Friday, March 31, 2006

Eeeegggg

Ætli séu raunhæfar skýringar á því, að mér finnst alltaf öll egg "renna út" í nóvember?! Alltaf þegar ég sé egg í ísskápnum og man ekki hvenær ég keypti þau, skýst upp í hugann á mér að þau hljóta að vera "best fyrir" nóvember..!
Hef ákveðið að taka upp ákveðið kerfi, þ.e.a.s merkja eitt eggið með tússi og elda það síðast.

-Hér þarf væntanlega ekki að taka fram að ég tek öll eggin úr bakkanum þegar ég kaupi þau, raða þeim í ísskápinn og hendi bakkanum.

Sunday, March 26, 2006

Áskorun

Á mig hefur verið skorað að blogga um "geislaferlið" mitt sem hófst í raun í síðustu viku. Þá hætti ég að taka lyfin mín sem sjá mér fyrir efnaskiptum, hormónaflæði.. já beinlínis halda mér hérna megin línunnar. Að hætta lyfjatöku er svipað og að stöðva virkni eins ákveðins líffæris..kannski svona eins og ákveða að hætta að blikka augunum eða einbeita sér að því að stöðva munnvatnsframleiðslu einn daginn!
Eins og gefur að skilja eru ýmsar aukaverkanir sem fylgja því að stoppa eitt tannhjólið í vélinni og var ég upplýst um þær allra helstu.
Nú er sem sagt vika síðan ég tók síðast inn lyfjaskammt og enn láta aukaverkanirnar bíða eftir sér. Ég vildi nú meina að það væru einstaklega miklar læknisfræðilegar ástæður fyrir því að ég sofnaði í miðjum bangsaleik við Kötlu frænku mína í gær..en þeir sem mig þekkja hristu hausinn og muldruðu: "eiiiinmitt"
Einnig velti ég því fyrir mér hvort skjaldkirtilsleysið ylli því að þegar ég sat í fullum bíósal í kvöld og horfði á Tristan og Ísold, gat ég ekki hætt að hugsa um það hvað mig langaði í Sinalco!! (engin leið að nálgast það nú til dags..vá hljóma ég ekki eins og öll 29 árin mín).
En enginn vafi er þó á því að ósýnilegi kötturinn sem lá á bringunni á mér í nokkra mánuði áður en æxlið uppgötvaðist er kominn aftur! Hann beið færis á því að skríða upp á bringuna á mér og liggur þar af fullum þunga. Vonum að hann stökkbreytist við geislunina og verði að fallegum prins (kannski Tristan!!)

Tuesday, March 21, 2006

Ég á...

... svoooo góða vini!
Takk fyrir allar kveðjurnar djásnin mín

Wednesday, March 15, 2006

Útgeislun

Vá hver er kaldhæðnin í því að rekast á gamla ókunnuga konu í búð sem segir að maður hafi útgeislun og frétta svo daginn eftir að maður þurfi í geislajoðmeðferð þar sem maður er í einangrun sökum geislavirkni, verður að fletta bókum með hönskum og má ekki koma nær fólki en 2 m... ætli sú gamla sé skyggn!

Að vera með vatnshöfuð og munnþurrk er líka kaldhæðið!

Monday, March 13, 2006

"Ég var aldrei send í sveit"...

..var boðskapur menningarnæturgjörnings Diljáar vinkonu minnar fyrir rúmu ári síðan. Nú er svo komið að ég þarf að senda syni mína í sveit. Já, þeir Hrollaugur Bósi og Jónas annar munu yfirgefa öryggi heimilis síns (fara að vísu með búrið með sér) um páskana og verða í pössun hjá móðursystur sinni og fjölskyldu. Ástæðan er sú, að ég þarf að leggjast inn á spítala og geislavirkja mig aðeins upp!
Læknarnir mínir vilja fullvissa sig um að allt kvikt sé dautt í hálsinum á mér og telja þann kost skástan að loka mig af inni í einangrunartjaldi á sjúkrastofu og láta mig gleypa geislajoðpillur til að ég lýsi í myrkri. Stökkbreytingum verður vonandi haldið í lágmarki en í ljósi heppni minnar undanfarin ár, má ég alveg eins eiga von á því að vakna með brjóst á enninu ;)
Ég má ekki taka lyf í mánuð fyrir innlögnina, og vildi læknirinn meina að síðari 2 vikurnar gætu orðið soldið erfiðar...
Þannig að, góðir hálsar (ég telst nú seint til þess hóps), í páskafríinu verð ég sennilega með bjúg, munnþurrk og skapsveiplur sem gætu mælst á jarðskjálftamælum í verstu hviðunum! Allt sem ég segi eða geri á þessu tímabili má alls ekki nota gegn mér :)

