyrirlestranna í dag:

Olga teygði letilega úr sér og geispaði. Hún hafði ekki sofið svona vel í langan tíma. Venjulega svaf hún laust og var sífellt á varðbergi. Hrökk upp við minnsta hljóð sem oftar en ekki var gaulið í hennar eigin görnum. Lífið á götunni hafði breytt henni mikið, gert hana taugaveiklaða og miskunnalausa. Hún hikaði ekki við að traðka á öðrum til að halda í sér lífinu. “Éttu eða vertu étinn” var lögmál götunnar og Olga kunni að fara eftir því. Hún tilheyrði nokkurs konar hverfisgengi sem var þekkt fyrir flest annað en auðsveipni og góðmennsku. Reglulega voru háðir harðir götubardagar og þeir höfðu sett mark sitt á sál og sinni Olgu. Hún var alltaf skítug, meidd og hrakin. Það var ekki fyrr en myrkur var skollið á að hún hætti sér í fínu hverfin, gægðist inn um gluggana og lét sig dreyma.
Hún mundi óljóst eftir þeim tíma þegar hún tilheyrði þessum heimi. Þá fann hún sjaldnast fyrir hungri, var alltaf hrein og partur af góðri fjölskyldu. Hún hefði ekki trúað því þá að lífið gæti verið svona grimmt. Erfiður skilnaður, flutningar fjölskyldunnar og peningavandræði áttu stærstan þátt í því að Olga lenti á götunni. Fyrst um sinn leitaði hún ákaft til fólksins síns í von um að allt félli í ljúfa löð, en fljótt skildi hún að enginn hafði tíma fyrir hana lengur. Fjölskyldan hafði snúið við henni baki. Síðustu árin hafði enginn haft afskipti af henni og langt var síðan hún kynntist nýju fólki svo hún hélt sig í hæfilegri fjarðlægð. Röð tilviljana varð til þess að leiðir þeirra Önju lágu saman. Anja var nýflutt í eigin íbúð í fjölbýli. Það var stórt skref fyrir þessa glaðlyndu stelpu sem fram að þessu hafði búið í foreldrahúsum. Hún hafði stefnt að því lengi að kaupa sér íbúð þegar menntaskólinn væri að baki og nú var sá draumur orðinn að veruleika. Hverfið var fallegt, rólegt og gott og Anja naut þess að hjóla þessa stuttu leið sem lá í vinnuna. Dagurinn sem hún sá Olgu í fyrsta sinn var óvenju bjartur miðað við þennan árstíma. Olga hafði hætt sér út í fínu hverfin, þrátt fyrir dagsbirtuna því meiri líkur voru að fá eitthvað ætilegt á þeim slóðum. Þegar hún sá Önju hljóp hún í felur eins hratt og hún komst á höltum fætinum, götubardaginn hafði farið óvenju illa fyrir henni síðast. Hvort sem meiðslunum var um að kenna eða að forsjónin hafi gripið þarna inní, sá Anja Olgu rétt áður en hún hljóp fyrir horn. Hún stökk af hjólinu og elti. Anja var einstaklega aumingjagóð og mátti ekkert illt sjá. Henni brá verulega við að sjá útganginn á Olgu og ákvað hátt og í hljóði að gera sitt besta til að koma henni aftur á réttan kjöl. Hún gaf henni nestið sitt og beið á meðan Olga skóflaði því í sig með áfergju. Upp frá þessu hittust þær alltaf á þessum sama stað og Anja gaf Olgu að borða. Með tímanum fór Olga að treysta Önju betur og dag einn ákvað hún að elta hana heim. Anja hafði orðið vör við eftirförina en vildi ekki styggja Olgu svo hún sagði ekki neitt. Hún ákvað með sjálfri sér að bjóða Olgu að búa í geymslunni sinni. Geymslan var hlý, frekar vistleg og rúmgóð og Anja var búin að setja þangað dýnu, teppi og mat handa Olgu í von um að hún fengist til að flytja inn. Það tók lengri tíma en Anja hafði reiknað með að sannfæra Olgu. Í margar vikur stóð hún í felum rétt hjá blokkinni og hætti sér ekki nær. En loks tók hún þá ákvörðun að kanna málið..hún hefði hvort sem er engu að tapa. Hún trúði varla sínum eigin augum þegar hún kom inn, hlýjan, maturinn og dýnurnar voru miklu meira en hún hafið þorað að vona. Eftir að hafa rifið í sig matinn og kannað svo allar aðstæður, steinsofnaði hún á einni dýnunni. Nú, þennan sólríka morgun, þegar hún hafði teygt vel úr sér komst hún ekki hjá því að hugsa hversu heppin hún hafði verið að kynnast Önju. Því eftir allt saman þá er hún nú bara skítugur og haltur flækingsköttur!

Thursday, March 17, 2005

Pælingar

Þegar þetta er skrifað sit ég í herberginu "mínu" hjá Hröbbu minni og Viktori og er að fara í háttinn. Ég er alveg hætt að getað bloggað úr tölvunni minni en mér er alveg sama...það er svooo stutt þangað til ég kem heim. Ég hef haft nóg að gera þessa síðustu daga fyrir heimferð og pælt í mörgu tilgangslausu, (varúð, inniheldur einnig strætópælingar) t.d:
-hvað það er miklu meiri árás á persónulega rýmið manns þegar e-h stendur þétt upp við sætið manns í strætó þegar nóg er af auðum sætum..allt annað en þegar strætóinn er fullur
-að það tekur akkúrat jafn langan tíma að raula innra með sér "Vísur Vatnsenda Rósu" og að fara niður alla rúllustigana í Salling
-að skólastofa sem er full af nemendum og kennurum sem tala annað tungumál en maður sjálfur er fullkominn vettvangur til að skrifa smásögur..róandi skrollandi "err" gefa manni innblástur í alls kyns sögur
-að ég get fengið nóg af öðrum kaplinum sem er í tölvunni minni...jább... eftir 3 ára stanslausa kapalkeppni við tölvuna, er ég búin að fá nóg.
-að einn daginn hljóti tíminn að vinna á móti mér. Ég á eftir að þvo og pakka öllu niður, vera í skólanum allan daginn, kíkja á Möttu og Stulla og kveðja þau, helst sjá sirkussýningu í leikskólanum hjá Dísinni okkar allra, Viktoríu, gera mig sæta og fína (gæti tekið sinn tíma) og ekki má nú gleyma að vökva blómin á kollegienu (hehe) allt fyrir hádegi á laugardaginn þegar ég stíg upp í lestina til Köben til strákanna minna allra.
-að ég á bestu fjölskyldu í öllum heiminum sem ætlar að fjölmenna á flugvöllinn til að berja mig...augum þegar ég stíg á íslenska grundu á sunnudagskvöldið. Nema auðvitað minn betri helmingur sem liggur fársjúkur á spítala :(
-að það kostar um 10.000 að fljúga frá Billund til Parísar...og það vill svo vel til að ég bý rétt hjá Billund, Ásdís býr í París og okkur Hröbbu er farið að langa mjööög í kellingaferð til Frakklands...
Ég kem heim á sunnudaginn, veiii
Bless í bili

