Monday, December 05, 2005

Einhver hefði nú kannski

drifið sig beint í bælið í nótt þegar Arndís og Gulli hættu að vera í heimsókn en ekki hún Matthea B-manneskja Sigurðardóttir. Hún festist yfir nördaþætti í sjónvarpinu um krakka sem sitja dag og nótt og læra til að taka þátt í stafsetningarkeppni í Bandaríkjunum. Ég sýp seyðið af þessari næturvöku minni í vinnunni í dag en eitt kenndi þetta mér þó; Héðinn málfræðinörd Halldórsson er ekki eyland í þessum efnum!
Helgin var rosaleg. Ég tók óspart út úr gleðibankanum og notaði til þess nýja debetkortið mitt sem er stax orðið rispað :(
Vinnustaðargrín og Sálarball voru viðfangsefni helgarinnar og svo náttúrulega afmælisjólaglögg hjá henni Ólöfu gellu sem býr í sambýlinu að Hringbraut.
Í kvöld verður jólakortagerð á Laugarnesveginum, allir velkomnir. Arndís og Gulli hafa þegar skráð sig og munu standa fyrir vísnagerð í hvert jólakort í ár!
19 dagar til jóla...það þarf eitthvað mikið að gerast svo ég fari ekki í jólaköttinn!

5 comments:

Héðinn said...

AETLA RETT AD VONA AD THU HAFIR TEKID THATTINN UPP A VHS?!

Hólmfríður Ásta Pálsdóttir said...

Oh mig langar að koma og búa til jólakort með ykkur :( En það verður að bíða betri tíma og vonandi gefst tími yfir hátíðarnar til að hittast, kem á klakann eftir 10 daga :) Knus frá Árhúsinu, þar sem þín er sárt saknað, snökt snökt.....

Anonymous said...

Ég ætlaði að storma til ykkar, en ég sofnaði...

ég lifi á brúninni.

Luv, Una

Anonymous said...

hvernig fór með skattmann..... sé þig vonandi á klakanum innan bráðar..... við verðum að hittast.... við ástin vorum að pæla hvort við gætum ekki náð í skottið á þér meðan við erum á landinu....... hafðu það best.... kveðjur eva

Anonymous said...

hvernig er það.... er ekki komin tími til að bloggggggggggggggggggggggggggggggggga???? ha? HA?
-hlé