Friday, December 10, 2004

Ísland

Nú er vika síðan ég kom heim og munnvikin ná ennþá saman á hnakkanum. Ég valhoppa um allt (enda bíllaus) og syng lög sem ég vissi ekki einusinni að ég kynni..já frekar sorgleg svona. Eftir að hafa yfirgefið Århus í jólafílingnum, kom ég heim og fór til Víkur sem var ekki síður í jólafíling. Allt í skrauti og stjörnum (ekki bara þegar ég var hálfnuð með tollinn), drykkjuleikjabingó, sungið í sleifar, Halldórskaffi og allt tilheyrandi.
Núna um helgina er svo laufabrauðsgerð með allri stórfjölskyldunni...og kannski eitthvað djamm.
Ég er búin að vera að leysa af í grunnskólanum hér heima og vakna þá kl sjö! jább, breyttir tímar hjá Mattheu.
Síðar

8 comments:

Gulli said...

Ég er feginn að þú sért á klakanum!

Anonymous said...

hvernig væri að skella adressunni þinni á síðuna svo þú fáir jólakort í ár....

sveinki

Héðinn said...

Jæja, kennaradruslan bara hætt ad blogga? Mikid ad gera?

Anonymous said...

Hafðu það himmneskt í hördígördí.......nágranninn frá hlandfossi

Anonymous said...

gledileg jol fra liverpool!
thorhildur

Anonymous said...

Hæ sæta..
ekkert smá gaman að sjá þig á balli í súlnasal..
kannski að við sjáumst á ´sölvaballi´í hveró þann 30.des..haaaa???.. aldrei að vita..;)

kveðja
Fanney Ragnars
http://www.folk.is/fanneyragnarsdottir/

Anonymous said...

Fardu ad skrifa, farda koma.. SAKNA TÍN!!!!

KV matthildur

irusvirus said...

Matta! Taktu þig nú saman og taktu upp pennann. Sakna þess að lesa bloggið þitt.
XXX
Íris kiss