Wednesday, February 20, 2008

www.kindur.isHlédís frænka mín hefur gert ýmislegt skondið, skemmtilegt, frumlegt, fyndið, alvarlegt, áhættusamt, kærulaust og flippað um ævina. Ég hef alltaf stutt kjelluna og vitað innst inni að hún getur allt.

http://www.kindur.is/ er afrakstur mikillar vinnu undanfarinna mánaða og Eigið fé ehf. er Hlédísarbarn frá upphafi til enda.

Um leið og ég óska gullinu mínu til hamingju með þetta allt saman, vil ég hvetja ykkur öll að hætta að telja kindur í andvöku, kaupið ykkur frekar eina. Hættið að smygla inn tarantúlum og snákum. Það er ekkert meira töff en að eiga kind í dag!

Febrúar: segja myndir ekki meira en mörg orð?

-Í byrjun febrúar fengum við Gunni heimsókn frá Björkinni okkar og vinkonu hennar úr sveitinni og skemmtum við okkur saman heila helgi í borg óttans... Á svona stundum gefst fullorðinsbarninu Mattheu kjörið tækifæri að varðveita barnið í sér; keila, þythokkí, fótboltaspil, bíó, leikhús ofl...gaman gaman
-Héðinn kom til landsins, var faðmaður af ketti og stal sér konu og barni, Ísland er skemmtilegra með honum en án!
-Helga fyllti þrítuginn og ca 40 manns í leiðinni... þarna tók fólk óspart út úr gleðibankanum
Arnar Darri Ásmundsson fékk nafn og hélt áfram að vera jafn mikið krútt og hann var í janúar, desember og nóvember...
- Svoooo var það þorrablót-IÐ. Klikkar aldrei, gleðibankinn var tæmdur og það var hverrar krónu virði
Má kannski geta þess að sökum prómíla var þetta þriðja myndin sem tekin var af þessum, hinar tvær eru ekki birtingahæfar ;)
Gulli afmælisbarn skemmti sér og öðrum
Áður en Hlédís skellti bindi á toppstykkið og hóf að taka 150 kg menn á háhest
-Lilli Hallason og Arnar Darri Ásason eru nýjustu fjölskyldumeðlimirnir og koma sterkir inn
...og Matta frænka er alveg heilluð
Læt myndirnar duga í bili, skrifa þegar andinn kemur yfir mig en þessir mánuðir eru andlausustu mánuðir ársins, vona að hækkandi sól fylli mig blogganda
-Lagaði linkana (loksins), bætti nokkrum við