Wednesday, September 29, 2004

Manudur ad baki...

...nu er manudur sidan eg kom til Danmerkur i theim tilgangi ad læra, kynnast folki, tungumali ofl ofl. Margt hefur gerst, bædi prenthæft of oprenthæft og thvi ætla eg ad lata upptalningu nægja i bili.
Sidan eg bloggadi sidast hef eg:

-Sott um kennitølu
-Keypt tvo dansandi hamstra
-Farid til Køben med Asdisi
-Hitt Thoru og Guggu
-Tekid mynd af vaxmynd sem er ad taka mynd
-Sofnad med tha tilfinningu ad bjalla se ad skrida a koddanum minum
-Gist i ruminu hans Hedins
-Heyrt Asdisi segja ad hun hafi stigid i hundaskit um midja nott
-Gefid ødrum heilrædi vardandi sambønd (!!!)
-Latid mer detta i hug ad teikna yfirvaraskegg a Asdisi og Hedinn a medan thau sofa
-Gratid i 2 klst samfleitt
-Horft a konu med belti i stad ennisbands og hugsad hvad hun se flippud
-Fengid smokk med Jagermasterbragdi
-Stadid i lest a reyksvædi i tæpa 2 klukkutima
-Langad ad hætta i skolanum en talad vid kennarann minn og gengid ut med lykil ad skrifstofu sem eg ma deila med stelpu fra Lithaen
-Sagt "Hvad!"
-Setid vid Nyhøfn og hlustad a harmonikkuleik
-Talad vid Evu og Astu
-Sed dufu fljuga a tvær rudur
-Hitt Olav Veigar og Hauk i Strædet
-Fundist vænt um manneskjur
-Farid i tungumalaskolann med Dilja meirihattar!
-Lidid eins og eg se med allar ahyggjur heimsins, stadsettar i maganum
-Heimsott Møttu i nyju ibudina theirra Stulla
-Passad Viktoriu
-Fest i lyftu
-Fyllst af outskyranlegri gledi
-Drukkid kaffi latte
-Lesid moggann
-Samid fornislenskan texta a postkort asamt Asdisi
-Unnid tveggja manna kapal
-Tapad tveggja manna kapli
-Lesid kenningar a dønsku
-Horfst i augu vid erfidar adstædur!

Ekki meira i bili

Monday, September 20, 2004

Helgin...

...var alveg frábær.
Héðinn kom til mín á fimmtudaginn. Hann vann mig í 3 snókerleikjum, við horfðum á Friends, hlógum og flissuðum. Á föstudaginn kíktum við í verslunarmiðstöðina með Hröbbu og Möttu og svo í bæinn með Möttu þegar Hrabban okkar var farin á æfingu. Ásdís kom svo með lestinni um miðnætti og eftir að hafa hent dótinu hennar heim fórum við að hitta Bjarna og Frímann á kaffihúsi.
Á laugardeginum fórum við á handboltaleik Århus-Kaupmannahöfn þar sem Hrabba fór á kostum. Það dugði því miður ekki til og okkar lið rétt tapaði með 2 mörkum. Þetta var fyrsti handboltaleikurinn hans Hésa og ég sá útundan mér þegar hann missti kúlið á köflum. Skríkti af vonbrigðum þegar hinar skoruðu og ískraði þegar hann var ósáttur með dóminn. Ég hins vegar var löngu búin að missa það og æpti dimmum rómi þegar ég var ósátt...ætli Ásdís hafi ekki komið best út í samanburði..!
Um kvöldið fórum við út að borða, á pöbb, hittum Bjarna og Frímann, týndum regnhlíf, hittum Diljá frábæru, fórum í brjálað partý með DJ, bar og fullt fullt af fólki, dönsuðum upp við norðmann, fórum á Train, hittum Hröbbu, Viktor, Möttu, Stulla, Svölu, Robert ofl. Komum heim undir morgun!
Morgundagurinn var í rólegri kantinum, sváfum frameftir...ég tapaði 2 snókerleikjum á móti Héðni, fengum okkur kaffi með Bjarna og Frímanni, horfðum á Friends og flissuðum.
Í dag fór Héðinn til Köben, við Ásdís erum búnar að spila, lesa, leggja okkur og borða nammi, úti er rigning og rok.
Samt er gaman

Thursday, September 16, 2004

Skyjum ofar!