Sunday, March 13, 2005

Helgin

Nú er helgin alveg að verða búin. En það er allt í lagi því þá styttist í næstu helgi. Jibbí!
Þessi helgi var mjög góð. Ég var heima á föstudagskvöldið að lesa, mála og spjalla við fólk á msn og sms...ekki í partýinu hér frammi sem náði hámarki eftir miðnætti þegar fólk fór að syngja gömul dönsk þjóðlög á háa c-inu.
Á laugardaginn fór ég á leik hjá Hröbbu ásamt Viktori, Viktoríu, Davíð, Diljá og Galdri Mána. Þegar leiknum lauk var ljóst að annað liðið hafði unnið en burtséð frá því er ég alltaf jafn helv... stolt af henni Hröbbu minni, hún er best!
Frá leiknum fór ég svo til Dillí minnar (stundum kölluð "Dil-já, ég er alltof feit"). Þar var Sara stuð mætt á svæðið frá Óðinsvé og fljótlega bættist Guðný Jóna í hópinn en hún flaug svo rosalega á hausinn þegar hún hjólaði að heiman að hún fór í kollhnís í loftinu og þegar hún lenti náði hún að hugsa um það hversu vel hún hafði sloppið, þegar hjólið lenti á hausnum á henni...
Diljá eldaði æðislegan mat handa skaranum og svo bættist Matthildur í hópinn og við horfðum á íslenska Idolþætti sem Diljá hafði fengið að heiman. Frábær skemmtun.
Í dag fór ég með Evu Sonju og Ástu á Aros að sjá fréttaljósmyndasýningu ofl. Eftir það fórum við á tvö kaffihús (við þurftum að spjalla svo rooosalega mikið) og svo til Hröbbu minnar og Viktors þar sem valtað var yfir mig í spilakeppninni...ég verð að ná mér á strik áður en ég fer heim í páskafrí :/
6 dagar í heimferð...

Friday, March 11, 2005

Að búa í "úthverfi" er góð skemmtun!

Ef maður vill vera Pollýanna og rýna í björtu hliðar þeirrar staðreyndar að maður þarf að taka strætó heim til sín, kemur í ljós að oft er það bara smá fyndið!
Í dag uppgötvaði ég:
-að það styttir biðina eftir strætó ef maður hefur tækifæri á að horfa á íþróttadverg í fullum skrúða tala í símann í strætóskýlinu á móti
-að þegar maður hefur verið alinn upp við að góna ekki á dverga og horfir því bara svona út undan sér á hann, finnst manni smá skrítið að sjá gamlann kall pikka í gömlu konuna sína og benda á dverginn og hlæja
-að sjá gömlu, grettnu flækingskonuna sem situr alltaf við gluggann á Burger King, ganga framhjá strætóskýlinu með vinkonu sinni (og fatta í leiðinni að hún átti aldrei sjens hjá mér, ég var oft búin að vorkenna henni fyrir að sitja alltaf ein við gluggann og var viss um að hún ætti enga vini)
-það er svipuð tilfinning að missa rétt svo af strætó og að koma of seint í bíó (jább hef sko pælt mikið í þessari pirrings/vonbrigðatilfinningu)...en nú er ég greinilega hætt að rýna í björtu hliðarnar svo nú er upptalningunni lokið í bili :)

Wednesday, March 09, 2005

Styttist í heimferð!

Þessi vika er að verða búin..váááá hvað tíminn líður hratt og það er ekki einusinni gerfihnattaöld..eða er það?
Í næstu viku er það skóli, tónleikar með Emelíönu Torrini í Köben og svo HEIM 20.mars. Hér er samt gaman að vera þessa dagana. Sól og hiti, snjórinn að fara, páskabjórinn kominn og grundirnar gróa!
Venlig hilsen

Haldiði að ég sé ekki bara maður vikunnar hjá Hröbbunni minni og systrum á www.skuladottir.blogspot.com þar er auglýst eftir manni fyrir mig...einhverjir sjálfboðaliðar?? Posted by Hello

Hrabba og Viktoría Dís renna sér... Posted by Hello

Við Matta, Hrabba og Viktoría fórum að renna okkur í "brekku" hér í Árósum í góða veðrinu í gær. Þetta var rosalegt stuð og erfitt var að sjá hvort mæður eða dætur skemmtu sér betur...hér erum við Matthildur að renna okkur í lest! Posted by Hello

Allt í einu...

...get ég bloggað úr tölvunni minni en samt er ég ekkert búin að gera til að reyna að laga hana!
Kannski virkar trixið hans Gísla Arnar, að láta biluð rafmagnstæki bíða í smá stund, þá "batnar" þeim.
Jibbí kleina!

Monday, March 07, 2005

Finndist ykkur pirrandi...

...ef ég hefði eina svona færslu sem er algerlega tilgangslaus. Þar sem ég segi ekkert og er eingöngu til þess að ég hafi meiri möguleika á að vinna bloggkeppnina. heheheh, þar hafiði það!

Ég þeytist áfram

í bloggkeppni Hröbbu og Eivorar..Diljá er að gera mig gráhærða því hún montar sig svo af því að vera hástökkvarinn, ég vil sko nota tækifærið og minna á að ég get ekki bloggað lengur úr tölvunni minni svo nú er takmarkið að falla ekki úr úrvalsdeild þangað til ég get látið gera við tölvuna...best væri nú samt að lenda í sæti fyrir ofan Diljá...maður er sko alvöru keppnis!

Þórhildur mín

er flutt til Ástralíu. Það er mjööög langt í burtu fyrir þá sem ekki vita. Þegar hún bjó á Englandi var hún líka langt í burtu, en áðan var ég að tala við hana á msn og klukkan hjá henni var ellefu 8.mars...hjá mér var bara kvöld 7.mars...spurning um að vera skrefinu á undan. Hún lofaði að kjafta ekki í mig hvað gerist á morgun, vil fá að upplifa það sjálf (muhahahaha).
Hún er farin að blogga og ég setti link á hana hér til hliðar.

Afælisbörn morgundagsins...

...eru líka (auk Héðins): Gísli Örn Matthíasson mágur minn. Hann verður 38 ára gamall á morgun. Hann hefur verið í fjölskyldunni lengur en elstu menn muna og mér finnst alveg óskaplega vænt um hann. Til hamingju með daginn elsku Gísli minn!
Gummi Halldórs vinur minn verður 28 ára á morgun. Það var 5 mínútna þögn hjá Mattheu (og það gerist nú alls ekki oft) þegar Gummi og Lísa fluttu af Laugarnesveginum því betri nágranna og vini er ekki hægt að hugsa sér. Mér finnst vænt um þig Gummi minn, hafðu það gott!

Hann Hárliði minn...

...öðru nafni Héðinn Halldórsson eða bara Jens Tilsner, á afmæli á morgun, 8.mars. Hann er annar helmingur "vinahjóna" minna, fréttamaður, barþjónn, miðbæjarrotta, trúnaðarmaður, var með frekjuskarð, ekki lengur. Í íbúðinni hans er gangur sem gott er að leggjast á, hann er sjaldgæfur gullmoli sem mér finnst óskaplega vænt um.
Héðinn minn, þú ert 28 ára og þetta er allt saman rétt að byrja. Aldur skiptir ekki máli nema þú sért ostur, mundu það. Takk fyrir síðustu helgi molinn minn, njóttu dagsins.