Sunday, March 12, 2006


Matarbodid var geggjad..her eru Gulli og Anna Vala eftir ad hafa trodid i sig :) Posted by Picasa

Alma meistarakokkur Posted by Picasa

Arndisin min Posted by Picasa

Sigga systir (buin ad hneppa fra) og Bergur Posted by Picasa

Helgin

-fór í hendingskasti eftir vinnu í Hagkaup í Kringlunni
-brosti til gamallar konu sem var í hjólastól
-sú gamla stoppaði mig og sagði mig hafa einstaka útgeislun og að hennar viti hefði ég bjargað deginum fyrir mörgum einmana sálum við grænmetisborðið
-hún sagði mér einnig að hún hefði lamast fyrir 51 ári og kenndi engum um og bæri ekki hatur í brjósti sér
-ráðlegging hennar til mín var sú að ég ætti að kveikja á kerti og slökkva á símanum mínum 20 mín til klst á dag
-hún hækkaði svo róminn og nánast öskraði á mig að ég yrði að læra að segja "nei" því maður gefur ekki úr tómum poka, fyllir ekki á sprungna blöðru osfrv...
-ég sagði henni ekki að einn málkunningi minn (Héðinn) sagði eitt sinn að ég væri félagslegt sleipiefni (mér fannst það ekki eiga við út af kynslóðabili okkar gömlu).
-í þrjú korter brosti ég svo til konunnar og komst ekki að til að segja að ég væri orðin of sein til að brosa til annars gamalmennis (ömmu) og kunni ekki við að fara því sú gamla var enn að lofsyngja mig
-fór svo loks til ömmu, brosti mínu blíðasta því ég var aðeins of sein og keyrði hana í nudd
-beið í klst á nuddstofunni og hugsaði um gamalmenni almennt
-ræktin
-svaf svo yfir Elizabethtown
-nýja íbúðin hans Eyþórs
-brauð og kökur til Helgu
-tiltekt
-risastór strigi sem brátt fer á stofuvegg heimilis míns

-matarboð hjá Gulla og Ölmu í kvöld..vííííí

Wednesday, March 08, 2006

Að blogga í minningagreinastíl

Af því tilefni að Jens minn Tilsner er orðinn 29 ára og nálgast því brátt fertugsaldurinn, finnst mér við hæfi að minnast þeirra ára sem hann átti í blóma lífsins. Nú er lífsblómið að fölna og engin leið tilbaka!
Þegar okkar leiðir lágu saman í fyrsta sinn, náði þessi mikli öðlingur vel að fela fötlun sína, sem síðar átti eftir að verða honum fjötur um fót. Ég, í barnaskap mínum átti það til að biðja hann að segja álit sitt á förðun minni, fatavali eða öðru slíku og það gerði hann nokkuð skammlaust um hríð. Það var ekki fyrr en of seint að ég uppgötvaði að hann var litblindur og telst þar með til fatlaðra og má leggja í merkt stæði. Ég hins vegar sit eftir með sárt ennið, bleikan varalit og fjólublá pils...og hélt að ég væri töff!
Ekki er auðvelt að sjá hversu gamall Jens minn er, eða Héðinn eins og hann var að lokum nefndur.
-Líkamlega er hann ekki deginum eldri en 28 ára!
-Málfarslega gæti hann verið bekkjarbróðir Jónasar frá Hriflu
-Tannlæknaskýrslur sanna að stellið er varla ársgamalt, enda alltaf að byggja og bæta tanngarðinn
-Peningalega... koma tímar og koma ráð

Njóttu þeirra 29 ára sem eftir eru elskan mín og til lukku með daginn (upphafið á endinum;)

Gísli mágur minn og Gummi vinur eru líka afmælisbörn dagsins en þeir eru staddir ásamt Þráni og pabba í Englandi á Liverpool-leik.
Til hamingju!

Saturday, March 04, 2006


Thetta eru synir minir, �eir Hrollaugur Bosi og Jonas annar. Annar er prins � al�gum en hinn er bara vinur hans, ag�tur samt alveg! Posted by Picasa

Thursday, March 02, 2006

Mwuhahahahaha

Þessi hefur fundið leið til að sleppa við leiðinlegar bekkjarferðir fyrir lífstíð!