Saturday, April 30, 2005

Það er ekki ólíklegt

að það myndi fjúka ponku lítið í mig ef ég væri í sporum þessarar aumingja konu!

Best af öllu er í heimi einn að búa í ...!

Ég fékk þetta sms frá góðum vini mínum um daginn:
Einn ég sit og sauma, inni í litlu húsi, með rauðvínsglas í hendi, enginn kemur að sjá mig, nema litla.... paddan, sem ég var að kremja á eldhúsborðinu...

Ég rak mig á þá staðreynd að það er alveg fullreynt með mig og e-h stórmyndir sem sópa að sér verðlaunum. Ég vil bara horfa á hryllingsmyndir eða ekta amerískar formúlumyndir sem helst eru allar eins...já ég fíla ekki Sideways!!!

Ef verðurfræðingarnir hérna reynast sannspáir verður 20 stiga hiti á morgun. Ég ætla hins vegar að senda mína heitu strauma til Þráins míns sem er að fara í uppskurð og svo ætla ég að senda restina á Stulla og Robba sem eru að fara að keppa á morgun...Áfram Århus!!!

Thursday, April 28, 2005

Eg get ekki...

..hlustað á tónlist og samið ljóð til áttræðar ömmu minnar á sama tíma. Spurning um að slökkva á útvarpinu!

Vilborg

Hún Vilborg kemur til Árósa á mánudaginn til að heimsækja okkur Evu Sonju. Vilborg er um þessar mundir í Köben að keppa í e-h íþróttagreinum fyrir hönd lögreglunnar (eða lögregluskólans) og ætlar svo að koma til okkar.
Ég hlakka til!

Tuesday, April 26, 2005

Hvað er að ske!

Það hefur margt gerst eða "skeð" hér í Danmörku síðan síðasta blogg leit dagsins ljós, enda muna elstu menn varla hvenær ég bloggaði síðast. Því hef ég ákveðið, öllum að óvörum, að taka upptalninguna á þetta!

Frá því ég bloggaði síðast hef ég:
-villst í Horsens og fundist öll hús líta út fyrir að geta verið lestarstöðin
-horft þrisvar sinnum í röð á Söngvaborg 3
-farið í stóran íþróttasal sem er fullur af trampólínum og íslendingum að hoppa..!
-útskýrt hrakfallasögu á ensku, með dönskuslettum
-farið í margréttað afmælishlaðborð til Evu Sonju ásamt læknanemum og vil ég meina að ég geti farið beint á kandídatsárið, ég lærði svo mikið í læknisfræði við matarborðið.
-lært sænskan drykkjuleik með munninn fullan af íslensku brennivíni
-farið í sólgleraugnaafmæli hjá Ástu
-hitt Kiddann minn
-séð íslenska vinkonu mína tilkynna tveimur lögregluþjónum að hún sé með kynfærin á bakinu
-lært að joggla með þremur boltum
-fengið grillaðar nautalundir a la Viktor Hólm
-gleymt myndavélinni minni heima hjá Hröbbu og Viktori
-...og í framhaldi af því efast stórlega um geðheilsu Hröbbu minnar, Viktors, Tinnu og Dadda, dæmi hver fyrir sig hér!
-eftir að hafa skoðað myndirnar (líka þær ritskoðuðu),þá hef ég lært að þekkja Dadda út frá öðrum líkamshlutum en andlitinu ;)
-náð forystu í tveggjamannakapalkeppni okkar Hröbbu
-boðið Dísinni litlu í sirkus
-og séð "Litla kall" hestinn hennar Línu Langsokk leggjast upp í rúm og breiða yfir haus þangað til lítill hundur kom hlaupandi með risastóra vekjaraklukku til að vekja hann (er það bara ég eða eru sirkusatriði að verða súrrealískari með árunum?!)
-horft á Viktoríu Dís og Huldu á fílsbaki og langað líka...
-séð lítinn gaur fara þrefalt heljarstökk, bundinn með báða fætur við mjóa járnstöng
-aftur fengið topp, eftir að Kiddi sæti klippari réðst á hárið á mér
-eldað fyrir fósturfjölskyldu mína
-Pantað mér ferð til Parísar ásamt Héðni mínum, þar sem við munum mála borgina eldrauða í maí
-hryggbrotið fertugan afrískan leigubílstjóra sem vildi fá símanúmerið mitt upp í leigubílakostnað, ásamt því að hafa mikinn áhuga á Íslandi og hjónaböndum íslendinga og afríkubúa...!
-fundist hún Þórhildur mín vera svo langt í burtu en talað samt við hana á hverju kvöldi (eða nóttu) þegar nýr dagur er að byrja hjá henni í Ástralíu
-orðið fyrir dúfu
-legið í sólbaði
-hlakkað til að flytja heim til Íslands