Viktor

átti afmæli í gær. Hann varð 28 ára gamall kallinn sá og vil ég óska honum til hamingju með afmælið.
Viktor er fósturfaðir minn, gítarkennari, spilafélagi, gleðigjafi og sérstakur ráðgjafi í hnífapararöðun í uppþvottavélar...svo þekkir hann líka strákana í Skítamóral ;-)
Mér finnst vænt um þig Viktor minn, til hamingju!

Köben

Ég fór til Köben um helgina til að hitta Hésann minn, Kidda og Þóri. Þeir voru hýrir og kátir að vanda.
Við tókum föstudagsdjammið snemma og hættum líka snemma, svo var setið á kaffihúsum, fengið sér öl og þegar ég segi öl þá meina ég bjór, skot, breezer, rauðvín og hvítvín og þegar ég segi setið á kaffihúsum meina ég auðvitað börum og diskótekum...
Matarboð á laugardaginn, vatnspípa, símaöt og söngur, hlátur og rosaleg gleði.
Ef hláturinn lengir lífið, hef ég grætt nokkur hundruð ár eftir þessa helgi.
Kiddi lýsir henni ágætlega á síðunni sinni.

Wednesday, March 02, 2005

Bíó og spilakeppni

Mötturnar tvær, Diljá og Hrabba fóru í bíó í kvöld. Meet the fockers var ræma kvöldsins og er hún barasta ágætis afþreying. Ekkert óborganlega, en við hlógum alveg oft hátt og mikið. Eftir bíóið fór ég hingað heim til fólksins míns, Hröbbu og Viktors, þar sem ædolið mitt, Viktor Hólm tók nokkra slagara..uppklappið var hittið hans "þegar ykkur langar"...ekki slæmt það, aðrir tónleikarnir mínir á nokkrum dögum (á föstudaginn Tim Christiansen, í dag Vikki Hólm).
Við Hrabba tókum nokkra kapla og haldiði ekki að ég sé undir í baráttunni þessa stundina, enn er von, en eins og Anja Andersen segir "maður vinnur ekki silfur, maður tapar gulli"...ég hef ekki sagt mitt síðasta í þessari kaplakeppni okkar Hröbbu!
...ég hefði alveg getað haft þessa færslu með strætósögunni hérna áðan, en hver færsla telur..er það ekki Eivor mín?
Keppnis, keppnis....!

Fyrir þá sem ekki vita...

...þá fer 12-an ekki frá Risskov niðrí bæ! Hún fer heldur ekkert nálægt bænum, hún heldur bara áfram að keyra út í buskann þangað til maður hættir að kannast við sig..og þá keyrir hún alveg í hálftíma lengur og leggur svo bara einhversstaðar úti í kanti og það er endastöðin, allir út!
Þar (á hjara veraldar) er ekki auðvelt að fá annan strætó sem fer niðrí bæ..ó nei, þeir koma kannski bara á hálftíma/klukkutíma fresti, og jafnvel seinna ef það er snjór eins og í dag.
Þá þarf maður að labba, verður blautur í fæturna, er búinn að hlusta þrisvar sinnum yfir grútleiðinlegan geisladisk sem maður er með í eyrunum (ekki bókstaflega samt) og langar ekki lengur að smæla framan í heiminn.
Svo, kæru vinir, ef þið þurfið að fara frá Risskov og niðrí bæ...ekki taka 12-una!

Tuesday, March 01, 2005

Gömul speki en sönn!

Vissuð þið að orðin "tómatamót" og "raksápupáskar" er hægt að segja eins bæði afturábak og áfram?

Hefndin er sæt...

Á vistinni minni er stelpa sem er sennilega eins sú allra leiðinlegasta týpa sem ég hef kynnst. Hún hefur hingað til notað hvert tækifæri til að gera lítið úr mér og ergja mig á allan hátt. Öðru hverju kemur hún þó sterk inn (bauð okkur t.d öllum á tónleikana á föstudaginn) en það er afar sjaldan.
Í gær var húsfundur hjá okkur sem hún stjórnaði. Fundurinn fór fram á dönsku, sem mér fannst allt í lagi svo lengi sem allir töluðu hægt og rólega. Allir gerðu það nema hún. Hún byrjaði á því segja að blómin á efri hæðinni væru gul og fölnuð og það væri ekki nógu gott. Hún bætti því við að ég ætti að sjá um að vökva blómin og hefði ekki staðið mig í því...þarna var ég að heyra í fyrsta skiptið að vökvunin væri mitt hlutverk. Ég er flutti inn í herbergið mitt í byrjun nóvember...auðvitað eru blómin hálf dauð!!!
Hún hefur oft haft tækifæri á að segja mér þetta en beið greinilega með það svo hún gæti gert það yfir alla vistina og látið mér líða eins og asna. Strax eftir fundinn fór ég upp að vökva blómin og hún stóð fyrir neðan og sagði mér að ég yrði að passa mig að hitta í pottana, því annars sullaðist vatnið niður á næstu hæð...REALLY (er ég 5 ára...hún heldur það greinilega).
Mér tókst að vökva beint ofan í alla pottana þar til ég kom að þeim síðasta. Þá var ég nýbúin að fylla á garðkönnuna og reyndi að vanda mig eins og ég gat..margir ennþá frammi eftir fundinn og frk. pirrandi stóð beint fyrir neðan, þá gerðist það... höndin á mér skaust fram og ég sullaði óvart hálfri garðkönnunni beint ofan á hausinn á "óvini" mínum... Þetta var mjög fyndið en alveg óvart..hún leit hægt upp með rennblautt hárið og gat ekki annað en hlegið líka því allir sem sáu þetta fóru að hlægja! Mér fannst þetta auðvitað mjöööög leitt
Í dag líður mér betur en oft áður ;)

Sunday, February 27, 2005

Óskarinn!

Nú er óskarsverðlaunahátíðin í sjónvarpinu og ég er að horfa á hana á meðan ég blogga (...þess má geta að ég er líka hrútur og því mjög keppnis... og ég ÆTLA að vinna næstu bloggkeppni, enn meiri ögrun þegar talvan mín er biluð)

Nördar

Við Diljá erum svo miklir nördar... Sitjum hérna í stofunni hjá Hröbbu og Viktori, með sitt hvora tölvuna í fanginu, bloggum og skiptumst á að láta hina vita þegar blogginu er publishað svo hún geti lesið... Þess má geta að Diljá er í fallsætinu í bloggkeppni Hröbbu og Eivorar og nú ætlar hún að sýna klærnar!!

Til hamingju með afmælið á föstudaginn Unan mín!