Ef tid viljid vita hvernig tad er ad rølta um a rosraudu glediskyi, tha skulid til lesa lengra...

Hedinn storborgari er mættur i sveitasæluna i Århus, kom adan med lestinni fra Køben. Tha spenntist nu brosvødvinn hja mer, tvi tad vill svo til ad mer finnst svakalega gaman ad umgangast Hedinn. Eg helt ad dagurinn gæti ekki ordid betri tegar eg fekk simtal fra konunni minni (Teir sem ekki vita, tha er tad Asdis) og hun ætlar ad koma til min a MORGUN!!!
Vid eigum svo sannarlega eftir ad mala bæinn raudann um helgina!
Gledi gledi gledi...mer finnst eg hafa verid uti i marga manudi og thessar heimsoknir lyfta mer skyjum ofar!

Fadmlag til heimsins
Matta

Wednesday, September 15, 2004

Hrabba hetja

Sit heima hjá Hröbbu og Viktori. Vorum að koma af handboltaleik þar sem Århus fór á kostum gegn Kolding, með Hröbbu fremsta í flokki. Hún skoraði úrslitamarkið þegar 2 sek voru eftir...fráááábær leikur. Við Matthildur horfðum á Lion King á leiðinni heim í dvd spilaranum sem er niður úr loftinu á kagganum þeirra Hröbbu og Viktors.
Hésinn minn er að koma til mín á morgun og svo er ég komin með harðsperrur að ýta á eftir Ásdísi konunni minni að koma til mín sem fyrst.
Annars ágætt að frétta, rok og rigning :(
Knús

Tuesday, September 14, 2004

Skin og skúrir

Þegar ég keypti mér sólgleraugu fór að rigna, þá keypti ég mér regnhlíf, þá kom sól.

Ásta skásta bauð okkur Evu í mat í gær. Æðislegur matur, frábær félagsskapur = gott kvöld. Við Eva tókum strætó heim og ég átti sem sagt að fara úr stætónum einni stoppustöð seinna en Eva. Hljómar einfalt ef maður fer eftir þeim fyrirmælum en þar sem ég kannaðist ekki við mig ákvað ég að fara lengra með strætónum...er ég eitthvað klikkuð, af því ég kannaðist ekki við mig!!! Ég mundi ekki kannast við mig þó ég stæði sjálf við hliðina á húsinu mínu, veifandi mér í strætónum. Allavega, þá tók ég leigubíl restina af leiðinni þar sem ég var rammvilt, koldimmt, rigning og komið yfir miðnætti.

Ég vaknaði snemma í morgun við brjálaða rigningu, þrumur og eldingar. Ég hef aldrei séð annað eins, ætlaði að vera kúl á því og hugsaði "he he...ligga ligga lái, ég þarf ekki að mæta neitt", snéri mér á hina hliðina og ætlaði að sofna aftur, en fann þá fyrir þessari nagandi hræðslu (sem fáir skilja kannski nema Hlédísin mín sem upplifði hana með mér nóttina eftir THE BÖMMER í Reykjakoti þegar við dóum næstum út af þrumunum og því). Ég fór því að horfa á Friends í tölvunni minni þangað til lægði...ég fór ekki að læra, ég fór ekki að finna mér vinnu, ó nei, ég fór að horfa á Friends. Og allir vita að þeir sem byrja að horfa á Friends, hætta ekkert svo auðveldlega að horfa á Friends nema eitthvað mikið liggi við, og eins sárlega nálægt sannleikanum það nú er, þá hefur ekkert legið mikið við hjá mér í marga mánuði!!

