Monday, May 29, 2006

Hrebbs


Hrabban mín og fjölskylda eru á landinu og því er ástæða fyrir stóra og smáa að gleðjast. Þessi gullmoli fer fljótlega af landi brott til að berjast fyrir íslands hönd í boltanum og er ég sannfærð um að hún rúllar þessu upp!!!
Eins og oftast þegar Hrabbið okkar kemur á klakann, hittumst við vinkonurnar til að spjalla og troða í okkur. Ég veit að ég tala fyrir okkur allar; Joð mína, Moniku og Steffí þegar ég segi: Kooomið heim til Íslands í sumarfríinu (segist með eins rödd og í Karíusi og Baktusi (ekki gera eins og mamma þín segir, Jens)!!!)

Takk fyrir kvöldið yndin mín

-Linkur á Monsuna sem er einn besti bloggari landsins..tékkið bara

Tuesday, May 23, 2006

Ásdís

Í dag eru tuttuguogníu ár síðan Ásdís mín fæddist. Húrra. Við kynntumst á síðustu öld og höfum brallað mikið saman. Húrra. Allt frá því að gera gamlan kjallara íþróttahússins í Hveragerði að félagsmiðstöð, og í það að klæða okkur upp sem tómata og leggja könnun fyrir saklausa ferðalanga sem áttu leið um blómabæinn! Húrra. Í dag á Ásdís heima í Frakklandi og skokkar þar um með baguette í holhöndinni (eins og Héðinn myndi segja). Húrra. Ég sakna hennar. (Ekkert húrra hér). Á miðað við kærastann sinn er Ásdís eldri en ryk. Hehehe.
Til lukku með daginn yndið mitt

Tuesday, May 09, 2006

Sælir eru einfaldir...

...segjum við systurnar stundum þegar við ræðum viðbrögð okkar við hinum og þessum uppákomunum. Við eigum það nefninlega sameiginlegt að búast yfirleitt við því besta, í hvaða aðstæðum sem eru og pæla ekki einusinni í öðrum möguleikum.
Þetta hefur fylgt mér soldið í lífinu og má þar nefna:
-Þegar ég var harðákveðin að fara að sjá Eivorina mína keppa í handbolta, klukkutíma eftir að ég var keyrð niður fótgangandi á Kringlumýrarbrautinni
-Djamm og handboltaferðina á Akureyri, með ML, daginn eftir að ég lét taka úr mér háls-og nefkirtlana
-Raddlausi kennarinn (ég) í nýju vinnunni minni viku eftir að ég lét taka úr mér skjaldkirtilinn og var kölluð Skrámur í mánuð
-Ferðina upp á Snæfellsjökul með hækjur og spelku frá nára og niður á kálfa
...og svo verð ég víst að viðurkenna að það kom dáldið aftan að mér í dag, þegar ég, hjálmlaus brunaði niður Kringlumýrarbrautina á hjólinu mínu og hélt að lífið léki við mig, þegar býfluga á stærð við skógarþröst sogaðist í fésið á mér í aðstreyminu og small á augntönninni, svo ekki munaði nema sentimetrum að hún endaði í kokinu á mér. Ég riðaði til og var næstum búin að missa stjórn á fáknum, rak annan fótinn í stéttina og greip svo í tré...

...töff

Vonandi drapst helvítið

Wednesday, May 03, 2006

Líf mitt


Síðustu sólarhringa hefur líf mitt verið súrara en slátur!