Friday, December 10, 2004

Ísland

Nú er vika síðan ég kom heim og munnvikin ná ennþá saman á hnakkanum. Ég valhoppa um allt (enda bíllaus) og syng lög sem ég vissi ekki einusinni að ég kynni..já frekar sorgleg svona. Eftir að hafa yfirgefið Århus í jólafílingnum, kom ég heim og fór til Víkur sem var ekki síður í jólafíling. Allt í skrauti og stjörnum (ekki bara þegar ég var hálfnuð með tollinn), drykkjuleikjabingó, sungið í sleifar, Halldórskaffi og allt tilheyrandi.
Núna um helgina er svo laufabrauðsgerð með allri stórfjölskyldunni...og kannski eitthvað djamm.
Ég er búin að vera að leysa af í grunnskólanum hér heima og vakna þá kl sjö! jább, breyttir tímar hjá Mattheu.
Síðar

Thursday, December 02, 2004


Jökull... Posted by Hello

Katla Þöll Posted by Hello

Björk Posted by Hello

Heimkoma

Eftir japl jaml og fuður ákvað ég að breyta fluginu mín og kem fyrr heim! Það eru ýmsar ástæður fyrir því en fyrir utan þessar sterkustu (heimþrána og fjölskyldu/félagaþörf) þá þarf ég að vinna að 3 ritgerðum um jólin (úfff)
Hlakka til að sjá ykkur