...sem ég bölvaði fyrir bloggleysi þegar ég sat við tölvuna mína í Árósum og kíkti á bloggsíður nokkrum sinnum á dag: "Þið eruð ekki bölvuð, ég skil ykkur svo vel".
Þar sem ég hef byrjað í nýrri vinnu, ferðast og fengið krabbamein síðan ég bloggaði síðast, ætla ég að freistast til að hafa þessa færslu í punktaformi.
Í sumar hef ég:
-klifrað upp á Kögunarhól og fundist það soldið erfitt
-lært mína fyrstu uppskrift og hún snérist um 1-2 tsk af saur...
-setið í gömlum traktor sem ofhitnaði á klukkustundarfresti og rakað hey
-sólbrunnið á bakinu af því ég var í svo heitum umræðum við tengdarmóður systur minnar og gleymdi að snúa mér í sólinni
-uppgötvað krabbameinið í sjálfri mér (hefði frekar viljað finna sönghæfileikana, tónlistina eða íþróttamanninn í mér, en það er allt ennþá týnt og tröllum gefið)
-verðlaggt meðal krabbameinsæxli og komist að því að það er ca. gallajakka, eyrnalokka, dvd-disks og síma- virði
-verið kölluð Skrámur
-fengið nokkrar upphringingar frá fólki útí bæ sem biður mig að segja í símann: "Dagur eitt, punktur. Kæri Jóli..."
-Látið taka úr mér skjaldkirtilinn
-horft á Tomma og Jenna eftir að hafa fengið kæruleysislyf og velt því fyrir mér hvort teiknimyndavalið hafi markast af því að ég er fullorðið barn, eða af því að læknarnir vildu ekki að ég byrjaði að horfa á framhaldsmynd...
-haldið fast um happastein frá yndinu mínu, Kötlu Þöll sem kom í sérstakri heimsendingu upp á spítala til mín, frá Kirkjubæjarklaustri
-Fundist alveg svakalega vænt um vini mína og vandamenn
-uppgötvað gamla vini sem ég hélt að væru búnir að gleyma mér
-byrjað í nýrri vinnu
-og líkað vel
-drukkið í mig menningu
-reynt að koma skipulagi á líf mitt sem aldrei fyrr!
-Saknað fólksins míns í Danmörku !
13 comments:
Kossar fra Paris. Eg hugsadi til tin i hvert skipti sem eg labbadi inni bakari i tessari borg.
Nei, þú mátt ekki hafa krabba. Þú átt að hrofa á framhaldsmyndir. Saknaðarkveðjur úr Köben
loksins, loksins ;) pæjsa, takk fyrir sérdælis góðan mat og súkkulaðisjokk dauðans, glæsilegt að konan sé farin að blogga að nýju he he he.... fylgist með þér frá danskinum, sjáumst fljótlega aftur, hafðu það gott. Pésalingur biður að heilsa og Anders líka.....kreims dr.slefan
auðvitað stendur þú þig vel frænka... syngurðu núna eins og rod stewart?
kv,
o.veigar
Var ég kannske einn af gömlu vinunum sem þú uppgötvaðir upp á nýtt? Hvernig dettur þér í hug að það sé hægt að gleyma þér Matta mín? Vonandi losnar þú fljótt við þetta krabbamein.
Beztu kveðjur, Sigu(r)jón
Matta mín, baráttukveðjur frá mér til þín!
Iða
Hlátur, leiktu Skrám einu sinni enn! Komdu svo í kapp upp á Kögunarhól, núna ertu búin að losa þig við skjaldkirtilinn og krabbann á einu bretti - verður léttari á fæti fyrir vikið!! :)
Elsku Matta min! Eg vil ad thu vitir ad eg hef hugsad mikid til thin og svekkjandi ad eg hafi ekki nad ad hitta thig thegar eg var heima um daginn. Heyri ad thu sert øll ad hressast og det er bra! Hittumst heima um jolin.
Kvedja fra Norge, Svanhildur
Takk yndin mín öll fyrir hugsanirnar.
Sigga: jiddísk bakarí í París eru verkfæri djöfulsins
Íris: Sakna þess þegar við löbbuðum með dýnuna á hausnum um miðborg Kaupmannahafnar
Eva: Takk sömuleiðis fyrir komuna, gjöfina og fallegur hugsanirnar. Knús til Peters og kossar til Anders...!
Oli: Ég er meira svona eins og Marge Simpson, en get sennilega tekið Rod Stewart á góðum degi!
Sigu(r(jón: Játs, þú ert einn af vinunum, takk fyrir að hugsa til mín..og vonandi er krabbinn bara alveg farinn (er að reyna að nálgast æxlið svo ég geti fengið að hafa það í formalíni um hálsinn)
Iða: Takk ezkan, og gott gengi í skólanum
Gulli: Ég fer seint aftur í kapp við þig upp Kögunarhól
Þið eruð öll yndi!
(og skjaldkirtilslaus er ég greinilega væmin:)
MAtta
Hvernig er það Marge, á bloggletin að halda áfram :)
Sakn sakn sakn sakn sakn sakn sakn sakn sakn sakn sakn sakn sakn sakn sakn sakn og aftur sakn frá Køben.
Elska thig....án djóks!
Takk fyrir síðast (fös-Héðinns place)Baráttukveðjur hér frá höfuðstað norðurlands. Mun endurskoða þetta með að kyngja....hmmmmmm en í alvöru láttu þér líða sem alllllra best. Ekki hringja ég hringi ;)
Wow hvad thad er mikid buid ad gerast hja ther i sumar. Ekki alveg satt vid ad heyra ad thu hafir fengid krabba en frabært ad hann se nu fundinn og fjarlægdur.
Vid søknum thin herna i Danmørku, viltu ekki fara ad koma i heimsokn til okkar -
knus GUGGAN
Post a Comment