Wednesday, October 08, 2008

Mig óraði ekki fyrir því í dag...

... að ég ætti eftir að aðstoða háaldraða og alzheimersveika ömmu mína við að mæla breidd stofugluggans hennar til að staðfesta þann grun hennar að mávurinn sem skeit á gluggann fyrir mánuði hafi hitt nákvæmlega í miðjuna.

Hann hitti akkúrat og amma kættist!

Lífið er ljúft

Af því að mér leið soldið svona í morgun...

Fór ég á hjóli í vinnuna.
Þegar ég var hálfnuð, ætlaði ég að spýta í lófana og auka ferðina, skipti um gír og ætlaði að rykkja mér á meiri ferð, þá datt helv....keðjan af í þessum látum og ég fór næstum hring framúr hjólinu.

Ég slapp í þetta sinn, en teymdi hjólið restina og mætti of seint í vinnuna

arg.

Friday, October 03, 2008

Skyggnigáfa!?!!?

Ég vissi alveg að brátt myndi draga til tíðinda hjá Glitni...

Í síðustu viku, þrjá morgna í röð, stóð morgungulrótin í mér, akkúrat þegar ég keyrði framhjá höfuðstöðvunum á Kirkjusandi á leiðinni í vinnuna... án gríns!
Enda var ég fljót að skipta gulrótunum út fyrir súkkulaði sem bráðnar í munninum.

Kannski þyrfti Aron Pálmi ekki að safna dósum í dag, ef ég hefði hlustað á musteri mitt og reynt að vara hann við hræringum í fjármálaheiminum.