Friday, April 21, 2006

Þriðji í einangrun

Ég trúi varla að upp sé runninn þriðju dagurinn í einangruninni! Eivor engillinn minn í Þýskalandi reddaði mér góðum hluta gærdagsins með því að koma mér inn á veftv stöðvar 2 og er ég nú búin að rifja upp nánast alla Svínasúpuþættina og hló svo undirtók í stofunni :)
Það er soldið merkilegt ferli sem á sér stað inni á spítölum. Ekki það, að ég hafi spáð mikið í það hingað til, enda yfirleitt verið hálf dópuð af lyfjum eða sársauka þegar ég hef lagst inn fram að þessu, en ég hugsaði vel og vandlega um það áðan. Þannig er nefninlega að nú er tími úthreinsunarinnar.. jebb eins og allir vita þá kúka stelpur ekki svo ég mun reyna að hafa þennan kafla bloggsins frekar stuttan. En ég fór sem sagt í þetta ferli í morgun að fá hina og þessa pilluna, stíla, túbur og vökva til að allt geislavirkt myndi nú örugglega skila sér út í sjó, þaðan í fiskana og að lokum á sushi-diskinn ykkar :)
Stuttu eftir allar þessar inntökur til úthreinsunar var hringt frá ísótóparstofu og nú átti að mæla mig vel og rækilega til þess að hægt væri að reikna út hvenær óhætt sé að sleppa mér lausri (svona soldið eins og þeir gera víst í Hrísey..eða gerðu allavega).
Mér var komið fyrir á mjóum bekk og yfir mig var settur stór skanni og svo rann bekkurinn rólega í tæpan klukkutíma og skanninn vann sína vinnu í hverjum krók og kima líkama míns. Til þess að ég yrði nú kyrr þessa klukkustund og ekkert myndi klikka, var ég óluð niður á höndum og fótum.
Það var akkúrat þá sem ég áttaði mig á því að maður þarf að vera ansi meðvitaður um sjálfan sig ef maður vill ekki verða fórnarlamb aðstæðna...að vera nýsloppin úr einangrun og vera svo ólaður niður á bekk...hmmm...
Svo ég tali nú ekki um að vera með Microlax í sunnanendanum, sem er ekki beinlínis róandi fyrir klukkutíma afslöppun, niðuróluð og fín :)
Heimferð í dag og hið daglega líf framundan, víííííííí

Mamma á afmæli í dag og ég ætla sko að kalla til hennar úr fjarlægð...TIL HAMINGJU!!!

11 comments:

Anonymous said...

Frábært að þú sért á leiðinni heim, knús frá okkur þremur í þýskalandinu.

eivor

Héðinn said...

Eg hef aldrei,aldrei lesid svona blogg. Tetta eru timamot i islenskri bloggsogu. Kiss H

Gulli said...

Þjóðnýtum blogg Möttu, höfum hana í geislanum og þá fáum við nærri tvær bloggfærslur á dag!

Anonymous said...

Til hammó magga móða með ammóið!!

...og gott að þú ert laus úr einangrunni, en hvernig var það með microlaxið - fékkstu aldrei svona tilfinningu eins og þú þyrftir að prumpa hraustlega en tilhugsunin um svakalegt frussu-prump í hvítu naríurnar fékk þig til að kreista rasskinnarnar svo fast saman að þú náðir ekki andanum??

vinur systur pabba míns þekkti nefnilega konu sem "lennti" nebblega einu sinni í því...


knús - Íris

Anonymous said...

Ertu ekki til í að vera þarna aðeins lengur, bloggið er svo skemmtilegt...

Og svo má náttúrulega minnast á að fólk borgar fúlgu fjár fyrir endaþarmsskolun en þarna færð þú hana bara upp í hendurnar (vonandi ekki bókstaflega þó). Megrun hvað?

Soffía said...

En hvað þú lætur aðstæðurnar virka auðveldar og spaugilegar! Þú ert algjör hetja, knús og kossar úr Hófgerðinu :)

Anonymous said...

Hæ hæ Matta:)
Rakst á bloggið þitt...vildi bara kvitta fyrir komuna! Gangi þér svo rosa vel:)
Kv. Jóhanna Margrét & litli prinsinn:)

www.gylfi.barnaland.is

Anonymous said...

Yndislegt að fá þig heim. Kem í heimsókn.

Heiða

Anonymous said...

Gott að þú ert laus úr prísundinni, var annars sáttust að fylgjast með blogginu hjá þér :o) Vonast til að sjá þig áður en ég fer aftur, knús

GUGGAN

Monika said...

Hæ Matta, Júlía var að mæla með þér, og ég sé það strax að hér ætla ég sko að merkja mér bás, ef ég má :). Good luck.
kveðja, Monika.

Anonymous said...

Matta mín hefur þér aldrei dottið í hug að skrifa bók? Þú ert þrusupenni! Hugsa til þín og fæ fréttir hjá Helgu.
-Ólína