Kevin kynbomba (bé o bé a) öðru nafni Héðinn Haldórsson ætlar sennilega að koma til mín á fimmtudaginn. Veiiiiiiiiiiiiiiii! Það var alveg svakalega gaman hjá okkur um síðustu helgi og á ég von á því að gleðin haldi áfram nú.

Amen

Sunday, September 12, 2004

Komin "heim"

Ég er komin heim eftir frábæra heimsókn til Hésans míns. Veðrið var frábært þar til í dag þegar við fengum á okkur hitaskúr dauðans og þurftum að skjótast á sandölum og bolum í húsasund á meðan pollarnir uxu á götunni. Djamm í gær, heimsmetasafnið, spjall, búðir, beyglur og mogginn í dag.
Partýið hjá Írisi í gær var alveg frábært, hresst fólk, bjór og frábærar sögur sem seint gleymast.
Ég var klipin í rassinn af hallærislegasta manni norðurlanda, dyravörður skipaði mér úr jakkanum og ég fékk yndislegt símtal í nótt.
Kaupmannahöfn fær fimm stjörnur.

Ég sakna Héðins.

Í fyrradag átti ég bíl, í gær hætti ég allt í einu að eiga bíl. Í dag sé ég minni ástæðu til að gefast upp og fara heim.

Eftirminnileg kveðjuvísa frá nánum fjölskyldumeðlim:

Ingibjörg hét hún hnátan
hún tók lim upp í sig til að mát´ann
en helvítis flagðið
henni líkaði bragðið
svo hún beit hann af, tuggð´ann og át´ann

Kjamms og kossar

Saturday, September 11, 2004

Tivoli Tivoli Tivoli li li...

I gær var alveg rosalega gaman. Vid Hesi forum i gønguferd um allt i goda verdinu, drukkum bjor, skrifudum postkort, hlogum rosalega og forum svo i Tivoli. Tad var svakalega gaman. Vid forum bædi i Gyllta turninn og i russibanann, keyptum is, tokum hristumyndir af andlitum okkar, rosalega vorum vid skelfilega ofrid a thessum myndum (eins gott ad eskimo models komist ekki i thessar myndir, tha fengi Hesi ekki fleiri fyrirsætutilbod...)
Svo forum vid ut ad borda a frabæran veitingastad, fengum okkur svo bjor og svo heim ad sofa, allt of threytt fyrir svona langt skrall...
i dag forum vid ad skoda høllina, forum i siglingu um allt, saum hafmeyjuna og søgdum endalausa einkabrandara, Hedinn flissadi og eg hlo trøllahlatri alla siglinguna. Vid erum a leid i erotiska safnid og svo ætlum vid ad tjutta i kvøld med Irisi, Guggu, Kidda ofl.
A morgun er svo sælan buin og eg lestast heim a leid.
Afmælisoskir til Hildar og Vigdisar megagella.
Knus og kossar

Friday, September 10, 2004

Ekki svo slæmt ad vera krækiber i helviti, en heitt er tad!!

Hæ øllsømul. Nu kvedur vid annan ton hja Møttu, tvi hun er i Køben ad njota lifsins. Kom i gær med rutu. For i ferju, skildi ekkert sem var sagt og bjost tvi alveg eins vid ad enda i Svithjod. En Hedinn minn tok a moti mer a brautarstødinni og tha var nu gledihoppad og hlegid. Forum med Irisi Olafs og vinum hennar a barinn hans Frikka Weiss i gær og skelltum i okkur nokkrum øl. Svo forum vid Hesi ad kura, tvi i dag er dagurinn...TIVOLI-dagurinn sem eg hef bedid svo lengi eftir. Vid erum a netkaffi nuna, en eg ætla bara ad hafa thessa færslu stutta tvi uti er 25 stiga hiti og brjalud gledi i mannskapnum. Iris ætlar ad halda party a morgun og kannski kemur Guggan okkar thangad, vei vei!
Nuna er eg reyndar ad missa af kørfuboltaleiknum (Island-Danmørk) sem haldinn er i ithrottahøllinni vid hlidina a Hrøbbu i Århus, langadi sma ad hitta Fannar og svo natturulega ad sja kyntrøllid Jon Arnor... en Hesinn minn stenst alveg samanburd.
Jæja, best ad skella ser ut i solina.
Bless a medan

