Tuesday, December 19, 2006

Lyfleysa

Hver man ekki eftir Síþreyttheu um páskana í fyrra sem höndlaði lyfjaleysi með því að sofna hér og þar..aaaðallega þar!
Þar sem örlögin fóru um mig mjúkum höndum síðast og enginn stór skandall átti sér stað í lyfjaleysinu, ákvað læknirinn minn að grípa inní og taka mig aftur af lyfjunum, nú á jóladag!
Ég á svo að fá smá geislajoðsýnishorn í janúar til þess að kanna stöðuna á skjaldkirtlinum (eða vonandi skjaldkirtilsleysinu)og fæ svo meðhöndlun í framhaldi af því.
Sem sagt mega gestir og gangandi aftur eiga von á því að ég gráti þegar ég ætla að hlæja, gleðjist óvart í stað samúðar þegar fólk gleymir hlutum (sorry Hlédís), kveiki á miðstöðinni þegar ég ætla að lækka í útvarpinu og klóri mér þegar ég þarf að hnerra!!
Já örlögin hafa aftur gefið mér hormónalegt frelsi til að láta tilfinningarnar sveiflast í óvæntar áttir, og koma þannig með æsispennu í líf mitt og minna nánustu (Gunni þunni verður þrítugur á tímabilinu, spennandi að vita hvernig hormónatryppið Matthea höndlar það;)
Á morgun hefst langþráð jólafrí...hipp hipp húrreiii, hipp hipp húrreiii, hipp hipp húrreiiiiiiiiiiii!

4 comments:

Thorhildur said...

Fyrir hönd lesenda síðunnar lýsi ég yfir tilhlökkun vegna væntanlegra blogga.

Anonymous said...

Gleðileg Jól elsku Matta mín ...

Sorry ég knúsaði þig ekki í gær :( ég vildi ekki fara að gráta .. tárin voru alveg að koma þannig ég bara dreif mig ;)
En ég kem eftir áramót og knúsa ykkur Árna "bless"

Hafðu það gott um jólin og njóttu þín í botn ..

Kveðja,
María

Anonymous said...

Elsku Matta, gledileg jolin. Thu att nu eftir ad høndla lyfleysid vel, ef ekki tha verduru amk med fullt af godum søgum fyrir bloggid. Ekki amalegt thad.

Knus GUGGAN

Anonymous said...

" já er það ekki? :)!! " ... "nei ég meina jááá æjj er það? :("

matta best í heimi!!!

þín -hlé