Þegar vinkona mín sem ég kalla stundum J, flutti í Skipholtið á efstu hæð í blokk, kaus ég að hafa miklar áhyggjur af því að enginn brunastigi lægi að íbúðinni. Ég suðaði lengi í henni að hafa kaðal á svölunum, neyðarkitt í áldollu (svona niðursoðnar baunir eða brunaáburð, ef það kæmi jarðskjálfti og myndi kvikna í í einu) eða slökkvitæki undir koddanum en hún kom sér undan öllum þessum tillögum. Kaus að lifa á brúninni. Hlæja framan í hætturnar. Ég gerði það eina rétta í stöðunni, vafði reykskynjara inn í jólapappír, gaf henni og taldi mínu hlutverki sem lífverði þar með lokið.
Nokkru seinna flutti ég á efstu hæð í blokk og eyddi minni orku og tíma frekar í að finna rauð flotkerti í búðunum en að stressa mig á hlutum eins og slökkvitæki, eldvarnarteppi eða reykskynjara. Hlæja sem sagt framan í hætturnar eins og hún J mín. Ekki þarf að geta þess að enginn brunastigi liggur að íbúðinni minni og kaðall kæmist ekki fyrir á svölunum fyrir friðarkertunum sem þar loga öllum stundum.
Ég gekk um íbúðina mína í gærkveldi eftir að hafa lokið -fyrir-svefn-rútínunni og spáði í því hvort ég ætti að taka allar jólaseríurnar, kransana og lampana sem eru svo kósý í skammdeginu, úr sambandi. Ég átti von á mínum hjartfólgna helmingi sem var í bíó og mig langaði ekki að hann kæmi heim í myrkri. Allt fékk sem sagt að loga (nema náttúrulega kerti, ég er ekki alveg svo hættuleg). Þegar ég áttaði mig á því að ég hafði starað upp í loftið í hálftíma eftir að ég skreið upp í rúm, hafði mér tekist að sannfæra mig að nú væri kominn sá dagur að ég myndi brenna inni. Ég sá fyrir mér hvernig myndi kvikna fyrst í gardínunum inni í eldhúsi og svo skriði eldurinn inn í stofu. Ég ákvað að nota saumavélina (sem er í þungum kassa inni í skáp) til að brjóta glerið í svefnherbergisglugganum og vonaði að ég hefði tíma til að klæða mig í íþróttaskóna áður en ég þyrfti að hoppa út (ég bý á 3. hæð). Af því að íþróttaskór myndu einmitt redda málunum ef maður þarf að hoppa niður ca 8m!!
Í hræðslu minni fór ég að spá í því sem ég hræddist mest í þessari veröld. Ég bjó til lista og undirstrikaði 5 atriði í huganum. Köngulær, eldur, alnæmi, tannlæknar og það að láta tæta af mér neglurnar með rafmagns-pyntingartæki (sá það einusinni í bíómynd)er það sem ég hræðist mest og hana nú!
Ég beit svo bara á jaxlinn, snéri mér á hina hliðina og dreymdi um allar þær ógnir og skelfingar sem þessi 5 atriði hafa í för mér sér en ekki tók ég eina einustu seríu úr sambandi!
5 comments:
Það er bara tvennt sem ég velti fyrir mér:
Ætti ég að gefa þér reykskynjara eða kaðal í jólagjöf? Myndi rauður reykskynjari passa inn í eldrauða veröld þína?
Hvaða betri helming áttiru von á? Ég myndi nota hann til þess að brjóta gluggann, sem þú gætir svo miðað á þegar þú stykkir niður gluggann...
Líkurnar á því að vera með óbrotin bein eru mun meiri en eftir íþróttaskó, auk þess sem betri helmingurinn gerir eitthvað gagn og greiðir fyrir leigu.
Er það sorglegt að það hvarflaði ekki einu sinni að mér að "hjarfólgni helmingurinn" væri annar en Þráinn?
Tu ert hetjan min. En ertu ekkert hraedd vid frunsur? Ad fa eina slika er minn helsti otti. Nu eda tad ad lenda a spitala...
Jaaháá Matta..
Vid verdum sko ad hittast um jólin..
Verd í bandi thegar é kem heim..
Kv Matta-hildur
Vildi bara skella a thig sma aramotakvedju
Se ad hedinn a eftir ad redda brunavarnar malunum fyrir thig.
Knus og kossar
Post a Comment