Monday, September 06, 2004

Mánudagur

Góðan daginn gott fólk!
Í dag er ég búin að vera í Danmörku í viku og finnst eins og það sé liðinn mánuður!
Það er samt mjög gott veður og engin ástæða til að detta í þunglyndi, en mér tekst að finna einhverja leið til þess... ;)
Ég fór á kaffihús í gær með Evu og Ástu, við spiluðum og röltum um bæinn. Foreldrar Hröbbu og Drífa ætla að fara að skoða gamla bæinn í dag og buðu mér með, en ég er að spá í að reyna að finna mér vinnu, koma mér í símasamband og jafnvel finna út hvort ég sé að gera einhverja hluti í þessum blessaða skóla, langar samt mikið með þeim svo það er spurning um forgangsröðun.
Gaman að heyra að Þóririnn minn sé að flytja til Siggu á Hverfisgötuna, ég væri alveg til í að vera fluga á vegg þar öðru hverju.
Veit einhver hvort Hési sé kominn með símanúmer þarna í Köben?, endilega látið mig vita ef svo er.
Síðar

Saturday, September 04, 2004

Laugardagskvöld

Ég fór út að borða og á kaffihús í kvöld með Evu og Ástu. Það var mjög fínt. Þær eru báðar að vinna á elliheimili með læknisfræðinni hérna og Ásta sagði mér frá gamalli konu sem þættist vera blind, en svo er starfsfólkið alltaf að bösta hana við alls kyns hluti sem sýna fram á að hún sér ekkert verr en margir aðrir. Svo kallar hún starfsfólkið stundum hans hátign og hneigir sig og stundum er Ásta tengdamamma hennar. Ég þarf að fá mér eitthvað svona starf!
Þær voru að fara að vinna svo ég fór bara heim um tíuleytið. Ég talaði við Eivor á msn, hún býr í Þýskalandi en tókst samt að fá mig til að sjá tilganginn í því að skella mér aftur út á lífið, hringdi meir að segja í Hröbbu sem var stödd í partý hjá einni sem er að spila með henni, frá Noregi og Viktor og Stulli náðu í mig í nýja flotta bílnum þeirra Viktors og Hröbbu. Þau voru að kaupa sér stóran 7 manna Toyotu (eitthvað) með DVD spilara niður úr loftinu og allar græjur, brjáááálæðislega flottur. Í partýinu voru líka Drífa Hröbbusystir sem er líka að spila handbolta, bara í Berlín í Þýskalandi, norska parið og Matta, kærastan hans Stulla sem er líka að spila handbolta hér í Århus. Þetta var mjög gaman og Drífa, Stulli og Matta fóru niðrí bæ áðan í feikna stuði, en sjálfsvorkunnar-ég ákvað að fara bara heim að sofa, ekki alveg í stuði til að tjútta. Ég á svo fáránlega bágt með að lifa fyrir líðandi stund að það er ekki fyndið. Í stað þess að njóta þess að vera með svona skemmtilegu fólki í brjálæðislega góðu veðri á Fest uge, þar sem uppákomur eru á hverju horni, fletti ég gömlum mogga sem ég tými ekki að henda, þó svo að ég hafi drepið köngurló með honum og finnist soldið ógeðslegt að fletta honum! Mér er ekki viðbjargandi.
Jæja, nú er ég farin að sofa.
Bæjó í bili þó.

