Monday, October 30, 2006

Þessar litlu prinsessur...


...voru aðal ástæða þess að við Gunnar skelltum okkur til Víkur í Mýrdal um helgina.
Auk þess að knúsast í þessum krúttum fórum við í bíltúra, skoðuðum fiskeldi, útivistarsvæði, norðurljós og "leirdúfuskitteríuðumst" í fjörunni...jább er ekki frá því að ég sé að fullorðnast!

Wednesday, October 25, 2006

Hann Valdi koppasali...


...náði ekki upp á nef sér (enda vænn sultardropi á nefi hans) þegar hann komst að því í dag, að stundum notaði ég hjólkoppa úr Öskjuhlíðinni í föndur. "Ffffffföööndur".. voru viðbrögð hans og hann hrækti orðinu útúr sér (sultardropinn small í mölina við fætur mér). Samviskubitið hríslaðist um mig og ég lofaði sjálfri mér að safna þeim heillegu hjólkoppum sem á vegi mínum verða í framtíðinni og bæta í safnið hans Valda. Valdi vinur minn sagði að fólk væri eiginlega hætt að koma til hans, og nánast enginn hringdi núorðið. Hann er þó búinn að setja upp stórt skilti við veginn með símanúmerinu sínu (svo leit hann á símann svona til að tékka hvort væri nokkuð missed call síðan hann tékkaði síðast). Að lokum spurði hann mig hvort ég hefði nokkuð hent einhverntíman hjólkopp frá árinu 1950, hvort ég hefði gaman að fornbílum, sest upp í slíkan bíl eða þekkti e-h sem hefði áhuga á gömlum bílum, en áður en ég náði að svara, strunsaði hann í burtu, ákveðinn í að eyða ekki fleiri orðum í manneskju sem notar stundum hjólkoppa í föndur...FFFFFÖÖNDUR (hnuss)!

Monday, October 23, 2006

There is a crack in my wall


Þegar ég gekk út úr KBbanka í fyrra, mörgum peningum fátækari, datt mér ekki í hug að það yrði minn bani. Eða þeas það sem ég keypti fyrir þennan pening er að drepa mig. Hér fyrir utan eru pólskir iðnaðarmenn öllum stundum (og þá meina ég öllum stundum) að bora, pússa og saga. Já þeir eru á samning að gera bara e-h sem heyrist hátt í!
Það er hreinlega eins og þeir geri ekki ráð fyrir að fólk (ég) þarf sinn svefn á daginn. Arndís og Ási sem búa hér hjá mér þessa dagana, eru svefnlaus á næturvöktum því kyrrlátara er að leggja sig á umferðareyju á Miklubrautinni en inní svefnherbergi á Laugarnesveginum!
Pabbi kíkti við í dag, settist inní stofu og við þurftum að kallast á þó við sætum hlið við hlið! Hann tilkynnti fljótlega að hann ætlaði ekki að vera lengi í heimsókn.
Hlésin mín tók eftir sprungu eftir endilöngum stofuveggnum sem læddi sér áfram með stigmagnandi hávaða að utan. Jább allt lítur út fyrir að blokkin mín verði nokkuð vel pússuð og fín að utan, en allar líkur eru á því að hún innihaldi svefnlaust fólk með bauga og sprungna veggi að innan!

Saturday, October 21, 2006

Pizza

Eins og þið vitið mörg, eyði ég síður en svo öllum mínum frítíma í eldhúsinu. Ég elda nánast aldrei! En í vikunni ákvað ég að nóg væri komið og langaði að prófa mig áfram í eldhúsinu. Ég fékk pizzauppskrift hjá heimilisfræðikennaranum á vinnustað mínum og nú ætlaði ég sko að elda pizzu fyrir minn kæra.
Þegar ég var að ljúka við botninn áttaði ég mig á því að þarna stæði ég, kófsveitt í eldhúsinu og bisaði við pizzauppskrift fyrir þroskahefta!!!
Ég var með hveiti í hárinu :-/
-Þá mundi ég ástæðu þess að Eldsmiðjan er á speed dial hjá mér-

Thursday, October 19, 2006

Hún Joð mín...


...á afmæli í dag! Hún er tuttuguogníuára stelpan einsogekkertsé!
Á næsta ári verður hún þrítug tveggja barna móðir ;)

Til hamingju elsku Júlían mín ég hrópa ferfalt húrra fyrir þér þegar ég keyri framhjá blokkinni þinni næst!

