Sunday, February 25, 2007

It´s alive!

Hún Una mín er þrír og núll í dag og vil ég senda allar mínar hamingjuóskir til hennar, sem nú er stödd í London baby! Hipp hipp húrreiiiiii
Já nú settist eymingjabloggarinn Matthea loksins við tölvuna og ákvað að láta í sér heyra, eftir dálitla fjarveru.
(Áður en ég held áfram langar mig að þakka ykkur öllum fyrir komment og fyrir að hugsa til mín, en ég er sem sagt sprellalæv og þjáist ekki af öðru en ritstíflu og flensu).
Þegar ég ætlaði loks að skella einhverjum orðum inn á síðuna mína, er bara búið að breyta öllu kerfinu og ég þurfti að endurnýja allt heila skráningaferlið..mjög skýr skilaboð um að ég hafi dissað bloggið í smá tíma. Leið soldið svona eins og ég væri búin að klæða mig upp og væri á leiðinni á Sportkaffi þegar ég kæmist að því við dyrnar að það væri sóóó yesterday og væri búið að skipta oft um nafn síðan...
Well, ég er allavega hingað komin aftur, þó að það hafi nú verið freistandi að bíða aðeins með það því hann Þórir minn ætlaði að fletta því upp hvað vinahandbókin segði um svona eymingjabloggara, en þar sem hann er staddur í Kanada, veit hann kannski ekki að einn ákveðinn vinur okkar í danmörku keypti allt upplagið af bókinni og tróð því þversum uppí rassgatið á mér... var e-h ósáttur við ákvæðið þar sem fleiri vinum er bannað að flytja til útlanda..en já, það hefði verið gaman Þórir minn að hitta þig, hvað þá gramsandi í sunnanendanum á mér ;)
Þegar ég bloggaði síðast var ég svo upprifin og kát yfir að komast út í hversdagsleikann á ný, að ég tók alls ekki eftir því þegar flensuviðurstyggðin læddist upp að mér og kolfelldi mig daginn eftir að ég kom heim af spítalanum..já og svo voru gluggarnir teknir úr íbúðinni hjá mér vegna framkvæmdanna og neglt fyrir, ég er sem sagt konan sem er dæmd til að vera í einangrun.
Ég tók flensuna mjög skipulega, byrjaði á öllu sem byrjar á stafnum H : Hálsbólgu, hita, hlustaverk, hausverk, hósta... og svo tók ég bara allt stafrófið í veikindum og eymingjaskap eftir það!
En margt skemmtilegt hefur alveg líka gerst í mínu lífi þó að ég hafi soldið tileinkað þessa mánuðina veikindum og heilsufarsveseni.
Ég fór á þorrablót fyrir vestan. Mjöög gaman allt saman, dansaði í fyrsta skiptið við Gunna minn og í kjölfarið var gert þegjandi samkomulag okkar á milli að við færum á dansnámskeið við fyrsta tækifæri.
Hér er búið að skipta um alla glugga nema einn (alveg satt, þó Júlía haldi því fram að það séu ekki rassgat framkvæmdir í gangi í blokkinni minni, ég noti þetta bara sem afsökun til að þurfa ekki að bjóða í saumó ;)
Þrásinn minn er að verða búinn með grindina á húsinu þeirra Æsu, og stefnan er að reisa það á morgun.
Ég er búin að fara í matarboð og kaffihúsaspjall með saumaklúbbnum mínum Sleik, sem er loks sameinaður eftir að Diljá flutti aftur heim til Íslands. Já og skemmtistaðurinn Boston er hið íslenska svar við Englinum okkar í Árósum, sem sagt aðal hýsill saumaklúbbsins Sleiks.
Jæja, komið að því að tékka hvort þessum línum sé publishað eins og á gamla bloggernum.. ef þetta hins vegar hverfur þá geta nágrannarnir þakkað fyrir að hér sé neglt fyrir gluggana..;)

Thursday, February 01, 2007

Í dag er dagurinn

-sem ég kom heim úr einangrun
-sem Arnfríður Mára skellihló að ömmu sinni í fyrsta skiptið
-sem ég pantaði mér tíma í plokkun og litun, klippingu...
-sem ég hef beðið eftir í 4 langa daga
-sem ég lofaði lækninum mínum að hafa engar áhyggjur og drífa mig út og lifa lífinu
-sem ég sá fallegasta blómvönd í heimi standa á stofuborðinu mínu til að taka á móti mér
-sem kærastinn minn fær stórt knús fyrir blómvöndinn
-sem ég kann næstum að meta hið "heimilislega" hljóð í borvélum og hamarshöggum fyrir utan blokkina mína
-Ath NÆSTUM
-sem íslenska handboltalandsliðið tryggir sér keppni um 5.sætið
-sem allt er betra en mig minnti

já í dag er svo sannarlega dagurinn :)

Sííííðasti dagur einangrunar

Þó að ég ætti mjög fjöruga og skemmtilega æsku, komu upp stundir þar sem mér leiddist ógurlega og þurfti að finna leið til að drepa tímann.
Við Þráinn þrættum um það lengi hvort það væru 53 eða 56 stjörnur í loftinu á Staðarstaðarkirkju og eins vorum við búin að koma okkur upp kerfi til að telja götin í loftplötunum á tannlæknastofu Sigríðar á Selfossi.
Áðan fór ég í skann og velti því fyrir mér í leiðinni að ef þessi skanni virkaði eins og sá sem ég er að nota í vinnunni uppí ráðuneyti, þá væru til möhöörg eintök af mér því mér finnst eins og ég sé alltaf þarna..hmmm..
Allavega, nú þurfti ég enn og aftur að liggja grafkyrr og óluð niður á bekk. Um leið byrjaði mig auðvitað að klæja en til að forðast að hugsa um það leitaði ég ráða til að drepa tímann.
Mér fannst fyrir neðan mína virðingu og ég löngu vaxin uppúr því að nota sömu aðferðir og í "gamla daga" svo ég reyndi að skotra augunum á skannann til að sjá vísindalegar tölur um myndatökuna, eða að pæla í verkfræðinni á bak við allt þetta skanna dæmi...
Það er skemmst frá því að segja góðir lesendur að það er 61 rim í ljósakrónu flúorsljósinu fyrir ofan skannann niðrí ísótóparstofu LSP!