Í stofunni hjá fósturforeldrum mínum sit ég nú og blogga eftir frábært spilakvöld með famelíunni og flóttamanninum Diljá. Rosa gaman og gott að vera komin aftur heim til Hröbbu minnar og Viktors. Hrabba er aðal gellan í sjónvarpinu og blöðunum hérna, enda átti hún góðan leik á laugardaginn þrátt fyrir tap :(
Í síðustu færslu nefndi ég að við Kiddi ætluðum að mála bæinn bleikan... við máluðum hann, ójá, alveg eldrauðan og höfðum gaman að. Um næstu helgi verð ég í Köben og þá er aldrei að vita nema við skellum okkur á djammið þar í borg einnig.
Diljá fær íbúðina sína aftur á morgun því hálfnakta hurðarhúnaírananum verður hent út um hádegið og læsingunum skipt út.
Ég held bara áfram að stelast í annarra manna tölvur þegar ég vil blogga, mín er ekkert að skána.
Una átti afmæli á föstudaginn..til hamingju ezkan.

Saturday, February 26, 2005

Af tölvum, tónleikum, flóttamönnum, Kidda ofl...

Kæru hálsarnir mínir, stórir og smáir. Nú er langt um liðið síðan síðasta blogg leit dagsins ljós og það er sko ástæða fyrir því. Sú ástæða er Nýherji..eða þeas sá eða þeir starfsmenn sem hafa blóðmjólkað mig við að þykjast gera við tölvuna mína. Ég hélt að þegar ég náði í tölvuna í viðgerð í þriðja sinn á nokkrum mánuðum, væri hún loksins komin í lag og hætt að stríða mér. Það var sko aldeilis ekki og nú er svo komið að ég get ekki bloggað, opnað póstinn minn, né önnur forrit...helst að msn-ið virki, en það er bara tímaspursmál hversu lengi það hangir inni.
Ég finn mig því knúna til að biðja Nýherjastarfsmanninn sem nú er sennilega að reykja vindil í sólstofunni sinni að drepa í honum og gera annað af þessu tvennu:
a) éta úldinn hund
b) úldna
Nú er ég að blogga úr tölvunni hennar Diljáar sem fékk hæli hjá mér um stund sem flóttamaður! Meira um það á eftir.
...Ég hafði hugsað mér að þegar ég kæmist í að blogga myndi ég kannski tala um skólamál sem eru vonandi að glæðast, það, hvernig ég fann danska grund titra af gleði þegar Þórir Kjánaskott steig á hana í gær, eða þegar hópur lítilla araba hertóku strætó, flautuðu og opnuðu og lokuðu hurðinni (á fólk) þar til strætóbílstjórinn snappaði og hringdi á lögguna (spurning um að læða nokkrum búrhnífum í töskuna sína áður en maður hættir sér í strætó)...en allt þetta verður að bíða betri tíma, því nú er allt að gerast!

Í gær fór ég á tónleika með Tim Christiansen með kollegienu mínu. Það var mjög gaman, bæði að fara með þeim og að heyra og sjá þennan frábæra tónlistarmann á sviði. Ég fékk mér nokkra bjóra og dillaði mér svo í takt við tónlistina, en verð þó að viðurkenna að þrátt fyrir að ég telji mig vera smá saman að ná dönskunni, þá skildi ég ekki baun í grínistanum sem skemmti á undan tónleikunum (samt fannst nokkrum félögum mínum af vistinni þeir verða að reyna að sannfæra mig um að þetta væri sko EKKI fyndnasti uppistandari Danmerkur).
Ég kláraði þó ekki tónleikana því Matthea hin meðvirka fór í panikk þegar Diljá mín sendi sms um að geðsjúki íranin sem leigir með henni, væri búinn að stela tölvunni hennar Heke úr íbúðinni, þær búnar að læsa hann úti og flýja til nágrannanna með allt sitt hafurtask. Íranska mafían væri búin að parkera drossíum fyrir utan íbúðina og nágrannarnir væru að hópa sig saman í hræðslu sinni! Ég stökk af stað og hitti Dillí mína sem var þá orðin slök í partýi með skólafélögunum eftir að hafa fengið breska fylgd út úr húsi sínu. Við skelltum okkur á Skjoldhoj þar sem við horfðum á Desperate Housewives fram á morgun.
Litlir fuglar vöktu okkur í morgun með þær fréttir að Kiddi sætasti klipparinn í DK væri kominn yfir hæðina...beint frá Köben og stefnum við að því að mála með honum bæinn...amk bleikan!
Kannski verður bið á bloggi...kannski dettur msn-ið út fljótlega, kannski förum við á þorrablótsball í kvöld, kannski er svarið við öllu 42 (eins og Bragi vill meina) en eitt er þó víst...ég kem heim 20. mars og geri þær kröfur á ykkur, kæru lesendur, að þið hugsið til mín daginn eftir...þegar ég verð 28 år gammel og ef þið viljið minnast mín..ekki senda blóm og kransa til Nýherja.
Yfir og út

Saturday, February 19, 2005

Eilífðar Beyglur?

Tími: sunnudagur seint í júlí
Staður: Beygluhúsið á Laugavegi
Þátttakendur: Fjórir einstaklingar sem stundum kjósa að kalla sig "vinahjón"

Eftir að hafa pantað sér beyglur í stíl við útlitið þennan sunnudaginn og fundið sér sæti (sumir vilja tryggja sér sæti stutt frá salerni, aðrir þar sem hægt er að fá frískt loft, enn aðrir halda því fram að þeim sé alveg sama, því þeir verði aldrei þunnir...) spá vinirnir í framtíðina. Á þessum tímapunkti er ljóst að einn einstaklinganna er búinn að fá skólavist í Danmörku og allt bendir til þess að annar flytji líka til Dk, en óvíst er með tilgang þeirrar ferðar. Tveir úr hópnum fölna þegar framtíðina ber á góma og beita allri sinni orku í að láta tímann standa í stað (...og ef það gengur ekki, þá troða e-h upp í þá sem spurja slepjulega "og hvað ætlar þú svo að gera í haust?"). Árangur alls veltings á vöngum fjórmenninganna þennan sunnudag var ekki mikill og lausn við gátu framtíðarinnar var leitað í stórum ís í brauðformi, eins og svo oft áður.
Nú standa málin þannig að 3/4 hlutar hópsins eru brátt búsettir í danaveldi og 1/4 í Frakklandi...en spurningin er: Erum við einhverju nær því hvað við ætlum að verða þegar við erum orðin stór?

Thursday, February 17, 2005

Í kvöld voru vendipunktar í lífi mínu!

-Ég og samherji minn frá Uzbekistan, burstuðum Frakkland og Bretland í fótboltaspili í sprogskólanum í kvöld.
-Ég fékk að tjá mig í tíma, á dönsku auðvitað, um afsögn Henriette Kjær og hvað mér finndist nú um það...
-..þar kom að tveimur veikum punktum í sálartetri Mattheu, dönsku og pólitík
-Ég sá lítinn Goth strák, allan pinnaðan í framan, með svart sítt hár og hvítt andlit, koma ferskur og töff inn í strætó, en bílstjórinn sá hann ekki og lokaði hurðinni á gæjann sem festist og keyrði nokkuð langt áður en vinir litla gothstráksins náðu andanum af hlátri og gátu látið vita af honum...og hann guffaðist niðurlútur til vina sinna, þetta gerist bara þar sem fólk fer inn í strætó að aftan!
-Ég þurfti að tjá mig, í skemmtilegu spili, um það hvort ég myndi vingast við leiðinlegan nágranna minn sem ætti sundlaug, ef ég ætti von í að fá að nota sundlaugina hans. Ég sagði "nei" til að freista þess að vinna spilið, en auðvitað myndi ég gera það, enda fölsk með eindæmum ;)
-Ég skrifaði smásögu um fyrirbæri sem við berum (flest okkar allavega) en pælum sjaldan í og sjáum ekki eftir þó að vanti, nema það fari í miklu magni...

