Tuesday, November 30, 2004

Allt að gerast

Maður skyldi ætla að hápunktur vikunnar hefði verið að tannbursta sig í sturtu...en það er sko aldeilis ekki. Það er allt að gerast!

(en svona án gríns, þá felst alveg sérstök hreinsun í því að tannbursta sig í sturtu, gæti vel orðið háð því að hafa vaskinn við hliðina á sturtunni)

Friday, November 26, 2004

Jólahlaðborð

Ég er að stelast aðeins frá núna, er í julefrokost á vistinni minni og oh my god!
Ég lenti við hliðina á Klaus, sem deilir með mér ísskáp (algjörlega gagnslausar upplýsingar fyrir ykkur, veit það). Við fórum að spjalla svona eins og maður gerir þegar maður þekkir ekki neinn og hann fór að segja mér hvaða gæludýr hann átti þegar hann var lítill! Hvað er það! Ég veit ekki hvað hann er að læra, hvaðan hann er eða hvað hann er gamall, en ég veit að hann átti hrút sem hét svartur (hann var svartur) svín sem hét svartur (það var líka svart) og kött sem hét svart/hvítur (hvernig haldiði að hann hafi verið á litinn...) jább, hann þurfti alltaf að segja mér hvernig dýrin voru á litinn, eins og ég hafi ekki fattað það á nöfnunum...(ok, ég vil ekki nein ljóskukomment í tengslum við þetta)
jæja, það er allt að verða vitlaust þarna niðri. Frír bar, fullt af mat og ég hangi bara í tölvunni!!!

Thursday, November 25, 2004

Dansi dansi dúkkan mín...

Í gær fór ég með Matthildi á danssýningu þar sem Halla og co komu, sáu og sigruðu.
Þær dönsuðu inni í boxhring og "slógust" í dansinum (...nei þetta var ekki leðjuglíma eða þannig...) rosa flott, en líka áhættusamt, enda komumst við að því seinna að eftir eina æfinguna þurfti Halla upp á slysó því hún fékk tvo putta í augað svo það komu tvær rispur á hornhimnuna. Við sötruðum rauðvín, átum osta og spjölluðum við dansarana eftir sýninguna, settumst svo aðeins inn á kaffihús á meðan við biðum eftir strætó og fórum svo bara heim.
Í dag fékk ég hælsæri á báða, sveik Matthildi um ræktarferð, hékk á netinu og hugsaði (það síðastnefnda kemur áberandi sjaldnast fyrir hjá undirritaðri)
Ég er mjög óviss um framtíðina, ekki tilbúin að verða stór
Matta

Wednesday, November 24, 2004

Dagbók

Það er orðið svo langt síðan ég heyrði í "fóstru" minni, henni Hröbbu, sem er að keppa með landsliðinu í handbolta í Póllandi, að þessi færsla verður tileinkuð henni.

Elsku Hrabba.
Til hamingju með jafnteflið..ég veit að maður spilar ekki til að vera með, maður spilar til að vinna, en þú varst markahæst og því kannski von á öðru "gullfallegu" úri eins og þú fékkst eftir frammistöðuna í Hollandi ;)
Viktoría er dugleg að borða hafragraut á morgnana og ég er ekkert búin að reyna við manninn þinn, enda kem ég yfirleitt heim eftir að hann er sofnaður og hann er farinn að vinna þegar við Viktoría vöknum...annars myndi ég pottþétt reyna við hann ;)
Hringrás reyndi að kæfa Evu, Lalla og íbúðina mína á Íslandi í reyk um daginn í stórbruna, en þau eru öll hörð af sér og sluppu með skrekkinn...spurning um að skella nokkrum hangilærum upp á vegg og nýta reykjarlyktina!
Á eftir er ég að fara að sjá frumsýninguna á dansverkinu hennar Höllu í Gran Teater með Diljá og Matthildi.
Kossar og knús
þín Matta

Tuesday, November 23, 2004

Viðbót í linkasafnið

Nú er ég búin að bæta tveimur nýjum linkum við á síðuna.

-Guðrún Sveins var með mér í ML en er núna búsett í Austurríki, þess vegna sjáumst við ekki næstum nógu oft, en ég ætla að fylgjast með blogginu hennar...og þið líka!
-Eva er yndisleg, leigir íbúðina mína, er úr Hveragerði og einn sá besti penni sem um getur...tékkið bara

Saturday, November 20, 2004

Síðan síðast hef ég séð:

-Karlsvagninn
-gamlan mann í strætó, æla smá eftir heiftarlegt hóstakast
-5 kassa af bjór, bongótrommur, jurtir og fótboltaspil í partýi í rosalegri íbúð
-það allra heilagasta á Emil í Kaos Pilot eftir að hafa gengið inn á hann á klósettinu
-fulla konu, öskra svo á dauðhrætt barnið sitt, að minnstu munaði að ég tæki það í faðminn og hlypi með það í burtu
-hvað það er gaman að syngja með Viktoríu á leiðinni á leikskólann
-rosalega þægt, lítið afmælisbarn sem sat á Pizza Hut
-MTv verðlaunahátíðina
-og fundið hvað ég á frábæra fjölskyldu
-líkamsræktarstöðina á Vesturgötu
-að það er bara eitt hlaupabretti í ræktinni en milljón hjól (hvað er þetta með dani og hjól!!)
-heilan skóla, ærast af fögnuði eftir að skólastjórinn kom með mikilvæga tilkynningu
-hvað laun heimsins geta verið löðrandi í vanþakklæti
-hvernig hvítvínsblautar sokkabuxurnar mínar frusu við fótleggina á augnabliki
-hlýju úlpuna mína, en ákveðið svo að fara í þunnum jakka og séð eftir því allt kvöldið
-gamla þætti með Radíusbræðrum og Tvíhöfða
-gítarbúðina sem hefur að geyma framtíðar gítarinn minn
-fyrir mér hvað verður erfitt að koma framtíðar gítarnum mínum heim til Íslands þegar ég flyt
-barþjóninn minn
-hvað það er auðvelt að láta drauma sína rætast, ef maður hellir sér bara í það
-bréf sem amma mín skrifaði til mín
-rúmið mitt í hyllingum
-hendur mínar á stýri og fót minn á bensíngjöf á flottasta bílnum í danaveldi (jámm keyrði drossíuna þeirra Hröbbu og Viktors)
-að þó ég borði vini mína er ekki þar með sagt að ég þurfi að borða sjálfa mig..og í framhaldi af því ákveðið að gera tilraun nr 100 að hætta að naga neglurnar
-að harðsperrur í fótleggjum fá mann til að ganga eins og Bridget Jones í þröngum kjól
-jólagjöfina hans Jökuls frænda í blaði og ákveðið að þó ég þurfi að selja sál mína, mun ég kaupa þessa gjöf
-hvað tíminn líður algjörlega eftir skapi manns

Monday, November 15, 2004

Síðustu dagar

...hafa verið góðir.

Á fimmtudag: Matarboð hjá Möttu og Stulla þar sem við Arndís og Diljá fengum 3. rétta máltíð, skáluðum og spjölluðum frameftir. Skelltum okkur svo aðeins í bæinn.

Á föstudag: Fórum við Arndís til Köben. Lentum á þögla svæðinu í lestinni...áskorun!
Við komumst þó klakklaust og ótalandi frá lestinni þar sem Kevin kynbomba tók á móti okkur. Hjólhesturinn hans Kidda varð burðardýr fyrir farangur Arndísar sem tvöfaldaðist og rúmlega það við komuna til Danmerkur. Við rákumst á Birnu og Pétur á leiðinni. Þegar við höfðum öll púðrað okkur og varalitað, kíktum við í bæinn og fyrsti sem við hittum þar var Benni hinn (bremsulausi). Hann er að taka master í sálfræði. Þar sem fleiri en 2 ML-ingar koma saman, þar er stuð...en við fórum samt fljótlega heim.

Á laugardag: Var verslað. Arndís þurfti að kaupa tösku undir allan farangurinn sinn sem var að sprengja gömlu töskuna. Við smeygðum okkur inn á kaffihús til að skrifa nokkur póstkort, en skundumðum út, tveimur klukkutímum og þremur bjórum seinna, veifandi póstkorti á smámælsku (þmámælþku). Við hittum íslenskar stelpur sem við könnumst við, inni á kaffihúsinu og Arndís átti aldursspurningu dagsins!
Snædrottningin Íris bauð okkur svo í köku og jólaglögg heim til sín og Kára og Stígur vinur þeirra kom líka. Stígur er dani og þegar hann leit yfir borðið eftir kökuveisluna og sá að borðið var hlaðið bjórum af öllum stærðum og gerðum, andvarpaði hann út úr sér að hann væri greinilega í kaffiboði með íslendingum...!
Við íslendingarnir fórum svo í tívolíið sem er æðislega jólalegt og skemmtilegt núna. Við fórum í rússíbanann og svo bauð starfsfólkið okkur í annað tæki því það var búið að loka miðasölunni og okkur langaði svoooo að fara í eitt tæki í viðbót. Það var brjálæðislega gaman!
Hittum svo Diljá, Bjarka ofl á skemmtistað en kvöldið endaði með snilldartöktum Arndísar og Diljáar á Samsbar þar sem þær trylltu lýðinn með karókíútgáfu af Elvislagi.