Wednesday, April 20, 2005

Linkar

Bætti við nokkrum linkum og tók líka nokkra letibloggara út. Sigurjón, Iða og Guðrún voru öll með mér í ML fyrir nokkrum árum. Eðal fólk og skemmtilegir bloggarar þó þau séu misdugleg að blogga...

Horsens

Á morgun...eða réttara sagt eftir fjóra klukkutíma er ég að fara til Horsens til hennar Tinnu minnar, Dadda og Emelíu. Ég ætla að hjálpa þeim hjúum með prinsessuna sem er nú veik. Annað kvöld er svo matarboð hjá Evu Sonju!
Kannski get ég bloggað meira á morgun, kannski eftir nokkra daga, eða bara alls ekki...talvan á eftir að ákveða það. Hún gerir það aldrei með fyrirvara!
Þar til næst

Afmælisbarn morgundagsins...

Á morgun, 21. apríl á mamma mín, Margrét Magnúsdóttir afmæli. Til hamingju elsku mamman mín með daginn, ég ætla að hugsa vel og vandlega til þín á morgun (sem og reyndar alla aðra daga).
Fyrir þig ætla ég að koma með tilvitnun í fóstbræður:
"Mammaaa, þú er mamma mín, mammaaa þú ert sæt og fín, ég er rúsínubollan þín, þú ert uppáhalds mamma mín!"

Óþroski

er það óþroski að gefast upp á að horfa á Million Dollar Baby og vilja frekar sjá Shark Tale?
er það óþroski að vilja slást í hóp með 3 ára frænku sinni sem er að beygja sig og teygja til að heyra sinn eigin hjartslátt
er það óþroski að vilja frekar fara í sirkus en djamma á laugardegi
er það óþroski að fá sér kókómjólk í staðin fyrir kaffi
...eða er maður bara að viðhalda barninu í sjálfum sér?

Afmælisbörn 19.apríl...

eru þær:
Ásta; hún er að læra læknisfærði hér í Árósum og var 24 ára stúlkan. Hún hefur oft komið mér til hjálpar hér í útlandinu og er alger gullmoli. Til hamingju Ásta mín.
Björkin mín; Björk er 7 ára gömul "dóttir" mín. Hún á í mér hvert einasta bein og ég á amk nokkrar tær í henni og spékoppinn! Hún getur breytt dimmu í dagsljós. Til hamingju með daginn besta mín!

Monday, April 18, 2005

Hugsa alltaf til....

...bestu mömmunnar og ömmunnar í öllum heiminum, ömmu Möxu, þegar ég finn lykt af nýslegnu grasi. Við komumst alltaf í svo mikið grillstuð þegar við erum búnar að slá. Vildi að þú værir hér hjá mér mamma, sól og sumar í Dk.

Sunday, April 17, 2005

Afmælisbarnið í dag...

er hún Eva Sonja læknanemi hér í Árósum. Hún er 27 í dag kvensan sú og vil ég óska henni hjartanlega til hamingju með það...Til hamingju Eva mín.

Siminn fundinn!

Síminn minn beið eftir mér á Römer þar sem ég hafði óvart skilið hann eftir. Ánægjulegt og gott að vera aftur í sambandi.
Takk Hlédís mín fyrir skjót viðbrögð í kommentinu. Gaman að fá lífsmark frá þér Sigu(r)jón minn!
Brjáluð blíða hér, ekki til neins að hanga inni.
Bæjó

Saturday, April 16, 2005

Ég er ekki ánægð...

með að vera komin í 1.deildina hjá fósturforeldrum mínum og stefni á að taka mig á og komast í úrvalsdeildina á ný!