Nýtt símanúmer

Ég er komin með nýtt símanúmer sem ég get farið að nota ef ég get opnað símann fyrir nýjum kortum. (0045) 27476094
Ég er líka orðin nettengd svo að nú fer þetta allt að koma.
E-mailið mitt er matta_sig@hotmail.com og ég tek fagnandi á móti öllum bréfum.
Venlig hilsen

Þorsteinn Joð og íslendingapartý

Þorsteinn Joð er að kenna mér. Hann er danskur, með frekar há kollvik og ég bíð eftir því að hann segi "er þetta þitt loka svar"?
Þegar skólinn var búinn í gær, rölti ég út í góða veðrið, skilaði lyklunum af hreysinu og skundaði í höllina. Eva Sonja og Ásta ætluðu að hitta mig í bænum og við ætluðum í afmæli til íslenskrar stelpu sem er að læra stoðtæknifræði hérna. Það var allt morandi í fólki í bænum og við settumst niður með bjór og spjölluðum langt fram á kvöld. Svo fórum við í partý. Það var mjög fínt, ég hitti Krissu vinkonu hennar Eivorar sem er að taka doktorinn í stærðfræði. Þegar ég hrósaði pilsinu hennar fór hún að benda mér á rauðan lit sem væri fastur í pilsinu eftir að hún ældi á það ein áramótin. Hún hélt að liturinn stafaði sennilega af nautatungu sem hún og hennar fjölskylda gæðir sér alltaf á, eftir miðnætti um hver áramót...hvort er skrítnara að fólk borði nautatungu á áramótunum eða að hún hafi sagt mér þessa ælusögu þegar ég hrósaði pilsinu hennar?! :)
Ég kynntist strák sem datt niður stiga fyrir 2 árum og mölbraut á sér hendina og getur lítið notað hana núna. Hann segir að versta minningin um þetta atvik sé hljóðið þegar höndin mölvaðist, hann heyrir það aftur og aftur fyrir sér..!
Þetta var fínasta partý en ég var svo fáránlega þreytt eftir að hafa einbeitt mér í tvo daga í skólanum að hlusta á dönsku, að ég ákvað að fara heim og sleppa bænum í þetta sinn. Svo kann ég líka illa að skemmta mér án Ásdísar, Þóris, Hlédísar, Helgu, Arndísar og Hésa míns. Við Eva tókum leigubíl saman heim, en Eva varð slöpp á leiðinni og leigubílstjórinn varð ekki glaður!!!

Skólinn

Þegar ég kom inn í skólastofuna duttu þær fáu lýs mér af höfði sem ekki höfðu dottið þegar ég sá herbergið mitt. Ömmur og afar röltu um, allt flóði í gráum hárum og gleraugum...hvar voru allir sætu strákarnir sem áttu líka að vera klárir og hjálpsamir og lána mér glósur þegar ég tapaði þræðinum við að horfa á upphandleggsvöðvana á þeim?
Þessi eini norðmaður sem ég hafði lagt allt mitt traust á, við, þau einu sem ekki erum danir, reyndist eftir allt saman vera dani, bara búsettur í Noregi eins og er...frrrrrrábært!
Ég er sem sagt eyland!
Þessa tvo daga sem ég hef verið í skólanum hefur mér liðið eins og ég sé á kafi í vatni, og kennarinn líka og hann tali og tali svo loftbólurnar frussist úr honum og verði að skilja, glósa og kinka kolli öðru hverju. Þetta er alveg hræðilegt.
Ég reyndi í fyrstu að telja samnemendum mínum trú um að ég skildi alveg soldið í dönsku (kynnti mig á samblandi af dönsku og ensku) en þegar ég skildi ekki spurningar eins og hvenær ég hefði flogið hingað eða hvar ég byggi, fór fólk að halda sig í fjarðlægð og horfa á mig vorkunnaraugum.
Ein reyndi samt að "bonda" við mig á þeim forsendum að hún hefði verið á Íslandi í sumar, á landsmóti hestamanna. Hún lækkaði róminn og sagði mér í trúnaði að hún vissi um íslending sem hefði djammað frá föstudagskvöldinu til kl. 2 daginn eftir... ég lagði mig fram um að sýnast hissa.