-Ég er næstum hætt að fá komment á síðuna mína og langar rosalega að biðja ykkur sem kíkið við að kommenta svo ég haldi nú allavega að e-h lesi þetta bull mitt!

Wednesday, February 16, 2005

Harlem

Þetta er ástæðan fyrir því að hinn reglubundni göngutúr minn að kvöldlagi styttist til muna, ég lækkaði tónlistina í eyrunum og gekk jafnvel svo langt að líta til beggja hliða áður en ég fór yfir götur...! En nú get ég haldið skokkinu áfram í skjóli nætur því gæinn hefur aftur verið gómaður, hjúkk!

Tuesday, February 15, 2005

Hvað er málið...

með þetta! Ég veit nú reyndar um einn sem fór húsavillt í Hveragerði, skreið upp í rúm og vaknaði svo með brjálaða húsráðendur og pirraða kærustu þegar kom að því að útskýra fjarveruna...!

Riddari götunnar

er ég, Matthea Sigurðardóttir, sem geystist um hraðbautir Jótlands eins og vindurinn. Ástæðan: Dagný Skúladóttir, spila-, handbolta- og almennur snillingur þurfti að ná flugi til Þýskalands. Tinna diskódrottning bættist í hópinn í Horsens sem sérlegur leiðsögumaður. Ferðin gekk ótrúlega vel, röngum beygjum var haldið í algjöru lágmarki..þó það dytti alveg inn að maður færi óvart til hægri þegar átti að fara til vinstri og svona.. En þetta gekk og það er bara gaman að því!

Drama...en mér er alveg sama!

Það var komið fram í mars þegar ég fann það gerast. Sólin var að koma upp og hitastigið fór hækkandi. Fyrst lýsti það sér í auknum þunga niður með síðunum og svo dofa neðst í líkamanum. Ég hafði rýrnað með hverjum deginum sem leið, en vonaði alltaf að það væri bara ímyndun í mér. Ég vissi að endalokin væru bara hluti af þessari stöðugu hringrás lífsins, en ég vonaði alltaf að ég hefði lengri tíma, að veru minni á þessari jörð væri ekki lokið svona fljótt. Margir í minni stöðu höfðu farið verr en ég. Nágranni minn, sem reyndar var smávaxnari en ég, missti útlim áður en hann hvarf á vit forfeðra sinna. Ég sá hann útundan mér, rétt áður en hann féll í hinsta sinn í jörðina. Hann hafði áður dottið, en ávallt var honum komið til bjargað af smáum líknandi höndum og tjaslað saman á ný. Ég hafði munað fífil minn fegri. Annað munnvikið hafði slappast verulega eftir hlýjindakast í febrúar og síðan þá hafði ég brosað skökku brosi að því sem yfir mig gekk. Ég hafði misst annað augað nokkru áður og var því með verulega skekkt sjónsvið en eins og títt er um okkar líka var ég læstur í hálsliðunum og gat ekki snúið höfðinu svo vel mætti vera.
Þegar ég fann hvernig lífið fjaraði út, fór ég að hugsa um lífskeið mitt sem var allt of stutt en þó viðburðaríkt. Ég var ekki stoltur af öllum þeim hugsunum sem þutu um kollinn á mér í dauðastríðinu. Þegar ég hafði fulla sjón hafði ég horft öfundaraugum á herramanninn sem bjó á móti mér. Hann var alltaf með pípuhatt, trefil sem gerði hann á einhvern hátt virðulegan og hafði yfir sér sérstaka reisn sem ekki er öllum gefin. Ég dauðöfundaði hann því ég hafði aldrei haft útlitið með mér. Það var líkt og skapari minn hafi haft um nóg annað að hugsa þegar ég varð til. Bústnar kinnarnar litu út fyrir að vera misstórar, maginn lá í fellingum og höfuðið var keyrt ofan á risastóran búkinn svo vart sást í hálsinn.
En nú hafði ég ekki áhyggjur af því, enda var ég farinn að halla óeðlilega mikið til vinstri og ég fann að góða augað var að gefa sig. Rétt áður en ég féll til jarðar sá ég hvernig skólabörnin óðu í pollana, glöð og kát yfir betri tíð. Ég reyndi að brosa að þeim í hinsta sinn því án þeirra væri ég ekki til. Fallið var ekki hátt en auga mitt skoppaði í rennvotu grasinu og beið þess að tilheyra nýjum snjókalli að ári!

Monday, February 14, 2005


Þegar þessi mynd var tekin, vissi Týra ekki að ef hún slyppi úr bælinu sínu, gætu beljur óvart stigið á hana...hún átti eftir að reka sig á það! Posted by Hello

Hmmm...

Á laugardaginn var ég boðin í veislumat til fósturforeldra minna. Hrabba galdraði fram rækjukokteil í forrétt, fahitas í aðalrétt og ávaxtasúkkulaði og ísrétt í eftirmat...mmmmm
Svo spiluðum við Stikord og þó svo að við Viktor stæðum okkur eins og sannar hetjur, unnu þær systur Dagný og Hrabba, enda miklar keppnismanneskjur þar á ferð!
Húsfélagið á Velby center vej tók fyrir ákveðið mál sem brunnið hefur á fólki um hríð. Eftir löng fundarhöld varð niðurstaðan sú, að sambúð okkar fjölskyldunnar gengur mjög vel, og ekki stendur margt í vegi fyrir því að allir geti lifað í sátt og samlyndi. Einn hængur er þó á og á honum verður að taka hið snarasta ef ekki á illa að fara...nefninlega er ég, fósturdóttirin, fýlupúkinn og tveggjamannakapalspilasjúklingurinn...alveg einstaklega fötluð á því sviði að geta aldrei munað að setja hverja hnífaparategund í sitt hólf í uppþvottavélinni...ég viðurkenni hér með vanmátt minn á þessu sviði og vona að ekki sé of seint að bæta fyrir mistök mín !
Annars fékk ég aldeilis að finna fyrir því að danir lamast algerlega þegar fyrsta snjókornið fellur til jarðar og samgöngur eru lagðar niður. Strætóbílstjórar bresta í grát og fólk gerir sitt besta til að keyra á gangstéttunum eða þvert á veginum...
Ég fer í tungumálaskólann á fimmtudaginn, spennandi að vita hvernig það fer.
Læt vita

Saturday, February 12, 2005


Nú segja danir að úti sé "snjóstormur"..(frekar aum snjókoma) en það er nógu andsk... kalt! Þar lágu danir í´ðí! Posted by Hello

Í gær fórum við nokkrar saman að mála bæinn rauðan. Kvöldið hófst á Ítalíu þar sem mál-og heyrnarlausi þjónninn fór allt í einu að syngja og einbeitti sér sérstaklega að okkar borði. Hann skildi alls ekki af hverju við vildum ekki fara á djammið með súperslepjulegum og hallærislegum vinum hans, en næst lá leiðin á den hoje. Þar kom í ljós að Rasmus er hættur að vinna...en ég læt það sko ekki stoppa mig! Þegar nýji staðurinn "Súkkulaðiverksmiðjan" þótti full kannaður fóru sumir heim en aðrir á den sidste! Skemmtilegt kvöld. Þarna erum við allar; Oddný, Matthildur, ég, Erla, Ragnheiður, Harpa og Diljá. Posted by Hello

Komnar í grænlendingana... Posted by Hello

Á den hoje!! Posted by Hello

Harpa og Erla Posted by Hello

Erla, Diljá, Matta og Oddný Posted by Hello

Á fimmtudaginn var matarboð hjá Ástu. Hún hristi fram úr erminni saltfiskrétt og margt fleira sem ég kann ekki að nefna en bragðaðist æðislega. Takk kærlega fyrir mig. Á myndinni eru Ásta og Eva Sonja. Posted by Hello

Thursday, February 10, 2005

Þegar rignir...