Þá er það komið á hreint!

Ég á eftir að eignast tvo stráka samkvæmt vísindalegum áreiðanleika Hröbbu. Kann einhver að komast að því hvað þeir muni heita svo ég þurfi ekki að láta neitt koma mér á óvart í þessum efnum..hehe.
Allt fínt að frétta héðan. Skóli síðustu tvo daga og sól og blíða. Í gær fór ég í sakleysi mínu með Matthildi í búðarrölt. Við settumst svo út í blíðuna og fengum okkur að borða en enduðum svo óvænt á skrallinu þar sem við kynntumst tískuljósmyndurum sem eru hér á e-h tískuhelgi í Árósum. Þetta var rosa fjör sem endaði með því að ég týndi símanum mínum...og ég man engin símanúmer svo nú er bara að ganga í hús og safna aftur símanúmerum ykkar, lesendur góðir.
Helstu fréttirnar héðan eru þær að Hrabba, Viktor og Viktoría hafa ákveðið að vera áfram hér í Dk, Hrabba er búin að skrifa undir samning og eru allir kátir og glaðir með það.
Kamilla og Svanhvít eru í inntökuprófum í KaosPilot skólanum alla helgina og sér maður þær varla. Það er von í kvöld því þá er e-h rosa skrall eftir strembna törn.
Ég læt vita þegar ég er komin með nýjan síma, eða ef ég finn minn.

Monday, April 11, 2005

Skriðin úr blogghýði Íslandsfararinnar!

Ísland var...
-afmæli
-ferð með Arndísi og Hlédísi frá miðbæ Reykjavíkur upp á slysó þar sem partýið hélt áfram...
-háhæluð rúskinnsstígvél
-nýfædd börn
-Matta sorglega stóra frænka sem hélt áfram að perla löngu eftir að Katla litla var hætt að nenna...
-afi sem trúði mér fyrir því að hann væri til í að vera kóngur en leiddist löng tónverk
-óléttur, ókunnugur starfsmaður fasteignasölu sem fletti upp um sig og fór að sína okkur Arndísi bumbuna...
-páfinn sem dó á meðan Þráinn beið eftir mér í klukkutíma fyrir utan fasteignasöluna
-Bobby Fisher þema í Bifrastarpartýi
-ógerð skattaskýrsla
-Sesarsalöt á Vegamótum
-101 árs gömul langamma sem kallaði mig ítrekað Stefaníu
-Vinir vors og blóma
-saumó
-sundferðir
-Grótturúntur
-útafakstur á Hellisheiði
-Björgunarsveit
-móð Matthea sem rétt svo náði flugi vegna útafakstursins...

Danmörk er...
-heitari en Ísland um þessar mundir
-Þuríður þvagleki, Dollý tvítóla og Málfríður Reykhás á útopnu á Laundromat (allt eru þetta teiknaðar persónur á hnefa eigenda sinna og eru því órjúfanlegur hluti af Möttu, Þóri og Kidda)
-leiknir sketsar á myndavélina hans Kidda þar sem Þuríður þvagleki reynir að dulbúast svo Dollý ætlar varla að þekkja hana...
-Matta og Kiddi að fara yfirum af hlátri á meðan leiknu atriðin fóru fram á meðan Héðni (Gunther) stekkur varla bros
-fyndnir vinir sem fylla jakkavasa vinkonu sinnar af smokkum þegar hún skreppur frá...og þegar ég segi fylla, þá meina ég fylla!
-par sem notaði mjög svo erótískar aðferðir við að drekka Tequila uppi á barborði
-gönguferð dauðans milli búða í leit að jakka sem á að gefa til kynna að eigandinn sé sjálfstæður, ákveðinn þó ekki frekur, flottur samt ekki spari, á lausu þó ekki þurfandi, gáfaður þó ekki yfirborðslegur...
-strætóferð uppi í tveggja hæða strætó
-balblaallablblala... (langsóttur einkahúmor sem felst í því að geta ekki skrifað bla bla bla...)