Af hverju byrjaði ég ekki fyrr að lesa skólabækurnar..!

Það var mitt fyrsta verk daginn eftir að tala við Anders arkitekt sem var búinn að bjóða mér að búa hjá sér. Ég skoðaði íbúðina sem var höll á miðað við hreysið mitt á 5. hæðinni. Ég ákvað að flytja inn daginn eftir, þegar ég væri búin með fyrsta daginn í skólanum...hrollur
Ég sat langt fram á nótt og las vísindaheimspeki á dönsku, bölvandi mér fyrir að hafa ekki byrjað fyrr að lesa þetta óskiljanlega bull!

Hrabba og Viktor

Ég rölti um í bænum þar sem allt er fullt af fólki (Fest uge), tónlistartjöldum og bjór. Þangað kom svo Viktor yndi og sótti mig. Víð fórum heim til þeirra þar sem Hrabba og Viktoría biðu eftir mér, hressar og kátar eins og alltaf. Það var rosalega gott að hitta þau.
Viktor keyrði mig svo heim um miðnætti og mér gekk öllu betur að sofna, vitandi að Hrabba og Viktor mundu brjótast inn til mín ef ég væri læst inni og ekki búin að láta í mér heyra í 3 daga!

Fyrstu kynni

Ég beið eftir annarri stelpunni sem átti að verða sambýlingur minn, því hún átti að kunna á læsinguna. Þegar ég heyrði umgang, smeygði ég mér hljóðlega fram og ætlaði að biðja hana að hjálpa mér við læsinguna. Hún var að skera fist með beittum hníf og brá svo hrikalega þegar hún sá mig að minnstu munaði að ég endaði ævina þarna uppi á hanabjálka með eldhúshníf á milli augnanna.
Hún reyndist vera mjög almennileg þegar hún var búin að leggja frá sér hnífinn og kom inn í herbergið mitt og fór að fikta í læsingunni. Hún hafði búið í þessu herbergi í 2 daga og sagði hlandlyktina króníska, ekkert útlit væri fyrir að ljósið yrði lagað og læsingin væri biluð því fyrir stuttu var brotist þar inn! Traustvekjandi!
Þegar hún hélt að læsingarmálum væri reddað, skelltum við hurðinni og hún sýndi mér hvernig ætti að opna innanfrá...nema að það gerðist ekki!
Við hjökkuðumst á hurðinni án árangurs, vorum pikklæstar inni í hlandlyktinni. Eftir hróp og köll, bauð ég henni sæti á vindsænginni minni og neyddi hana til að kynnast mér. Þegar við höfðum spjallað smá saman heyrðist í hinum sambýlingunum frammi á gangi, sem fóru nú að hamast á hurðinni til að reyna að opna. Ekkert gekk, við á 5. hæð og engin leið út, hvar var köngurlóarmaðurinn núna?!
Þegar þau þarna frammi voru næstum búin að brjóta upp hurðina, hafði myndast svo stórt gat milli stafs og hurðar að við gátum troðið lyklinum fram og losnað úr prísundinni.
-Ég býst við því að ég hafi ætlað að vera hagsýn í eina skiptið á ævinni þegar ég keypti mér síðast síma og borgað aðeins minna fyrir hann ef bara væri hægt að nota kort frá símanum í hann, núna get ég allavega ekki notað danskt kort í símann minn. Ekki það að ég hafi orðið hissa, þetta er nú einusinni ég!
Þessa fyrstu nótt lá ég sem sagt í kviklæstu herbergi á 5. hæð, ljóslaus og líklega sjaldan verið jafn einmana á ævinni.
Daginn eftir fékk ég mér minn fyrsta bjór á litlum veitingastað í hjarta Århus.