...verða gellurnar krullhærðar
...pirrast blaðsölufólkið
...halla ég glugganum
...er troðningur í strætó
...klínist málningin
...forðar Júlían mín sér
...sýnist strætóinn fara hraðar
...er auðveldara að skrópa í skólanum
...sullast drullan upp á kálfa
...sakna ég Íslands

Wednesday, February 09, 2005


Afmælisbarn dagsins...er Vilborg Magnúsdóttir. Vilborg er lögga og sáli sem styrkir mann í vandamálunum þegar þau dúkka upp ;) Vilborg er, líkt og Helga í gær, orðin 27 ára en lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 26 ára.. hehe Vilborg ég elska þig! Posted by Hello

Afmælisbarn gærdagsins...er Helga Pálmadóttir ein yndislegasta manneskja sem til er í heiminum. Hún er hjúkrunarfræðingur fyrir allan peninginn, tekur tillit til allra og er gull í gegn. Helga mín, mér finnst endalaust vænt um þig og vona að þú hafir átt góðan dag! Posted by Hello

Dagurinn í dag leggur mig í einelti!!!

Dagur frá helvíti:
Hann byrjaði á því að ég svaf yfir mig á stefnumót okkar Diljáar við Sprogskólann. Með stýrurnar í augunum hentist ég út og kom við í hraðbanka. Þá vildi bankinn ekki sjá neitt af kortunum mínum og ég hljóp því titrandi af pirringi í skólann. Þar kom í ljós að við Diljá værum dottnar af listanum því við mættum ekki í janúar, þó að ég væri búin að segja kennaranum að ég yrði fram í febrúar á Íslandi. Röðin inn til kennarans var á lengd við Kínamúrinn svo ég dreif mig út til að ná í strætó...en missti náttúrulega akkúrat af honum. Geislaspilarinn minn var batteríislaus, nettengingin fraus og dvd spilarinn er bilaður. Hvers á ég að gjalda!?!
Það er saumó hjá okkur Frímanni og Diljá á Englinum í kvöld..eins gott, annars myndi ég kuðla þessum degi saman og troða honum...

Monday, February 07, 2005


Afmælisbarn dagsins er Jökull Gíslason!!! Hann er 2 ára sjarmur sem elskar dýr og útiveru. Hann vill ekki með nokkru móti segja "Matta" en hins vegar segir hann "skjaldbaka" í tíma og ótíma og einnig kýs hann að heyra fagnaðarlæti þegar hann pissar í kopp og vill helst ekki að undraverkinu sé sturtað að lokum í klósettið! Til hamingju með daginn elsku Jökullinn minn, ég hugsa til þín. Posted by Hello

Sunday, February 06, 2005


Í kvöld var matarklúbbur hjá Svölu og Robba. Í boði var þriggja rétta máltíð og svignaði borðið undan kræsingum. Mikið var rætt um handbolta, rifjaðar upp gamla sögur en merkilegast þótti samt að þarna væri Breiðholtsskólafólk í meirihluta...(sönnun á því að hinir hæfustu lifa af..þeir sem ekki eru stungnir í bakið með skrúfblýanti!). Á myndinni eru Robbi, Svala, Raggi og Matthildur. Posted by Hello

Viktor, Robbi og Robbi Posted by Hello

Stulli og Hrabba Posted by Hello

Saturday, February 05, 2005

Þakklæti

Hvar væri ég án Hröbbu og Viktors? Það er góð spurning...

Diljá og Martina í rosa strandpartýi sem haldið var í KaosPilot skólanum í gær. 17 tonn af sandi, brimbretti, kokteilar og bjór út um allt og hitinn var miiiiikill. Posted by Hello

Það er heitt á ströndinni...! Posted by Hello

Diljá og Erla strandgellur Posted by Hello

Thursday, February 03, 2005


Viktoría Dís prinsessa Posted by Hello

Ég var að koma frá þeim súperhjónum Hröbbu og Viktori og gullmolanum okkar allra, Viktoríu. Ég var búin að hlakka svo rosalega til að sjá þau aftur enda ég, týnda dóttirin, loks að koma úr jólafríi sem náði næstum fram að næstu jólum. Þessar elskur buðu mér í heimabakaða pizzu, gítarspil (og kennslu, takk Viktor minn), spil, spjall og almenna gleði og ánægju. Takk fyrir mig! Posted by Hello

Þetta er hann Kiddi. Hann er vænn mannkostur og fær í flest show. Hann vaknar snemma með kjarngott íslenskt spaugsyrði á vör, stundar vinnu sína af elju stillir sig um óhóflegar lífsnautnir. Ég bætti Kidda á linkasafn mitt og hefði átt að vera löngu búin að því, ég les hann daglega og það ættuð þið að gera líka, hann er allra meina bót. Kiddi, ég elska þig!
 Posted by Hello

Wednesday, February 02, 2005

í 41 klukkutíma samfleytt...

...hef ég nú verið vakandi. Ég ligg nú uppí rúminu mínu í Árósum eftir laaangt og strangt ferðalag og get ekki sofnað því ég er búin að vaka yfir mig.
Ég á alltaf erfitt með að rífa mig upp með rótum og fara eitthvað en það er samt ýmislegt gott sem kemur út úr því ef vel er að gáð. T.d eru allir svo rosalega góðir og almennilegir við mann þegar brottförin nálgast.
Dæmi:
-Yndislega mamman mín bauð mér í nudd...ÆÐI, það eina sem skyggði á það var að þegar nuddarinn (sem var ungur maður) var að nudda á mér bakið, beið ég alltaf eftir að hann myndi kyssa mig á milli herðablaðanna...HVAÐ ER ÞAÐ! Hann var með andlitið svo nálægt bakinu á mér (ekkert perralega samt) að mér hefði fundist fullkomlega eðlilegt ef hann hefði smellt á mig einum í leiðinni..Er þetta eitthvað sem við eigum að ræða frekar,eða...!
-Afinn minn stillti sig um að stinga mig af, vegna þess að ég var að fara. Þetta krefst útskýringa: Við afi förum stundum að fá okkur frískt loft, hann keyrir um á rafmagnsbíl (ill nauðsyn eftir heilablóðfall) og ég geng. Nánast undantekningalaust gefur hann í svo ég þarf að hlaupa við fót til að hafa við honum. En af því að ég var að fara aftur til Danmerkur, silaðist hann áfram á mínum hraða og reyndi ekki einusinni að koma í kapp.
-Sumir kreista fram tár þegar kemur að kveðjustund svo manni finnst maður smá ómissandi (ætla sko ekki að nefna nein nöfn hérna elsku Helga mín)
-Fólk reynir ekkert mikið að draga úr fjarðlægðum þegar ég segi með dramantískum hætti að nú sé ég að fara yfir höfin sjö..!
-Ég fékk óvænt myndaalbúm og falleg orð með mér í töskuna
-Fáir láta í ljós hneykslun sína yfir því að ég skyldi fatta, daginn áður en ég fór út, að ég ætti ekki að byrja í skólanum fyrr en í lok feb...!