Á sunnudag: Fór Arndís. Við Héðinn sötruðum kaffi latte í rúminu og spjölluðum fram á dag. Svo hittum við Diljá og fórum að flottasta kaffihúsið í öllum heiminum Roberts kaffee. Á leiðinni heim með lestinni horfðum við Diljá á dvd og ég var komin heim seint í gærkvöld.

Í dag: Verð ég að lesa eins og vindurinn því það er skóli á morgun.

Pæling

Ætli það séu margir mastersnemar sem eiga fleiri glimmersprey í hárið, en skólabækur?

Wednesday, November 10, 2004

Århus á miðvikudegi

Á sunnudagskvöldið fóru Íris og Héðinn heim, í dag fór Hlédís en ég hef Arndísina mína hjá mér ennþá sem betur fer. Það er samt alltaf skrítið þegar e-h fer.
Við frænkurnar fórum með strætó á lestarstöðina og þar sem ég bý rétt hjá tyrkjahverfinu í Brabrand er oft margt um innflytjendur í strætóum. Fimm strákar á tvítugsaldri æddu inn í strætóinn á einni stoppistöðinni og létu eins og þeir ættu svæðið. Þeir fóru að tala við okkur og þegar við sýndum þeim ekki áhuga og nenntum ekki að svara nærgöngulum spurningum, fóru þeir að kalla okkur öllum illum nöfnum og hrækja á okkur. Við létum þá í okkur heyra og ýttum einum niður í sætið þegar hann ætlaði að rjúka á okkur. Gamall maður sem sat á milli okkar og strákanna, horfði afsakandi á okkur með tárin í augunum. Eftir að við fórum úr strætó, eltu þeir okkur í smá stund, en hættu því svo sem betur fer. Ég er ekki hissa á að strætóbílstjórarnir neiti algjörlega að hafa afskipti af farþegunum. Sumir reykja í strætóunum, slást og láta illa. Ég þoli ekki svona, ég er að borga offjár í skóla og sit á löngum fyrirlestrum um þennan innflytjendavanda dana, er með harðsperrur af því að taka endalaust upp hanskann fyrir þá, og þarf svo að berjast við að dæma ekki allan hópinn af endalausum vitleysingum. Úfff.
Við Arndís fórum í mat til Diljáar eftir að Hlédís fór. Takk og aftur takk elsku Diljá mín fyrir það, rosa gott og skemmtilegar umræður.
Á morgun er það matur hjá Matthildi minni og Stulla og svo skellum við Arndís okkur til Köben að hitta Hésann okkar og þar verður líka Diljá.
Takk fyrir!

Monday, November 08, 2004

Líf og fjör

Smá lífsmark héðan...
Á föstudaginn kom jólabjórinn og ég drakk hann!
Á laugardaginn fórum við Arndís, Hlédís og Héðinn með leigubílstjóra dauðans, sem náði að segja okkur allt um vinnuna sína á korteri, keyra á öfugum vegarhelmingi, villast og gleyma að setja mælinn í gang. Við mættum svo allt of seint í diskópartý ársins og þurftum að semja leikrit í refsiskyni. Ég hef ekki verið með vængi og túberað hár í mörg ár, en þarna var það töff...gerviaugnhár, glimmer og pallíettubelti og málið var dautt! Fólk var flest metnaðarfullt í búningavali en minna að spá í að vera töff, þetta var með skemmtilegri skemmtunum sem ég hef farið á.
Ítalskur veitingastaður í Árósum á núna regnhlífina mína og trefilinn hennar Hlédísar.
Í dag borðaði ég kengúru og krókódíl á áströlskum veitingastað með Arndísi, Hlédísi og Diljá, en Matthildur fékk sér bara kakó því hún fékk sér cheerios í kvöld (heilög stund, fæst nefninlega ekki í Dk).
Við frænkurnar tókum Strikið með trompi og Dísirnar versluðu föt sem duga sennilega fyrir miðlungsstóran ættbálk í Afríku.
Stefnan er tekin á Köben um helgina þar sem við Arndís ætlum að fara á kostum með Héðni, Diljá ofl.
Hlédís fer á miðvikudaginn :(


Wednesday, November 03, 2004

Útlit og orðabækur

Í gær fór ég til Diljáar þar sem hún lá á sjúkrabeði heima hjá sér og gat ekki hreyft sig. Eftir samtöl við læknanema og hjúkkur víðs vegar um heiminn, ákváðum við sjúkrahúshræddu nýju bestu vinkonurnar að skella okkur með leigubíl á skadestuen. Tvær orðabækur voru með í för..ensk og dönsk til að við gætum sagt botnlangi skammlaust. En þegar við vorum að bíða eftir leigubílnum, hvarf verkurinn og við gerðum nýtt útlit á síðuna mína í staðinn (eða Diljá aðallega)..og þurftum engar orðabækur við það.