Wednesday, October 18, 2006

Veit einhver

hvað þýðir að vera með böggum hildar??
Þar til ég fæ þýðinguna ætla ég að reyna að koma þessu orðatiltæki fyrir í tali mínu hvenær sem þess er kostur!

P.s einn töff fréttamaður sagði handvömm í sjöfréttunum í gær (ég er stolt af þér Hési minn :)

Monday, October 16, 2006

Jamm og já...

Einu sinni átti Héðinn vini sem blogguðu, og einu sinni átti hann vini sem gerðu út á það að vera fullorðin börn! Ég týndi bloggandanum með kólnandi veðri. Finn hann ekki aftur og af sömu ástæðu og að betra sé autt rúm en illa skipað, er betri auð síða en illa orðuð, ekki satt??!
Þrátt fyrir bloggleysi undanfarið, hefur gengið á ýmsu í mínu lífi sem og annarra á þessum mánuði.
-Fyrst og fremst eignuðust Þráinn minn og Æsan mín gullfallega og fullkomna dóttur 5.október. Sökum endalausra tækniörðugleika get ég ekki sett mynd af prinsessunni á bloggið núna, en ég bæti úr því síðar
-Þórhildur mín yfirgaf Ísland og hélt út í heim á ný. Ég sakna hennar.
-Ömmurnar hittust og byrjuðu kvöldið nokkuð siðfágaðar...



-...en það hélst ekki lengi





-Ragnhildur stóra syssin mín varð árinu eldri
-Vilborg eignaðist prinsinn Magnús Dag og ku hann vera hinn mesti sjarmur
-Ég fór að taka olíu á einni bensínstöð borgarinnar. Þar lét gamall karl olíu á bílinn minn með ánægju, en okkur brá sennilega báðum jafn mikið þegar kerlan sem virtist í fyrstu vera rétt og slétt kassadama, reyndist vera verslunarstjóri dauðans sem fullyrti að sá gamli hefði yfirfyllt bílinn minn af olíu, lét hann tékka aftur á mælingunni og fór svo sjálf yfir þetta allt saman. Það hlakkaði í mér þegar í ljós kom að karlgreyið hafði hárrétt fyrir sér. Kellunni var ekki eins skemmt.
-Nú á ég son í Afríku



-Sigga landbúnaðarráðuneytisgella er guðmóðir hans og sér um að myndir af honum séu í veskinu mínu. Einnig hefur hún uppi áform um að sjá um trúarlegt uppeldi hans með aðstoð bréfdúfna og reykmerkja
-Í kennslustund í dag, þegar ég var að kenna nemendum mínum muninn á sjálfráðum og ósjálfráðum taugaboðum, vildi ég koma þeim í skilning um að það að "veifa" væri sjálfráð taugaboð. (Ég sagði) Dæmi: Ef þið eruð að labba eftir gangstétt og ég kem gangandi hinu megin við götuna, hvað gerið þið þá (handviss að allir myndu svara í kór "VEIFA")..þegar gellur í einum "HLAUPA Í BURTU"...ég sá þetta ekki alveg koma :-/
-Dillzið mitt er komið til landsins og ég hlakka svoo til að sjá hana
-Syssin mín er í framboði með tilheyrandi ferðalögum og því hef ég tekið að mér að sjá um börn og bú í staðarsveitinni þegar ég kem því við.. þá baka ég og sýni á mér hliðar sem fólk (þar með talið ég) vissi ekki að ég ætti til!
-Ásdísin mín er farin til London en ég mun hitta hana eftir 17 daga og get ég vart beðið...London here i come!!!
-Hlédís og Sigrún djásnin mín urðu 8 hvolpa mæður í síðustu viku og þar eru á ferð flottustu og krúttlegustu dýr á jarðríki




-Ég er orðin 270 cm á hæð ef meðtaldar eru málningaflyksurnar sem þrýstast undir skóna mína þegar ég stíg út fyrir blokkarinnar dyr. Ég get svarið að háþrýstiþvottakarlinn reyndi að hitta mig um daginn þegar ég þaut út í bíl!
-Og nú er annað augað í mér farið að renna til af þreytu
Takk fyrir að lesa mig enn..