Wednesday, February 20, 2008

www.kindur.is



Hlédís frænka mín hefur gert ýmislegt skondið, skemmtilegt, frumlegt, fyndið, alvarlegt, áhættusamt, kærulaust og flippað um ævina. Ég hef alltaf stutt kjelluna og vitað innst inni að hún getur allt.

http://www.kindur.is/ er afrakstur mikillar vinnu undanfarinna mánaða og Eigið fé ehf. er Hlédísarbarn frá upphafi til enda.

Um leið og ég óska gullinu mínu til hamingju með þetta allt saman, vil ég hvetja ykkur öll að hætta að telja kindur í andvöku, kaupið ykkur frekar eina. Hættið að smygla inn tarantúlum og snákum. Það er ekkert meira töff en að eiga kind í dag!

4 comments:

iris said...

Takk fyrir innlitið kæru frænkur Hlés og Matta!

Lennti í skemmtilegur atviki þegar ég fór að skipta gallanum frá ykkur.... afgreiðslustelpan sagði við mig þegar ég sagði við hana að ég væri með galla sem ég þyrfi að skipta: "ætlaru að skipta þessum??? ég man nefnilega að það var svolítið mikið vesen þegar frænkur þínar keyptu hann - eða gallanum sem þær keyptu upphaflega! það bjargaði þessum samt hvað þær voru ógeðslega fyndnar!!". Svo hún skipti þessum fyrir mig með glöðu geði og fékk Lilli tvennar buxur í staðinn ;)

Knús - Íris

irusvirus said...

Hahahaha. Kindur.is er fyndnasta síða sem ég hef augum litið í ár og öld. Ég hreinlega grenjaði úr hlátri. Vá, ég er orðin einlægur aðdáandi Hlédísar, er hún með aðdáendaklúbb?
Kossar

Thorhildur said...

Elsku Matta
Hjá mér er kominn ammlisdagurinn langi og óska ég þér til hamingju með fertugsaldurinn. Það er kannski reyndar eins og að óska til hamingju með stóra bólu í andlitinu, fótbrot eða árekstur en engu að síður þá vona ég að þú eigir góðan dag og við þig verði dekrað.
Skrifa þér ímeil á eftir, knús og kossar, Þórhildur.

Anonymous said...

Hæ Matta mín,

Eitthvað fannst mér kunnuglegt við þennan dag og þá rifjaðist upp að þrjár flottar konur eiga afmæli í dag, þar á meðal þú. Til hamingju með að sigla inn í nýjan áratug og vonandi sjáumst við með vorinu hópurinn góði.

knús og kveðja,
Gyða Björk