Wednesday, April 19, 2006

Eign þvottahúss spítalanna

Jább það er ég! Alveg frá toppi til táar. Þrátt fyrir að ég hafi nú sterklega á tilfinningunni að þvottahús spítalanna kæri sig alls ekkert um að eiga mig!
Allavega er pokinn í óhreinatauskörfunni minni úr sykri til að hægt sé að demba öllu draslinu beint í vél og enginn þurfi að snerta á sýktum spjörum mínum.
Ég sem hef sjaldan tekið mig betur út. Síðu, niðurþröngu nærbuxurnar vinna þannig með stuttu afa-sniðnu nærbuxunum að þær draga hvora aðra niður. Þannig að í gegnum gula kartöflusekks-sloppinn minn þarf ég að kafa á mínútu fresti til að hífa öll herlegheitin upp um mig! Lukka í ólukkunni að ég fái ekki að spranga hér um gangana og dilla skönkunum, þess í stað sit ég í turnherbergi mínu og get ekki einusinni beðið eftir því að prins komi og frelsi mig. Ef ég myndi skella lokkaflóði mínu út um gluggann og ætla að bíða þess að prinsinn á hvíta hestinum klifraði upp, gæti ég þurft að bíða ansi lengi því ég er, jú, eitruð!!

Bloggleysi síðustu daga/vikna kemur til af ýmsu. Þó sérstaklega þeirri staðreynd að ég hef haldið mig nær alla páskana í sveitasælunni hjá Ragnhildi syss og co, sofið og borðað til skiptis og verið nánast símasabands og tölvulaus. Ég gat mokað mér á KK og Ellenar-tónleika með Hlédísi og Sigrúnu á Hótel Búðum en þar með var þátttöku minni í menningar eða skemmtiviðburðum páskahátíðarinnar lokið. Ef sundferðir, spilakvöld eða spjallhittingur var planaður eftir kl 22 á kvöldin, var Matthea B-manneskja Sigurðardóttir að játa sig sigraða fyrir hinum snemmsækna A-manneskja svefni! Hrikalegt alveg.
Og nú er ég hingað komin. Á krabbameinsdeild 11 E, stofu 12 sem allir óttast að koma nálægt, matarbakkar eru lagðir fyrir utan hurðina og eins er með hreinan tískufatnað, beint úr þvottahúsi allra landsmanna. Allt er reynt til þess að líf manns breytist sem minnst við svona innlögn..þeir eru með iðnaðarmenn beint fyrir utan gluggann hjá mér hér líka!!! Og Hlédís, veistu hvað..þessir eru sko líka með bor..alveg fyrir allan peninginn!
Mér finnst þetta nokkuð gaman. Var að hugsa um það í morgun, eftir að ég keyrði pabba og félaga hans út á flugvöll (þeir voru að fara til Spánar í golfferð) að mér liði eins og þegar ég kom heim úr göngunni okkar upp í Reykjadal þarsíðasta sumar. Sólin var komin upp, fuglar sungu, fáir á ferli og allt af vakna. Vor í lofti og sumarið framundan.

Þar sem lítið er að gera hér í lítilli einangraðri stofu, á ég von á því að blogga mikið og þá kannski sérstaklega um það sem ég hugsa um núna, þegar ég hef svo góðan tíma til að hugsa.
Núna lítur allt út fyrir að ég verði hér aðeins fram á föstudag því það er víst röð af fólki sem vill láta myrða frumur í hálsinum á sér með þessum hætti (eða kannski bara þreyttar húsmæður/feður sem eru hvíldinni fegin). Í gær var mér sagt að ég færi í fyrsta lagi heim á laugardaginn..en þetta skýrist allt á næstunni.
Bæjó-í bili þó!

10 comments:

Anonymous said...