Århus

Þegar lestin kom til Århus beið mín hress og snyrtilegur kall = leigjandinn sem keyrði mig að herberginu mínu. Herbergið er svo sannarlega á 5. hæð, ó já, alveg fyrir allan peninginn. Í fyrstu leist mér ekkert svo hrikalega ill á það, en svo fór ég að líta í kringum mig og þefa!
1. Það var ekkert ljós í herberginu, vírar héngu út loftinu og ekki virtist sem ljósakróna hefði hangið í þeim lengi.
2. Hlandlykt! Hlandlykt var í herberginu, á gólfinu, á veggjunum, loftinu, hurðinni, alls staðar.
3. Ekki var hægt að læsa herberginu (sem átti svo sannarlega eftir að koma í bakið á mér síðar)
4. Einu sinni þótti flott ef hlutir hefðu margvíslegan tilgang. Penni sem er líka vasaljós og svona. Þetta viðhorf var svo sannarlega hjá þeim sem hannaði íbúðina (sennilega ekki verið gert ráði fyrir baðherbergi né sturtu) því klósettið var líka sturtubotn! Maður átti sem sagt að draga sturtuhengi fyrir hurðina, fjarlægja klósettpappír o.þ.h. og skrúfa frá sturtunni; þvo sér um hárið yfir tannburstunum og mikið ef maður átti ekki bara að nota klósettburstann til að þvo sér á bakinu! Rosalega var ég fegin að hafa farið tvisvar í sturtu í Köben.
-Þarna átti ég sem sagt að búa ásamt tveimur stelpum og einum strák.
Gott á mig!
Dekurrófan ég, sem var á hóteli á Þjóðhátíð ár eftir ár til að getað farið í sturtu um leið og ég yrði skítug, verið örugg með dótið mitt og sofið í hlýju rúmi, varð nú að sætta mig við að baða mig upp út klósetti, geyma eigur mínar í ólæstu herbergi og sofa á vindsæng í ljóslausu og hlandangandi herbergi...spurning um að ég hafi ekki tekið þroskastökk þarna á staðnum, um leið og ég fékk menningarsjokk.
Ég ákvað að kingja bauninni sem okkur prinsessunum er svo illa við og láta mig hafa þetta!

Fyrstu sporin...

Danmörk virtist í fyrstu vera jafn spennt að hitta mig og ég að hitta hana. Ég komst klakklaust út út Kastrup (hitti reyndar vinkonur Hröbbu sem vísuðu mér veginn að töskunum - ég virtist ekki vita hvort ég væri að koma eða fara, hefði sennilega tekið óvart næstu vél til Afganistan ef ég hefði ekki hitt þær).
Þegar ég kom á hótelherbergið í Köben, blasti við mér risaskjár: Welcome Matthea Sigurðardóttir...notalegt!
Ég skellti mér í sturtu og labbaði svo aftur út á lestarstöðina. Þar leitaði ég í örvæntingu minni að stað þar sem ég gæti keypt símkort til að ná sambandi við umheiminn...þetta kallar maður að njóta þess að vera ein í heiminum :-/
Eftir að hafa heyrt aðeins í vinum og ættingjum hugðist ég fara aftur á hótelið en þorði varla niður í lestargöngin þar sem ég kom upp, því þar sátu nokkrir vígalegir strákar sem flautuðu á mig og sögðu e-h á dönsku, örugglega e-h skítugt!
Það var komið fram yfir miðnætti og ég var orðin dauðþreytt svo ég skellti mér í göngin og hálf hljóp á hótelið.
Það var eins og ég vissi hvað beið mín í Århus því ég fór tvisvar í strurtu, þessa 12 tíma sem ég var á hótelinu og svaf svo eins og steinn í stóra, mjúka rúminu með tvo kodda og hlýja sæng...zzzzzz

Friday, September 03, 2004

Flatur nidurskurdur

Eg bjo med 2 stelpum og einum strak fyrstu 2 dagana, nu by eg bara med einum strak, ekki lengi ad tvi sem litid er... er of sein i tima, nanar sidar!