Svo er líka svo gott að koma aftur út.
Dæmi:
-Héðinn og Kiddi tóku fagnandi á móti mér í Köben í dag. Eftir að ég var búin að prófa öll átta símanúmerin sem eiga að tilheyra DanmerkurHéðni í símanum mínum, komst ég að því að fæst þeirra voru rétt (komst upp um þig Hési minn) en með seiglu (flettum þessu orði upp næst ezku Kiddi) tókst mér að hafa upp á honum og fá heimkomuknús. Við borðuðum & bjórsötruðumst á þvottabarnum, pössuðum poka (í pokum erum við bezt),gengum um og vældum af hlátri þannig að hið slappa og sárþreytta andlit mitt fékk í sig nokkurs konar líf á ný.
-Diljá og Matt(hildur)a ætla að knúsa mig bráðum (vonandi á morgun)
-Hrabban mín og co eru búin að bjóða mér í mat á morgun
-Ég get ekki beðið eftir að sjá Evu og Ástu aftur eftir allt of langan tíma
-Mér skilst að það sé strandpartý framundan
-Fersk og gljáandi 9.sería af Friends bíður við dvd spilarann...!

Jább, við Danmörk erum sameinaðar á ný!

Thursday, January 20, 2005

Á dimmu desemberkvöldi...

...nánar tiltekið 23. desember 2001, keyrði ég bíl móður minnar vestur á land, með Arndísi frábæru frænku mér við hlið. Ástæðan var sú að ég þurfti að koma lifandi jólagjöf til þriggja ára frænku minnar sem býr á sveitabæ fyrir vestan.
Í aftursæti bílsins var stór krukka, sandur, postulínsbátur, plasttré og dæla. Þegar við vorum rétt ókomnar á leiðarenda, blöstu við mér kunnugleg blá, blikkandi ljós...aaarg, hugsaði ég, ekki aaaftur...! Bensínfóturinn hafði sigið eftir því sem nær dró takmarkinu og ég varð spenntari að hitta litlu frænku og fjölskylduna alla. Löggan gekk að glugganum mín megin og sá mig þar sitja arga á svipinn, en þó með jólaskapsívafi (því erfitt er að þurrka alveg út jólasvip jólabarns eins og mér, á Þorláksmessu), og Arndísi í framsætinu með stóran plastpoka, fullan af vatni með 2 gullfiskum í, öðrum svörtum og hinum hvítum og appelsínugulum. Þegar lögreglan var nýbúin að láta mig skrifa undir plagg, sem hafði af mér 7500 kr, og ég var lögð aftur af stað, hringdi síminn. Það var Gísli mágur minn sem vildi bara vara mig við löggunni sem væri að mæla bíla við tiltekinn bæ...(REALLY).
Þegar ég hafði gefið gullmolanum mínum gullfiskana, fengu þeir hin frumlegu nöfn Bátur (í höfuðið á bátnum í glerkúlunni) og Kolla (var með svartan blett á kollinum). Þeir áttu eftir að gleðja marga, sérstaklega lítil sveitabörn sem vildu halda á þeim eins og litlum hvolpum.
Ég var fjarverandi þegar Bátur lést, var sennilega í Reykjavík að kenna og gat ekki heldur verið viðstödd útför hans. Nú eru liðin rúmlega 3 ár síðan kvöldið góða þegar ég kom með fiskana og ég var heldur betur viðstödd dauða Kollu.
Það hófst fyrir 3 dögum. Hún lá á bakinu og tálknin gengu upp og niður. Ég rauk inn í eldhús og sagði Gísla tíðindin á ensku, voða hrædd um að fréttin um dauðastríðið kæmi illa við viðkvæm börn. Eftir langa íhugsun settist ég svo niður með (nú tæplega) 7 ára frænku minni og 2 ára frænda og sagði þeim með alvöru í svip og með grátklökkum rómi að nú væri Kolla okkar að deyja og fara til himna. Björk litla leit á mig eins og ég væri sú sem ekkert veit og sagði "nú æ æ, en hún deyr ekki alveg fyrr en eftir 3 daga, Bátur lá líka svona öfugur áður en hann dó", svo snéri hún sér að öðrum hlutum. Jökull litli hló bara og benti á öfugan fiskinn, enda ekki nema eðlilegt að hann skilji ekki alvöru málsins.
Þrem dögum seinna (sem sagt í dag) dó Kolla. Ég fékk það í gegn að hún Kolla okkar fengi sómasamlega útför (minnug gamalla daga, þegar Pétur, litla hornsílið hans Þráins bróður dó, þá var hann settur í stóra 2.l mjólkurfernu og svo fór fram löng útför úti í garði þar sem við jarðsungum hann bæði, smíðuðum krossa og fórum með bænir).
Nú skreyttum við Björk spilastokk úr plasti með glimmerlitum, skrifuðum fæðingardag (svona ca allavega) og dánardag Kollu og lögðum hana svo í bómull. Ég fékk mig ekki til þess að reyna að loka augunum á líkinu, en við signdum yfir kistunni og skelltum henni svo í frystinn!..ekki heppilegasti árstíminn fyrir greftranir.
Þetta atvik kenndi mér, að börn í sveit líta á dauðan sem mun sjálfsagðari hluta lífsins en þau sem þekkja hann lítið og hræðast hann.

Tuesday, January 18, 2005

Listaspíra

Það hreinlega spíra listarnir á þessari síðu minni og ég er löngu búin að missa tökin á þessu öllu saman...
Eftir síðustu lista komu nokkrir fuglar til mín og hvísluðu að mér að nokkrir Íslendingar í Danmörku væru ósáttir við fjarveru sína á listunum...þetta verð ég að taka til athugunar, sérstaklega í ljósi þess að þessir sömu Íslendingar hafa bjargað lífi mínu oft og iðulega á síðustu önn.
Ég hef grun um að dvölin í Árhúsum hafi komið lítið við sögu á upprifjun minni á toppum síðasta árs, því ég þræl-tapaði gleðinni á löngu tímabili (eða fór í mjög langa fýlu, eins og Skúli Hröbbupabbi myndi sennilega segja :)
Ég átti líka yndislega tíma og langar að gera lista (surprise) til heiðurs öllu því frábæra fólki sem var í því að kasta til mín björgunarhringjum í útlandinu (..eða í sumum tilfellum hreinlega lánaði mér hús, bíl og jafnvel barn ef því var að skipta!)
Það var gaman þegar:
-Hrabba skoraði úrslitamarkið á síðustu sek. í mikilvægum leik og allt ætlaði um koll að keyra
-þegar Viktor kom sem frelsandi engill í Bubba byggir buxunum sínum og náði í mig, týnda í e-h símaklefa, kveikti upp í arninum og spilaði og söng
-þegar við Diljá ætluðum með orðabækurnar upp á slysó (það var allavega gaman eftir á..)
-í matarboðinu hjá Möttu og Stulla
-í Diskódjamminu hennar Hröbbu
-í Kaos pilot partýjum alla önnina
-í saumaklúbbum okkar Diljáar og Frímanns á Englinum
-við Viktoría Dís sungum á leiðinni í leikskólann
-í matarboðum, spilakvöldum, snúðabakstri og spjalli hjá Hröbbu og Viktori
-og margt margt fleira...

