Tuesday, June 27, 2006

Krakkahelgi


Síðasta helgi var tileinkuð gullmolunum mínum þremur, Björk, Kötlu Þöll og Jökli þar sem við skemmtum okkur hressilega saman víðsvegar um landið!
Töfragarðurinn, Veiðisafnið, tívolí, sund, tjörnin (þar sem við vorum aðallega í því að fæða veiðibjöllurnar), bíó, leikir og grill voru viðfangsefni helgarinnar og sofnuðum við öll með candyfloss í hárinu.

Katla tjáði mér að þó að ég væri orðin fullorðin, myndi ég aldrei hætta að vera tvíburi..hún horfði djúpt í augun á mér og sagði að nú væri ég fullorðin, og bara stundum fullorðinsbarn!
Kannski hætti ég að vera fullorðinsbarn þegar ég hætti að segja "flugveldar" og sá lógigina í því að segja "flugeldar"...
Plís ekki segja Ásdísi og Héðni íslenskunörrum, en ég er að spá í að reyna að endurheimta barnið í sjálfri mér með því að fara að tala vitlaust!

Monday, June 19, 2006

17. júní


Ef hláturinn lengir lífið, þá græddi ég nokkur ár á þessum tveimur gullmolum sem hér sjást jarmandi, nú um helgina!

-Svo tapaði ég nokkrum mánuðum þegar öryggið fór í rúðuþurrkunum á miðri heiði í grenjandi rigningu og ég að verða of sein í vinnuna...!

-Þórhildur vill vita hvað þessar tvær ær heita og þar sem þær litu alls ekki út fyrir að vera mikið að fara í felur á Lækjatorgi að morgni 18. júní, ætti nú barasta vel að vera í lagi að ljóstra því upp. Þetta eru að sjálfsögðu sambýliskonurnar, hundaeigendurnir, Indlandsfararnir, Bootcampboltarnir og gleðipinnarnir Sigrún Ósk og Hlédís!

Monday, June 12, 2006

Hvað eiga...

...hávært piss á Blönduósi, gervigæsin Helvítis fyllerí, fegrunaraðgerðir á kynfærum, Prófessor Herdís, lagið "fjólublátt ljós við barinn"...remixað og hringvöðvagloss sameiginlegt?
Allt saman (og svo miklu, miklu meira) voru þetta umræðuefni Akureyrarferðarinnar um helgina!

Í ferðinni:
-sönglaði Hlédís fyrir utan klósetthurð Möggu að hún heyrði í pissinu hennar..en vandræðalega stuttu seinna kom í ljós að Magga var alls ekki á klósettinu, heldur fullorðin kona sem nú hefur sennilega miklar áhyggjur að hún pissi óvenju hátt!
-komum við okkur svo vel fyrir á tjaldstæði Akureyringa að við komum upp badminton-og krikketvelli í þægilegum radíus frá tjöldunum okkar
-sofnuðu Hlédís og Gulli í sundi
-þjónaði gervigæsin Helvítis fyllerí miklu hlutverki sem almennur gleðigjafi
-fórum við í jólahúsið og smökkuðum hangikjöt
-var pókermót
-Komumst við að stéttarskiptingu norðlenskra garðsláttursmanna
-tók Gulli því með stóískri ró þegar býfluga nálgaðist hann
-settist kettlingurinn Woodstock Kóran (segist alls ekki hratt) að hjá okkur en nú á hann annað hvort heima á löggustöðinni á Akureyri eða hjá Guði
-fórum við í grillveislu aldarinnar til snillingsins Silju Báru..getið séð myndirnar hér
-Smökkuðum við framandi líkjöra í tugatali
-máluðum við bæinn rauðan
-var farið í "ég hef aldrei" og í ljós kom að margir "höfðu oft" ;)
-lærði ég að áhættusamt getur verið að skora á Tóta að skella bjór í grímuna á sér
-var alveg hriiiiikalega gaman :)


Thursday, June 08, 2006

Sumarið

er komið hjá Mattheu!
Í dag kláraðist skólinn í Öskjuhlíðinni og á morgun er sumarfrí-dagurinn minn. Á mánudaginn byrja ég svo í sumarvinnunni..þar til skólinn byrjar aftur í ágúst. Jább, þetta sumar verður frábrugðið þeim síðustu að því leiti að ég verð að vinna alla virka daga og því verður hvítvínsþamb á Austurvelli aðeins að eiga sér stað um helgar!
Á seinustu vikum hef ég verið að reyna að höndla lífsgleðina sem magnaðist við einangrunina og lýsir það sér helst í miðbæjarrölti og almennum látum. Um síðustu helgi fór ég í sveitasæluna til syss og fjölskyldu og náði í froskana mína í leiðinni. Eftir að hafa skellt mér í sund með fólkinu mínu, tvær nætur í röð, rifum við frænkurnar okkur upp á rassgatinu einn morguninn (við Hlés mín), lögðumst undir feld í brúðarsvítu Langaholts og létum dáleiða okkur. Þar fengum við þau fyrirmæli að týna upp fallegt blóm af beði og sveifla því svo yfir einhverjum sem hefði gert okkur eitthvað í æsku.. mjög eðlilegt alveg!
Veit ekki hvort það kemur dáleiðslunni við en síðan þetta átti sér stað, hef ég ekki getað hætt að hugsa um það hvort það sé tilviljun að hún Joð mín hafi bara fermst með rauðhærðu fólki!
Síðan ég bloggaði síðast er hún Hildur mín orðin frú.

Fjörið stóð langt fram á nótt og þetta var allt endalaust gaman. Takk fyrir mig!
Á morgun er stefnan svo tekin á sólina, hvar sem hún nú verður. Við Hlédís, Alma, Gulli, Tóti og Magga..og bara þeir sem vilja koma með ætlum að keyra út í buskann, tjalda og raula útileguvísur fram á morgun!
Víííí...