Tuesday, September 18, 2007

Haust

Rjómi þjóðarinnar, yndislega fólk, takk fyrir kommentin, skeytin, símtölin, sms-in og allar fallegu hugsanirnar í vikunni.
Þetta hefur verið erfið vika, þið hafið gert okkur hana auðveldari.
Nú tekur amstur hversdagsins við eins og alltaf.
Á haustin fæ ég alltaf smá sinnep í afturendann (ekki bókstaflega samt, þó hægt sé að túlka þetta skítugt;) og langar að breyta eitthvað. Burt með kríunum eða lóunni, gera eitthvað nýtt. Ásdís er búin með ritgerðina og kemur bráðum heim, vííí, Hlédís sennilega að flytja í bæinn, Helga orðin skólastelpa, Vigdís komin til London, Arndís að fjölga mannkyninu... Þar sem ég er enn að kenna og það ekkert alveg að fara að breytast, höfum við Gunni ákveðið að rústa baðherbergi þriðju hæðarinnar á Laugarnesvegi 118, taka allt út og setja nýtt inn. Kominn tími á það, en á ég þó eftir að sakna bláu málningaflyksanna sem fylgja manni undir ilinni eftir hverja sturtuferð (blámálning baðkarsins er afleiðing framtaksseminnar eitt haustið...roðn).

Sunday, September 02, 2007

Héðinn er lentur...


...og verður í sólarhring á landinu svo hver mínúta er vel nýtt, vííííí...

Saturday, September 01, 2007

Sæunn Ósk...


...og hinir snillingarnir í Unique hár og spa eru þátttakendur í Ísmóti 2007!
Þar keppa þau um Stofu ársins, hársnyrti og hártísku ársins. Það er í okkar almúgans höndum að koma þessum dugnaðarforkum áfram! Hægt er að hringja í s. 900 2040 og velja 305 fyrir stofu ársins, 110 fyrir hársnyrti ársins og 116 fyrir hártískuna. Síminn er opinn til kl 15 á morgun.
Áfram Sæunn!!!