Monday, January 17, 2005

Afmælisbarn dagsins...

...er hin óviðjafnanlega frænka mín, Hlédís Sveinsdóttir (stundum kölluð Fésí, Hlésí, Hlé..).
Hún er ein af mínum lang uppáhalds persónum í lífinu. Hún er svakalega fyndin, hugsar nánast aldrei áður en hún framkvæmir, gerir allt sem aðrir roðna við að hugsa um að gera, miklar ekkert fyrir sér (nema þá helst að eiga við skítableijur, en það stendur til bóta)og svo myndi ég nefna hérna hversu ótrúlega stolt ég er af árangri hennar í skólanum (fyrir þá sem ekki vita er kellan á Bifröst) ef það væri ekki farið að vera hálf vandræðalegt hversu margir hafa stráfallið í stafi yfir einkunnum hennar.
Við Hlédís höfum brallað mjög margt saman í gegnum tíðina og er 70 mín. tíminn í mesta uppáhaldi hjá mér. Þá var þetta yndi að vinna á hárgreiðslustofu rétt hjá mér, kom alltaf til mín eftir vinnu, við borðuðum saman (oft take away frá Vegamótum)láum svo í sitt hvorum sófanum og grenjuðum úr hlátri yfir 70 mín. Svo sofnuðum við báðar sem varð til þess að við vorum andvaka um nóttina og þreyttar daginn eftir í vinnunni. Brot af því besta, en af nógu er að taka
Hlésí mín hefur m.a.
-gert fyrir mig skattaskýrslu um miðja nótt, daginn fyrir skilin
-aldrei lagt löglega
-aldrei borgað í göngin (svo ég viti allavega)
-fengið fullorðinsbleiju á Landsspítalanum fyrir gjörning sem enn hefur ekki verið framinn
-spreyjað ilmvatni á reykmettaða menn á djamminu
-fleygt sparigogg skipstjóra síns langt út á ballarhaf
-haldið á mús í annarri og kött í hinni á nærjunum einum fata í rafmagnslausu húsi úti í sveit
-náð að hjóla niður þrekhjól í spinningtíma
-fengið lánaðar nærbuxur hjá móðursystur sinni
-lýst upp myrkrið í Árósum, alla leið frá Íslandi

Hlédís, ég elska þig

Wednesday, January 12, 2005

Toppar

Æ það getur verið svo leiðinlegt til lengdar að lesa blogg í punktaformi, öllu má nú ofgera og ég er svo sannarlega að verða búin að klára þetta form hér á síðunni minni. En þar sem ég er með eindæmum áhrifagjörn og hef séð svona "uppgjör 2004" á nokkrum bloggsíðum, er ég að spá í að láta hugann reika og finna mér topp 10 lista frá árinu sem nú er liðið og kemur (vonandi) aldrei aftur! Svo er þetta líka ágætis leið þegar lítið er að blogga um eins og hjá mér síðustu daga. Gæti náttúrulega sagt ykkur frá því þegar ég gróf snjóhús með sex ára frænku minni, var miklu ákafari en hún og var komin góða leið til Ástralíu þegar mér var litið á hana þar sem hún lá í snjónum við hliðina á mér, horfði upp í stjörnurnar og sussaði á mig því hún heyrði svo miklu betur í stjörnunum þegar hún lægi svona aftur og hefði alveg hljóð. Ég get líka sagt ykkur frá því þegar ég stillti "Nínu og Geira" í botn tók 2 ára Jökul í fangið og dansaði með hann um húsið þangað til ég steig á legokall sem lá á gólfinu og datt næstum. Svo áðan þegar við fórum að skoða hvolpana litlu og sáum þá að kanínurnar voru allar sloppnar út og ég fór að elta eina, hljóp um alla hlöðu fulla af heyi, gargandi á kanínu sem var ekkert á því að stoppa. Eða þegar ég baðaði "börnin mín", bakaði, fléttaði hárið á Björk, sofnaði út frá Stubbunum...neeeei, þá viljum við heldur topp 10 listana..er það ekki?

10 gott 2004
-þegar ég, með dúndrandi hjartslátt, opnaði bréfið sem staðfesti skólavist mína í Danmörku
-þegar ég kom heim um jólin og fann með hverri frumu líkamans að "heima er best"
-þegar ég fékk heimsóknir frá Íslandi til Danmerkur
-þegar ég lá í grasi í Reykjadal með góðum vinum og sötraði kakó eftir notalegt bað í heita læknum
-ferðin í Gyllta turninn með Héðni...skríkir og digurbarkaleg öskur
-kveðjustundin með nemendum mínum í Engjaskóla
-óvænta afmælisveislan fyrir Þráinn í Vík
-Hvammsvíkurferðin
-bjór og heiti potturinn á Lýsuhóli
-Austurvöllur á laugardögum í allt sumar

10 slæmt 2004
-þegar ég keyrði tvisvar á sama tjaldsungann
-einmanaleikinn
-dagurinn sem ég rak mig á þá staðreynd að ég ber sjálf ábyrgð á líðan minni
-þegar Ásdís fór
-fyrsti skóladagurinn
-þegar ég sólbrann frá helvíti í ljósum í Árósum
-þegar jólabjórinn kom og ég drakk hann allan
-þegar uppáhalds gallabuxurnar mínar sungu sitt síðasta
-þegar ég kvaddi Björk
-þegar ég áttaði mig á því að ég ætti ekki lengur bíl

10 fyndið 2004
-Stína frænka
-þegar Katla 3 ára sagði við ömmu sína að ég væri ekki fullorðin...meira svona "fullorðið barn"
-þegar Hlédís bað um fullorðinsbleiju á Landsspítalanum
-þegar við Héðinn tókum hristumyndirnar í Tívolíinu
-Áramótaskaupið
-þegar við Hlédís og Stína móðursystir, stóðum í skærbleikum bikiníum og stórrósóttum sundbolum í ísköldum kvennaklefa og sturtuðum í okkur bjór áður en við fórum út í laug
-þegar ég reyndi að drepa flugu í sturtu á Laugarnesveginum og rann til í baðkarinu...
-Hlédís
-þegar snjókallinn sem ég fékk einusinni að gjöf frá nemanda, hætti ekkert að spila leiðinlegt jólalag, þó ég væri búin að trampa á honum og henda honum nokkra metra niður í ruslageymslu
-Júlía Gúlía