Elsku Matta frænka. Ég hugsa svo sannarlega til þín. Ég er veik heima þessa daganna, en það góða er að fólk má og getur heimsókt mig.
Páskarnir voru bara mjög fínir, liðu samt allt of hratt að mínu mati. Ég ákvað að vera með bingó á föstudaginn langa og var með páskaegg í verðlaun. Jói vinur minn var klæddur upp og fór hann alveg á kostum sem klúri bingóstjórinn. Hann var með klámkjaft allan tímann og sagði sögur á milli þess sem hann las upp tölurnar, brjóst 3, innsetning í eina 16 ára, negrapíka, graður gamall maður og typpa-Ostur svo dæmi séu tekin. Og ef maður fékk tölu þá þurfti sko að drekka. Ættum kannski að taka í þennan leik í næsta laufabrauði...
Ég fæ svo íbúðina afhennta eftir 6 vikur...JIBBÍ!!!

kisskiss og stórt knús, þín frænka Íris.

Kolla said...

Ég hugsa líka til þín, ég hefði átt að lána þér pálmatrén sem ég var með á afmælinu mínu og þá hefðiru getað ýmindað þér að þú værir á Spáni!!
Knús og kossar frá Kollu.

Kolla said...

Er "ímyndað" kannski skrifað svona?? já já kennarinn sjálfur!!

Anonymous said...

til í reykjadalinn aftur!!!... það verður þá bara gönguferðin um hálendið sem ég er búin að vera að reyna að smala fólki í :)

og talandi um typpi íris.. þar var einmitt keppni í hæstu typpasmellunum sem ómaði um reykjadalinn og fólk að velta sér hálf og alnakið um allan dalinn.. kanski þú skellir þér með og svo förum við allar frænkurnar í bingó á eftir... matta er líka eitraður - í orðsins fillstu núna- bingó stjóri, mannstu í norðurvík....

allavega koss og kram frá bifröst... ég er að fara að blogga fyrir skólann.. tjékkaðu á því metts.. bifrost.is

og já.. skal komast í að taka geislavirkan andskota... frímann?? ertu þarna??

-hlé

Anonymous said...

Sæl Matta mín.
Ég hugsa til þín og við Eyrún sendum þér hlýja strauma.
Þig hlýtur að klæja í nefinu nákvæmlega NÚNA!

Bestu kveðjur,
Ólína

Anonymous said...

Sælar elsku vinkona
Er búin að hugsa mikið til þín undanfarið. Vonandi hefur þú það ágætt í prísundinni og ég hlakka til að hitta þig þegar þú sleppur ; )
Ástar og saknó Hulda Stef..

Anonymous said...

Elsku kellingin! þetta er nú meiri meðferðin á þér. Þekki það af eigin reynslu að vera sett í "einangrun" á spítala. Sendi þér batastrauma og vona að þér líði vel. Knús og kram Dröfn

Gulli said...

Hér er klukkan orðin meira en miðnætti og B-manneskjan Matthea er að missa af leikritinu sem ég skrifaði í dag á meðan Hagstofa Íslands greiddi mér laun... he he he.

Þannig erum við tvö, liggjum á sitthvorri stofnunni. Önnur fær greitt fyrir það en hin ekki.

En leikritið færðu, á morgun.

Dilja said...

elsku rassgatafílan mín
ég er núna stödd í herbergi sem er allt í e-u kroti á veggjunum, á hosteli, mjög skrýtin reykelsislykt og reggí tónlist úr næsta húsi, ekki hægt að draga fyrir og heil blokk sem getur séð á mér geirurnar þegar ég afkæðist.
Mér finnst þú vera á 5 stjörnu hóteli.
En samt, smá glatað að vera eitraður! Whosöppwitðat??

Elska þig og hugsa viðstöðulaust til þín, fúnkera bara ekki...
Nei ok. Æ Gangi þér vel. Ég er virkilega að hugsa til þín Matta. Þúrt hetja!

Anonymous said...

finnst þér ekkert ósanngjarnt að meðan þú hírist í einangrun fái pabbi þinn bara að leika sér í golfi á Spáni?