Rjómi þjóðarinnar, yndislega fólk, takk fyrir kommentin, skeytin, símtölin, sms-in og allar fallegu hugsanirnar í vikunni.
Þetta hefur verið erfið vika, þið hafið gert okkur hana auðveldari.
Nú tekur amstur hversdagsins við eins og alltaf.
Á haustin fæ ég alltaf smá sinnep í afturendann (ekki bókstaflega samt, þó hægt sé að túlka þetta skítugt;) og langar að breyta eitthvað. Burt með kríunum eða lóunni, gera eitthvað nýtt. Ásdís er búin með ritgerðina og kemur bráðum heim, vííí, Hlédís sennilega að flytja í bæinn, Helga orðin skólastelpa, Vigdís komin til London, Arndís að fjölga mannkyninu... Þar sem ég er enn að kenna og það ekkert alveg að fara að breytast, höfum við Gunni ákveðið að rústa baðherbergi þriðju hæðarinnar á Laugarnesvegi 118, taka allt út og setja nýtt inn. Kominn tími á það, en á ég þó eftir að sakna bláu málningaflyksanna sem fylgja manni undir ilinni eftir hverja sturtuferð (blámálning baðkarsins er afleiðing framtaksseminnar eitt haustið...roðn).
8 comments:
Hlakka til að koma og sjá árangurinn :)
Hlakka líka bara rosalega til að sjá þig.
Kiss og klem
Júlía
hehehehhehehheehehhee nennuru að blogga söguna um bláu baðkarsmálinguna.. heimurinn á hana skilið!!! plíííííís :)
-hlé
innilegar samúðarkveðjur til ykkar elsku Matta mín
og já reynum að hittast sem allra fyrst!
bara að kvitta fyrir mig Matta mín og láta vita að ég hugsa til þín dúllan mín. Erfið vika að baki. Hlakka til að hitta þig við tækifæri, endilega kíktu á barnanet á hann Ólaf Óskar jebb pabbi fékk loksins nafna. Knús elínborg og co
Ég samhryggist þér innilega elsku Matta mín....hugsa svo oft til þín :)
eivor
Hæ elskan mín
Ég samhryggist ykkur Gunna.
Bestu kveðjur
Vigdís
Hæ matta, langadi bara ad senda thér en krammer.... frá árósum.... kv eva
Matta þú ert perla;) kv.Sabína
Post a Comment