Friday, August 27, 2004

Allt að tæmast

Skrítið, mér finnst ég tæmast í samræmi við íbúðina mína. Ég er búin að bera kassa niður í geymslu í allan dag og með hverjum kassa, fer eitthvað af geðheilsunni. Ég sef ekki almennilega lengur, eitthvað stressuð en samt get ég sest niður um miðjan dag og horft á sundknattleik eða siglingar á ólympíuleikunum! Er andlaus og skrítin, kann ekki að fara í svona langan tíma alein.
Símunum mínum verður lokað á morgun og því geri ég ráð fyrir að verða enn asnalegri um helgina og þar til ég fer.
Ég fann rafmagnstöfluna þegar ég var að sýna leigjendunum geymsluna... fann líka hjólageymsluna í fyrsta sinn um daginn. Ef ég sýni fleirum íbúðina, finn ég kannski Geirfinn!
Matta

No comments: